Morgunblaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 25
P Þriðjudagur 5. apríl 1966 MORCUNBLAÐIÐ — 775 stúlkur Framhald af bls. 5 — Er nokkur ástæSa önnur en framtak þitt, að fyrsta 1 námskeiðið er haldiíf hér á | Aikureyri? — Við skulum nú ekki tala ' mikið um framtak mitt, en j bæði var þörfin hér mjög I brýn og aðstaðan góð að mörgu leyti. Hin daglegu störf byggðust mest á ganga- stúlkum, sem voru að fara og koma, og 'þó að margar þeirra væru ágætar, gat það vitan- lega ekki gengið til lengdar. | Ég vi'l taika það fram og þakka I sérstalklega, að bæði læknar sjúkrahússins, framkvæmda- ! stjóri og stjórnarmenn hafa | verið afar hlynntir þessu j máli og stutt það með ráðum og dáð, og landiæknir hefir verið ákaflega hjálplegur Í hvxvetna. Ég var líka svo heppin að fá prýðilega hæfa hjúkrunarkonu, frk. Guð- 1 finnu Thorlacius, til að taka | að sér kennsluna ásamt mér. — Hver eru inntökuskilyrð- in? Nemandinn skal hafa lokið lokaprófi skyldunámsins, má ekki vera yngri en 17 ára og ekki eldri en 50 ára og ska.l sýna heilbrigðisvottorð og siðferðisvottorð. Ekki skiptir máli, hvort nemandinn er karl eða kona. ( — Hvernig er svo námstij- högunin, og hvert er náms- efnið? — Námskeiðið stendur í 8 mánuði og nemendur stunda bæði bóklegar greinar og verklegar hjúkrunaræfingar, alls 92-100 stundir. Kennslu- stundir eru 2-3 í viku. Þar að Jóhann Ragnarsson héraðsdómslögmaður. Vonarstræti 4. — Sím| 19085. PILTAR EFÞlÐ EIGID UNNUSTUNA ÞÁ Á É<? HRINÍrANA / Málflutningsskrifstofa Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11 — Sími 19406. Guðjrin Styrkársson hæstaréttarlögmaður Hafnarstræti 22. — Sími 18354. Hákon H. Kristjónsson lögfræðingur Þingholtsstræti 3. Sími 13806 kl. 4,30—6. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875. Björn Sveinbjörnsson hæstaréttarlögmaður. Sölfhólsgötu 4. — 3. hæð. (Saimbandshúsið) Símar 12343 og 23338. auki vinna svo nemendur bæði á hand'læknis-, lyfja- læknis- og barnadeild xmdir eftirliti hjúkrunarkvenna 2—3 mánuði á hverri deild. Hingað til hafa stúlk- umar unnið fullan vinnudag og fengið greitt fullt starfs- stúlknakaup, og sótt tíma þar að auki; — síðar er ætlunin, að vinnuvika þeirra verði 44 stundir og námið fellt inn í hana. Þá munu þær fá um námstímann 60% af væntan- legum launum fullnuma sjúkraliða. — Næsta nám- skeið mun einnig að líkindum hefjast með 2 vikna forskóla. Námsgreinarnar eru hjúkr- unarfræði, bókleg og verkleg- ar æfingar, ca. 45 stundir, heilsufræði 18 stundir, sið- fræði 5 stundir og upplýsing- ar um nám og störf 2 stundir. Sérstaklega er svo leiðbeint um hjúkrun gamalmenna og sýndar fræðslukvikmyndir. Þar að auki fylgir hjúkrunar- kennari nemendum eftir á deildum og fylgist með störf- um þeirra. — Hvernig eru svo próf að námskeiðinu loknu? — Nemendur eiga að ljúka skriflegum prófum í líkams- fræði og heilsufræði og verk- legu prófi í hjúkrun og fá fyr- ir það námskeiðseinkunn á sín plögg, — einnig starfs- einkunn fyrir vinnubrögð á deildum. — Hver verða svo réttindi þeirra og kjör að námi loknu? — Rétt er að taka það skýrt fram, að sjúkraliðar koma alls ekki í stað hjúkrunar- kvenna og mega ekki taka að sér sjálfstæð hjúkrunarstörf. Þeir eiga aðeins að vinna ýmis hjálparstörf undir stjórn hjúkrunarkvenna, þ.e. hjúkrunarkonur verða alltaf yfirmenn þeirra. — Ekki er enn búið að ákveða launa- kjörin, en rætt hefir verið um, að þeir taki laun eftir 9. launaflokki opinberra starfs manna. Þar að auki fá þeir svo ókeypis vinnuklæðnað og þvott á honum, einnig meðan þeir eru í námi. — En hver eru þau störf, sem sjúkraliðum eru einkum ætluð? — Þau eru í stuttu máli öll einfaldari hjúkrunarstörf. Má þar nefna ræstingu og hirð- ingu á næsta umhverfi sjúkl- ings, að búa um rúm minna veikra sjúklinga, mötun og framreiðsla fæðis, aðstoð við böðun og ýmis önnur aðstoð við hjúkrunarkonur við störf þeirra. Allt þetta verður til þess, að hjúkrunarkonur geta sparað sér mikinn tima og varið honum af meiri hag- sýni til vandasamari starfa, sem ailtaf er nóg af. — Hvernig hefir þér fallið við stúlkumar á námskeiðinu, og hvernig virðist þér það hafa gengið? — Þessi 16 stúlkna höpur er afar skemmtilegur og áhugasamur við námið, og stúlkurnar hafa þrozkast mik ið við starfið. Flestar þeirra eru 17-18 ára að aldri. 2 þeirra eru frá Ólafsfirði, 1 úr Hrafna gilshreppi og 1 úr Fnjóskadal, hinar eru Aikureyringar. Nokkrar þeirra hyggja á lengra nám; 2-3 ætla í hjúkr- unarnám, 1 ætlar að verða ljósmóðir og 1 ætlar í fóstru- skóla. Vildirðu segja eitthvað al- mennt um þetta nám, Ingi- björg? — Ég tel það hafa mikið al mennt gildi fyrir hverja verð andi húsmóður, því að vitan- Iega getur að því komið á hvaða heimili sem er, að þar sé langlegusjúklingur, mis- jafnlega þungt haldinn, en þarf þó nærgætni og marg- víslega umönnun. Þá er ekiki verra fyrir húsmóðurina að kunna eitthvað til hjúkrunar- starfa. — En vitanlega eru námskeiðin einkum sniðin fyr ir þarfir sjúkrahúsanna, um það er ekki að villast og því má ekiki gleyma. Raunveru- lega ætti ekki að hleypa nein- um inn á sjúkrahús til starfa, nema hann hafi lært að um- gangast sjúklinga. Þetta nám auðveldar þessum starfs- mannahópi að átta sig á, hvað veikindi eru og hvernig nauð synlegt er að bregðast við þeim. — Mesti ávinningurinn er þó að geta losað lærðar hjúkrunarkonur við ýmis störf, sem aðrir geta unnið, ef það mætti verða ti'l þess að lina nokkuð hinn geig- væna hjúkrunarkvennaskort, sem verið hefir að sliga sjúkrahús og aðrar hjúkrun- arstofnanir hér á landi und- anfarin ár, þannig að það er stórkostlegt undrunarefni, hvernig unnt hefir verið að halda þeim starfandi mörgum hverjum. — Sv. P.' SIGURÐAR SAGA FÓTS Teikningar: ARTHUR ÓLAFSSON Fóru þeir þá og töluðu við Signýju, en hún svarar svo, að Ásmundur skal ráða, en ekki hefði hún ætlað að eiga annan en hann. Þetta fór og fram, að Ásmundur fastnaði Sigurði Signýju, og var þegar brullup sett, og gekk það út vel og skörug- lega. Sórust þeir i fóstbræðralag að þess- ari veizlu, Ásmundur og Sigurður. Eftir það sigldi Sigurður konungur fótur með Signýju drottningu sína heim til Vallands, og skildust þeir Ásmundur með mikilli vináttu og kærleikum. JAMES BOND “X-* ->f Eftir IAN FLEMING James Bond IY IU FIEMING tMWMG BY JOHN McLOSKY IW CUOCS OF SMERSH FOK A VEEy SPSCIAU JOB FELL . IOVA WUIO WOBKEDll TU6 SECRÉf SEBVCS HQ IN MOSCOW’ ON A ««- CALLED TAJIANA; COMANOVA Ráðskonan mín masaði i sífellu með- an ég snæddi morgunverð í Lundúnar- íbúðinni minni næsta morgun. — Og þessi maður kom aftur. — Hvaða maður? — Maðurinn ,sem reynir að selja okk- nr sjónvarpstæki. Ég segi honum alltaf, að við viljum ekki kaupa tæki, en hann kemur aftur og aftur — og alltaf þegar þú ert ekki heima. — Þetta gæti þýtt að nýtt mál sé á döfinni....... Álfur huggaði aumingja félaga sinn, sem hafði orðið að erfiða í kyndiklefanum. —> Vertu bara rólegur, vinur — þetta fær bráðlega bráðan og góðan enda. — Hvað heldurðu að það séu margir vaktmenn til þess að hafa auga með vélunum yfir nótt- ina, spurði hann svo. Félagi hans hélt að það væru aðeins tveir. Álfur var mjög ánægður yfir að heyra það. Hann hafði nefnilega svolitla hug- mynd — en hinir urðu að hjálpa hon- um að framkvæma hana. Þeir lofuðu því strax. — Þú getur reitt þig á það, Álfur, svöruðu þeir allir í kór. í sömu mund kom skipstjórinn inn 2 matarsalinn. — Ó, það er ágætt að þú kemur, sagði Álfur, ég þarf nefnilega að biðja þig um svolítið. Skipstjórinn var ekkert yfir sig hrifinn, honum fannst að Álfur væri farinn að færa sig fullmikið upp á skaftið upp á síðkastið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.