Morgunblaðið - 11.03.1966, Side 27
Föstuclagur 11. marr 1966
— Ghana
Framhald af bls 1
Ghana 24. febrúar sl. einnig
fryst allar bankainnistœður ráð-
herra Nkrumah og eiginkvenna
þeirra og sömuleiðis innistæður
ýmissa annarra framámanna í
stjórnartíð Nkrumah.
Lögreglustjórinn í Ghana hef-
ur tilkynnt að hann hafi gert
ráðstafanir til þess að taka
Nkrumah höndum og flytja til
Ghana til þess að svara til saka
fyrir dómstólunum. Lögreglu-
stjórinn, J. W. K. Harley, sagði
að ef Nkrumah leitaði 'hælis í
siðmenntuðu landi myndi hann
að sjálfsögðu afhentur og gert
að mæta fyrir rétti í Ghana, „en
verði skotið yfir hann skjólshúsi
annars staðar, tm ég það skyldu
xnína að koma á hann böndum
og flytja hingað svo réttlætinu
verði fullnægt", sagði Harley.
Eins og kunnugt er, heldur
Nkrumah sig nú í Conakry, höf-
uðborg Guineu sem stallbróðir
Sekou Touré forseta og hefur
þar tign og völd á við hann.
— Geimferð
Framhald af bls 1
fari sínu og yfir í hitt meðan
bæði hringsóluðu umthverfis
jörðu. Sagði blaðið „Vecernje
Novosti“, að sennilega myndi af
þessari för verða í marzmánuði
og taldi að hún myndi taka hálf-
an mánuð.
Eins og áður sagði, hefur eng-
In staðfesting fengizt á orðrómi
þessum, enda ekki háttur Rússa
að segja eitt eða neitt um geim-
ferðir sínar fyrr en geimförin
eru komin á rétta braut og aldrei
tilkynnt um tafir eða önnur frá-
vik og frestun.
Geimferðin í fyrra var sú er
þeir fóru Pavel Beljajev og
Alexei Leonov og varð hinn síð-
arnefndi þá til þess fyrstur
manna að skreppa úr geimfar-
inu þar sem það var á braut
sinni umhverfis jörðu og fá sér
gönguferð í himingeimnum.
— Indonesia
Framhald af bls 1
fulltrúans, en hinir hafi verið
hálfu fleiri er réðus't á aðalræðis-
mannsskrifstofuna. Fóru stúdent
arnir ránshendi um skrifstofurn-
ar, söfnuðu saman öllum þeim
skjölum er þeir gátu hendur á
fest og brenndu þau, brutu rúð-
tir og brömluðu allt innandyra
og jafnvel þakið á húsi aðal-
ræðismannsins. Einn sendimann-
anna kínversku særðist af stein-
kasti, eins og áður sagði, og öðr-
um var fleygt út í skurð.
Yfirráðasvæði aðalræðismanns
ins var lokað og rammlegt járn-
hlið fyrir, en stúdentarnir gerðu
sér lítið fyrir og fengu stóran
vöruflutningabil, sem komst auð
veldlega gegnum þá fyrirstöðu.
Þá stöðvuðu stúdentarnir alla
umferð um götuna sem skrifstof-
an er við og stungu gat á
hjólbarða þeirra bifreiða, sem
lögðu leið sína um hana. —
Herlið var kvatt á vettvang og
tókst um síðir að stilla til friðar
og reka óspektarmennina af hönd
um sér og Kínverjanna.
Fjölmennur hópur stúdenta
lagði einnig leið sína að sendi-
ráði Kína í Djakarta, en þar var
herlið á verði úti fyrir ramm-
legri girðingunni, sem er um
sendiráðsbygginguna. Einnig var
settur vörður við brezka sendi-
ráðið í borginni, ef eitthvað yrði
þar til tíðinda nú, en bandaríska
sendiráðið varð fyrir barðinu á
stúdentum fyrir tveimur dögum.
Sukarnó forseti átti í dag við-
ræður við fulltrúa allra helztu
stjórnmálaflokka landsins, sem
eru átta eða níu talsins. Ræddu
þeir hverjar ráðstafanir yrði að
gera til þess að komast fyrir ó-
eirðir stúdentanna, sem nú hafa
staðið í 12 daga. Síðast hermd-
arverka stúdentanna í gær var
að ráðast á skrifstofur fréttastof-
unnar Nýja Kína í Djakarta.
Hin opinbera fréttastofa, Ant-
ara, sagði í fréttum í dag að
árásin á aðalræðismannsskrif-
stofuna hefði verið svar indó-
nesískra æskumanna við ögrun-
um Peking-útvarpsins í garð
Indónesíu. Ekki hefur verið til-
kynnt um neitt mannfall í óeirð-
unum í dag. '
— Samnings
uppkast
fundi hæstu daga um samnings-
uppkastið.
Sverrir Hermannsson, formað-
ur LÍV, sagði í viðtali við Morg-
unblaðið í gær, að hann teldi
fullvíst, að hvergi kæmi til
vinnustöðvunar hjá verzlunar-
mönnum.
Eg tel, að F.I. geti
vel unað þessari lausn
• •
— segir Orn Johnson, for-
*
stjóri Flugfélags Islands
VEGNA fréttarinnar um, að
Flugfélagi íslands hafi verið
heimilað Faereyjaflug hafði
Mbi. í gær samband við Örn
Johnsont, forstjóra F.f. og leit-
aði umsagnar hans um af-
greiðslu málsins. Örn sagði:
— Þeir Birgir Þorgilsson og
Einar Helgason fóru af hálfu
félagsins sl. miðvikudag til
Kaupmannahafnar til við-
ræðna um þessi mál við
danska samgöngumálaráðu-
neytið. Fóru viðræðurnar
fram í dag og komu þeir
Birgir og Einar til Reykjavík-
ur aftur í kvöld, fimmtudags-
kvöld.
— Ég tel, að Flugfélagið
geti vel unað þessari lausn.
Við sóttum ekki um neitt
einkaleyfi á þessari leið, held-
ur aðeins um að mega fljúga
á henni. Og þessi lausn virð-
ist einnig vera í samræmi við
óskir Færeyinga sjálfra, þ.e.
að báðum félögunum verði
leyft að halda uppi flugsam-
göngum við Færeyjar.
— Flugfélag íslands mun
hefja flugferðir um Færeyjar
í maíbyrjun með Fokker-
Friendship flugvél og er ráð-
gert að þær samgöngur verði
allt árið.
— í sumar verður ferðum
hagað þannig, að farið verður
frá Reykjavík um Færeyjar
til Bergen og Kaupmanna-
hafnar og daginn eftir fer vél-
in um Bergen til Færeyja og
þaðan til Glasgow. Frá
Glasgow fer vélin um Fær-
eyjar til Reykjavíkur.
— Að öðru leyti verður
þessi Fokker-Friendship vél í
innanlandsflugi eins og hin,
en F.í. fær seinni Fokker-
Friendship vélina núna í vor.
MORGU N BLAÐIÐ
27"
Nýjungar í skólamáium
ræddar í Kennaraskóla Isl.
— Dr. Edelslein sat í gærkvöld fund með
kennurum og nemendum, og nokkrum gestum
CM þessar mundir eru
staddir hér á landi þeir Dr.
Wolfgang Edelstein og Dr.
Klaus Bahr, sem báðir starfa
við Max Planek stofnunina í
Berlín.
Hér á landi dveljast þeir á
vegum Efnahags- og framfara
stofnunarinnar í París, OECD.
Er dvöl þeirra og starf hér-
lendis í samráði við ísl. Efna-
hagsstofnunina og yfirvöld
íslenzkra skóla- og mennta-
mála.
í gærkvöldi sat Dr. Edel-
stein fund með kennurum og
nemendum Kennaraskóla ís-
lands, og svaraði fyrirspurn-
um um rannsóknir og nýskip-
an kennslumála, í samræmi
við grundvöll þann, sem
OECD leitast nú við að leggja
að þeim málum, í flestum
aðildarríkjum stofnunarinnar
sem nú eru rúmlega tuttugu.
Fundinn sátu nokkrir gestir
þeirra á meðal Dr. Jónas
Haralz og Torfi Ásgeirsson,
hagfræðingur, fyrir hönd
Efnahagsstofnunarinnar, svo
og fræðslumálastjóri, Helgi
Elíasson.
Á undanförnum árum hef-
ur verið unnið mikið og at-
hyglisvert starf í meðlimalönd
um EOCD, fyrir milligöngu
stofnunarinnar og með að-
stoð hennar, að hagræðingu
og skipulagi skólamála.
Er hér um að ræða nýjar
aðferðir við mat skóla- og
kennslumála, gagnasöfnun og
forsagnir, sem miða að því
að aðhæfa þennan mikilvæga
þátt þjóðlífsins nútímaaðstæð-
um.
Dr. Edelstein, sem er ís-
lendingur (ekki Þjóðverji,
eins og ranglega var sagt í
frétt á 2. síðu Mbl. í gær), er
menntamálum gagnkunnur
héc á landi. Hefur hann m.a.
unnið að forsögnum um fjölg
un ísl. skólafólks til næstu
aldamóta.
Dr. Klaus Bahr hefur kom-
ið hingað til lands fjórum
sinnum frá því 1962. Hefur
hann til skamms tíma verið
starfsmaður OECD, en starf-
ar nú, ásamt Dr. Edelstein, við
Max Planck stofnunina í Ber-
lín. Dvöl þeirra og starf hér
á landi nú er þó, eins og áður
segir, á vegum OECD, sam-
kvæmt sérstökum samningi.
Yerður nánar sagt frá starfi
þeirra, og þeim nýjungum,
sem nú koma fram í mennta-
málum meðlimalanda OECD,
síðar, hér í blaðinr
,
,
,
— Færeyjaflug
Framhald af bls 1
samráði við Faroe Airways. Með-
al annars fær Flugfélagið að
fljúga einu sinni í viku frá Fær-
eyjum til Bergen og ennfremur
hefur það orðið að samkomulagi
að Flugfélagið noti Fokker
Friendship til flutninganna en
Faroe Airways fljúga DC-3
Dakota-vélum, sem aðeins taka
21 farþega í sæti.
Forstjóri Kaupmannahafnar-
deildar Fiugfélags Islands, Vil-
hjálmur Guðmundsson sagði í
kvöld að Flugfélagið teldi samn-
ingana um Færeyjaflugið í allan
stað fullnægjandi. Flugfélagið
mun hefja flug til Færeyja 3.
maí nk. og er ætlunin að síðan
verði flogið þangað alla’n ársins
hring.
Faroe Airways hafa aftur á
móti nú í kvöld gefið út yfir-
lýsingu þess efnis að vafamál sé
hvort rétt sé að iáta tvö flug-
félög fá heimild til flugs á þess-
ari leið og segir þar, að félagið
muni ræða nánar við Flugfélagið
áður en það taki afstöðu til þess
hvort ráðlegt geti talizt að halda
áfram flugi til Færeyja með
þessum skilyrðum.
Vilhjálmur Guðmundss. kveðst
furða sig á þessum ummælum og
segir: „Á fundinum í ráðuneytinu
fannst mér á Jörgen Pedersen
forstjóra Faroe Airways að þeim
iþætti samningurinn . allt eins
góður og okkur“.
1 yfirlýsingu Faroe Airways
segir m. a. : „Á fundinum náðist
samkomulag um að teknar
skyldu upp viðræður milli, flug-
félaganna um samvinnu eða sam-
| eiginlegt flug á leiðinni án þess
að þetta væri þó nokkrum fast-
mælum bundið. Árangur þessara
viðræðna mun skera úr um það,
hvort Faroe Airways þykir ráð-
legt að leggja út á braut sam-
eiginlegs flugs. Við erum enn á
sama máli og Kai Lindberg ráð-
herra og fleiri dómbærir menn,
sem um málið hafa fjallað, að
flugleið þessi. geti í raun og veru
aðeins borið uppi heimild til
handa einu félagi að ánnast flug
á henni.
Ef viðræðurnar við Flugfélag-
ið hafa ekki í för með sér sann-
gjarna lausn mála gerir Faroe
Airways sem haft hefur flug-
leyfi á þessari leið um tveggja
ára skeið, sér rökstudda von um
að það leyfi verði endurnýjað,
bæði vegna samningaviðræðna
félagsins við tilhlýðileg yfirvöld
áður en lagt var út í töluverða
Bonn og London, 10. marz,
NTB.
LUDWIG Erhard, kanzlari V-
Þýzkalands, hefur svarað bréfi
De Gaulle Frakklandsforseta um
málefni Atlantshafsbandalagsins.
Segir Erhard í svari sínu, að
Vestur-Þjóðverjar sjái sér ekki
fært að hverfa frá þeirri grund-
vallarreglu að allt herlið banda-
lagsins verði undir sameiginlegri
stjórn.
Wilson, forsætisráðherra Breta,
er sagður hafa til athugunar
svipað bréf frá Frakklandsfor-
seta og bæði eru bréfin sögð
fjárfestingu í þessu skyni að
hausti 1965 og vegna hins óarð-
bæra vetrarflugs, en einnig með
tilvísun til 77. greinar loftferða-
laga þar sem segir að heimild til
innanlandsflugs megi aðeins
veita erlendu flugfélagi ef sér-
staklega standi á“.
Um ofangreinda yfirlýsingu
Faroe Airways segir Vilhjálmur
Guðmundsson: „Þessar aðstæður
og þessi skilyrði koma mér mjög
á óvart. En víst er um það að
Flugfélagið mun fljúga til Fær-
eyja“.
Sagt er að við heimild Flug-
félags íslands verði bætt ákvæði
um að berist óskir um það frá
erlendu flugfélagi að fá að fljúga
á dönskum flugleiðum skuli taka
heimild Flugfélags íslands til
endurnýjaðrar yfirvegunar.
mjög áþekk þeim sem De Gaulle
sendi Johnson forseta Bandá-
ríkjanna. Þá hefur Frakklands-
forseti og sent ítölsku stjórninni
bréf svipað hinum fyrrgreindu
um framtíðaráform Frakka varð
andi Atlants!hafsbandalagið.
Bandarísk blöð eru harðorð
nokkuð í garð De Gaulle og
segja að vel geti svo farið, fyrir
tilstilli hans að Frakkar verði á
bmttu úr Atlantshafsbandalag-
inu og eigi þangað ekki aftur-
kvæmt og vandséð hverjum sé
að því mestur skaðL
— Rytgaard.
Erhard svarar
Wilson íhugar málió