Morgunblaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 8
8 MORGU NBLAÐID \ Þriðjudagur 5. apríl 1966 Alfrumvarpið til 1. umræðu í Neðri-deild: Nýtum auðæfi f allvatna til nýrrar iðnvæðingar — sagði Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra L umræða um frumvarp til Iaga iuu staðfestingu samnings milli rikisstjórnar íslands og Sviss Aluminium um byggingu álbræðslu hér á landi, var til L umræðu í Neðri deild Alþing- is siðastliðinn laugadag. Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra fylgdi frumvarpinu úr hlaði af hálfu ríkisstjómarinnar. I fyrri hluta ræðu sinnar rakti hann hina einstöku kafla aðalsamn- ingsins, en hann er í sjö köfl- um. Skýrði hann helztu ákvæði hinna einstöku kafla, svo sem um almenn fyrirheit og ábyrgðir af hálfu rikisstjómarinnar og hins svissneska fyrirtækis um byggingu mannvirkja og skyld efni, rekstur álbræðslunnar, á- kvæði um mengun, um tolla, að- flutnings- og útflutningsgjöld starfslið fyrirtækisins, skattamál lausn ágreiningsefna og fleira. Um skattamál álbræðslunnar sagði iðnaðarmálaráðherra, að gætt hefði nokkurs misskilnings, þegar vitnað er í að hún eigi aðeins að greiða framleiðslugjald og njóti því skattfríðinda af þeim sökum. Hér kemur ýmislegt til álita, sem menn verða að gera sér grein fyrir, að þetta eina framleiðslugjald hefur verið það miðað, að skattlagning álbræðsl- unnar verði ekki lægri en hún mundi vera samkvæmt hæstu skattaálagningareglum, sem í gildi eru hér á landi. „Það eru mörg rök sem að því hníga“, sagði iðnaðarmálaráðherra, að hafa eitt framleiðslugjald eða slíkt skattafyrirkomulag. Með því hefur verið hægt að búa nokkuð örugglega um skatt- igreiðslur fyrirtækisins, og á það var lögð mikil áherzla í samn- ingagerðinnd, að um það ríkti sem minnst óvissa, miðað við að verðið verði óbreytt á áli. Þá munu skatttekjur af bræðslunni fyrstu 25 árin nema i|imum 14 hundruð milljónum króna í er- lendum gjaldeyri, og miðað við þann atvinnurekstur, sem við höfum hér á landi, þá eru skatt- gjöld miklu hærri á hvern ein- stakling, sem þar vinnur held- ur en annars staðar sem til þekk- ist í okkar atvinnurekstri. Þá benti iðnaðarmálaráðherra á, að það væri misskilningur, að þetta væri eina skattgjaldið sem þessi álbræðsla greiðir, því hún mun greiða margvísleg önnur gjöld, svo sem hvers konar félagsgjöld, launaskatt, söluskatt af vörum og þjónustu er hún kaupir hér á landi, margvísleg leyfisgjöld og fleira. Þá vék iðnaðarmálaráðherra að ákvæðum kaflans um deilur, alþjóðlega gerð, og lög þau, sem fara skal eftir. Hann sagði að því færi fjarri, að það væri lítilsvirðandi fyrir okkur að hafa f samningum ákvæði um alþjóð- leg gerð, ef meiriháttar deil- ur rísa. Sérstaklega þegar höfð væri í huga ákvæði 41. gr. samn ingsins um lög þau, sem fara skal eftir í sambandi við slíka gerð. Fari málið í hina alþjóð- legu gerð“, sagði iðnaðarmála- ráðherra, þá á hún að úrskurða eða sá gerðardómur, að íslenzk- um lögum og þeim reglum þjóð- arréttar sem við kunna að eiga, Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra þá.m. þeim grundvallarreglum laga, sem almennt eru viður- kenndar af siðmenntuðum þjóð- um. Ég tel ekki að við íslend- ingar fyrirgerum neinum sóma okkar, þó að við segjum, að við skulum jafnhliða íslenzkum lög- um fara að grundvallarreglum laga, sem almennt eru viður- kenndar af siðmenntuðum pjóð- um. Ég tek það alveg skýrt fram, að mér er ekki kunnugt um neinar grundvallarreglur ís- lenzkra laga sem brjóta í bága við almennar grundvallarreglur, sem viðurkenndar eru af sið- menntuðum þjóðum. í þessu sam bandi ber einnig að hafa í huga alþjóðasamning um lausn fjár- festingardeilna milli ríkja og þegna annarra ríkja, en það er Alþjóðabankinn, sem hefur beitt sér fyrir gerð þessa al- þjóðasamnings um lausn á fjár- festingardeilum milli ríkja og þegna annars rikis. Á því ári sem liðið er nú síðan Alþjóða- bankinn lagði samninginn til undirskriftar við aðildarríkin að bankanum, hafa 35 ríki undir- ritað hann, þá.m. bæði Danmörk og Svíþjóð. Mér er ekki full- kunnugt hvort Noregur hefur undirritað hahn, en England og Bandaríkin. Þetta tel ég bera vott um það, sem að stefnir í hinum siðmenntaða heimi með stöðugt vaxandi alþjóðlegum samskipt- um. Er vissulega ekki hægt að álíta annað en hin 35 ríki stefni að því að fullgilda slíkan samn- ing með tilheyrandi gerðardómi, og telji sér ekki vansæmd í slíku. Meðan þessi samþykkt sem ég hef nú vitnað tii, svo- kölluð SlO-samþykkt, er ekki komin til framkvæmda eða full- gilt af íslandi og Sviss, eru ákvæði um sérstakan gerðardóm, sem í grundvallaratriðum byggja hinsvegar á sömu for- sendum og sömu reglum um íslenzk \óg sem fara skal eftir og legg ég megináherzlu á það.“ Þá vék iðnaðarmálaráðherra að ýmsum gagnrýnisatriðum, sem fram hefðu komið á samn- ingi í vantraustsumræðunum á dögunum. Han benti á, að það hefði ekki verið mikil ásókn á íslendinga frá erlendum fyrir- tækjum að setja hér upp ál- bræðslur, og hafa hér þó farið frajn viðræður, bæði við frönsk og amerísk, og reyndar fleiri álbræðslufyrirtæki, og að þau kjör, sem okkur standa nú til boða væru mjög hagstæð. „Stund um er sagt“, sagði Jóhann Haf- stein, að norskar álbræðslur greiði hærri skatta en fyrirhug- að er að verði hér á landi, en svo er ekki. Skattstiginn í Nor- egi er að vísu töluvert hærri en hér, hann er 54% en 33%% hér á landi, en afskriftarreglur eru með þeim hætti í Noregi, að álbræðslurnar eru veruega skattfrjálsar fyrstu árin, og þær álbræðslur ríkisins, sem borga hæsta skatta, og hafa borgað á undanförnum árum í Noregi hafa ekki borgað 20 dollara á framleitt tonn, heldur ekki nema 18% dollar og aðrar verksmiðj- ur minna. Og ég hef það fyrir satt, að það muni vera litlir skattar, sem Húsnes-verksmiðj- an greiðir fyrsta árið, miðað við þær reglur sem Norðmenn hafa um afskriftir. Og það tekur al- veg sérstaklega ti'l þeirra bræðslna, sem staðsettar eru í strjábýlinu. Þá er sagt, að raförkuverð sé hærra í Noregi. Það er rétt að því er tekur til þeirra nýju samninga, en það er mjög mik- ið af samningum í Noregi, þar sem raforkuverð er töluvert mik ið lægra heldur en hér er um samið, og það standa yfir tölu- verða deilur um það í Noregi, hvort rétt stefna sé hjá þeim að halda uppi því raforkuverði, sem nú er haldið uppi. Og það er vegna þess að flestir eða allir þar eru sammála um að kapp- kosta að virkja vatnsaflið, og það á eins skfömmum tíma og hægt er, og áður en kjarnorka kemur til, sem á tilteknum tíma er áætluð að muni verða miklu ódýrari heldur en vatnsaflið til rafmagnsframleiðslu, eftir því sam álit sérfræðinga er í þessu sambandi. Menn hafa tekið það eins og einhverja furðufrétt að rafmagnið sé lægra hér heldur en í Noregi, en það er einmitt þess vegna, em verksmiðjan er reist hér, en ekki í Noregi. Norð- menn hafa m.a. misst af þessari verksmiðju af þessum sökum. En Norðmenn gera sér Ijóst, og einnig okkar sérfræðingar, að það er engin orka, ekki einu sinni kjarnorka, sem getur keppt við afskrifaðar vatnsafls- virkjanir. Þess vegna hafa Norð- menn lagt svo mikið kapp á að reyna að ljúka virkjun fallvatna sinna á mjög skömmum tíma. Iðnaðarmálaráðheira ræddi vinnuaflsvandamálið og sagði: Meðan álbræðsla er í bygg- ingu er talið að vinnuafli fjölgi um 17 þúsund manns á vinnu- markaðinum, og aðrar aðstæður benda til þess að vinnuaflsvanda málið þurfi ekki að vera sérstakt vandamál vegna álbræðslunnar. Þetta er vandamál í dag og hef- ur verið vandamál undanfarin ár. Mér er alveg kunnugt um at- vinnurekendur, bæði í sjávarút- vegi og öðrum atvinnugreinum, sem er fyllilega ljóst, að hvort sem 450 manns vinna í álbræðslu eftir tíu ár eða hvort tveggja ára byggingartími tekur eitthvað af vinnuaflinu, þá er það ekki það Framhald á bls. 12 Vinsælar fermingagjafir SVEFNPOKAR mjög vandaöir. FERÐAFATNAÐUR, alls konar. og SPORTFATNAÐUR í mjög fjölbreyttu úrvali. ALLT aÖeins úrvals vörur GEYSIR HF. VESTURGÖTU 1. Stór húseign 3 stórar hæðir,' ris og kjallari á góðum stað í mið- bænum til sölu steypt í hólf og gólf. Hentugt fyrir félagsstarfsemi eða skrifstofur. Selst í einu lagi eða pörtum. Einnig 6 herb. ný íbúðarhæð við Lindarbraut. Upplýsingar gefur (ekki í síma): STEINN JÓNSSON, HDL., Lögfræðiskrifstofa — Fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar 19090 og 14951. 9alnfirðingai Sigurgeir Gíslason teflir fjöltefli í Sjálfstæðishúsinu í kvöld þriðjudagskvöld kl. 8,30. Öllum er heimili þátttaka. Þátttakendur eru beðnir að hafa með sér töfl. F.U.S. Stefnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.