Morgunblaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 4
4 MORGU NBLAÐIO Þriðjudagur 5. apríl 1966 Bí LALEIG AN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílaleigan Ingólísstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Volkswagen 1965 og ’66. BfFREIÐALEIGAIU VECFERD Grettisgötu 10. Simi 14113. Húrarar Husbyggjendur Höfum fyrirliggjandi milli- veggjaplötur, 5, 7 og 10 cm. Hellu og Steinsteypan sf. Bústaðabletti 8, við Breið- holtsveg. Sími 30322. Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Grundarstíg 2 A. Sími 15659. Opin kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. BOSCH Þurrkumótorar 6 volt Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9» — Sími 38820. Góður snjór fyrir vestan Þá er páskahelgin fram- undan. Um síðustu heigi hitti ég kunningja minn, sem var á leið til ísafjarðar. Hann ætlaði flugleiðis á laugardag, en þá var ekki flogið. Á sunnudag var heldur ekki flogið — svo að hann ko.mst ekki fyrr en á mánudag. Ástæðan til þessara truflana á samgöngum var sú, að stöðug snjókoma var á ísafirði — og loksins, þegar úr henni dró, var mikið verk að ryðja snjónum af flugbrautinni. Aðfaranótt mánu dags var unnið að hreinsun flugbrautarjnnar, en þegar því var lokið kom í ljós, að nær tveggja metra hár snjóruðning- ur meðfram brautinni var of hár — og þurfti þá enn að hefja vinnu með ýtum — til þess að ýta snjónum lengra frá brautinni BÍLAR 1965 Opel Caravan, tvilitur með toppgrind. 1965. DAF, ekinn 14 'þús. km. 1963 Mercedes Renz 220-S Stórglæsilegur, nýinnfluttur. 1962 Saab, ekinn 32 þús. km. 1964 Willys jepp, US-hús, drifL útv. 1954 Willys jepp, uppgerður í vetur fyrir ca. kr. 30 þús. 1962 Taunus station, ekinn 35 þús. km. Blár. Ingólfsstræti 11. 15 0 14 - 113 25 - 1 91 81. S.E V. Rúðuþurrku- mótorar fyrir: Simca Ariane — 1000 Renault Dauphine — R-8 — Estafette Peugeot 404 Varahlutaverzlun Jóh. Olafsson 8 Co. Brautarholti 2. Sími 1-19-84. Færðin milli flugvallar og kaupstaðarins mun ekki vera allt of góð, því á ísafirði er allt á kafi í snjó. Þeir, sem sækja skíðavikuna og landsmót ið ættu því ekki að verða í vandræðum. Og það eru ekki svo fáir, sem ætla vestur að þessu sinni. Flugfélagið segir, að farnar verði 3-4 aukaferðir á miðviku- dag og fimmtudag — og í gær voru farnar fjórar ferðir til ísafjarðar. Vonandi fá þeir, sem fljúga suður á bóginn, jafnmikið af sól og sumri og hinir fá af snjónum. -Ar Meiri ýsu Kona nokkur hringdi hingað og bað Velvakanda að köma þeirri fyrirspurn áleiðis tií sjómannanna, hvort þeir væru í raun og veru hættir að veiða ýsu. í þeim fiskibúðum, sem konan segist hafa haft samband við undanfarið, hafi aldrei fengizt ýsa með gamla laginu, en nóg hafi verið af ýsuflökum. Fiskkaupmenn virðast því flaka nnegnið af þeirri ýsu sem þeir fá, en þessi frú vill hana óflakaða — og biður þá að halda eftir einni og einni, þegar flakað er Jr Veika kynið Hér er bréf frá ungum manni: „Heill og sæll, Velvakandi. Eg er ekki ánægður með það hvernig karlmennirnir um- gangast kvenfólkið. Mér finnst, að þeir eigi að sýna því meiri tillitssemi og kurteisi en hér tíðkast. Mér finnst oft áberandi hve erlendir karlmenn eru kurteisari, stimamýkri og fág- aðri í framkomu sinni en ís- lendingar — og gildir þeð ekki aðeins um viðskipti þeirra við kvenfólkið. fslenzkir karlmenn standa jafnvel ekki upp fyrir kvenfólki í strætisvagni Það hefur tíðkazt frá alda öðli, að karlmenn sýndu kven- fólki meiri umhyggju en kyn- bræðum sínum. Kvenfólk kann þessu vel — og ég sé enga ástæðu til þess að karlmenn uni AURORA toiletpappír Óviðjafnanlegur ameriskur W.C. pappír, 500 bl. í rl., tvöföld, 4 litir, — ávallt fyririiggjandi. Heildsölubirgðir IVEVZLUVÖRUR HF. Snorrabraut 50. Sími 12816 því illa að kvenfólkið telji sig vesælli og aumari en okkur (karlmennina). Með því að láta veita sér sérstaka lynhyggju viðurkennir kvenfólkið auðvit- að, að það sé hálfvesælt og aumt frá náttúrunnar hendi Einn í strætó“. -Ar Bifreáð á Þingvalla- veginum Hér er stutt bréf itm um- ferðarmál: „Kæri Velvakandi! Hversvegna hægri handar akstur? Stýrið vinstra megin skapar nú mikið öryggi í um- ferðinni á mjóu vegunum okk- ar. Hafið þér, lesandi góður, ekki séð, hve miklu verr þeir víkja, sem hafa stýriS 'hægra megin? Hverjir lenda í vand- ræðum þegar þeir þurfa að aka bíl í útlöndum, þar sem hægri handar akstur er? 12 ár var undirritaður í út- löndum (ca. 66 löndum). Ýmist var hægri eða vinstri handar akstur. Enginn af þeim, sem ég starfaði með átti í erfiðleikum með að aka bifreið hvort sem ekið var hægra eða vinstra megín. Hægri handar akstur, hugsið yður, ef stýrið vapri nú komið hægra megin í bíl yðar og þér væruð að mæta bifreið á Þingvallaveginum, þar sem kantarnir eru varasamir. Mund uð þér þá treysta yður til að víkja út á blá kantinn, eins og þér gerið svo auðveldlega nú, með stýrið vinstra megin? Virðingarfyllst Jónas Þorsteinsson, siglingafræðingur“ -Ar Fyllri veðurspá Og hér kemur orðsending til Veðurstofunnar: „Kæri bróðir! Það rekja allir raunir sínar við þig, og ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Mig lang- ar til að biðja þig að koma því á framfæri við Veðurstof- una, að nú sé hægt að hringja beint í 17000, frá mörgum stöð- um á landinu (Þökk sé lands- símanum.) síðan sjálfvirka sambandið komst á, og fá þann- ig veðurspána af vörum spá- mannsins, og veit ég um nokkra sem hafa ætlað að not- færa sér þessa þjónustu, en komust þá að þeirri einkenni- legu staðreynd, að veðurspáin sem lesin er, er aðeins fyrir suðurhluta landsins. Það getur komið sér vel fyrir sjómenn, bændur og aðra, sem alltaf þurfa að fylgjast með veðri, að geta hringt þegar veðurfregn- um er ekki útvarpað, sbr. sl. föstudagskVöld, þegar umræð- umar fóru fram um „vantraust- ið á ríkisstjórnina", þó umræð- urnar virtust nú snúast um ýmistlegt annað. Persónulega held ég að það hefði enginn haft við það að athuga, þó gert hefði verið 5 mínútna hlé til að lesa veðurfréttir. Sem sagt, þú ætlar að koma þessu á fram- færi fyrir mig bróðir sæll. Það kemur líka stundum fyrir að við verðum rafmangslausir úti á landsbyggðinni og getum ekki hlustað, en þá er síminn í lagi. Með fyrirfram þökk fyrir að- stoðina Þinn bróðir Velviðrandi". ■Ar Áríðandi breyting? Annað bréf um hægri/ vinstri: „Árangur af fórnfúsu starfi í þágu s'lysavarna hefur leitt af sér mikla blessun. En á meðan einstaklingar og hópar víðsveg- ar um landið sameina krafta sína til að koma í veg fyrir slys á sjó og landi, þá eru al- þingismennirnir að þrátta um það dag eftir dag hvernig eigi að auka slysahættuna á þjóð- vegum landsins. Hafa nú sem slegið því föstu að tekin verði upp hægri handar akstur hér á okkar litla landi. Til- gangur með því að þessi breyt- ing verði gerð hér, hefur fáar jákvæðar hliðar, þvert á móti er ómögulegt að gera sér grein fyrir þeirri ógn sem þessi breyt ing hlýtur að skapa í umferð- inni, og er þó nægilegt öng- þveiti fyrir í þeim efnum. Hér er mikið lagt í sölur, annars vegar fyrir þá erlendu gesti sem aka vilja sjálfir bif- reiðum sínum um landið og hinsvegar fyrir þá Íslendinga, sem berast svo mikið á, að þeir fara með bifreiðar sínar í ferða lög um þau lönd, sem hafa hægri handar akstur. Fjár- magn það, sem hver einstakl- ingur og þjóðin Öll verður krafin um til að stíga þetta ðheillaspor, verður áreiðanlega mikið. Þó verður hitt miklu þyngra á metum að stofna af ásettu ráði til fleiri slysa sem óhjákvæmilega hlýtur að koma í kjölfar þessara umibrota. Það lýsir ekki miklu sjálfstæði að apa allt eftir öðrum þjóðum, án tillits til þess hvort það er okk- ur til ilis eða góðs Hveragerði, 2673. — 1966 Guðfinna Hannesdóttir". ■jr Burt með bjór og brennivín Loks eru hér nokkrar lín- ur frá einum bindindissinnuð- um: „Ekki held ég að þeir menn, sem að ölfrömvarpinu standa, geti vaxið að áliti íslenzku þjóðarinnar með þessari fram- komu sinni. Hvað munu þessir menn gera ef þeir væru á sjó og leki kæmi að skipinu? Mundu þeir telja það bjargar- von að bæta einum lekastað við þann leka sem fyrir væri? NeL ég hugsa að þeir mundu reyna að ausa eða þétta leka- staðina, sem auðvitað öll heil- brigð skynsemi bendir til að gera. En hér er farið öðru vísi að. Það á að bæta áfengis- leka þjóðarinnar með því að bæta einum lekastað við. Þið ættuð að athuga þetta. Annars er eitthvað athugavert við ykkur Þá vilja Keflvíkingar og Ak- umesingar fá áfengisútsölur, þ.e.a.s. nokkrir menn hafa farið fram á atkvæðagreiðslu um það hvort þetta skuli leyft eða ekki. Ég held, að þessir menn, sem um þetta biðja, geri þess- um miklu og myndarlegu stöð- um lítinn sóma og litla virðingu með þessu, heldur þvert á móti ósóma og óvirðingu. Vonandi verður ölfrumvarpið, ef til at- kvæðagreiðslu kemur, fellt —. og einnig leyfi um áfengisút- sölu. .Það er menning, hitt er ómenning. — E.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.