Morgunblaðið - 05.04.1966, Síða 2

Morgunblaðið - 05.04.1966, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. apríl 1966 Stóraukin starfsemi Verzlunarbankans Frá aðalfundi bankans, sem haldinn var sl. laugardag ráðs, flutti skýrslu um starfsemi bankans á liðnu ári. Kom fram í henni að öll starfsemi bankans hafði vaxið verulega á árinu. — Spariinnlán við bankann hækkuðu á árinu um 108.8 millj. kr. en það svarar til 25% innstæðuaukningar. Heildarinnstæður í bank- anum námu í lok síðasta árs 544.9 millj. kr. Útlán bankans jukust um 63 millj. kr. á árinu 1965 og námu heildarútlán í lok ársins 429 millj. kr. Að undanförnu hefur verið unnið að breytingum á húsa- kynnum bankans í Banka- stræti 5 og hefur öll starfsað- staða bankans batnað. Jafn- framt er unnið að endurbót- um á bókunar- og afgreiðslu- kerfi bankans. Hjá Alþingi er nú til með- ferðar frumvarp til laga um stofnlánadeild við bankann, og gerði formaður ýtarlega grein fyrir því, en sterkar vonir eru bundnar við upp- byggingu sérstaks fram- kvæmdalánasjóðs til starf- semi verzlunarfyrirtækja. Höskuldur Ólafsson, bankastj óri, les upp rcikninga bankans. X. v. er Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, sem var fundarstjóri. Höskuldur Ólafsson, banka- stjóri, las upp endurskoðaða reikninga bankans og skýrði þá. Voru þeir samþykktir sam hljóða. Á fundinum komu fram mjög ákveðnar skoðanir um að nauðsynlegt og eðlilegt væri að bankinn fengi heim- ild til að annast erlend við- skipti. í bankaráð voru kjörnir þeir Egill Guttormsson, stórkaup- maður, Magnús J. Brynjólfs- son, kaupmaður, og Þorvald- ur Guðmundsson, forstjóri. — Varamenn voru kjörnir Har- aldur Sveinsson, forstjóri, Sveinn Björnsson, skókaup- maður, og Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, stórkaupmaður. Endurskoðendur voru kjörn ir þeir Jón Helgason, kaup- maður, og Sveinn Björnsson, stórkaupmaður. Fundurinn var fjölsóttur og sátu hann um 250 hluthafar. AÐALFUNDUR Verzlun- arbanka íslands hf. var haldinn sl. laugaxdag í veit ingahúsinu Sigtúni. Fundarst.jóri var Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, en fundarritarar Gunn- laugur J. Briem, verzlunar maður, og Knútur Bruun, f ramkvæmdarst j óri. Egill Guttormsson, stór- kaupmaður, form. banka- EgiII Guttormsson, stórkaupmaður, formaður bankaráðs, flytur skýrslu um starfsemina á liðnu ári. Fá Húsvlkingar heitt vatn við bæjardyrnar? Húsavík, 2. apríl. ÁRIÐ 1959 voru gerðar allmiklar viðnámsmælingar á Húsavíkur- beiðni vegna brnnans á Hauksstöðum 4 VEGNA hins stórfeilda bruna á Hauksstöðum á Jökuklal, sem 9agt hefur verið frá í út-l varpi og blöðum þar sem hjón / með 5 ung börn misstu nær 1 aleigu sína vildi ég beina t þeim tilmælum til lands-1 manna að leggja eitthvað fé / fram heimilinu til endurreisn-* ar. Tjónið er tilfinnanlegt, i þar sem íbúðarhúsið var mjög t lágt vátryggt og innbú ekkert. / Framlögum er veitt mót- 1 taka hjá dagblöðunum. \ , Sr Bragi Benediktsson ( ; Eskifirði. í i höfða, og samkvæmt þeim var ákveðið að gera hitavatnsleit með jarðborunum. Álitlegasti staður- inn var talinn sunnan við Laug- ardal, yzt í bænum. Borunarframkvæmdir hófust sumarið 1953, og var þá borað á þessum stað með Norðurlands- bornum. Boruð var 1506 metra djúp hola. Berghiti í henni reyndist á 300 metra dýpi vera 94 gráður á Celsius, en vatn kom ekki upp. Ákveðið var þá að gera síðar tilraun með dælingu, en þá var ekki til á Islandi dæla, sem var fær um það. Undanfarna daga hafa svo menn frá Jarð'hita- FELACSHEIMIU ÞRIÐJUDAGUR: OPIÐ HÚS. MIÐVIKUDAGUR: SKEMMTIK V ÖLD. HEIMDALLAR • í GÆR var smálægð yfir land og auk þess var hvassviðri á / inu. Þokaðist hún suðaustur, Vestfjörðum og frostið þar 8 1 en NA-áttin færðist jafnframt stig. Ekkert sést fram undan 4 hægt suðaustur landið. Víðast ennþá nema norðvestlæg átt 4 á vestanverðu landinu snjóaði með frosti. Þyrlan kemur ■ maí deild raforkumálastjóra undirbú- ið tilraunadælingu úr þessari holu, og getur dæla sú, er þeir nota, aðeins dælt 5—6 sekúndu- lítrum. Sl. sólarhring hefur svo verið stöðug dæling úr holunni, og þaðan hafa fengizt 5,4 sekúndu- lítrar af 94 stiga heitu vatni. Rennslið virðist stöðugt, og að dómi mælingamanna er kominn jöfnuður á hitastig og vatnsmagn. Með stórvirkari dælu má senni- lega fá meira vatnsmagn úr hol- unni. — Fréttaritari. HIN nýja þyrla Andra Heið- bergs, kafara, mun væntanlega koma til landsins síðari hluta maímúnaðar, að því er Andri tjáði Mbl í gær. Þyrlan er af Brantly-gerð, smíð uð í Bandaríkjunum, og mun væntanloga verða notuð í al- mennt flug hér innaalands, og e.t.v. einnig við ýmis björgun- arstörf. Þyrlan á að geta tekia fimm manns í sæti. Andri Heiðberg mun fara vestur til Bandaríkjanna um miðjan maí til þess að sækja þyrluna, auk þess sem hann mun sækja þar námskeið. Andri vinn- ur nú að því að reisa flugskýli yfir þyrluna á Reykjavíkurflug- velli. Nær 4. alda gömul bók á uppboði SIGURÐUR Berediktsson held- i ur 4. bókauppboð sitt á þessu ári í dag kl. 5, og verða 140 ; númer boðin upp að þessu sinni. Meðal bókanna, sem boðnar verða upp í dag er elzta ís- lenzka bókin, sem á uppboð hef- ur komizt hjá Sigurði. Nefnist hún Ein Ny IIuss Postilla, sam- antekin af Guðbrandi Þorláks- syni og gefin út á Hólum 1597. í þessa bók vantar siðasta blaðið. Af öðrum merkum ritum má nefna öll ritverk Halldórs Lax- ness í fyrstu útgáfu óbundin með flestum kápum. Margar bókanna eru áritaðar af höfundi. Þá má nefna bók Magnúsar Stephensen: Eftirmæli Átjándu aldar, útgefin í Leirá 1805, og einnig tilraun um Jafnvægi Búdrýginda, skrásett af Jóni nokkrum Jónssyni útgefin í Kaupmannahöfn 1801. Á uppboðinu er 1.-4. árg. af Ármanni á Alþingi, Khöfn. 1829-’32 og segir uppboðshald- ari að þetta rit sé fágætara en Fjölnir. Af erlendum bókum merkum skal nefnt ritið Historiæ Septentrionalium Gentium Brevi arium, útgefið í Leiden 1649, og bók A. Trollope’s: How the „Mastiffs" went to Iceland, gef- in út í London 1878. Af fágætum ritum, sem sjaldan eru á upp- boði skulu nefnd Kongs Christ- ians þess Fimmta Norsku lög, Hrappsey 1779, og Gestur Vest- firðingur I.-V. bindi, Rvík og Khöfn. 1847-’55. Síðasta númerið á uppboðinu er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, verkið allt. Sigurður Benediktsson mcð fyrstu útgáfu allra verka Halldórs Laxness Efst á staflanum eru Nokkrar smásögur, sem Morgun- blaðið gaf út 1923. (Ljósm. Ól. K. M.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.