Morgunblaðið - 20.02.1966, Page 4

Morgunblaðið - 20.02.1966, Page 4
4 MORGU NBLAÐID Sunnudagur 20. febrúar 1966 Volkswagen 1965 og ’66. rm RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 220 22 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 300 — pr. km kr. 3. SÍMI 34406 SENDUM LITL A bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. BIFREIÐALEIGAN VAKUR Sundlaugav. 12. Daggjald 'kr. 300,00 og kr. 3,00 pr. km. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. íbúð öskast Óska eftir að leigja 2—3 herb. íbúð í Reykjavík. Fyrirfram- greiðsla. Upplýsingar 1 síma 1 59 41. Helgi Hafliðason arkitekt. Húsbyggj- endur Tek að mér alls konar pípu- lagnir, svo sem miðstöðvar- lagnir, vatnslagnir. Uppsetn- ingu hreinlætistækja. Við- gerðir. Axel Magnússon pípulagningameistari. Selfossi. Sími 277. Málflutningsskrifstofa BIRGIK ISL. GUNNARSSON Lækjargötu 6 B. — H. hæS ION EYSTl IINSSON lögfræðbigur Laugavegi 11. — Sími 21516. Höfum flutt verzlun vora og verkstæði að LÁGMÚLA 9 Símar: 38820 (Kl. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820. k Trygginga- stofnunin í dag ætla ég að byrja á stuttu bréfi frá reykvískri húsmóður. Það gefur tilefni til nokkurra hugleiðinga: „Kæri Velvakandi! Hvers á ég að gjalda? Nafn ar húsmæður að gjalda? Nafn skírteini mitt er ekki tekið gilt, þegar ég vitja um barnalífeyri minn? Við höfum þó haft mésta fyrirhöfnina af því að koma börnunum inn í veröld- ina. „Nei frú,“ var svar stúlk- unnar í Tryggingastofnuninni „út á nafnskírteini mannsins yðar fáið þér peninga, en ekki yðar.“ Nú vinnur maðurinn minn úti á landi mestan hluta ársins og getur þurft á nafn- skírteini sínu að halda þar. Er mér ætlað að fá lánað nafn- skírteini hans í hverjum mán- uði til þess að fá það sem ég á rétt á? Þetta er hlutur, sem Tryggingastofnun ríkisins þarf að kippa í lag hið fyrsta. Úr því að stofnunin býður að fram vísa skuli nafnskírteini við út- hlutun barnalífeyris, þá ber hún að gera báðum foreldrum jafnhátt undir höfði. Reið húsmóðir.“ t -k Stóra skrúfstykkið Ekki er óeðlilegt þótt bréfritari sé undrandi, en sam- kvæmt frásögn frúarinnar trúir Tryggingastofnunin henni ekki fyrir fjölskyldu- bótunum. Ég geri ráð fyrir að hún eigi við þær, þegar hún talar um barnalifeyri. Hvort hægt er að sanna það fyrir Tryggingastofnuninni, að móð- irin eigi jafnmikið í börnunum og faðirinn, það er vafamál. Skriffinnskan hefur allt annan skilning í lögmálum og stað- reyndum lífsins en Pétur og Páll. „Kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér“, segir vitur kaup maður — en oft er það svo, að skriffinnskubáknið er „kúnn- inn“ í viðskiptum sínum við fólkið. Þessar fjölskyldubætur mætti gjarna ræða örlítið bet- ur. Þær eru nefnilega gott dæmi um það hvernig skrif- finnskan setur allan fjöldann í sitt stóra skrúfstykki. k; Borgin hleypur Foreldrar, sem eiga eitt eða tvö börn, fá þessa greiðslu á þriggja mánaða fresti. Ef fleiri börn eru í fjölskyldunni fer greiðslan fram mánaðar- lega — samkvæmt upplýsing- um, sem símaþjónusta Trygg- ingastofnunarinnar veitti i gærmorgun. Greiðslurnar eru aðeins inntar af hendi á ein- um stað í Reykjavík, í af- greiðslu Tryggingastofnunar- innar að Laugavegi 114. Þangað verða sem sagt allir foreldar að sækja þetta fé — hvort sem þeir búa við Nesveg, Gnoðavog eða Grensásveg. Fróðlegt væri að fá einhvern glöggan mann til þess að reikna út hve mörgum vinnu- stundum Reykvikingar eyða í það á ári hverju að sækja fjölskyldubætur sínar í af- greiðsluna að Laugavegi 114. Og bve mikið ætli þessar sendiferðir kosti þjóðina, hve miklu mætti afkasta á þeim tíma, sem fer í öll hlaupin? Mörgum finnst þetta sjálf- sagt ómaksins vert, því að fjölskyldubæturnar koma sér vel og eru búbót. En væri ekki hægt að hafa annað skipulag á þessum greiðslum — tilhög- un, sem gerði bæturnar að enn stærri búbót. Hvers vegna má ekki nota póstþjónustuna í ein hvern hátt í þessu skyni, póst- afgreiðslunnar, eða útibú bank anna? Er núverandi fyrirkomu lag í rauninni það eina, sem hægt er að hafa — eða, er Reykjavik ekki orðin það stór, að breytinga sé þörf á þessu sviði sem öðrum? k? Slys — líka þar Sjaldan berast fréttir um flugslys í kommúnistaríkjun- um. Engum kemur til hugar, að þar verði ekki slys sem annars staðar. En með því að birta slíkar fréttir er sennilega verið að reyna að telja heiminum trú um að þessar rússnesku flugvélar séu langtum full- komnari en allar aðrar. Það hefur komið fram í blöð um, að eitt af verkefnum sendi ráða stérveldanna í Moskvu sé að fylgjast með öllum grafreit- um í nágrenni borgarinnar. Skyndileg fjölgun leiða gefur oft til kynna, að stórslys hafi orðið — og með samanburði á nöfnum, stöðu og dánardægri, sem skráð er á legsteina, geta hinir erlendu sendiráðsmenn oft getið sér til um hvað gerzt hafi. En þetta eru allt ágisk- anir og fréttirnar komast ekki í blöðin. k Fréttaflutn- ingurinn Nú fóst flugvél á flug- velli við Moskvu — og því var ekki hægt að leyna. Samkvæmt fregnum blaða og útvarps á ís- landi var fréttaflutningur Tass-fréttastofunnar furðuleg- ur, eins og oft áður. Fyrst sagði hún frá því, að flugvélin hefði farið fyrirhugaða ferð. Eftir að slysið varð kom ný frétt frá Tass: Hætt hafði verið við íerðina vegna veðurs. — Af því að slysið varð á alþjóð- legum flugvelli barst fréttin út um allan heim á skammri stundu, en löngu síðar sagði Tass frá því, að vélinni hefði hlekkzt á. Ekkert var sagt um slys á mönnum. Næst sagði Tass, að vélin hefði farizt vegna slæmra veð- urskilyrða. Síðar var sagt frá því, að skipuð hefði verið nefnd til þess að rannsaka slys ið — en væntanlega þarf hún ekki að rannsaka mikið úr því að Tass hafði fundið ástæðuna til slyssins. Nú segir Tass, að sex farþegar hafi farizt og öll áhöfnin, en ekki er gefið upp hve margir voru í áhöfn. Ekki er vitað nákvæmlega hve margir voru í vélinni, hve margir slösuðust — og hve mikið. Og í rauninni er frétta- flutningurinn þannig, að varla er hægt að treysta því, að það, sem sagt var, sé satt. Nú má auðvitað segja, að engum komi þetta við. Þetta sé einkamál Rússa. En við, sem búum við frjálsan fréttaflutn- ing, teljum hann ekki aðeins sjálfsagðan og eðlilegan, held- ur eitt af undirstöðuatriðun- um í frjálsu þjóðfélagi, sjáum það sjaldnast betur en í slík- um tilvikum hver munur er þeim sjálfum hinn mesta bjarn á fréttaþjónustu á Vestur- löndum og því, sem kallað er fréttaþjónusta hinum megin járntjalds. k: Að rugla „systemið“ Og loks er hér stutt bréf frá herskáum lesanda: „Það var skemmtilegt að sjá í því bréfi þýzka verzlunar- fulltrúans hér, sem birt var í blöðunum í gær, að vonir stæðu nú til að Þjóðverjar ætl- uðu að gera hvort tveggja í senn, gefa íslendingum tæki- færi til þess að höggva ofur- lítið skarð í verzlunarhallann við Þjóðverja og gera þeim síðarnefndu gleðilega daga með því að bjóða þá Flugfé- lagsmenn jafn velkomna til Hamborgar eða Dússeldorf og þeir eru nú óvelkomnir til Frankfurt, vegna ótta þýzkra stjórnarvalda við að þeir rugli allt „system" staðarins með sínum þangaðkomum — setji hið heimsfræga þýzka skipu- lag úr skorðum. Það væri ósk- andi, að gleðin yfir hinum vænt anlegu feroum Flugfélags ís- lands til Hamborgar eða Duss- eldorf yrði óblandnari en sú, sem hrærði hin prúðu þýzku hjörtu er þeir Loftleiðamenn lögðu leiðir sínar til Ham- borgar. Þá sýndu Þjóðverjar nefnilega þann fágæta skilning á verzlunarfrelsi, að banna Loftleiðum að auglýsa fargjöld sín, og tókst þeim á þann hátt að hrekja Loftleiðir út af þeim flugvöllum, sem þeir ætla nú að gleðja sig við að opna fyrir þeim Flugfélagsmönnum. Er það út af fyrir sig gott að þeir fyrirmuni íslendingum ekki með öllu að koma með farar- tæki sín í Þýzkaland — og loft helgi, en hitt mega þeir vita, að aldrei fyrr munu íslending- ar telja þá í þessum efnum ámælislausa en þeir semja sig að þeim háttum allra sið- menntaðra þjóða, að leyfa birt- ingu þeirra auglýsinga, sem réttilega greina frá þeirri vöru eða þjónustu, sem í boði er. Er það alveg áreiðanlegt, að sams konar framkoma við fyrirtæki einhverrar stórþjóðar myndi af Þjóðverjum hafa verið talinn þeim sjálfum hinn mesta bjarn- argreiði, þó að hún sé vitan- lega fullgóð smáþjóðinni ís- lendingum, og má vera, að sú lífsspeki sé hagnýt og mann- leg þó að hvorki geti hún bein- línis talizt réttlát né stórmann- leg. — Spartacus." Frá Verkstjóra Jt sambandi Islands AÐALFUNDUR Verkistjórasam- bands íslands var haldinn 5. feb. sl. Innan samlbandsins eru nú 14 félagsdeildir með um 640 með limum. Á funddnuim voru rædd marg- vísleg hagsmunamál verkstjóra, en hæst bar þó það að í ljós hef- ur foomið að verkstjórar munu ekki vera tryggðir gegn slysum eða dauða í starfi. Var samiþykkt ályktun þess efnis, að einskis skuli látið ó- freistað að kippa þessu í lag, þannig, að verkstjórar njóti efofoi lakari trygginga en aðrar launa- stéttir landsins. Þá var rætt um áfovæðis- vinnu og bónusgreiðslufyrirkomu lag, en stjórn sambandisins hefur unnið að könnun þess máls að undanfömu með það fyrir aug- um að verkstjórastéttin sé reiðu búin að taka upp þá starfsihætti sem nauðsynlegir eru við breyt- ingu sem óthjákvæmilega hlýtur að vera skammt undan í þá átt að þar sem hægt verður að koma því við verði unnið samkvæmt sldku kerfi. Fundurinn lýsir yfiir ánægju sinni með Verfostjóramámskeiðin eins og þau eru rekin í dag og þakkar forstöðumanni þeirra og stjórn, hversu vel hefir verið haldið þar á málum. Verkstjórasamband fslands er samningsaðili um kaup og kjör verkstjóra, það er aðili að sam- tökum norrænna verkstjóra, en þau samtök hafa innan sinna vé- banda á annað hundrað þúsund meðlimi. Sambandið gefur út málgagn sitt „Verkstj órann“, og hefur hann komið út einu sinni eða tvisvar á ári að undanförnu. Lífeyrissjóður verkstjóra hefir starfað nú um tveggja ára skeið og var nú fyrir áramótin veitt úr sjóðnum í fyrsta sinn. 1 stjórn Verks'tjórasambands fslands eiga þessir menn sæti: Björn E. Jómsson, Atli Ágústsson, Guðni Bjarnason, Þórður Þórðar son, Hedgi Pálsson, Adolf Peter- sen og Guðmundur Björvin Jóns- son. Frétt frá Verkstjórasam'bandi íslands. Kandl mlnnú. að auglýsing i útbreiddasta blaðlnu borgar sig bezt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.