Morgunblaðið - 27.02.1966, Síða 3
Sunnudagur 27. fetjrðar 1968
MORGU NBLAÐIÐ
3
Sr. Jón Auðuns, dómprófastur:
Velferðarríkið
MIKLA atihygli Ihefir. vakið
grein, sem birtist hér í blaðinu
fyrir skömmu um eitt þróaðasta
menningarríki nútímans, frsend-
þjóð okkar. Þótt ekki megi heim-
íæra til þjóðarinar í heild,
sagði þaulkunnugur blaðamaður
geigvænlega sögu úr háþróðuðu
velferðarrjkL _
Það er búið að syngja oft
þann söng, að því nær allar or-
sakir bölsins megi rekja til fá-
tæktar, Hún sé móðir flestra
glæp-a og mestrar óhamingju á
jörðu. „Leyfið okkur að upp-
ræfca fátæktina og veita öllum
vinnu og örugga lífsafkomu, og
þá mun megnið af böli mann-
kyns hverfa", — er sagt.
Víst er, að í skjóli fátæktar
og efnalegs öryggisleysis þróast
margt, sem hvað mestu böli
veldur. Kristinn maður veit,
hver er skylda haris í þessum
efnum, að uppræta fátækt og
skort.
Þar sem mest hefir áunnizt í
þessum efnum, verður ríkið for-
sjón og samvizka þegnanna.
Atvinnuleysi hefir verið út-
rýmt. Almannatryggingar ná til
fólks á öllum aldri. Láfsþægindi
sem fáir gátu veitt sér fyrir
skömmum tíma, lætur þorri
borgaranna eftir sér í dag.
Þessar vonir um velferðarrík-
ið eru að rætast og hafa rætzt.
En staðreyndir og tölur, sem hin
óhugnanlega blaðagrein flutti,
sýna, að vonir um lífshamingju,
sem bundnar eru útrýmingu
fátæktarinnar einni, eru tál-
vonir, og að mannfélagsbölið
hefir ekki þorrið að sama skapi
og fátæktin, að lífshamingjan
hefir ekki aukizt að sama skapi
og lífsþægindin, og að sálarfrið-
urinn hefir ekki vaxið, og hið
innra öryggi, að sama skapi og
efnahagsöryggið.
Þetta er auðsætt og kann að
hafa orðið ýmsum ljósara af
greininni, sem ég geri að um-
talsefni hér. Yfir háþróað ríki,
þar sem auðlegð hefir tekið sæti
örbirgðar, efnaöryggi í stað
öryggisleysis, og þorri fólksins
býr við einhver glæsilegustu
lífskjör sem þekkjast á jörðu,
— þar flæðir yfir þjóðina alda
hraðvaxandi glæpa, taumlausr-
ar neyzlu nautnalyfja, skefja-
laus sjálfræðis um kynferðismál,
með þess skuggalegustu hliðum.
Þetta sýnir, að útrýming fátækt-
ar tryggir ekki lífsihamingju í
velferðarríkinu, ef ekki kemur
annað til.
Ég eyði að þessu svo mörgum
orðum vegna þess, að mér er
guðspjall dagsins í huga. Sú
freisting er lögð fyrir hungrað-
an mann, að steinarnir verði að
brauði. Freistarinn sýnir honum
öll ríki heims og þeirra dýrð,
og býður honum, ef hann vilji
tilbiðja sig. En svarið kemur:
„Maðurinn lifir ekki á brauði
einu saman“.
Hvað sýnir siðferðisupplausn-
in, taumlaus nautnasýki, hrað-
vaxandi fjöldi glæpa til að full-
nægja girndum?
Þetta sýnir að mannssálin er
hungruð eftir hamingju, sem
hún hefir ekki fundið í allri
velgengninni. Ríkisvaldið vill
vera forsjón þegnanna, rétta
þeim brauðið, bera þeim klæðin
og leysa þá undan erfiði og
ábyrgð á sem flestum sviðum.
Af hverju stafar þá það, að
kynslóðin er vanþakklát þessari
dásamlegu forsjón, margbrýtur
lögin, sem hún setur, vanþakkar
brauðið, klæðin, bílana, símann
og sjónvarpið, — og er í upp-
reisn gegn þjóðfélagi, sem gefur
þegnunum svo geysimikið?
Hafa þeir kannski haft nokk-
uð mikið til síns máls, sem end-
ur fyrir löngu fullyrtu, að í ár-
daga hefði Drottinn sett mann-
lífi þau lög, að í sveita síns and-
litis skyldi maðurinn brauðs
síns neyta?
„Maðurinn lifir ekki á brauði
einu saman“. Helgisögn segir að
á Tilbidabo, fjallinu fagra fyrir
ofan Barcelona, hafi freistarinn
sýnt Kristi alla heimsins dýrð.
Hinn allslausi einmani lét ekki
blek'kjast.
Er hún þá af hinu vonda við-
leitni góðra manna til að firra
menn hungri, klæðleysi og ör-
yggisleysi um efnalega afkomu?
Fjarri fer ‘því. En hitt ætti
öllum að vera auðsætt, að ham-
ingjan kemur ekki sjálfkrafa
inn um dyrnar, þegar fátæktin
er rekin út. Efnalegt öryggi í
velferðarríki nútímans veitir
engum manni farsæld, ef for-
sendur farsældar búa ekki í sál
mannsins. Lífshamingja og lífs-
þægindi verða eingan veginn -
ævinlega samferða. 1 háþró-
uðustu velferðarríkjum okkar
tíma eru að koma upp vanda-
mál, sem kunna að verða enn
erfiðari viðfangs en fjárhags-
vandamálin, sam ráðizt hefir
verið gegn með miklum érangri
í menningarríkjum okkar tima.
„Maðurinn lifir ekki á brauði
einu saman, Heldur af sérhverju
orði, sem fram gengur af Guðs
munni“, sagði Mannssonurinn
við freistarann.
Þau orð eiga erindi við okkur
enn í dag.
Loðnuvei&i og
loðnubræðsla
MBL. átti í -gær tal við Jónas
Jónsson, frkvstj. Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjunnar. Hann
sagði 10 þús. tunnur af loðnu
hafa komið aðfaranótt laugar-
dags til verksmiðjunnar í Eff-
ersey (Örfirisey), og fylltist þá
það rými þar, sem laust hafði
verið. Verið er að losa síldina
fyrir verksmiðjuna inni á Kletti,
en eftir helgina fer Síldin og
sækir meiri loðnu. Verður þá
allt rými verksmiðjunnar fullt,
en Síldin tekur 30.000 tunnur.
Bræðslan gengur vel, og líður
senn að því, að aftur losnar
rúm í Bffersey.
Milli 5.500 og 6.000 tunnur af
loðnu bárust til Akraness á föstu
dagskvföld og aðfaranótt laugar-
dags og 1.830 tunnur til Sand-
gerðis. Nokfcrir bátar komu til
Vestmannaeyja með sæmilegan
loðnuafla, en annars var veður
ekki hagstætt til veiða. Vonir
standa til áframhaldandi loðnu-
veiða eftir helgina, ef veður
leyfir.
Vitn- og hafnarmúlastjórnin
fær stórvirknn dælupramma
LAUST eftir mitt ár fær Vita-
og hafnarmálastjórnin mjög
stórvirkan dælupramma, sem
keyptur er vestur í Baltimore í
(Bandaríkjunum. Hér er um á-
kaflega afkastamikið vinnutæki
að ræða, sem getur dælt sandi
og öðru lausgerðu botnefni beint
á land.
Pramminn verður dreginn af
Jóhannes S. Kjarvali
Eimskip fjörutíu ára
Heilladísir hafs um slóð
hér eru að kveða margbreytt ljóð
hrós við eyra horskri þjóð
hver sem vildi heyra —
málefni að jöfnu — meira og meira
Sjáðu maður! segðu frá
sjáðu bara! Horfðu á —
aftur og fram um úthöf blá
Eimskip ljóðagandi —
eins og væri allt á þurru landi
Hér eru knúin hulduskip
úr huga manns í einum svip
Þar má líta góðan grip —
gangtaumana þandi
vaxtarmáttur vorfraumanna andi
Allt er þetta ótrúlegt
einkum þeim sem hugsar tregt
að þvílík og önnur íslands mekt
sé ekki nokkur vandi
og trúa því að það tilheyri okkar landi
Hver mun ráða hér um slóð
heill og giptu mennskri þjóð
er að jöfnu eitthvað góð
öðru lífsins standi
okkar fólk og annarra þjóða vandi
Beitarhúsa bróðir minn
brostu því að draumur þinn
rætzt 'hefir hann svo um sinn
svo var það aðkallandi
að beitarhúsin gætu lagt frá landi
Var alltaf óánægður með vísuorð í kvæðinu og hefi fundið
breytinguna á því frá upphaflegri gerð þess. — J. S. K.
dráttarskipi milli þeirra hafnk
þar sem hann verður notaður.
Hann verður fyrst og fremst
notaður þar sem graftarskipið
Grettir er of dýr í rekstri, þ.e.a.
s. þar sem botninn er svo við-
ráðanlegur, að ekki þarf að
grafa en hægt að dæla beint á
land upp.
Mjög mikið verkefni bíður
dæluprammans í Höfn í Horna-
firði, og einnig er fyrirhugað
að nota hann vestur á Rifi.
Góð loðnuveiðw
og 15 tonn á
netabát
Akranesi, 26. febrúar.
Hér var landað 3300 tunnum
að loðnu í Síldar- og fiskimjöls-
verksmðjuna í nótt og í morgun
af 2 bátum, Jörundi II 1600 tunn
um og af Óskari Halldórssyni
1700 tunnum.
Sólfari landaði seint í gær-
kvöldi 15 tonnum af netafiski.
Var það unnið í nótt 1 salt og
skreið, Sigurborg landaði í nótt
13 tonnum og Ver 11 tonnum og
Anna í morgun 2 tonnum.
Franska há-
skólakerfinu
breytt
París, 25. febrúar. — (NTB)
KENNSLUMÁLARÁÐHERRA
Frakklands, Christian Fouch-
et, tilkynnti í dag, að miklar
breytingar verði gerðar á há-
skólakerfi landsins. Er hér um
að ræða víðtækustu breyting-
ar á háskólakerfinu síðan
Napóleon keisari mótaði stefn
una varðandi háskólamennt-
un fyrir meira en hálfri ann-
ari öld. M.a. yerður skyldu-
próf í latínu, sem verið hefur
í öllum greinum, lagt niður.
„Eilífðarstúdentarnir" svo-
nefndu, þ.e. fólk, sem gerir
hverja árangurslausa- tilraun-
ina á fætur annari að ná prófi,
munu hverfa úr sögunni. Hert
verður á prófkröfum, og sá,
sem tvívegis hefur fallið í
prófi, fær ekki að reyna aftur.