Morgunblaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 16
16 MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 5. apríl 1966 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjaid kr. 95.00 í lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. FRAMBOÐSLISTI SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS Framboðslisti S j álfstæðis- flokksins við borgar- stjórnarkosningarnar er birt- ur hér í blaðinu í dag, og má segja, að þar með sé kosn- ingabaráttan hafin, en borgar stjórnarkosningarnar verða hinn 22. maí. Það mun vekja sérstaka at- hygli við skipan listans að þessu sinni, að á honum eru nú ungir menn úr hinum ýmsu starfsgreinum í ríkara mæli en nokkru sinni áður. Með þessu vill Sjálfstæðis- flokkurinn sýna, að hann treystir ungri og upprenn- andi kynslóð til þess að tak- ast á hendur hin vandasöm- ustu trúnaðarstörf í þágu flokksins og borgarbúa. Og æskan hefur áður sýnt, að hún er þess trausts verð. í þessum borgarstjórnarkosn- ingum mun mikill fjöldi nýrra kjósenda greiða at- kvæði í fyrsta skipti. Þeir hljóta að veita því athygli, að Sjálfstæðismenn bjóða nú fram 1 ríkara mæli en nokkru sinni áður fulltrúa þeirra eigin kynslóðar og á því leikur enginn vafi, að hinir nýju kjósendur munu meta þann trúnað að verð- leikum, þegar að kjördegi kemur. Geir Hallgrímsson, borg- arstjóri, skipar fyrsta sæti listans nú eins og síðast. í borgarstjóratíð hans hafa framfarir í borginni orðið meiri en nokkru sinni áður. Skattgreiðendur í Reykjavík sjá nú glögglega hvað gert er við það fé, sem innheimt er af þeim í opinber gjöld. — Gatnagerð hefur verið meiri á því kjörtímabili sem nú er að líða en nokkru sinni fyrr, stórframkvæmdir á vegum hitaveitunnar og svo mætti lengi telja. Sjálfstæðismenn í Reykja- vík munu í þessum kosning- um fylkja sér ótrauðir að baki hinum unga og glæsilega borgarstjóra, sem er í forustu fyrir framboðslista þeirra og þeir munu berjast þar til sig- ur er tryggður, hvattir af sterkri málefnalegri aðstöðu borgarst j órnarmeirihlutans og þeirri trú og vissu að því verki, sem hafið*hefur verið til þess að bæta og fegra Reykjavík mun verða haldið markvisst áfram af meiri- hluta Sjálfstæðismanna að kosningum loknum. ALÞJOÐLEG GERÐ í lsamningurinn var til fyrstu umræðu í Neðri deild Alþingis sl. laugardag. Fylgdi iðnaðarmálaráðherra, Jóhann Hafstein, málinu úr hlaði, en síðan fluttu forustu- menn andstöðuflokkanna langar ræður. , Jóhann Hafstein gerði ítar- lega grein fyrir samningum þeim við hið svissneska ál- fyrirtæki, sem nú hafa verið undirritaðir með fyrirvara um samþykki Alþingis. Hann drap á öll helztu atriði samn- inganna og ræddi m.a. ákvæði þeirra um alþjóðlegan gerð- ardóm. Um það sagði iðnað- armálaráðherra: „Fari málið í hina alþjóð- legu gerð á hún að úrskurða að íslenzkum lögum og þeim reglum þjóðarréttar, sem við kunna að eiga, þ.á.m. þeim grundvallarreglum laga, sem alemnnt eru viðurkenndar af siðmenntuðu þjóðum.“ Um þetta atriði í samning- unum sagði Bjarni Benedikts- son, forsætisráðherra í út- varpsumræðunum á dögun- um: „Þó að dótturfélag hins svissneska viðsemjanda sé búsett hér, er hinn svissneski samningsaðili sjálfur búsett- ur erlendis, og hann ber á- byrgð á öllum skuldbinding- um dótturfyrirtækisins. Gerð ardómsákvæðið er í samræmi við alþjóðlegan samning, sem 33 ríki, þar á meðal öll Norð- urlöndin hafa undirritað. Réttarríki er engin minnk- unn að því að taka þátt í slík- um samningum. Það hefur ekkert að óttast, enda er hér berum orðum tekið fram að dæma skal eftir íslenzkum lögum.“ Þessi orð iðnaðarmálaráð- herra og forsætisráðherra ættu að nægja til þess að skýra þau ákvæði í samning- unum við svissneska álfyrir- tækið, sem gera ráð fyrir al- þjóðlegri gerð í ákveðnum ágreiningsefnum og jafn- framt kveða niður rakalaus- an áróður stjórnarandstæð- inga um þetta atriði. ÖMURLEGT HLUTSKIPTI að er ekki skemmtilegt verkefni, sem fallið hef- ur í hlut Sjolokoffs, hins S IR Harmar Nisholas hefur undanfarin sextán ár verið þingrmaður íhaldsflokksins fyrir Peterborough-kjördæmi skammt frá Cambridge. Við kosningarnar 1964 hlaut hann rúmlega 24 þúsund atkvæði, eða 2.600 atkvæðum meira en Saunders, frambjóðandi Verka mannaflokksins. Eftir að kjörstöðum var lok að í Bretlandi sl. fimmtudag, Sir Harmar Nicholls eftir að honum var dæmdur sigurinn. Þrjú atkvæði réðu úrslitum Telja varð atkvæðin átta hófst strax talning atkvæða í flestum kjördæmum. í Peter- borough hófst talning þó ekki fyrr en morguninn eftir kl. 11,15. Komu úrslitin íhaldsmönn- um mjög á óvart, því þau bjóðandi Verkamannaflokks- sýndu að Micíhael Ward, fram ins, hefði 180 atkvæða meiri- hluta umfram Sir Harmar. Fulltrúi íhaldsflO'kksins krafð ist þess þá að atkvæði yrðu endurtalin, enda kom í ljós að heildaratkvæði voru um 600 færri en atkvæðaseðlar gefn- ir út á kjörstöðum. Fyrsta endurtalning hófst strax, og kom þá í ljós að 575 atkvæðaseðlar höfðu orðið eft ir í einum kjörkassanum. Þá varð að byrja upp á nýtt. Önnur upptalning hófst klukkan 12.40, og meirihluti Wards lækkaði niður í tvö atkvæði. Ekki voru íhalds- menn ánægðir, og kröfðust þess að enn skyldu atkvæðin talin. Við þriðju upptalningu, kl. 1,20 hafði Sir Harmar tveggja atkvæða meirihluta. Og nú var komið að fulltrúum Verka mannaflokksins að krefjast endurtalningar. Einhver rugl- ingur varð í þeirri talningu, svo gefið var matarhlé meðan fimmta upptalning var undir- búin. Fimmta upptalning hófst svo klukkan 3,30, og nú hafði Ward eins atkvæðis meirihluta.- Við sjöttu endur- talningu var það Sir Harmar, er hlaut eins atkvæðis meiri- hluta. Sjöunda endurtalning gaf Sir Harmar þriggja at- kvæða meirihluta. Þá gáfust fulltrúar Verkamannaflokks- ins upp. En ekki án mótmæla. „Ég viðurkenni ekki þessa niðurstöðu", sagði frú Fhyllis Stedman, fulltrúi flokksins, „en mér er illa við að láta halda talningu áfram“. Hafði sinnusn talning þá staðið yfir í nærri j átta klukkustundir. j Þegar hér var komið sögu, ^ var því lýst yfir að Sir Har- I mar væri löglega kjörinn j þingmaður Peterborough fyr- j ir næsta kjörtímabil. Sagði I hann þá við fréttamenn að I þetta hefði verið mjög erfiður j dagur, og láði honum það j enginn. ' Oft 'hefur verið mjótt á mun j unum við kosningar í Bret- j landi. Má þar til dæmis nefna [ úrslitin í Ilkeson í Derbysihire. Þar var Abraham Flint, fram- bjóðandi íhaldsflokksins, kjör i inn með tveggja atkvæða j meirihluta. Og í júlí 1945 var | George Ward, síðar Ward markgreifi af Witley, kjörinn I með fjögurra atkvæða meiri- I ’hluta. Nokkru sinnum hafa | atkvæði tveggja efstu fram- 1 bjóðendanna verið jöfn, en í það hefur ekki gerzt síðan 1 1918. — Samsöngvar Karlakórs- ins Geysis á Akureyri Akureyri, 2. apríl. KARLAKÓRINN Geysir hélt samsöngva í samkomuhúsi bæj- arins á fimmtudags- og föstu- dagskvöld fyrir fullu húsi og við afbragðs viðtökur áheyrenda. Söngstjóri var Árni Inglmund- arson og undirleikari á píanó Þórgunnur Ingimundardóttir. í rússnesku þjóðlagi léku þeir Guðni Friðriksson, Hannes Ara- son og Stefán Halldórsson undir á harmóníku, bassa og mandólín. sovézka Nóbelsverðlaunahöf- undar. Hann hefur tekið sér fyrir hendur að gerast mál- pípa valdhafanna 1 Kreml, og nota þann orðstír, sem Nób- elsverðlaunin hafa veitt hon- um til þess að reyna að rétt- læta aðgerðir sovézkra vald- hafa gegn rithöfundunum Sinyavsky og Daniel. Það hlýtur að vera ömur- legt hlutskipti rithöfundi að Einsöngvarar með kórnum voru Aðalsteinn Jónsson, Árni Kristjánsson, séra Birgir Snæ- bj|örnsson, Jóhann Konráðsson og Sigurður Svanbergsson. Á söngskrá voru fimmtán inn- lend og erlend lög, þar á meðal nýtt lag eftir Birgi Helgason við ljóð eftir Örn Snorrason. Voru höfundar lags og texta sér- staklega hylltir af áheyrendum. Mörg laganna varð að endur- taka, og margir blómvendir bárust. verja hendur þeirra, sem hneppa í þrældóm skáld og rithöfunda, sem hafa það eitt til saka unnið, að láta í ljósi skoðanir sínar á prenti og skrifa eins og samvizkan býð- ur þeim. Vegur hins sovézka Nóbels- skálds mun ekki aukast við það, að hann hefur gerzt hirð- sveinn valdháfanna í Kreml. Næsti samsöngur Geysis verð- ur í Sjálfstæðishúsinu á sunmi- dagskvöld. Færðin misjöfn Á SUÐURLANDSUNDIRLENDI var færð yfirleitt talin ágæt í gærmorgun. Þá var farið að snjóa í Þrengslunum á leiðinni austur, og um hádegisbilið var al'lmikil ofankoma og færð tekin að versna. Stórum bílum var þá fært yfir Mýrdalssand. Um hádegi í gær var bílum fært frá Reykjavík yfir Hval- fjörð og upp í Borgarfjörð. Bíl- fært var þá um Snæfeilsnes sunnanvert, en fjallvegir voru tepptir þar, svo og vegir um nes- ið norðanhallt, enda var þar mikil fannkoma í nótt Brattabrekka var ófær á leið- inni vestur í Dali. Holtavörðuheiði var talin al- gerlega ófær á hádegi í gær. Togarasölur BV. Þorkell máni seidi í Grims- by á föstudag 164,5 tonn fyrir 17.259 steriingspund. Bv. Sigúrður seldi í Cuxhaven á laugardagsmórgun 189,2 tonn fyrir 184.986 mörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.