Morgunblaðið - 20.02.1966, Page 7

Morgunblaðið - 20.02.1966, Page 7
Sunnudagur 20. febrðar 1968 MORGUNBLAÐIÐ 7 VIETCONG uppreSsnarmaður úr KÓPAVOGI „OG þá dró landinn upp Morgunblaðið frá áramótum og þýddi klausu úr áramóta- ‘ annál fyrir mexikönsku landamæraverðina, benti á mig, og sagði: „Þetta er Viet- | Cong-uppreisnarmaður úr Kópavogi“, og það var eins og við manninn mælt; ég fékk ekki að fara yfir landamær- ! in“. I Það er Þórður Þorsteins- ' son, á Sæbóli sem segir svo, þegar blaðamaður Morgun- blaðsins hitti hann að máli í gær, en Þórður var ásamt konu sinni frú Helgu Sveins- dóttur að koma vestan úr hinu vilta vestri í gærmorg- un og hafði frá mörgu að segja. „Já, þetta er satt með Mexikanana, en sagan er sú, að ég ætlaði suður yfir landa- - , mærin, og hitti þá íslending ! þar, sem heilsaði mér glað- I klakkalega og sagði: „Ertu þá kominn aftur!“, síðan tók hann annálinn í áramótamorg unblaðinu, þar sem ég er kallaður Víet-Cong uppreisn- armaður úr Kópavogi, og fer, sjálfsagt í gríni, að þýða þetta fyrir landamæraverðina. Þeg- ar ég svo setlaði að halda för minni áfram, lögðu þeir blátt ban.n við, nema ég hefði til þess leyfi frá ræðismann- inum í Reykjavík, og gátu þess um leið, að það gæti tek- ið 6 mánuði að afla þess. En við vorum ekkert að láta þetta á okkur fá, heldur skruppum með það sama til Hollywood og dembdum okk- ur þar inn á Palladium leik- húsið. Konan skipti úm bún- ing og skartaði íslenzkum þjóðbúningi, og sá vakti nú athyglina, maður! Þarna voru heimsfrægir skemmtikraftar, sem sumir þekkjast hér úr sjónvarpinu, t.d. Lawrence Welk, sem er einn almesti indælismaður, sem ég hefi kynnst. Við kölluðum hann Lárus. Hann minnti mig einna helzt á Pál ísólfsson. Það var ógnar kraftur í honum. Þetta var alltaf áfram, hjá honum, og hann lét okkur syngja með eins og í þjóðkór. Indælis maður, hann Lárus. Þarna á Palladium var fjörið geysilegt. Maður lifði sig alveg inn í dansinn, þetta minnti mann einna helzt á hjónaball vestur í Ögursveit, þegar maður dans aði þar á torgi lífsins þar til sól reis í austri að morgni. Gömlu lögin voru spiluð, og maður tók salinn í 4 stökk- um í Mazurka eins og þeir gerðu í Fætinuon undir Fótar fæti í mínu ungdæmi vestur þar. Og fólkið var einstak- lega alúðlegt, og Bobby Bur- gess dansari, sem þú sérð á myndinni hérna, er prúður piltur og mannsefni hið mesta. Gaman var að sjá, þegar hann dansaði við konu mína á þjóð búningnum. Við yfirgáfum þetta fólk kl. 2, og nú skyldi haldið út á galeiðuna, og skoða nætur- lífið rækilega í Hollywood. Við komum í draugaklúbb- inn, þar sem allar skreyting- ar eru lík og beinagrindur, sem leggur af nályktina. Og þar náði fjörið hámarki. Þarna var unga fólkið, og engu líkara en þarna væru skot og sprengingar. Þegar við fórum, reis upp brúður ein í líkkistu, eins og hún væri að vakna til lífs- ins aftur. Óhuggulegra var samt á einum góðum veitinga stað, þar sem safnast saman dreggjar þjóðlífsins, kynvill- ingar, eiturlyfjaneytendur, rónar og auðnuleysingjar. Fólk sækir staðinn mikið til að sjá þá, en þarna eru lög- regluþjónar til taks, með kylfurnar reiðubúnar, ef þessi lýður ætlar að fara að ybba sig við aðkomufólkið. Mér var sagt, að fólk þetta fengi 50 dollara á viku frá bæjarfélaginu til að tóra. Ég ætlaði varla að trúa því, að svona nokkuð væri til. En ég vil endilega geta þess, að mér fannst unga fólkið á skemmtistöðunum einstaklega prúðmannlegt, stillt og siðað, og virti'st lifa heilbrigðu lífi og kunná að skemmta sér. Annars fórum við út til að hitta son okkar og tengda- dóttur, Sigríði Lúthersdóttur og Svein Þórðarson, verkfræð ing, en hann er núna for- seti íslendingafélagsins í Kali forniu. Félagið ætlar að efna til Þorrablóts 12. marz, og fær matinn sendan héðan að heim- an. Við erum búin að vera 6 vikur í ferðalaginu, og þótt okkur þyki gaman að ferðast, er ósköp gott að vera komin heim í heiðardalinn hér í Fossvogi, Kópavogsmegin við lækinn“. Við bjóðum hjónin velkom- in til íslands um leið og við kveðjum, en þá segir Þórður: „Hérna, taktu við nokkrum bláberjum, sem ég tíndi þarna vestur í Kaliforniu“, og rétti okkur tvo pakka af hraðfrystum bláberjum. Að vísu hafði hann keypt þau í búð, en söm var hans gerðin. Fr. S. Eins og bjósiisball í Ögursveit Á þessari mynd má sjá Þórð á Sæbóli og Helgu konu hans, sem er á íslenzkum búningi innan um hóp íslendinga, aðallega Vestur-fslendinga, og að auki er þarna frægur dansari, Bobby i Burgess, sem varff mikilt vinur þeirra hjóna. Meffal þeirra, sem ! j á myndinni sjást eru Guffrún og L. Bleackley, Agnes og Árni Eggertsson, Margrét og Jack Carten, Ingibjörg Eggertsson, Sveinn og Sigríffi Þórffarson, sonur og tengdadóttir þeirra hjóna, í Dina Anderson, Nina Oddgeirsdóttir Guðrún Pétursdóttir og | Bobby Burgess. Þórffur og kona hans urffu miklir vinir frægra skemmtikrafta í Hollywood. Á þessari mynd má þekkja Lawrence Welk, kunnan skemmtikraft úr sjónvarpinu hér, ásamt fleirum. sá HÆST bezti Þriggja ára snáði, sonarsonur eins þekktasta háls- nef- og eyrna- læknis hér í borg, horfði lengi á móður sína og sagði svo: „Heyrðu, mamma! Átt þú ekki háls- nef- og eyrnalokka?" VISIJKORM Björt og fögur bernskulönd barnsins huga geymi, Akranes mín æskuströnd aldrei þér ég gleymi. Kjartan Ólafsso^ íþúð óskast Hver getur hjálpað ungum hjónum með ungt barn, sem eru á götunni. Upplýs- ingar í síma 20531. Innréttinfirar í svefnherbergi og eldhús. Sólbekkir. Isetning á hurð um. Sími 50127. íbúð óskast Þerna á millilandaskipi óskar eftir íbúð í Reykja- vík. Tilboð merkt: „Lítið heima — 8594“ sendist afgr. Mbl. Klæðum og gerum við bólstruð húsgögn. 1. flokks vinna. Sækjum og sendum. Valhúsgögn, Skólavörðu- stíg 23. Sími 23375. PEUGEOT 404 Peugeot er bíUinn, sem gengur lengur en hinir PEUGEOT 404 station Peugeot Öryggi - Þœgindi - Sparsemi - Ending Peugeot PEUGEOT 204 Ritstjóri bílablaðsins Road & Track skipaði Peugeot i bóp 7 beztu bíla heims. Hinir eru: Rolls Royce, Porsche, Lincoln, Lancia, Mercedes og Rover. Svo Peugeot er í góðum félagsskap. Verðið? Peugeot 40 kostar um 237 þús. kr. Og okkur er ánægja að selja yður þann ódýr- asta af 7 beztu bílum heims. Eigum á lager bíla af gerðinni 404. HAFRAFELL HF. Brautarholti 22. — Sími 22255. Hið bezta í jarðvegslífi er lífrænt. Þangið er dýrgripaskrín lífrænna efna. MAXICROP 100% lífrænn blómaáburður. Fæst í flestum blómabúðum. MAXICROP þangvökvi hefur lengi verið notaður í ríkum mæli af ræktunarsérfræðingum og blóma- unnendum um heim allan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.