Morgunblaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 31
Sunnudagur 20. feb'rúar 1966
MORGUNBLAÐIÐ
31
FÍ flutti 136.793
farþega á sl. ári
UPPSEIT 115 AR
EL.LA Fitzgerald er á leiðinnl
til slands, og um næstu helgi
ætlar hún að -syngja af fjölun-
um í Háskólabíói. Það er sannar-
lega skemmtilegt að þessi fræga
söngstjarna skuli leggja lykkju
á leið sína til að kynna fyrir
okkur list sína.
Það er og hefur verið erfitt
fyrir svo fámenna þjóð sem okk
ur íslendinga að ná hingað heims
frægum listamönnum. I>eir eru
eins og flestar dauðlegar verur
þannig gerðar, að þeir taka því
tilboði, sem bezt er fjárhagslega.
þessvegna er það mjög erfitt að
fá hingað fólk á borð við Louis
Armstrong og Ellu Fiztgerald.
Hefur heyrzt að Ella sé dýrasti
skemmti'kraftur, sem hingað hef-
ur verið fenginn til hljómleika-
halds, dýrari en Satchmo gamli,
sem skemmti hér í fyrra og
margir eiga góðar endurminn-
ingar um.
Ella hefur „oft verið á leið
til íslands", þe. samningaumleit-
anir hafa staðið yfir, en skyndi-
lega hefur slitnað upp úr þeim,
eða að þeir sem ætluðu að fá
hana hingað gáfust hreinlega
upp vegna þess hve dýrt er
að fá hana til skemmtanahalds.
Nú hefur hinsvegar verið
gengið frá öllum hnútum og kl.
18 á fimmtudag mun Ella Fitz-
geraid og félagar hennar, tríó
hins vel þekkta Jimmie Jónes
lenda á Keflavíkurflugvelli í
áætlunarþotu Pan American-
flugfélagsins.
Frá flugvellinum heldur Ella
með fylgdarliði sínu til hótel-
herbergja sinna á Hótel Sögu,
en þar verða til reiðu tvær fbúð-
ir og einstaklingsherbergi fyrir
hana og hljómsveitina.'
Ella er að ljúka við söng-
ferðalag sitt, sem hefur staðið
frá 23. janúar s.l., en hún hefur
nú sungið við húsfylli á hverju
kvöldi í nær heilan mánuð í
Miinchen, Hamborg, París, Kaup
mannahöfn og Gautaborg, en nú
síðast var hún í London. í»að er
raunar ekkert nýnæmi fyrir Ellu
Tveir sóttu um
að horfa fram í salinn og sjá
hvert sæti skipað. Þannig hef-
ur það verið á tónleikum henn-
ar í 15—16 ár — alltaf fullt hús,
og færri komizt að en vildu. Nú
síðast fréttist það af Ellu að
hún var komin til Lundúna þar
sem færri en vildu fengu miða
í Royal Festival Hall, því mið-
arnir höfðu selzt upp nokkrum
vikum áður.
Hér í Reykjavík verða fjórir
tónleikar haldnir, en upphaflega
hafði verið samið um tvenna
tónleika, en nú hefur tekizt að
fá Ellu til að halda tvenna til
viðbótar. Fyrri tónleikarnir eru
laugardaginn 26. febrúar kl.
7.15 og aftur kl. 11.15 og síðan
sunnudaginn 27. febrúar á sömu
tímum.
íslenzk jazz-hljómsveit kemur
fram á tónleikunum, en það er
hljómsveit Gunnars Ormslev,
sem er þekktastur innlendra
jazzleikara.
— Ungverjaland
Framh. af bls. 1.
ingum sínum í Ungverjalandi að
efla til öflugrar stjórnarand-
stöðu heima fyrir til að koma á
sundrungu með aðstoð erlendu
aðilanna í þeim tilgangi að hrifsa
til sín völdin þegar tímabært
þætti.
Meðal hinna handteknu eru
nokkrir kaþólskir prestar. Og
einn kaþólskur prestur var á síð-
asta ári dæmdur til níu ára
fangelsisvistar fyrir undirróðurs-
starfsemi. Er það dr. Lazslo Emo-
edyi, sem einnig var fangelsaður
fyrir sömu sakir árið 1961, en
náðaður 1963. Hann er þekktur
guðfræðingur og fyrrum náinn
samstarfsmaður Mindszentys
kardínála, sem leitaði hælis í
bandaríska sendiráðinu í Búda-
pest 1956 og hefur búið þar síðan.
Er dr. Emoedyi talinn einn af leið
togum byltingarmannanna.
Ekkert hefur verið látið uppi
um nöfn annarra leiðtoga, sem
handteknir hafa verið.
pióiessors-
embættið
UMSÓKNARFRESTUR um próf
eessorsmbætti í meina- og sýkla-
fræði rann út 15. þ. m.
Umsæk j endur eru: Bjarki
Magnússon, læknir, og dr. Ólaf-
ur Bjarnason, settur prófessor.
(Frá Menntamálaráðuneytinu).
— Efnahagsaðstoð
Framhald af bls. 1
istan hafi lýst sig fúsa, að mæta
kröfum Bandaríkjanna., Bæði
löndin hafa átt við mikla fjár-
hagsöruðleika að stríða, frá
þvá í september s.l., er Banda-
ríkin hættu allri efnahagsaðstoð
við þau, en það var gert vegna
styrjaldarinnar sem þé brauzt
út vegna Kashmir.
Ella Fitzgerald er nú orðin 47
ára gömul, fæddist í Newport
í Virginíu 25. apríl 1918. Hún hóf
að sygja með Chick Webb og
hljómsveit hans 1934 og var með
honum næstu 5 árin. Heims-
frægð hefur hún fyrir löngu
hlotið túlkun sína á jazz og dæg-
urtónlist og það er ekki sjald-
gæft að heyra hana syngja í
óskalagaþáttum hinna ýmsu
útvarpsstöðva. Ella var gift
hljómlistarmanninum Ray
Brown, en þau skildu 1953 og á
hún einn son, Ray að nafni.
Hefimili hennar er á fögrum
stað á Long Island í New York,
en þegar hún sezt um kyrrt á
heimili sínu syngur hún gjarn-
an í heimsfrægum skemmtistað,
sem heitir BASIN STREET
East, og þá bregðzt það ekki að
þar er múgur og margmenni til
að hlusta á Ellu.
Ella hefur hlotið fjöldan allan
af verðlaunum og viðurkenning
um fyrir söng sinn og þau eru
orðin fá löndin, sem hún hefur
ekki heimsótt í ferðum sínum.
Island er eitt þeirra, sem bætizt
nú á listann hennar og sannar-
leg'a er ástæða til að fagna því.
Chaudhry Mohammed Ali,
fyrrum forsætisráðherra Pak-
istan, réðst harkalega á forseta
landsins, Ayuto Khan á laugar-
dag, og sagði að Tashkent sátt-
málinn hafi verið afleiðing af
þvingunum, sem stórþjóðirnar
hefðu breytt Pakistan. Hann
krafðist þess, að stríðinu við
Indland yrði haldið áfram, og
fór fram á stuðning íbúanna í
baráttunni fyrir rétti landsins.
Fjórir af flokkum stjórnarand-
stæðinga í Pakistan, hafa tekið
upp þessa stefnu og vilja þeir
enga friðarsáttmála halda við
Indland.
Nýr bdtur til
Bolungurvíkur
Bolungarvík 19. febr.
í morgun landaði Sólrún 1700
tunnum af loðnu hér í Bolung-
arvík, en loðnuna fékk hún sunn
an við Jökul. Sólrún landaði
svipuðu magni af loðnu hér í
fyrradag. Annar bátur hefur
einnig landað hér, Sigurkarfi frá
Keflavík, sem var með 1100
tunnur. Loðnan fer þll í bræðslu
Nýr bátur er nú að bætast við
flotann í Bolungarvík. Heitir
hann Páll Pálsson frá Sandgerði
en Einar Guðfinnsson h.f.
keypti bátinn þaðan. Verða þá
fimm bátar á neturn frá Bol-
ungarvík og hafa aflað vel, frá
10-22 tonn í hverri veiðiferð.
Einn bátur er á línu og er afli
heldur tregur.
FLUGREKSTUR Flugfélags
íslands gekk mjög vel árið 1965
og fluttu flugvélar félagsins
fleiri farþega en nokkru sinni
fyrr á einu ári. Veruleg aukning
var einnig á vöruflutningum og
póstflutningum. Allmörg leigu-
flug voru farin á árinu. Félagið
annaðist allt flug á árinu með
eigin flugvélum, en að undan-
förnu, hafa verið leigðar flug-
vélar erlendis frá yfir mesta
annatímann. Frá mánaðamótun-
um maí — júní var hin nýja
Friendship skrúfuþota félagsins
að fullu í áætlunarflugi innan-
lands.
MILLILANDAFLUG
Farþegar félagsins í áætlunar-
flugi milli landa voru árið 1965
42.986, en voru 36.952 árið áður.
Aukning er 16,3%. Vöruflutning-
ar milli landa jukust einnig, Flutt
ar voru 437 lestir af vörum á
móti 412 árið áður og er aukning
6%. Póstflutningar milli landa
námu 137 lestum á móti 115 lest
um árið áður. Aukning 19%.
INNANL AND SFLU G.
f áætlunarflugi innanlands
fluttu flugvélar félagsins 88.064
farþega á móti 69,834 árið áður.
Aukning er 26%. Vöruflutningar
innanlands námu 1288 lestum á
móti 1049 lestum árið áður, aukn
ing 22,7%. Póstflutningar innan-
lands jukust einnig verulega.
Fluttar voru 177 lestir, en 128
Vatnslítið
á Skaga
Akranes 19. febr.
UM þriggja mánaða skeið hafa
haldizt sífelld frost og þurrk-
viðri. Meinið er ,að alltaf hefur
frosið á auða jörð.
1 hásveitum skapar þetta
bændium feikna örðugleika.
Brunnar þorna og bæjarlætkir
botnfrjósa og fólkið verður að
sækja vatn í ár og vötn stundum
langar leiðir og með ærinni fyr-
irhöfn. Svo nær sé litið verður
Gunnar bóndi í Lambhaga að
sækja um 1000 potta af vatni
handa kúnum á degi hverjum.
Ekur hann því á tunnum á bíl
eða traktor og fer í þetta megn-
ið af deginum. Hér í bæ hefur
a.m.k. í tvær vikur verið tregða
á vatni. Berjadalsá er orðin mjög
lítil en Óslækur drýgstur. Ós-
lækur nýtur svo margra kalda-
vermsla.
Gjöf til Styrktar-
íél. vangefinna
Systurnar Margrét og Helga
Finnbogadætur, Birkimel 6
Reykjavík hafa gefið Styrktar-
félagi vangefinna 10 þús. kr. til
minningar um 100 ára afmæli
móður þeirra, frú Gróu Guð-
mundsdóttur. Styrktarfélagið
hefur beðið Mbl. um að færa
þeim systrum alúðarþakkir' fyr-
ir þessa góðu gjöf og vinsemd
þeirra í garð félagsins.
Ranglega farið
með föðurnafn
RANGLEGA var farið með
föðurnafn bóndans að Unhóli í
Þykkvabæ, sem slasaðist s.l.
fimmtudag, er jeppi hans valt.
Hann heitir Kristján Pálmars-
son. Eru hluataðeigendur beðn-
ir velvirðingar á þessu.
lestir árið á undan. Aukning
38,2%.
FLUGIÐ f HEILD.
Samanlagður fjöldi farþega
Flugfélags íslands á áætlunar-
flugleiðum innanlands og milli
landa árið 1965 var því 131.050,
en voru 106.786. Aukning farþega
í áætlunarflugi er 22,7%. Allmarg
ap leiguflugferðir voru farnar á
árinu, og voru í þeim ferðum
fluttir 5743 farþegar. Samanlögð
tala farþega fluttra á áætlunar-
flugi og leiguflugi sl. ár er því
136.793. Sem fyrr segir gekk
starfsemi félagsins vel á árinu.
Flugvélar þess voru á lofti sam-
tals 10.796 klst. og flugu á
fjórðu milljón kílómetra.
(Frétt frá F. í.).
— Nýjung
Framhald af bls. 32.
Starfsemi þessa kerfis geng-
ur þannig fyrir sig, að síld-
inni er dælt upp úr bát eða
skipi með 10” miðflóttaaflsdælu
(centrifugal), og er notað vatn
til þess að flytja síldina. Dæl-
an skilar síld og vatni upp í
forskiljarann, og síðan í „roter-
andi“ skiljara, sem skilur vatn-
ið frá hráefninu, þannig að síld-
in fer áfram inn á vigtina, og
síðan inn í þró, en vatnið fer í
þar til gerðan tank.
— Mynduð er svo hringrás á
vatnið úr tankinum, þannig að
sama vatnið er notað eins oft
og mögulegt er, eða þartgað til
að það er orðið svo þykkt af
hráefnum, að það verður erfitt
að dæla því. Dæluvatninu er síð
an dælt inn í verksmiðjuna
gegnum 4“ íför, og hraðsjóðara,
sem hitar þetta vatn upp í 85
gráður. á C, sem síðan rennur
beint inn í slammið, og loks
í gegnum skilvindur til frekari
vinnslu. Eins og sjá má á þessu,
er þetta kerfi þannig útbúið, að
þar tapast hvorki hráefni né
blóðvatn. Við erum nú þegar
reiðubúnir að fara gefa tilboð
og tæknilega upplýsingar um
löndunar- og vigtunarkerfi þetta.
— Þá má einnig nefna það
til nýjunga, að við munum nú
kappkosta við að Útvega síldar-
bátum síldardælur með mótor,
sem knúinn er áfram með vökva-
kerfi bátsins. Þessar dælur eru
byggðar upp líkt og löndunar-
kerfið, nema hvað þær eru mun
minni, og dæla aðeins úr nót-
inni upp í bátanna.
— Við höfum framleitt olíu-
spil sl. 10 ár, og erum nú farnir
að smíða spil, sem getur lyft
allt að 16 tonnum, og er það
langstaarsta spil sem hér hefur
verið framleitt. Það mun láta
nærri að um 250 bátar og skip
hér á landi séu með spil sem við
höfum smíðað eða Norwich-
verksmiðjurnar í Bergen, sem
smíða eins spil. Hvort það bíði
okkar mörg verkefni? Já, það
er óhætt að segja það, því að
við erum nú með framleiðslu-
verkefni, sem þurfa að vera til-
búin fyrir vorið, fyrir 4-5 millj-
ónir króna.
— Og fleiri nýjungar mætti
nefna, sem við erum nú að fara
af stað með. Til dæmis erum
við komnir með nýja gecð af
olíudælum, sem knýr áfram spil
in, en dælur þessar hafa mögu-
leika til þess að auka afköst,
spilanna um 25%. Dælur þessar
hafa það að auki fram yfir aðrar
dælur, að snúingshraði aflvél-
arinnar setur þeim ekkert tak-
mark. Þetta eru skrúfudæitur
með alla gangfleti herta, og er
það fyrst og fremst til þess að
forðast skemmdir á olíukerfi
skipanna. Dælur þessar geta
líka knúið áfarm síldardælu
skipsins.