Morgunblaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 17
ÞriSjífðagur 5. apríl 1966
MORGUNBLAÐIÐ
17
l
80 erlendir bridge-
menn keppa hér í maí
íslandsmeistaramótið í bridge
(sveitakeppni) hófst í gær
NORRÆNA bridgemótið verður
haldið hér í Reykjavík að Hótel
Sögu dagana 22. maí til 27. maí.
Taka allar Norðurlandaþjóðirnar
þátt í því, og munu keppendur
alls verða um 100 talsins, en þar
af 80 frá hinum Norðurlöndun-
um.
Á mótinu verður keppt í svo-
nefndum „opnum flokki“, en íþar
keppa tvær sveitir frá hverju
landi, eða 10 sveitir alls. Svo
keppir ein kvennasveit frá
hverju landi, eða fimm sveitir í
allt.
Vegna mótsins munu koma
hingað, eins og áður segir, 80
keppendur og fyrirliðar, en 20
keppendur og fyrirliðar verða
frá íslandi. Aðalkeppnisstjóri
mótsins verður Norðmaður að
nafni Per Elind, og fær hann um
80 íslenzka aðstoðarmenn við
mótstjórnina.
Ennþá hafa aðeins tsland og
Norömenn ákveðið h'verjir skuli
taka þátt í móti þessu af
þeirra hálfu, en keppni um þátt-
Jeppi veltur
AKUREYRI, 4. apríl.
Jeppabíll valt innarlega í Að-
alstræti um níuleytið á laugar-
dagskvöld, og brotnaði mikið.
Ungur maður framan úr sveit
var við stýrið, og var að fara
með foreldra sína hingað til bæj-
arins en fólkið sakaði ekki, nema
hvað móðir piltsins kvartaði um
eymsli í baki. Djúp hjólför voru
í snjónum á götunni, og missti
ökumaðurinn bílinn upp úr þeim
að framan, og við það snerist
bíllinn til og valt. Ekkert bendir
til að um glannalegan akstur
ihafi verið að ræða. — Sv. P.
Síldarleitarskip búið nauð-
synlegustu tækjum kostar
um 40 millj. kr.
f GÆR var lagt fram á Alþingi
stjórnarfrumvarp um smíði síld-
arleitarskips og um síldargjald.
Kemur fram í frumvarpinu á-
kvæði um að ríkisstjórninni heim
ilist að gera samninga um smíði
á síldarleitarskipi allt að 500
brúttó-rúmlestum að stærð. Jafn
framt heimilist ríkisstjórninni að
taka lán til greiðslu andvirðis
skipsins. í 2. grein kemur fram
að greiða skuli gjald af síld og
sildarafurðum, sem flutt er til
útlanda, og nefnist gjald það síld
argjald. Skal það gjald nema
0,3% af fob-verði útflutts síldar
mjöls og síldarlýsis. En 0,2%
af fob-verði annarra útfluttrar
síldar og síldarafurða. Ríkissjóð-
ur annast innheimtu gjalds þessa
og renna tekjur af því til
greiðslu síldarleitarskips sam-
kvæmt nánari ákvorðun sjávar-
útvegsmálaráðuneytisins. Miðað
við verðlag á síðasta ári yrði um
rætt gjald ca. kr. 1,18 á mál, sem
skiptist að hálfu milli síldarselj-
enda (sjómanna og útvegsmanna)
og síldarkaupenda (síldarverk-
unarstöðva og verksmiðja.) Sé
0,5% af verðmæti síldarinnar áð
ur en hún er verkuð umreiknað
í verðmæti hinnar útfluttu vöru,
þá nemur það ca. 0,3% af fob-
verði síldarmjöls og síldarlýsis,
en 0,2% af fob-verði annarrar
síldar og síldarafurða.
í greinargerð frumvarpsins
kemur fram að sjávarútvegs-
málaráðuneytið hafi falið Jak-
obi Jakobssyni fiskifræðing að
gera athugun um og leita tilboða
um smíði á síldarleitarskipi og
hefði hann síðan unnið að þessu
máli og aflað upplýsinga.
Búast má við að síldarleitar-
skip muni kosta um 40 millj. kr.
með öllum nauðsynlegustu tækj-
um. Miðað við verðmæti síldar
og síldarafurða á sl. ári myndi
síldargjaldið gefa af sér um sex
milljónir króna á ári. Þótt ekki
hafi verið enn ákveðið að hvaða
verðtilboði verður gengið eða
hvar síldarleitarskipið skuli smíð
að, beri nauðsyn til að leggja
frumvarp þetta fram til þess að
innheimta gjaldsins géti hafizt
sem fyrst.
tökuréttinn stendur yfir í hinum
löndunum.
Islandsmeistaramótið í bridge
í gær hófst að Hótel Sögu Is-
iandsmeistaramótið í bridge
(sveitarkeppni). í meistaraflokki
keppa sex sveitir, og eru fimm
þeirra frá Reykjavík, en ein frá
Akranesi. t fyrsta flokki keppa
16 sveitir frá Reykjavík, Kópa-
vogi, Hafnarfirði, Keflavík og
Selfossi. Er þar keppt í tveimur
riðlum, og ganga efstu liðin í
hvorum riðli upp í meistara-
flokk, en tvær neðstu sveitirnar
í meistaraflokki falla niður í
1. flokk.
Hinn árlegi peysufatadagur Kvennaskólans í Reykjavík var í vikunni er leið, og mátti þá sjá
hóp kvennaskólastúlkna ganga um bæinn með pilsaþyt og söng Myndina tók Ól. K. M. í gær af
nokkrum stúlknanna fyrir framan Kvennaskólann.
Sigurður Ölason
svarar Starcke
EINS OG áður hefur verið greint
frá í Mbl., skrifaði Yiggo Starcke
fyrrverandi ráðherra, kjallara-
grein í Berlingske Tidende, þar
sem greindi frá athygjisverðu við
tali við Sigurð Ólason, hæsta-
réttarlögmann, og gerði athuga-
semdir við það. Þann 2. apríl sl.
birti Berlingske Tidende svo svar
grein Sigurðar við þessar athuga
semdir Starcke, þar sem hann
fullyrðir að íslendingar hafi
ekki í hyggju að gera neinar frek
ari kröfur á hendur Dönum um
afhendingu fleiri handrita.
DAS-
happdrættið
í GÆR var dregið í 12. fl. Happ-
drættis D.A.S. um 200 vinninga
og féllu vinningar þannig:
Einbýlishús að Lindarflöt 32,
Garðahreppí, fullgert, ásamt bíl-
skúr og frágenginni lóð kom á
nr. 5837. — Umboð Sandgerði.
Bifreið kr. 200 þús. nr. 5330.
Bifreið, kr. 175 þús. nr. 25618.
Bifreið, kr. 150 þús. nr. 19088.
Bifreið, kr. 130 þús. nr. 17856.
Húsbúnaður fyrir kr. 25 þús.
nr. 40170. Húsbúnaður fyrir kr.
20 þús. nr. 43019 og 47316. Hús-
búnaður fyrir kr. 15 þús. nr.
17289, 28037 og 34149.
Eftirtalin númer hlutu húsbún
að fyrir kr. 10 þús.: 10968, 17576,
22939, 28029, 38455, 40678, 53176,
55423, 61456 og 64138.
(Birt án ábyrgðar)
17 ar liðin frá stofnun NATO
- r
Utvarpsávarp Manlio Brosio, íramkvstj. samtakanna í gær
VIÐ minnumst í dag undirritun-
ar Atlantshafssáttmálans, sem
fram fór í Was'hington fyrir
sautján árum — en til hans á
Atlantshafsbandalagið og sú
stofnun, sem því þjónar, rætur
sínar að rekja.
Þjóðir okkar mynduðu þetta
bandalag af því að þær — eins
og Bjarni Benediktsson forsætis-
ráðherra eitt sinn komst að orði
— „tilheyra og vilja tilheyra
frjálsu samfélagi frjálsra þjóða“.
Þau orð eru jafnsönn nú og þau
voru, þegar Bjarni Benediktsson
mælti þau árið 1949.
Ég mætti kannske sem ítali
rifja upp það, sem sagt var við
sama tækifæri — undirritun sátt
málans — af utanríkisráðherra
míns eigin lands: „Við skulum
biðja til Guðs“, sagði Carlo
Sforza, “að þessi sáttmáli muni
reynast líkt og Magna Carta Eng-
lendinga: annars vegar óhaggan-
legur, hins vegar sífelld sköpun“.
Undir þessa bæn teg ég ein-
dregið. Því að ef þið hugleiðið
hvað Atlantshafsbandalagið raun
verulega er, þá munuð þið sam-
stundis sjá, að það er miklu
meira en hernaðarsamsteypa ein;
það er í senn lífsform og tæki til
þess að vernda og treysta þær
lífsvenjur í þágu friðar og far-
sældar um gervallan heim.
Hið upphaflega takmark Atl-
ants'hafsbandalagsins var, eins og
við Öll vitum, að koma í veg fyr-
ir frekari yfirgang Sovétveldisins
í Evrópu. Þessu takmarki hefur
verið bétur náð en nokkur þorði
Manlio Brosio
að vona. Sá augljósi vottur, sem
Atlantshafsbandalagið hefur á
þessum stautján árum verið um
vilja þjóðanna til að sporna gegn
yfirgangi, hefur einnig átt sinn
þátt í að koma til leiðar breyt-
ingum innan Sovétríkjanna.
Engu að síður er það staðreynd,
að enn ver Sovétveldið gífurleg-
um fjármunum í hernaðarskyni.
Og þar við bætist, að enda þótt
hættan í Evrópu virðist nú ekki
eins augljós pg áður, þá hefur
enn ekki tekizt að leysa eitt ein-
asta af þeim grundvallarvanda-
málum, sem ágreiningi valda
milli austurs og vesturs. Einkum
og sér í lagi er Berlín enn ein-
angruð og Þýzkaland skipt. Ógn-
unin steðjar því enn að banda-
mönnum óbreytt. Ef Atlantshafs-
bandalagið yrði lagt niður og lið-
styrkur frá Norður-Ameríku og
Bretlandi kvaddur heim af meg-
inlandi Evrópu, mundi hið við-
kvæma jafnvægi, sem tekizt hef-
ur að ná í Evrópu, verða að
engu. Afleiðing þess gæti orðið
sú, að hinir sovézku leiðtogar
freistuðust til að hefja á ný hinn
hættulega leik á landamærum
hinna frjálsu ríkja Evrópu.
Á síðustu árum hefur þunga-
miðja vandamálanna færzt frá
Evrópu til annarra heimshluta.
En ekki er hægt að treysta að
það ástand haldist um alla fram-
tíð. Hvort hættunni verður bægt
frá, er undir því komið að við-
haldið verði bandalagi Norður-
Ameríku og hinna frjálsu þjóða
Vestur-Evrópu. Það er sannfær-
ing mín. Á því veltur, að her-
styrknum í Evrópu verði haldið
við, því að í grundvallaratriðum
heldur Evrópa áfram að vera
þungamiðjan; þar er mest í húfi.
í bandalagi er af eðlilegum á-
stæðum til þess ætlast, að öflug-
asti aðilinn taki forystuna. En
þó að hinir 15 aðilar séu ójafnir
að stærð og þeirri ábyrgð, sem á
þeim hvílir, eru réttindi allra hin
sömu. Innan Atlantshafsbanda-
lagsins er skoðunum hvers og
eins af aðildarríkjunum sami
gaumur gefinn. Þar hafa smærri
ríkin sömu tækifæri og hin
stærri, til þess að koma á fram-
færi sjónarmiðum sínum og
vernda réttmæta hagsmuni sína.
Jafnframt eru þeim stöðugt látn-
ar í té upplýsingar um stefnu og
áform hinna stærri ríkja. Sök-
um þess stjórnmálasamstarfs,
sem óslitið á sér stað innan vé-
banda Atlantshafsbandalagsins,
geta þau lagt fram sinn skerf
í viðleitninni til að byggja upp
betri heim, með þátttöku í um-
ræðum um hin mikilvægustu
mál, þ. á m. afvopnun, sam-
skipti austurs og vesturs, aðstoð
við vanþróuðu rikin, svo að get-
ið sé aðeins þriggja hinna þýðing
armestu.
En hvað ber framtíðin í skauti
sínu? Þróunin á alþjóðasviðinu
kann auðveldlega að krefjast
þess, að bandalagið aðhæfi sig
nýjum aðstæðum. Ég ætla mér
ekki þá dul að halda því fram,
að núverandi skipulag starfsem-
innar sé alfullkomið; ólíklegt er
einmitt að varnarsamtök, sem
sniðin voru fyrir sjötta áratug
tuttgustu aldarinnar svari til
þeirra, sem þörf er á til að mæta
þeim áttunda. Þótt sáttmáli einn
sér feli í sér alvöruþrungnar
skuldbindingar og sé ákaflega
mikilvægur út af fyrir sig, kann
að minni hyggju svo að fara, að
hann reynist ekki nægilegur til
þess að halda á sannfærandi hátt
aftur af hugsanlegum árásarað-
ila, einkum ekki þeim ,sem á í
fórum sínum fullkomnustu vopn,
sem nokkru sinni hafa þekkzt og
getur beitt þeim með örskömm-
um fyrirvara. Sameiginleg áætl-
anagerð og gagnkvæm aðstoð, ef
til vopnaðarar árásar kemur, eru
ekki framkvæmanleg, nema und-
irbúningur eigi sér stað fyrir-
fram. Sameiginlegar varnir geta
Framhald á bls. 12