Morgunblaðið - 11.03.1966, Síða 8

Morgunblaðið - 11.03.1966, Síða 8
8 MORCU NBLADIÐ i Föstudagur 11. marz 1969 FRÁ ALÞINGI: Meðferð slóturofurðn verði bætt — Undanþáguheimild til slát- urhúsa vercVur ekki veitt nema tvisvar f NEÐRI deild í gær mælti Ing- ólfur Jónsson, landbúnaðarráð- herra, fyrir stjórnarfrumvarpi um mat á sláturafurðum. Sagði ráðherra að frumvarp þetta gengi út á það, að skapa meira hreinlæti í slátrun dýra og með- ferð sláturafurða. Frumvarpið væri samið af nefnd sem i hefðu átt sæti yfirdýralæknir, Páll R. Pálsson, Jón Sigurðsson, borgar- læknir, Jónmundur Ólafsson, kjötmatsmaður, og Sæmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri. Ráðherra sagði að frumvarpið gengi út á það, að búa sláturhús- in betur úr garði, en þau hefðu verið og að meðferð sláturaf- urða yrði bætt. Það leiddi af sjálfu sér, að eðlilegt væri að lög frá 1949 um þessi efni væru endurskoðuð, þar sem kröfur um betri með- ferð sláturaf- urða væru nú orðnar miklu meiri. Mörg at- riði gömlu laganna væru þó lát- in halda sér ,en breytingar væru allmiklar. Helztar þeirra væru, að við 1. grein laganna væri bætt við að gilda skulu sömu lög um kjötskoðun af kjöti geita og hreindýra og annarra húsdýra er þar væru upptalin. >á gengi frumvarpið út á það, að veita aukið aðhald til þess að gera sláturhúsin betur úr garði .Sam- kvæmt gildandi lögum væri ráð- herra heimilt að veita undan- þágu frá löggildingu sláturhúsa til eins árs í senn, en í hvert skipti hefði sláturhúsahöfum verið veitt áminning um það, að á næsta hausti þyrfti sláturhúsið að vera komið í gott lag, þannig, að það gæti hlotið löggildingu. Slíkt aðhald hefði þó ekki verið nægjanlegt og hefði þetta því gengið á þessa leið árum saman, orðið hefði að veita undanþágu ár eftir ár, þó að sláturhúsunum hefði ekki verið komið í lag. Hefði þessi undanþága ekki ver- ið veitt hefði ekki verið hægt að •látra, en með frumvarpi þessu , Eggert G. Þorsteinsson sjávar- útvegsmálaráðherra mælti í gær í efri-deild fyrir stjórnarfrum- varpinu um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins. Gat hann þess m.a. í ræðu sinni að 1965 í árs- byrjun hefðu frystibúsin tek- ið á sig 15% kauphækkunina frá 1963 og þær viðbótarkaup hækkanir sem hefðu orðið á árinu 1964 og þá væri gengið út frá því að ekki yrði veitt undanþága nema tvisvar, þannig að ef ekki væri búið að koma sláturhúsunum i lag eftir 2 ár, þá yrði þeim lok- að. Hér væri um að ræða sjálf- sagt og eðlilegt ákvæði, því að það væri nauðsyn að stefna að því, að gera sláturhúsin það vel úr garði að þau svöruðu þeim kröfum, sem eðlilegt væri að gera um hreinlæti og meðferð sláturafurða. Þá sagði ráðherra að sam- kvæmt 6. grein frumvarpsins væri gert ráð fyrir því, að bann- að yrði að flytja sjálfdauðar skepnur inn í sláturhús, en sam- kvæmt gildandi lögum væri það heimilt. Kjöt af sjálfdauðum skepnum væri ekki notað til manneldis og því biði það hætt- unni !heim að hafa þetta ákvæði í lögunum. Einnig væri gert ráð fyrir því að banna brottflutning á lifandi fénaði, sem á annað borð væri kominn inn í slátur- húsrétt. Virtist nauðsynlegt að setja þetta ákvæði í lög til þess að girða fyrir brot á fyrirmæl- um um sauðfjárveikivarnir. Ráðherra vék síðan að ákvæð- um 7. og 8. greinar og sagði þær að mestu í samræmi við gildandi lög, að því undanskyldu, að þar SIGURÐUR Bjarnason mælti i gær fyrir frumvarpi er hann flyt ur ásamt Benedikt Gröndal (A) og Þórarni Þór- arinssyni (F). -- Sagði Sigurður, að frumvarp þetta fæli í sér þá breytingu, að íslenzkir starfs- menn alþjóða- stofnana, sem ís land er aðili að, haldi lögheimili sínu hér heima, þrátt fyrir bú- setu erlendis. Sú regla gilti nú 6% fiskverðshækkun, sem ríkis- sjóður hafi greitt til bráðabirgða á árinu 1964. Verðlagsráð sjávarútvegsins hefði gert ýtarlegar athuganir á afkomu frystihúsanna í samibandi við ákvörðun á fiskverði órsins 1966 og sýndi sú rannsókn að afkoma þeirra á árunum 1963 og 1964 hefði yfirleitt verið góð, og ailt benti til þess, að þau gætu tekið á sig 5 Vz % af fisk- verðshækkuninni sem orðið hefði í ársbyrjun 1965 og þær kauphækkanir er orðið hefði á Framhald á bls. 12 væri skotið inn heimild, til þess að taka upp mat á gærum, og mætti telja eðlilegt að svo yrði gert. Þá sagði ráðherra að 11. og 12. grein núgildandi laga yrði felld niður, en í staðinn kæmi 12. grein frumvarpsins, þar sem á- kvæði hinna gömlu greina væru nánara skýrð. Ráðherra sagði, að á undan- förnum árum hefði allmikið ver- ið gert af því að flytja kjöt og sláturafurðir um langan veg frá sláturhúsunum á markaðsstaði eða til frystihúsa. Þetta gæti heppnast vel, ef að öllu væri rétt farið, en það væri vitað að mikla aðgæzlu og hreinlæti þyrfti til þess að slíkt kæmi ekki að sök. Þess vegna væri tekið inn í frumvarpið heimild til þess að skoða sláturafurðirnar aftur, eftir að þær væru komnar á markaðsstað, ef yfirdýralæknir og heilbrigðisnefnd á viðkom- andi stað óskuðu eftir því. Þá væru einnig í frumvarpinu á- kvæði er næmu úr gildi bráða- birgðaákvæðum frá 1949 um að heimila heimaslátrun. Margir bændur hefðu sótzt eftir að hafa þessa heimild og talað um, að þeir hefðu sparað sér kostnað með því að vera lausir við að flytja lifandi gripi á sláturstað. Víst væri þó, að þótt margir bændur hefðu aðstöðu til þess að slátra þannig, að kjötið yrði forsvaranlega úr garði gert, þá væri það margir sem vantaði bæði kunnáttu og aðstæður til þess að geta annazt heimaslátr- un. Væru mörg dæmi þess, að kjöt af heimaslátruðu hefði verið fellt í verði og þá væri hagnað- urinn á því sem bændur hefðu af því að slátra heima orðinn næsta lítili. Þætti rétt að afnema þetta ákvæði og er það þá í sam- ræmi við stefnu frumvarpsins í heild, að auka hreinlæti og vöru- vöndun. Frumvarpinu var síðan vísað til 2. umræðu og landbúnaðar- nefndar. um starfsmenn í utanríkisþjón- ustu Islands og væri ekki nema sanngjarnt, að íslenzkir starfs- menn alþjóðastofnana nytu sömu aðstöðu að þessu leyti. Málinu var síðan vísað til 2. umræðu með 24 samhljóða atkvæðum og til allsherjarnefndar með 25 at- kvæðum. Til sölu Einbýlishús í smíðum við Reynihvamm, 113 ferm. hæð, 6 herb. Jarðhæðin 68 ferm., með innbyggðum bíl skúr. Möguleikar fyrir stærra plássi á jarðhæð- inni. Hæðir og raðhús í smíðum í Kópavogi. íbúðarhæð 180 ferm., 4ra her bergja og 3ja herb. íbúðir, í góðu steinhúsi við Skóla- vörðustíg. Útb. 700 þús. 3ja herb. íbúð á 1. hæð ofar- lega á Seltjarnarnesi. Bíl- skúr. Verð 600 þús. Útborg- un 250 þús. Má skiptast. 2ja herb. risíbúð við Hrísa- teig. Útb. 200 þús. 2ja og 3ja herb. íbúðir, nýjar og nýlegar, á eftirsóttum stöðum. Leitið upplýsinga á skrifstof- unni, Bankastræti 6. FASTEI6NASAI AN HÚS&EIGNIR BANKASTRAETI é Slmir: 1882S — 18887 Heimasímar 22790 og 40863. Dregið verði úr niðurgreiðslum Ráðstafanir vegna sjávarútvegsins skapa ríkissjóði um 80 millj. kr. útgjöld íslenzkir starfsmenn alþjóða- stofnana haldi lögheimili sínu Til sölu 2ja og 3ja herb. nýstandsettar íbúðir, við Þórsgötu og Óðinsgötu. Tilb. til innfL 3ja herb. góð íbúð á 1. hæð, við Úthlíð. 4ra herb. íbúð ásamt herb. í kjallara við Eskihlíð. 5 herb. íbúð í tvibýlishúsi við Fögruibrekku. Laus 14. maí. Einbýlishús við Hrauntungu (Sigvaldahús). Selst fok- helt og múrhúðað að utan. Raðhús við Bræðratungu. Selst tilb. undir tréverk. Ibúbir í smiðum við Hraunbæ Vorum að fá í sölu tvö enda stigaihús með skemmtileg- um 2ja til 6 herb. ífoúðum. Ibúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk með sem sagt allri sameign fullfrág. At- hugið að utan á húsin verð- ur sett „Ken-Dri“ (olíu- vatnsverji), og húðað með „Kenitex“, sem verður 15—20 þykkara en venjuleg málning. „Kenitex hefur framúrskarandi viðloðunar- hæfileika. 10 ára ábyrgðar skýrteini verður afhent hverjum verkt. eftir hvert fullunnið verk. Ábyrgðin nær yfir að húðunin springi ekki né flagni af á næstu tíu árum. FASTEIGNASALA Sigurðar Pálssonar byggingarmeistara og Gunnars Jónssonar lögmanns. Kambsvegi 32. Símar 34472 og 38414. 11. Einbýlishús Raðhús tilfoúið undir tréverk og full-lokið að utan. 5 herb. á tveimur hæðum við Smyrla hraun, til sölu. Mjög hag- stætt verð. Einbýlishús við Aratún, fok- helt, til sölu. Húsið er í fremstu röð og mjög glæsi- legt. 2ja herb. kjallaraíbúð mjög snotur, við Blönduhlíð. 4ra, 5 og 6 herb. íbúðir í smíð um, við Hraunbæ. Hag- kvæmir greiðsluskilmálar. Einbýlishús, alveg nýtt og mjög glæsilegt 4ra til 5 her bergja. 130 ferm. við Faxa tún. Bílskúr. Steinn Jónsson hdl. lögfræðistofa — fasteignasala KirkjuhvolL Símar 14951 og 19090. íbúðir til sölu 2ja herb. íbúð á hitaveitu- svæði. 3ja herb. íbúð á 4. hæð við Hjarðanhaga. Eignaskipti möguleg á íbúð á 1. hæð. 3ja herb. íbúð við Bergþóru- götu. Eignaskipti æskileg á 2ja herb. ífoúð. 4ra herb. íbúð við Bræðra- borgarstíg. 5 herb. íbúð við Bogahlíð. — Eiignaskipti möguleg á 3ja iherb. íbúð. Einbýlishús 6 herb. ífoúð og bílskúr. Haraldur Guðmundsson löggiltur fasteignasali. Hafnarstræti 15. Sími 15415 og 15414 heima Höfum kaupendur að 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. ibúð um, hæðum og einibýlishús- um. Ennfremur að húseign í nágrenni borgarinnar. Til sölu Einbýlishús við Breiðholtsveg með byggingarrétti á lóð- inni. Verð kr. 225 þús. 3ja herb. íbúð við Bergstaða- stræti. Nýlegar innrétting- ar. Allt sér. Útb. kr. 375 þús. 3ja herb. hæð í tvílbýlishúsi á fögrum stað í Kópavogi. — Allt sér. 3ja herb. góð kjallaraíbúð í Barmahlíð. 3ja herb. íbúð við Skipasund. Teppalögð með harðviðar- hurðum. Útb. aðeins kr. 400 þús. 4ra herb. nýleg íbúð efst við Grandaveg. 5 herb. rishæð í Kópavogi. Sér hiti. Þvottahús á hæðinnL Stór upphitaður bílskúr. Fallegt útsýni. 5 herb. nýleg hæð 136 ferm. við Rauðalæk. Tvær stórar stofur með stórum suður- svölum; þrjú svefniherbergi, þar af eitt forstofu'herb., eld hús og bað nýmálað; þvotta hús sér á hæðinni með nýrri vélasamstæðu. Fallegt útsýni yfir Laugardalinn. Lág útborgun, sem má skipta. Einbýlishús við Soga' ag með 4ra til 7 herb. ífoúð á hæð og risi. 40 ferm. nýr bíl- skúr. Glæsilegt einbýlishús I smíð- um í Kópavogi. Góð kjör. AIMENNA FASIEI6HASAIAH IINPARGATA 9 SlMI 21150 Einbýlishús 160—170 ferm., er til sölu, við Efstasund. Húsið er i góðu ásigkomu- lagi, með harðviðarhurð- um, teppum, uppþvottavél, stórum bílskúr, fallegri og vel girtri lóð. Laus strax. Lítið einbýlishús er til sölu, Við Óðinsgötu. Laust til af- hendingar í maí. Einbýlishús, fullfrágengið við Lyngbrekku í Kópavogi. Vönduð eign. Einbýlishús við Reynimel. — Vönduð eign. 130 ferm. jarðhæð á Seltjarn arnesi. Selst tilbúin undir tréverk. Tilbúin til afhend- ingar. Málflutnings cg I fasteignasfofa i L Agnar Gústafsson, hrl. m M Björn Pélursson ■ R fasteignaviðskipti fl 9k Austurstræti 14. fl Simar 22870 — 21750. ■ fl Utan skrifstofutáma: Jgj| fl 35155 — 33267.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.