Morgunblaðið - 11.03.1966, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.03.1966, Qupperneq 12
12 MORGU N BLADIÐ WJstuéfagur H. marz 1960 SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM Brostin framtíð — Alþingi Stjörnubió: BROSTIN FRAMTÍÐ (The L. shaped room). Höfundur kvikmyndahandrits og leikstjóri: Bryan Forbes. Framleiðandi: Richard Attenborough. Höfuðleikenidur: tieslie Caron Tom Bell f Broch Peters. Fyrir um það bil 10 árum tók að gæta verulegra hræringa í brezkum kvikmyndaiðnaði í þá átt að framleiða myndir með raunsærra yfirbragði og undir- tón en áður var tíðkanlegt þar í landi. Bretar urðu seinni til en t.d. Frakkar og ítalir með naturaliska stefnu í kvikmynda- list, enda þjóðin almennt talin fastheldin á foma siði. En þeigar þeir einu sinni voru komnir á stúfana, þá varð hin „frjálsa filma“ brezka, en svo vom þess ar nýju hræringar oft nefndar, djúptækari varðandi ýmis mann- leg og þjóðfélagsleg vandamál en forverar hennar á meginlandinu. Kom þar m.a. til, að félagsleg framþróun var lengra á veg kom in í Bretlandi en í hinum kaþólsku löndum Vestur- og Suður-Evrópu, og næmleiki manna fyrir ýmsum vanköntum samfélagsins varð því öllu meiri 'hjá hinum brezku brautryðjend- um nýju kvikmyndastefnunnar. Einkennandi fyrir þessa stefnu er sú viðleitni að svipta hjúpi yfirskins og sýndarmennslu af mönnum og málefnum og sýna hlutina í sínu „rétta ljósi“. Dapur leiki, grámóska, örbyrgð, tóm- leikakennd, flótti frá hrapandi huigsjónum, eru algeng fyrirbæri í þessum kvikmyndum í mismun andi innbyrðis hlutföllum. Og eins og áður greinir þá byggðu hinir brezku könnuðir athugan- ir sínar á breiðari þjóðfélagsleg um grunni en collegar þeirra sunnan Ermarsunds. Þessi tiltölulega nýja stefna í brezkri kvikmyndagerð hefur sætt mismunandi dómum. Sum- um finnst helzti mikið prédikara bragð að henni, hún alhaefi um of tiltölulega sjaldgæf fyrirbæri Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. og gefi áhorfendum ekki nægi- legt svigrúm eða frjálsræði til sjálfstæðs mats. Hvað sem um það er, þá hefur þessi nýja stefna fætt af sér mörg listaverk, sem notið hafa viðurkenningar og að dáunar um allan heim. Kvikmyndin „Brostin framtið" tilheyrir þessari kvikmynda- stefnu, þótt segja megi, að ýmsar aðrar myndir séu dæmigerðari fyrir hana. Ung, frönsk stúlka, sem búið hafði við strangt upp- eldi hjá foreldrum sínum, held- ur til London í hvorki meira né minni tilgangi en þeim að finna þar hamingjuna. Þreytt orðin á sinum fína meydómi leggst hún með leikara nokkrum og verður barnshafandi. En hamingjan slapp með skrekkinn úr þessu bralli, sú franska elskar ekki leik arann. — Næst ber hún niður í húsi einu allhrörlegu og gerist nábýliskona ungs, upprennandi rithöfundar og negra nokkurs, sem er tónlistarmaður að at- vinnu og sérlega tilfinninga- næmur. Skjóta þeir sig báðir í ungu dömunni, sem velur hvíta litinn án langrar umhugsunar. Kvöld eitt tekst þeim hvíta að sannfæra hana um ást sína, þau hraða sér í bólið og elskast af nóttina. Sá dökki liggur á hleri, og er þó hrifningu hans í hóf stillt. Daginn eftir skýrir hann sambýlismanni sínum frá leynd- ardóminum, sem hann hafði upp götvað af skarpskyggni í gegn- um þilið. Þetta með bamið. Þá var rithöfundinum öllum lokið. Hann rýkur á braut í fússi. Er þó ekki með öllu úr sögunni .... Mynd þessi er óvenjuleg og athyglisverð um margt, þótt um það megi vafalaust karpa, hversu nærri hún fer hinu sanna mann- lífi, þ.e. hve raunsæ hún er í innstu merkingu þess örðs. Til þess gerir hún þó virðingarverða tilraun, sem hvér og einn áhorf- andi verður að meta út frá sinni eigin reynslu og lífsviðhorfi. — Mér finnst ekkert í myndinni vera þannig vaxið, að það gæti ekki hafa gerzt, í frumdráttum a.m.k., þótt aldrei fari hjá því, hvorki í kvikmyndum eða í leik- húsi, að sviðsetningin táki sinn toll, stílfærsla er nánast óhjá- kvæmileg, hversu raunsætt sem verkið skal vera, ella verður það naumast túlkunarhæft, bæði vegna fyrirferðar, svo og hins, að mörg atriði veruleikans sýn- ist skorta þá reisn, að þau eigi nokkurt erindi á leiksvið. Það þarf heldur ékki að skera úr um Framhald á bls. 2il GARÐAR GISLASON HF. 11500 BYGGINGAVÖRUR Hollenzkur plast golfdúkur HVERFISGATA 4-6 Iða auglýsir ítalskir og íslenzkir PRJÓNAKJÓLAR . verð frá kr. 975. YCRIIUNIN LAi IAVCAVIC X* Framhald af bls. 8 því ári. Yfirnefndin hefði hins- vegar talið á því brýna þörf að hækka verulega bolfiskverðið til þess að bátum á þorskveiðum yrði búin eðlileg rekstrarskil- yrði og sjómönnum á þeim bátum sambærileg kjör við síldarsjó- menn. Hefði niðurstaða nefndar- innar orðið sú að hækka þyrfti verðið um 17%. Hefði samþykkt nefndarinnar verið háð því skil- yrði, að útflutningsgjaldinu á sjávarafurðum yrði breytt og framlag til framleiðniaukningar frystihúsanna yrði hækkað um 17 milljónir kr. eða upp í 50 millj. kr. Með frumvarpinu þessu væri farið inn á þær leiðir að á árinu 1966 greiddi ríkissjóður fiskseljendum 25 aura verðuppót á hvert kíló af línu og handfæra fiski. Þetta væri sama framlag og á síðasta ári, en fiskkaupend- ur hefðu fallist á það að greiða hærra verð fyrir línufisk en ann an fisk, eða 25 aurum meira á kíló. Einnig væri gert ráð fyrir því að nota heimild í lögum frá síðasta ári sem heimilar að greiða úr ríkissjóði 10 millj. kr. til verðuppbóta á útflutta skreiða framleiðslu. Greiðslur sem gert væri ráð fyrir að ríkissjóður yrði að inna af hendi með samþykkt þessa frumvarps mundu nema um 80 millj. kr., en fyrir þeim greiðsl- um hefði ekki verð gert ráð fyr ir í fjárlögum, enda hefði verið erfitt að áætla slíkt fyrir fram. Framlag til framleiðniaukningar frystihúsa og endurbóta í fram- leiðslu frystra afurða næmi 50 millj. kr., verðuppbætur á út- flutta skreið 10 millj. kr., en verðuppbót í línufisk mætti á- ætla um 20 millj. kr. Augljóst væri því að hér yrði um veru- legt fjárhagslegt vandamál fyrir ríkissjóð að ræða. Tvær leiðir lægju beinastar fyrir til að leysa þann vanda, að beyta sér fyrir nýjum skattaálögum, eða létta einhverri byrgði af ríkissjóði. Ríkisstjórnin hefði lýst það vilja sinn að fara ekki inn á leiðir nýrra skatthækkanna, og óþarft væri að minna á það, að dregið hefði verið úr opinberum fram- kvæmdum. Sú leið sem valin hefði verið til að mæta þessum álögum væri að draga úr niður- greiðslum á vöruverði, en oft hefði komið fram hjá stjórnar- andstöðunni að slíkar niður greiðslur væru óæskilegar og brytu einnig gegn yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar. Hinsvegar hefði afnám niðurgreiðslna þýdd kjaraskerðingu, áður en vísitölu trygging launa komst á aftur. Ólafur Jóhannesson (F) sagði m.a. að menn setti hljóða með tilkomu þessa frumvarps, en spyrðu þó hverju það sætti að svo væri komið fyrir höfuð at- vinnuvegi landsbúa, Svarið við þeirri spurningu væri þó næsta einfalt. Allt væri verð'bólgunni að kenna. Sannleikurinn væri sá, að þó að aflinn hefði aukizt og verðlagið farið hækkandi hefði allt farið í verðbólguhítina. En þrátt fyrir þetta hefði ríkisstjórn in ekki viljað snúa sér að sjálfu vandamálinu og hefja baráttu gegn dýrtíðinni. Björn Jónsson (K) sagði m.a. að í slíku máli sem þessu væri nauðsynlegt að leita samráðs við verkalýðsfélög og atvinnurekend ur. Farin væri með frumvarpi þessu allra óheppilegasta leiðin til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð og hefðu beinar skattahækkanir verið betri leið. Magnús Jónsson fjármálaráð- herra sagði að augljóst væri að þessi útgjaldahækkun rúmaðist ekki innan ramma fjárlaga, enda hefði ekkert leg ið fyrir er fjár- lög voru af- greidd annað en það að veita þyrfti sjávarút- veginum ein- hverja aðstoð. Öllum væri það Ijóst ekki væri hægt að bæta neinum útgjöldum á ríkissjóð, enda hefði við afgreiðslu fjárlaga verið miðað við hvað líklegt væri að hámarkstekjur yrðu á árinu við hvað líklegt væri að hámarks tekjur yrðu á árinu 1966 og hefði ekki verði reiknað með afföllum. Segja mætti náttúrlega að slikt væri hæpið, þar sem atvinnuvegir okkar væru ótryggir. Það hefði alltaf verið hugsað að mæta þessum væntanlegu útgjöldum vegna sjávarútvegsins með því að lækka niðurgreiðslur, en ekki væri hægt að segja nákvæmlega hvað það yrði gert í ríkum mæli. Einnig væri ómögulegt að segja hvernig lækkun niðurgreiðsl- anna yrði hagað. Slíkt yrði að gera með stuttum fyrirvara, en víst væri að ekki yrði aflað meiri tekna með þessum hætti en alveg nauðsynlegt væri. Hvort að þessi leið væri heppilegri eða óheppilegri en nýjar skattaálög- úr gætu menn haft skiptar skoð- anir um. En samt væri það skoð- un margra að niðurgreiðslukerf- ið væri óheilbrigt. Ekki væri um neinar vanefndir að ræða við verkalýðsfélögin þar sem laun væru nú vísitölutryggð, og slík niðurfelling niðurgreiðslna mundi vitanlega koma fram í vkitölunni. Eggert G. Þorsteins- son tók aftur til máls og einnig Bjöm Jónsson, en málinu var síðan vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsnefndar. Glóðarkerti í ýmsar gerðir dieselvéla fyrirliggjandi. BERGUR LÁRUSSON h.f. Brautarholti 22, Reykjavík. — Erl. tiðindi Framhald af bls. 15 orðum flokkanna þá eru helztu nýmælin að finna í stefnuskrá íhaldsflokksins — atriði, sem talið er að vekja muni miklar umræðúr. Varðar þetta atriði verkalýðsfélögin og vinnumark aðinn. Flokkurinn vill koma á einskonar iðnaðardómstólum, þar sem fjallað sé um ágrein- ingsmál milli launþega og vinnuveitenda- og jafnframt að verkálýðsfélögin verði sett und ir eftirlit einhvers aðila, sem sjái um það, áður en verkalýðs- félag fær opinbera viðurkenn- ingu, að lög þess og reglur séu í samræmi við landslög. Flokkurinn telur nauðsyn- legt, að gerðar verði ýmsar breytingar í skipan verkalýðs- mála, er komi í veg fyrir hin tíðu skyndiverkföll út af ein- stökum ágreiningsmálum, — sem sum eiga rætur að rekja til úrelts fyrirkomulags. Annað aðalatriðið í stefnu- skrá íhaldsflokksins er aðild Bretlands að Efnahagsbandalag inu, sem flokkurinn kveðst aaunu vinna að, þegar er færi gefist. Aðild að Efnahags’bandalag- inu er einnig eitt af stefnumál- Ný mál f GÆR var lagt fram nefndar*- álit frá meiri hluta landbúnaðar- nefndar um frumvarpið um loð- dýrarækt. Nefndin er ekki sam- mála um málið og munu þrír nefndarmanna skila séráliti, en þeir lýsa sig andvíga frumvarp- inu. Meiri hluti nefndarinnar leggur einnig til að gerðar verði nokkrar breytingar á frumvarp- inu. Að meirihlutaálitinu standa Gunnar Gíslason, Jónas Péturs- son, sem er framsögumaður álits- ins, Sverrir Júlíusson og Björn Pálsson. Einnig var lögð fram þings- ályktunartillaga frá Ragnari Arn alds, Jóni Þorsteinssyni, Skúla Guðmundssyni og Ólafi Jóhannes syni. Er tillagan, sem fjallar um byggingu verksmiðju á Skaga- strönd svohljóðandi: Alþingi á- lyktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir stofnun og starf- rækslu niðurlagningarverk- smiðju á Skagaströnd, er fram- leiði sjólax, síldarrétti og aðrar fullunnar sjávarafurðir. Þá kom einnig fram álit frá menntamálanefnd efri deildar um fuglafriðunar- og fuglaveiða- frumvarpið, og mælir nefndin með því að frumvarpið nái fram að ganga með nokkrum breyting- um. Einstakir nefndarmenn á- skilja sér einnig rétt til að flytja fleiri breytingartillögur, eða styðja tillögur, sem fram kynnu að koma. Bjartmar Guðmunds- son er framsögumaður nefndar- innar í máli þessu. Lögð var fram breytingartil- laga frá Alfreði Gíslasyni um frumvarpið um atvinnuleysis- tryggingar. um Verkamannaflokksins. Seg- ir þar, að Bretar eigi að vera reiðubúnir að ganga í Efna- hagsbandalagið ef hagsmunir Bretlands og brezka samveldis- ins verði tryggðir — og að und- angengnum viðræðum við að- ildarríki Fríverzlunarsvæðisins. Þá segir í stefnuskrá Verka- mannaflokksins, að hahn muni vinna að bættum samskiptum við kommúnistaríkin, jafnframt því að fast verði staðið gegn hverskonar hættum eða ógnun- um af þeirra hálfu. Flokkurinn vill hafa algera samstöðu með NATO og styður tillöguna um sameiginlegan kjarnorkuher- styrk bandalagsins. Einnig kveðst flokkurinn munu vinna að samkomulagi um bann við dreifingu kjarnorkuvopna, —■ vinna að því að komið verði á kjarnorkuvopnalausum svæð- um og berjast fyrir algerri al- þjóðlegri afvopnun undir ör- uggu eftirliti. . Loks má geta ákvæðanna um þjóðnýtingu stáliðnaðarins, sem er óbreytt frá því sem áður var — og skipulagstoreytinga í flugvélaiðnaði landsins, en bæði þessi mál hafa valdið miklum deilum í Bretlandi, ekki aðeins flokkanna í milli heldur og inn- an Verkamannaflokksins sjálfs. Kvöldvaka Hraunprýðls- kvenna n.k. sunnudag KVÖLDVAKA Hraunprýðis- kvenna verður halðin nk. sunnu dag í Bæjarbíói. Verður þetta 17. árið, sem félagið heldur kvöld- vökur sínar. Hafa Hafnfirðingar ætíð beðið hennar með eftirvænt ingu, enda vel til hennar vandað og svo verður enn. Dagskrá kvöldvökunnar á sunnudag verður þannig: Kvöldvakan sett, Sólveig Ey- jólfsdóttir. Erindi, Páll Bergþórsson, veðurfræðingur. Einsöngur, Guðmundur Jóns- son, óperusöngvari. Leikþáttur, hafnfirzkur gamanþáttur. Savannah-tríóið. Leikþáttur? Ómar Ragnarsson syngur, m.a. nýjar gamanvísur úr Hafnar- firði. Danssýning. Skrautsýning. Kynnir verður frú Elín Jós- efsdóttir. Aðgöngumiðar verða seldir á sunnudag í Bæjarbíói frá kl. 1 eftir hádegi. Kvöldvakan verður ekki end urtekin að þessu sinni. Hafnfirðingar eru hvattir til þess að sækja kvöldvöku Hraun- prýðiskvenna, enda njóta þeir þar góðrar skemmtunar og styrkja jafnframt ágætt máefnL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.