Morgunblaðið - 27.02.1966, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 27.02.1966, Qupperneq 5
Sunnuctagur 27. feftrðar 1966 MORGU NBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM Óhætt er að segja, að á hókamarkaðinum sé eitthvað fyrir alla, a.m.k. leyndi áhuginn sér ekki á andlitunum, ungum sem gömlum. (Ljósm. Sv. Þorm.) EF EINHVER dregur það í efa að íslendingar séu bók- elsk þjóð ætti sá hinn sami að gera sér ferð niður í Lista- mannaskála við fyrsta tæki- færi. Samkvæmt áreiðanleg- um heimildum eru þar nú um 3000 bókatitlar á bókamark- aðinum og eintakafjöldi um eða yfir 100.000. Afslátturinn á bókunum er allt að 70%, og því greinilega einstætt tæki- Fólk streymdi til bókamarkaðsins strax á fyrsta degi. A bókamarkaði færi fyrir bókaunnendur að gera góð kaup, en þarna eru bækur fyrir fólk á öllum aldri og við allra hæfi. Og það var fólk á öllum aldri í Listamannaskólanum í gær, er fréttamaður og ljós- myndari blaðsins litu þangað inn. Mest bar þó á æskufólki, sem 'kann vel að meta þetta tækifæri til að birgja sig upp af góðu og ódýru lestrarefni. Fyrir. miðju skálans stóð með flannastóru letri. — Gamla krónan í fullu verðgildi — og virðist það orð að sönnu. Við rákum fyrst augun í stóra og fallega bók — Þjóðhátíðin 1874, sem áður kostaði 242 krónur en kostar á markað- inum 107.50, með söluskatti vœntanlega. Það er úr mörgu að velja á bókamarkaðinum, skemmti- sögum, háalvarlegum skáld- r að James Bond hefði orðið að gjalti við hliðina á þeim. En það voru spæjarar víðar á ferli í Listamannaskálan- um en á gíðum sakamálaskáld sagnanna. Okkur sýndist ekki betur en þeir væru tveir á ferli meðal fólks á bókamark aðinum, enda er þar mikil freisting fyrir veiklunduð hjörtu, þótt bókaverðið sé hag stætt og engurn ofviða að kaupa sér eigulega bók. Við hittum að máli tvo kornunga pilta, sem tylltu sér á tá og rýndu ákefðarfullir á litskrúðugar bækur með fall- egum myndum. — Hvað heitið þið strákar? — Óli, segir annar. Hinn svarar ekki, en gýtur horn- auga til myndavélarinnar. — Eruð þið búnir að kaupa margar bækur? — Nei, svarar Óli boru- brattur. — Mamma er að kaupa handa okkur. — Hvaða bók ætlar mamma að kaupa handa ykkur? — Margar bækur, gellur í hinum, sem horfinn er allur ótti við myndavélina. En nú kallar mamma á drengina sína og þeir hlaupa fagnandi til hennar þar sem hún stend- ur með bókastaflann í höndun sögum, þjóðlegum fróðleik, kristilegum smáritum, ljóða- bókum og þannig mætti lengi telja. Það vakti athygli okk- ar, að fólk skiptist í hópa eftir áhugamálum og bóka- tegundum og hafði hver hóp- ur greinileg séreinkenni. Þannig stóð t.d. hópur ungra stúlkna í kringum borð með bókum eins og Óður hjart- ans, BrúðaThringui'inn og Æskuiþrá. Börnin f lykktust að sjálfsögðu í kringum borðið með stöflum af Möttu Maju og Rósu Bennett bókunum, en roskna fólkið var gjarnan í námunda við bækur með þjóðlegum fróðleik, þjóðsög- um og íslenzkri fyndni. Ung- ir piltar meðhöndluðu með lotningu sagnir af hetjudáð- um sjómanna á hafi úti og skáldsögum um leynilögreglu kappa svo kræfa og „kalda“, um. Aðra tvo heiðursmenn hitt- um við að máli, að visu nokk- uð eldri en þá fyrri. — Er ekki spennandi að skoða allar þessar bækur? — Jú, jú, svöruðu þeir fremur dræmt, enda ekki ör- grannt um að myndavélin eigi sinn þátt í fálæti yngri kynslóðarinnar gagnvart spurningum okkar. — Pæst ekki James Bond hiérna? — Nei, hér eru ekkert nema krakkabækur anzar annar þeirra að bragði, sjálfur nokkuð undir fermingu. — Eruð þið búnir að kaupa mikið? — Við höfum ekki efni á þvl Getið þið lánað okkur? Spurningaleikurinn hefur snúizt við og við sjáum okkur þann kost vænstan að hverfa á braut, — bókarlausir. ^túdentasam- tök böiiinuð Singapore 25. febr. — NTB. tftvarpið í Djakarta til- kynnti í dag að Sukarno, for- seti Indónesíu, hafi lagt bann 4 við öllum mótmælaaðgerðum í r' stúdenta í landinu. Hefur for- setinn og bannað samtök stúd enta (Kami), en þau hafa staðið að baki hinum miklu stúdentaóeirðum í Indónesíu undanfama daga. Bannið gild ir frá og með laugardeginum. Mikil spenna ríkti í Jak- arta í dag. Sveitir úr her Indónesíu umkringdu í dag forsetahöllina til þess að vemda Sukarno fyrir stúd- entum, sem höfðu uppi óeirð- ir. Vegna þessa komst sá orðrómur um kreik um tíma, að Sukarno forseta hefði ver- ið steypt af stóli. Þær fregn- ir reyndust úr lausu lofti gripnar. Valdastöðum, 24. febr. ’66. NÚ þessa daagna er verið að flytja héðan allmikið af heyi, sem fara á til Austurlandsins. Mest er það frá einum bæ (Meðal felli). Svo að jafnvel skiptir hundruðum hestburða, að mér er tjáð. Nokkuð var búið að senda héðan fyrir áramót. Og ætlunin mun vera að senda meira séu bændur aflögufærir. Töluvert er farið að bera á vatnsskorti á sum um bæjum, og það sumsstaðar fyrir alllöngu síðan. Hér sést varla föl á jörð. Og hefur svo verið í allan vetur. Og má heita, að allir vegir séu alauðir, fyrir utan, að dálítið hefur vatn runnið yfir vegi á stöku stað, og myndast þar svelL St.G. Sjólfvirku þvottavélin k heitt eða kalt vatn til áfyllingar TÁ- stillanleg fyrir 8 mismunandi gerðir af þvotti k hitar — þvær — 3-4skolar — vindur ★ Verð kr. 18.846,— ENGUSH ELECTRI0’ Liberator k AFKÖST 3-3 % kg af þurrum þvotti í einu -Ár Innbyggður hjóla- búnaður k Varahluta- og við- gerðaþjónusta á eigin rafmagns- verkstæði ★ EINS ÁRS ÁBYRGÐ OUIÍLŒI lougavegi178 Slmi 38000 Sjúlfvirki þurrkarinn sjálfvirk tíma- stilling ★ aðeins tveir stilli- hnappar og þó al- gerlega sjálfvirkur ★ Verð kr. 18.846,—

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.