Morgunblaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 5. aprfl 1968 MORCU NBLAÐIÐ R ÚR ÖLLUM ÁTTUM HINN miMi hjúkrunarkvenna skortur, sem háð hefir starf- semi flestra sjúkrahúsa í landinu, einkum hinna minni, mörg undanfarin ár, hefir knúið marga til umhugsunar um, hvað unnt sé að gera til að bæta úr honum eða a.m.k. draga úr honum. Margt og mikið hefir og verið ritað og rætt um þessi mál, ekki sízt af þeim, sem sárast hafa fund ið til þeirra vandræða, sem af hjúkrunarkvennaskortin- um hafa hlotizt, þ.e. læknum og öðrum þeim aðiljum, sem ábyrgð hafa borið á rekstri sjúkrahúsanna. Margra ráða starfandi hjúkrunarkonur o.fl. Þessi ráð hafa hvert um sig bætt nokkuð úr, en ekkert þeirra er þó einhlítt. Fyrir nokkrum árum kom fram sú hugmynd að sér- mennta nýja stétt fólks, sem gæti unnið ýmis einfaldari og auðveldari störf við hjúkrun og létt þannig þeirri vinnu af lærðum hjúkrunarkonum, svo að kraftar þeirra nýttust bet- ur. við hin vandasamari störf. Varla þarf þriggja ára sér- nám til þess að geta búið um autt rúm eða matað sæmi- lega hressan sjúkling, svo að eitthvað sé nefnt. Rauði kross inn tók málið til athugunar, en framkvæmdin strandaði enn á sama skerinu, ekki tókst að ráða hjúkrunarkonur til að kenna á nauðsynlegum námskeiðum, þær voru allar bundnar við önnur störf. Það var fyrst á síðast liðnu hausti, að Ingibjörg Magnús- dóttir, yfirhjúkrunarkona Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri, réðst í það af alkunn- um dugnaði sínum og áhuga að hleypa af stokkunum nám- skeiði í sjúkrahjálp, en svo mun hið nýja starf verða nefnt. Námskeiðið er 'haldið innan veggja sjúkrahússins og á þess vegum og ábyrgð. kennslustund 115 stúlkur sækja námskeiö í sjúkrahjálp í fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyrl Samtal við Ingibjörgu Magnúsdóttur, forstöðukonu hefir einnig verið leitað, svo sem að ráða erlendar hjúkr- unarkonur til starfa, gjörnýta tómstundir giftra hjúkrunar- kvenna, hlaða aukavöktum á en með leyfi landlæknis og fulltingi. Mig langaði að fræðast nokkru nánar um þessa starf- semi og óskaði því leyfis frk. Sjúkraliðinn hugsar vel um sjúklinginn. Ingibjargar til að heimsækja námskeiðið og ræða við hana sjálfa stutta stund um fram- kvæmd þess og ti'lhögun. Var það leyfi fúslega veitt. Stúlk- urnar 15 sátu í bláum og hvít- um einkennisbúningum í sól- stofu efstu hæðar spítalans, þegar mig bar að garði, og voru að læra um þá merki- legu kraftstöð og sjálfvirku efnaverksmiðju, sem við nefnum mannslíkama og manninum sjálfum hefir ekki tekizt að endurlíkja eða skilja til fulls þrátt fyrir allan vís- indahrokann. Eftir kennslustundina gafst frk. Ingibjörgu nokkurt tóm til að fræða mig nokkuð um nám hinna væntanlegu sjúkra liða og framtíðarstörf þeirra. — Hvar kynntist þú stétt sjúkraliða, Ingibjörg? — Ég hefi kynnzt störfum sjúkraliða eða „sygehjæip- ere“ eins og Danir kalla þá, á sjúkrahúsum víða erlendis, m.a. á öllum Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. For- stöðukonur sjúkraihúsa þar hafa margar tjáð mér, að þær teldu afar torvelt ef ekki al- veg óhugsandi að reka sjúkra húsin án þeirra. Námstíminn er nokkuð misjafn og náms- tilhögun í hinum ýmsu lönd- um, en við högum okkar kennslu að mestu eftir hinu danska kerfi. Þegar ég dvald- ist árlangt í Danmörku í fyrra, var ég þar m.a. við hjúkrunarkennslunám og kenndi við sjúkraliðanám- skeið í Árósum. Hlaut ég þar réttindi til að veita svona námskeiðum forstöðu. — Er námskeiðið hér ekki hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi? — Jú, svo mun vera, það hófst hinn 1. október, en fjög- ur önnur sjúkrahús hafa síð- an bætzt í hópinn. St. Jósefs spítali í Landakoti byrjaði síðar í október svo og Klepps- spítali, Borgarsjúkrahúsið um áramót og Landsspítalinn 1. marz. Landlæknir veitir sjúkrahúsunum leyfi til kennslunnar, en deildaskipt sjúkrahús ein koma til greina, svo að stúlkurnar geti unnið á hinum ýmsu deildum og hlot- ið sem fjölbreyttasta þjálfun. Þó á Kleppsspítalinn nokkra sérstöðu. Öll námskeiðin eru byggð upp á sama grundvelli, og sjúkrahúsin eða forstöðu- konur þeirra hafa haft mjög góða samvinnu sín á milli. Framhald á bls. 25 „Sjúklingi“ gefið IEHEDITH & BREW ETD. ÞEKKTUSTU KEX BAKARAR BRETLAIS síðan 1830. choc<)(. T M I IN| 3 '' \ / I tHOCOtATÍ; M&D-kexið er óviðjafnanlegt að gæðum og verði. Eftirtaldar tegundir flytjast liingað: — Cream Crackers (te-kex), Family Favourites og Crown Assorted Creams (blandað kex), Koya 1 Orange Creams, Bitter Lemon Creams, Jam Creams og Cocount Creams (krem-kex), Fig R oll (fíkjukex), Rich Harvest (heilhveiti og haf rakex með smjöi'i og eggjum), Rich Highland Shorties, Ginger Fingers (piparkökur),• Granny 's Cookies (sírópskex), Garibaldi kúrennukex), Fruit Shortcake, Cheese Specials (ostakex), >• Plain Chocolate Wholemeal, Milk Chocolate Wholemeal, Chocolate Orange Thins og Milk Chocolate Elevenses (súkkulaði-kex), Snapcrackers og Bacon flavoured Snaps. Heildsölubirgðir v. sieuRossoni & smmbson iii. Símar 13425 og 16475

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.