Morgunblaðið - 20.02.1966, Side 23

Morgunblaðið - 20.02.1966, Side 23
Sunnudagur 20. íebrfiar 1966 MORCUNBLADIÐ 23 Sveinn Kristinsson skrifar um Charade Hafnarbíó. Amerísk mynd. Framleiðandi og leikstjóri: Stanley Donen. Höfuðhlutverk: Audrey Hepburn Cary Grant. ISLENZKUR TEXTI Þetta er mjög spennandi saka- málamynd, þar sem fjórir menn eru myrtir með stuttu milli- bili, áður en tekst að uppgötva morðingjann. Og það kemur vissulega á óvart, hver morð- inginn er, þegar hann fær ekki dulizt lengur. Sakamálaefni myndarinnar er víst ekki fjarri Jóhann Ragnarsson héraðsdómslögmaður. Vonarstræti 4. — Sími 19085 ATHDGIB að borjð saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðium biöðum. því að vera nokkuð hrollvekj- andi fyrir taugaveiklað fólk a.m.k., en þar sem aðrir þykja ekki tækir til að skrifa umsagn- ir um kvikmyndir en menn með stáltaugar, þá höfum við kvik- myndagagnrýnendur fátt af þeim hrolli að segja. Öðrum þræði er myndin gam- ansöm í framsetningu, bæði um látbrögð og tal, og er slík sam- tvinnun ekki óalgeng í sakamála- myndum, að léttur húmor og voveifleigir atburðir leikist á. Að öðru Jöfrm dregur þetta nokkuð úr hrollvekjandi áhrifum saka- málamynda, menn fá aflausn stríðustu spennunnar í léttum hlátri annað kastið. En þessi „kombinasjón" er hins vegar vandmeðfarin, gamansemin má ekki verða svo fyrirferðamikil, að hún slái út hina uggvænlegu spennu myndarinnar. — í ofan- greindri kvikmynd mundi ég telja að framleiðanda hafi tek- izt að þræða allvel meðalveginn í þessum efnum. Falkinn A lUORGlN H/ETTULEGASTA VEIÐIDÝRIÐ - œsispennandi saga úr safni A. Hitchcocks kemur í þessu blaði og nœsta UNGAR STJÖRNUR Á UPPLEIÐ - Rœtt við tvœr ungar leikkonur: Önnu Herskind og Valgerði Dan, eftir Steinunni S. Briem TALAÐ Á MILLI HJÓNA - Grein eftir séra Jakob Jónsson dr. theol um hjónaskilnaði og þau vandamál er helzt valda ósamlyndi og skilnaði FALKINN FLÝGLR LT Blaðburdarf ólk vantar í eftirtalin hverfi: Vesturgata, 44-68 Laugaveg, 114-171 Aðalsíræti Túngata Baldursgötu Framnesveg Kerrur undir blöðin fylgja hverfunum SÍMI 22-4-80 Eins og að ofan greinir, fara þau Audrey Hepburn og Cary Grant með höfuðhlutverkin í þessari mynd. Reynir þar meira á Hepburn, þótt hlutverk henn- ar sé á margan hátt erfitt, þá er ekki trúlegt, að aðrar leikkon ur hefðu gert því betri skil. Ekki er raunar fyrir það að synja, að manni finnast viðbrögð hinnar ungu ekkju á stundum ekki sem eðlilegust, en gamansemi afsakar ekki óeðlileg viðbrögð innan þess sviðs, er hún mai'kar, því að einnig hún krefst innri rök- vísi og samræmis, eigi hún ekki að leysast upp í handahófs- kennda fimmaurabrandarasmíð. Þannig má t.d. tína það til, að Hepburn sé fullköld á stundum bregðist ekki ávallt af nægum hryllingi við hryllilegum atburð um. Á hinn bóginn bregzt að sjáfsögðu ekki sjarmi hennar og sterk leikræn áhrif jafnt til orðs og æðis, og raunar brestur mig kunnustu til að greina, hvort ofannefndir agnúar eiga fremur að skrifast á reikning leikkon- unnar, eða framleiðanda og leik- stjóra. — Eins og áður greinir, er hlutverk Cary Grant varla eins erfitt, og virðist mér hann gera því góð skil. Ég sé ekki ástæðu til að fara að rékja hér efnisþráð þessarar kvikmyndar, en þess má geta, að hún gerist í Frakklandi, en persónur eru festar amerískar, að „statistum" frátöldum. — Tæknilega er !<m vel úr garði gerð, er í technicolorlitum og sviðin skýr og lifandi. Spenna myndarinnar, og hin leyndardómsfulla morðgáta, sem ekki leysist fyrr en í lokin, held ur hugum áhorfenda | ingnum allt frá upphafi til enda. Að því leyti taka aðrar myndir, sem hér hafa verið sýndar á þesum vetri, henni ekki fram, þótt Lindström ■engur sænsk gæöavara Umboflsmenn; K. Þorslelnsson A Co Raykjavlk Simi 19340 MdlúraiWLtníSin VssfUrflÖtu 21 ðeyVJavQi Slrni 21600 Málningarvörur Aldreí meira úrval en nú Litaval — Litablöndun. viðameiri hafi þær verið sum- ar að öðru leyti. — Má því hik- laust mæla með þessari við alla þá, sem ekki eru mjög viðkvæm ir fyrir smámunum og finnst kannske bara notalegt að finna smáhrísling leika um sig af svið- settum hryllingsmorðum. Sýningartími er nálega tvær klukkustundir. Heppni og tilviljanir KAUPIÐ þér ekki stundum happdrættismiða? Jú, ef- laust gerið þér það. Og þar gerið þér vel. Þér styðjið með því gott málefni — því flest eru happdrættin til stuðnings góðum málefnum — og getið gamnað yður við það unz dregið verður, að hugsa um öll þau ósköp, sem þér mynduð gera ef þér hlytuð nú hæsta vinn- inginn. Hver veit — kannski félli hann einmitt yður í skaut þessu sinni og gjörbreytti lífi yðar. Sjálfur er ég heldur hlynntur happdrættum — en með því skilyrði þó að menn taki hinum óútreiknan- legu lögmálum heppninnar, en reyni ekki sjálfir að hafa þar hönd í bagga á einn eða annan máta, hvorki með flóknum útreikningum né aðstoð spákvenna. Framtíðin er óútreiknanleg og framsýni spákvenna að engu hafandi þegar happdrætti er annars vegar. Látið það ekki eftir yður að velja til dæmis alltaf töl- una 17 af því það sé afmælisdagurinn yðar eða 31 af því þér séuð þrjátíu og eins árs. Milli atvika í ævi yðar og tilviljana heppninnar eru engin tengsl. Þús- undir annarra gætu allt eins vel hugsað eins og þér — og það er óhugsandi að allir afmælisdagarnir komi upp hverju sinni. Ég ætla að segja yður dálitla sögu, sem fjallar einmitt um þetta. í bæ einum á Italíu bjó fátæk kona, gömul og farin og vann fyrir sér með því að selja grænmeti á götum bæjarins. Svo var það einn dag að hún þaut allt í einu í hendingskasti af stað til happ- drættismiðasalanna á torginu og skildi eftir körfuna sína á götunni og kaupendurna opinmynnta af undr- un. Hún var að leita að einni ákveðinni tölu: 4-7-32. í þá daga voru happdrættismiðar á Ítalíu alltaf tölusettir svona, þrjár tölur eða talnapör. Auðvitað voru ekki miklar líkur á því að hún fyndi það sem hún var að leita að. En hún hafði heppnina með sér og sneri aftur sigri hrósandi með miðann eftirsótta. Þegar dregið var í happdrættinu fékk hennar miði, númer 4-7-32, hæsta vinninginn, tuttugu milljón lírur — og það var ekki svo lítið fé þá. Blaðamenn settust um gömlu konuna skyndiríku og spurðu hana í þaula. Hvað hafði henni gengið til að velja þessa tölu — hvernig stóð á því að hún hafði verið svona handviss um að hún myndi koma upp? Og gamla konan svaraði: „Þetta er ósköp einfalt allt saman. Mig dreymdi fjórar geitur að stíga dans og sjö kindur sem komu þar að og fóru líka að dansa. Þegar ég vaknaði, sagði ég við sjálfa mig: Þetta er áreiðanlega vísbending forsjónarinnar. En þriðju töl- una vantaði í drauminn og ég hugsaði um það langa lengi, hvernig á þessu gæti staðið og hver talan gæti verið. Svo datt það allt í einu í mig þarna á torginu, þar sem ég var að selja grænmetið — f jórir sinnum sjö eru þrjátíu og-tveir — auðvitað átti talan að enda á þrjátíu og tveim. — Og þessvegna rauk ég þarna af stað að leita að númerinu 4-7-32“. Ég hef ekki miklu við þessa sögu að bæta. Eins. og allir vita eru fjórum sinnum sjö tuttugu og átta en ekki þrjátíu og tveir. Gamla konan suður á Ítalíu vann stóra vinninginn í happdrættinu af því einu að hún kunni ekki margföldunartöfluna. Mér þykir saga hennar fróðleg vegna þess að hún sýnir okkur fram á tvennt í senn: fánýti útreikninga þegar við vitum ekki hvað við erum að reikna út og algerlega óút- reiknanlegar tiktúrur heppninnar. En látið mig samt ekki fæla yður frá því að kaupa miða í einhverju happdrættinu!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.