Morgunblaðið - 27.02.1966, Page 23

Morgunblaðið - 27.02.1966, Page 23
Sunnudagur 27. febrfiar 1988 MORCUNBLADIÐ 23 70 ára í dag: Björn E. Arnason endurskoðandi BJÖRN E. ÁRNASON endur- skoðandi er sjötugur í dag. Hann ó nú að baki langan og gagn- mörgu opinberu starfsmenn og endurskoðendur sem með honum hafa starfað. Björn er maður höfðinglegur í útliti og mikill að vallarsýn og sópar jafnan að honum, hvar sem hann fer. Hann hefir ætíð verið vinmargur og mikill og einlægur vinur vina sinna og þykir þeim öllum vænt um hann. Sá sem þessar línur ritar hefir átt því láni að fagna að vera nemandi og síðar samstarfsmað- ur Björns um margra ára skeið. Er þessi stutta afmæliskveðja send Birni, konu hans og börnum af einlægum vinarhug og ósk um gæfurík komandi ár. Björn hefir ekki verið vel hraustur upp á síðkastið og verð- ur að heiman á sjötugsafmælinu. Svavar Pálsson. Guðmundur Jónsson fyrv. símaverkstjóri jnerkan starfsferil á sviði endur- skoðunar og margþættra opin- berra starfa, en er þó enn sí- starfandi. Björn er fæddur 27. febrúar 1896. Hann lauk stúdentsprófi 1917 og lögfræðiprófi 1924, en hefir unnið að endurskoðun frá 1921 og til þessa dags. Árið 1930 hóf hann rekstur eigin endur- skoðunarskrifstofu og rekur hana enn. Hefir þetta ætíð verið hans aðalstarf og eiga viðskiptavinir og samstarfsmenn hans margs góðs að minnast frá öllum þess- um árum. En jafnframt endurskoðunar- störfunum hefir hann alltaf starf að í þágu hins opinbera, við erfið og vandasöm verkefni, sem skjótrar og öruggrar úrlausnar hafa krafizt. Aðalendurskoðandi ríkisins var hann um 6 ára skeið á árunum 1943 til 1949 er hann sagði því starfi lausu. Hann hefir verið förmaður Kauplagsnefndar frá stofnun hennar 1939 eða í tæp 27 ár og einnig átt sæti í ýmsum öðrum opinberum nefnd- um. f*á hefir hann verið í próf- nefnd löggiltra endurskoðenda frá upphafi 1928 til ársloka 1962 og lengst af formaður hennar. Björn var einn af stofnendum Og fyrsti formaður Félags lög- giltra endurskoðenda og starfaði mjög lengi og vel að málefnum endurskoðenda stéttarinnar og hefir nú nýlega verið kjörinn heiðursfélagi þess félags. Með því vildu starfsbræður hans sýna honum hversu mikils þeir meta hann og þakka vel unnin störf í þágu stéttarinnar á undanförn- um áratugum. f>á var Björn I mörg ár í stjórn og framkvæmdaráði Rauða kross íslands og hefir verið sæmdur heiðursmerki Rauða krossins, sem viðurkenningu fyrir þau störf. Um margra ára skeið var Björn virkur félagi í Karlakórn- um Fóstbræðrum og formaður kórsins um skeið. Hann hefir verið kjörinn heiðursfélagi Sam- !bands íslenzkra karlakóra, en hann átti lengi sæti í stjórn sam- bandsins. Og nú nýlega hefir Björn verið sæmdur riddara- krossi hinnar íslenzku Fálkaorðu fyrir margháttuð opinber störf. f>að er ekki að ófyrirsynju að svo mörg umfangsmikil og vanda söm störf hafa hlaðizt á Björn. Hann hefir alltaf leyst þau þannig af hendi að ekki mundi betur hægt að gera. Björn hefir elltaf verið mjög fljótur að átta sig á hverju nýju viðfangsefni, enda maðurinn mjög vel mennt- eður og skarpgreindur. Björn hefir alltaf verið hinn mesti af- kastamaður, fljótvirkur og vand- virkur og unnið öll sín störf af •lúð, nákvæmni og samvizku- semi. í því efni hefir hann jafnan verið kröfuharður við sjálfan sig. Þetta vita allir >eir fjöl- 65 ára á morgun 65 ÁRA er á morgun, mánudag- inn 28. þ.m. Sigurjón Valdimars- son, Leifshúsum, Svalbarðs- strönd. Sigurjón hefir í seinni búskap artíð annast margþætt trúnaðar- störf fyrir sitt byggðarlag. Hann ætlar nú um tíma að dveljast á heilsuhæli N.L.F.Í í Hveragerði. Áttræð 1 dag Jónínu Dngný Honsdóttir JÓNÍNA er fædd að Svigna- skarði í Borgarfirði, 27. febr. 1886. Móðir hennar var Þ-óra Jónsdóttir, bónda að Búrfelli í Hálsasveit, Sveinssonar. Þóra var vel greind og hagmælt Hún var fátæk ekkja er Jónína fædd- ist, í vinnumennsku, og gat því ekki haft hana hjá sér. Hún var tekin í fóstur af Jóni og konu hans Málfríði í Ferjukoti. Þau létust þegar Jónína var 11 ára. Síðan var Jónína í Galtarholti hjá Jóni landpósti og Sigríði konu hans. Hún giftist 12. febr. 1909, Jóni Þorlákssyni og voru þau fyrst að Litlu-Gröf, en flu'ttust svo til Reykjavíkur. Þau slitu samvist- um. Börn þeirra eru: Jón bakari, kvæntur Adele Emilsdóttur, Ól- afur, kvæntur Jytte Jensen, Láufey, gift Hilmari Welding. Fyrsta barn misstu þau. — Seinni maður Jónínu var Ólaf- ur Sæmundsson, hann lézt 6. júní 1953 Ólafur var sjómaður og mörg ár á Súðinni. Jónína og Ólafur áttu þessi börn: Svanlhvít Stella, gift Brynjólfi Eyjólfssyni, Guðlaug gift Þórarni Ólafssyni, Ólafur Sverrir kvæntur Bryn- hildi Vagnsdóttur. — Barna- börn hennar eru 27 og barna barna börn 15. Jónína er vel hress og hin ernasta. Hún hefur búið hjá Guðlaugu dóttur sinni og Þór- arni tengdasyni síðastliðin 10 ár, að Tunguvegi 10. Reykjavík. H. J. G. Minning Hinn 21. sl. andaðist að heim- ili sínu hér í borginni Guðmund- ur Jónsson fyrrv. símaverkstjóri á 70. aldnrsári. Guðmundur var fæddur 27. nóv. 1896 að Tryggva skála við Selfoss, og voru for- eldrar hans hjónin Jón Sigurðs- son frá Brekkum í Holtum og Gyðríður Steinsdóttir frá Eyr- arbakka. Á unga aldri útskrifaðisit Guð mundur í söðla- og aktýgjasmíði frá Iðnskólanum hér í Reykja- vík. Snemma byrjaði hann að vinna við símalagningar út á landsbyggðinni og mun fyrst Þó hér hafi verið byrjað á að segja frá starfsári Guðmund- ar 1914 með C. Björnæs, ábti hann eftir að starfa áratugum saman að símalagningum og við- gerðum víðsvegar um landið á vegum Landssímans og mun ekki ofsagt að spor hans hafi legið um alla landsfjórðunga á ýmsum tímum. — Eftir að Guð- mundur varð fastráðinn línu- maður hjá Bæjarsíma Reykja- víkur árið 1937, stundaði hann að mestu sjörf sín sem línuverk- stjóri hér í Reykjavík og ná- grenni, og kunni því að sjálf- sögðu einnig góð skil á öllu er að símalagningum laut hér í borginni. Guðmundur var mjög vel á sig kominn, fríður sýnum, hafa verið í vinnuflokki með dökkur á brun og brá og allur C. Bjornæs simaverkstjora anð hinn gjörviiegasti. öllum sem 1914, milli Vopnafjarðar og Þórshafnar, og hefir Guðmundur ritað fróðlegar og skemmtilegar greinar í „Símablaðið“ og gef- ið gott yfirlit yfir þær aðstæð- ur sem menn átttu við að búa fyrir röskum 40 árum. Kemur það vel fram í greinum þessum, að hann hefir haft glöggt auga og í ríkum mæli notið þeirra unaðssemda sem ósnortin nátt- úra hafði upp á að bjóða í ó- byggðum landsins, enda má víða finna skáldlegar lýsingar hans af ferðum um fjöll og dali, því Guðmundur var vel pennafær og auk þess birtist stundum eftir hann vísur og kvæði. Fyrsta erindið í kvæði sem hann nefndi „Óð línumanns" og birtist 1945 í „Símablaðinu“ hljóðar á þessa leið: „Er ég fer um fjallageima fjarri byggðum, — er ég heima Minningarnar mætar sveima mig ! kring á ferðum þeim. Mosagrónar grýttar leiðir, gráir hólar, melar breiðir. Hvítra jökla sýn mig seiðir sólar leið um bláan geim“. Ástæða er til að ætla að Guð- mundur hafi einnig baft skarpa innsýn í sálarlíf þeirra dýra sem hann umgekkst og þá sérstak- lega „þarfasta þjónsins“ sem að sjálfsögðu kom mikið við sögu símalagninganna hér áður fyrr þegar hann var látinn draga simastauranna upp um fjöll og heiðar. Kemur þetta glöggt fram hjá Guðmundi í kvæði er hann nefndi „Rauður“ Valgerður G. J. JÓnsdÓttÍr — Minning 1 GÆR var til moldar borin Val- gerður G.J. Jónsdóttir, Grettis- götu 55 B, en hún lézt í Borgar- sjúkrahúsinu þann 18. þ.m. Val- gerður fæddist hinn 7.8. 1884 að Sveinseyri við Tálknafjörð, en fluttist tveggja ára gömul að Norður-Botni í Tálknafirði, og ólst hún þar upp hjá foreldrum sínum, sem voru Ragnheiður Nikulásdóttir og Jón G. Stein- hólm bóndi og silfursmiður. Val- gerður fluttist til Reykjavíkur um tvítugsaldur, giftist hinn 10.10 1914 Halldóri Gíslasyni, en hann var ættaður frá Dalbæ í Flóa. Þau bjuggu saman í kær- leiksríku hjónabandi. Varð þeim 7 barna auðið, en misstu 2 þeirra ung, en 5 komust til fullorðins- ára, og eru þau öll búsett hér í borg. Árið 1931 skall það reiðarslag yfir að hún missti mann sinn af slysförum. Kom þá gleggst í ljós hversu kjarkmikil hún var. Hún kom öllum sínum börnum upp hjálparlaust með dugnaði sín- um og hagsýni. Valgerður var að mínum dómi sérstæður persónuleiki, greind vel, trygglynd, vinföst og svo fórnfús að hún virtist jafnan hafa hina raunverulegu afstöðu sann- kristins manns til samfélagsins: Sannlega segi ég yður, svo fram arlega sem þér hafið gert þetta einum minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það. Þegar hún varð fyrir því þunga áfalli að missa eiginmann sinn á svo sviplegan hátt, eftir þeirra kærleiksríku sambúð, vakti það sérstaka athygli hve æðrulaust hún tók því, jafn mikill missir i huga ummæli Jesú er sýna eiga i það var fyrir hana og börnin, enginn virtist sjá henni bregða. Og sýnir það bezt hversu sterk manneskja hún var og andlega þroskuð. Það eru liðin 50 ár frá því er fundum okkar Valgerðar bar sam an. Ég var þá 9 ára gamalt barn, nýlega búinn að missa móður mína af slysförum. Varð ég þá þess láns aðnjótandi að komast undir verndarvæng Valgerðar, því að þau fáu ár er ég fékk að vera hjá henni, reyndist hún mér sem bezta móðir, og hefur sú vinátta okkar haldist síðan. Ég minnist þess enn, frá því ég var barn, er hún sat við rúmið mitt, strauk vanga minn, og las yfir mér falleg orð, þau sömu og yfir sínum eigin'börnum. Þar fann ég, þótt barn væri, sama trúartraustið og hjá móður minni sem ég hafði þá nýlega verið sviptur. Ég vil að lokum færa Valgerði heitinni mínar hjartans þakkir fyrir sína ástúð og umhyggju- semi á mínu bernskuskeiði og tryggð á fullorðinsárum mínum, sem hefur orðið eitt mitt bezta veganesti á lífsleið minni. Bið ég það guðsalmætti, er hún valdi sér jafnan að leiðarljósi að lýsa henni með ljósi kærleikans yfir landamærin miklu. Guðjón B. Jóneson. með honum unnu féll vel við hann sökum dugnaðar hans, góð vildar og sanngirni. Auk þess var hann mikill hagleiksmaður og mátti heita að allt sem hann snerti á léki í höndum hans. Á tímabili tók hann talsverðan þátt í starfsemi Félags ísl. símamanna Og var m.a. formaður þess þeg- ar Landssíminn átti fertugsaf- mæli árið 1946. Og aftur varð hann formaður árið 1951. Um áramótin 1963-4 hætti Guðmund- ur s jörfum hjá Bæjarsímanum þar eð hann nokkru áður hafði kennt þess lasleika sem nú mun hafa flýtt fyrir dauða hans, en hann varð bráðkvaddur að heim ili sínu. Kvæntur var Guðmundur á- gætri konu, Sigurást Níelsdótt- ur, og var hjónaband þeirra hið ástúðlegasta og til sannrar fyrir- myndar. Eignuðust þau 4 mann- vænleg börn sem öll eru á lífi en barnabörn þeirra eru nú 14 að tölu. Við símamenn sem áttum sam- starf og samskifti við Guðmund um áratuga skeið, kveðjum hann nú með þakklæti og söknuði og óskum honum alls velfarnað- ar og blessunar í nýjum heim- kynnum. Konu hans, börnum og öðrum ástvinum sendum við innilegustu samúðarkveðjur, Jónas Lilliendahl. Innbrot í Hilmi 20 þús. stolið BROTIZT var inn í skrifstofu Hilmis hf aðfaranótt föstudags, og þaðan stolið um 20 þús. krón- um í peningum og ávísunum. Þjófarnir munu hafa komizt inn í skrifstofuna með því að brjóta upp glugga. Þeir voru svo heppnir þegar inn var komið, að þar fyrir var mikið af alls kyns verkfærum, svo sem rofjárnum og slaghömrum, og tókst þeim með aðstoð þeirra að brjóta upp peningaskápinn í skrifstofunni. Þjófarnir hirtu þaðan allt fé- mætt, en þar voru um 2 þús. krónur í peningum og um 17—18 þús. krónur í ávísunum, og höfðu j á brott með sér. Málið er í rann- sókn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.