Morgunblaðið - 23.04.1966, Side 8

Morgunblaðið - 23.04.1966, Side 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Laugar'dagur 23. aprll 196] FRÁ ALÞINGI Mörg mdl tSI um- ræðu d AlþSngS FUNDIR voru í gær í báðum deildum Alþingis, svo og í Sam- einuðu Allþingi. í upphafi fundar minntist forseti Sveinibjörns Högnasonar fyrrum aiþingis- manns og prófasts og vottuðu þingmenn minningu hins látna virðingu með því að rísa úr sæt- um. Þá skýrði forseti frá því, að Hjörtur Þórarinssön bóndi á Tjörn í Svarfaðardal tæki sæti á Aiþingi í fjarvist Gósla Guð- mundssonar. Þá var afgreidd sem ályktun Aiþingis þingsályktunartillagan um 18 ára kosningaraldur, með þeim breytingum sem allsherjar- nefnd lagði til að gerðar yrðu á tillögunni. Afgreitt til 3. um- ræðu var frumvarpið um fjár- aukalög og þingsályktrmartillögu um rétt til landgrunnsins var vísað til siíðari umræðu og utan- ríkisnefndar. Einnig var þings- ályktunartillögunni um löndun erlendra fiskLskipa vísað til alls- herjarnefndar. Neðri deild í neðri deild mælti Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsmála- ráðherra fyrir frumvarpinu um síldarleitarskip. Um það mál tók einnig til máls Jón Skaftason, en frumvarpinu var síðan visað til 2. umræðu og sjáarútvegsnefnd- ar. li únaðarmál as j óð ur Gunnar Gíslason mælti fyrir áliti landbúnaðarnefndar er það frumvarp kom til 2. umræðu í neðri deild í gær. Skýrði Gunnar einnig frá breytingartillögu er nefndin leggur til, en hún er sú, að búvörugjald verði tekið í tvö ár í stað fjögurra sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir. Einnig tók til máls Lúðvík Jósefsson (K) sem sagði það fráleitt að leggja þenn- an skatt á til að standa undir hallarekstri Bændahallarinnar. Málinu var síðan visað til 3. um- ræðu, eftir að breytingartillögur nefndarinnar höfðu verið sam- þykktar. Eri deild í efri deild voru 11 mál tekin til umræðu. Mælti Emil Jónsson utanríkisráðherra fyrst fyrir frumvarpi um alþjóðasamþykkt gegn óhreihkun sjávar. Var því frumvarpi að ræðu ráðherra lok- inni vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsnefndar. Til 2. ura, ræðu og landbúnaðarnefndar var vásað frumvarpinu um eignar- nám lands í Flatey, til 2. um- ræðu og menntamálanefndar frumvarpinu um vernd barna og ungmenna, sem Gylfi Þ. Gísla- son menntamálaráðherra fylgdi iir hlaði. Til 2. umræðu og alls- herjarnefndar var vísað frum- varpinu um ferðamál. Öll þessi frumvörp hafa áður hlotið af- greiðslu neðri deildar. Þá fór fram atkvæðagreiðsla um frumvarpið um Atvinnujöfn- unarsjóð og var það afgreitt til neðri deildar með nokkrum breytingum. Nefndarálit Einars Olgeirssonar FYRIR skömmu voru lögð fram á Alþingi nefndarálit frá meiri og minni hluta utanríkismála- nefndar Sameinaðs þings um þingsályktunartillögu kommún- ista um endurskoðun á aðild fs- lands að Norður-Atlantshafs- samningi og Atlantshafsbanda- lagi Einar Olgeirsson, sem er ful'l- trúi kommúnista í nefndinni, skilaði séráliti sem hefst á þess- um orðum: „Utanrikismálanefnd hefur ekki orðið sammála um afgreiðslu þessarar þingsálykt- unartillögu. Meiri hlutinn, full- trúar Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins, leggur til, að hún sé felld, en ég lagði sem fulltrúi Alþýðubandalagsins til, að hún yrði samþykkt. Fulltrúar Fram- sóknarflokksins sátu hjá.“ í meirihluta álitinu kemur hinsvegar annað í ljós. Þar skrifa ful'ltrúar Framsóknarflokksins, þeir Þórarinn Þórarinsson og Ólafur Jóhannesson undir það álit ásamt fulltrúum stjórnar- Iflokkanna, að Norður-Atlants- hafsbandaíagið sé einn af horn- steinum hinar íslenzku utanrík- isstefnu, sem mörkuð hafi verið af lýðræðisflokkunum þrem. — Umrædd þingsálytkunartillaga gangi ír berhögg við fyrrgreinda stefnu íslands í utanríkis- og ör- ygigsmá'lum og beri því að fella hana. , j&' ", Hln fyrirhugaffa kisilgúr- verksmiffja viff Mývatn. Fuel oil tank — olíugeymir verk- smiffjunnar; Preconditioning room — þurrkhús þar sem kisilgúrið er þurrkaff, fyrir framan þurrkhúsiff er stjórn- klefi; kiln — ofninn og á bak viff faann hráefnisgeymir merktur ore bin; flux bin — sótageymir; bag house — kís- ilgúrsíur; stack — skorsteinn. 1 báðum turnunum eru skilj- ur þar sem endanleg vinnsla fer fram. B.E. — færibanda- lyftrar og Warehouse — vöruskemma þar sem sekkj- un og geymsla kisilgúrsins fer fram. Fiskveiffar i landhelgi Um það mál töluðu Jón Skafta- son, Jón Kjartansson og Birgir Finnsson (A) er það kom til 1. umræðu í neðri deild. Mál þetta hefur hloíið afgreiðslu efri deildar og var að loknum um- umræðum vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsnefndar. — Dúfnaveizlan Framhald *af bls. 3. son, Guðmund Pálsson, Helgu Bachman og Gest Pálsson. Sveinn Einarsson kvað æfing- ar á leikritinu hafa staðið í þrjá mánuði, og sagði að þeir hjá Leikfélaginu hefðu haft mikla á- nægju af samstarfinu við Halld- ór Laxness, en eins og áður seg- ir, hefði leikritið ekki verið fullsamið fyrr en æfingar voru hafnar. Hann gat þess, að þetta væri annað leikritið, sem Leik- félagið flytti eftir Halldór Lax- ness — hið fyrra var Straumrof, sem flutt var í Iðnó árið 1934. Halldór Laxness kvað Straum- rof vera þannig tilkomið, að vet- urinn 1933 hefði hann dvalizt á Spáni og verið að skrifa seinni hluta Sjálfstæðs fólks. Hann hefði síðan farið til Kaupmanna- hafnar og samið þar Straumrof til þess að hvíla sig á Sjálf- stæðu fólld. Leikfélagið hefði síðan fengið það til sýninga, en hann kvaðst aldrei hafa séð það sjálfur, þar sem hann dvaldi erlendis meðan á sýningum á því stóð. Um Dúfnaveizluna sagði Halldór, að það væri mjög laust samband milli leikritsins og smásögunnar (ein af sögunum í Sjöstafakverinu). í sögunni gerð- ist ekkert drama, bara fólk að tala, og væri það aðeins grein af efninu, sem kæmi fram í smásögunni. í leikritinu væru það tveir heimar sem mættust, einkennilega ólikir, sem ættu að geta skapað dramatíska spennu. Halldór var að því spurður hvernig honum hefði fundizt að ganga á milli leikhúsanna til þess að fylgjast með æfingunum á leikritinum. Hann kvaðst hafa haft mikla ánægju af samstarf- inu við leikllisfólkið, og kvaðst vera sannfærður um að þetta væri sú rétta áðferð fyrir leik- ritahöfund — það væri ákaf- laca lífrænt starf að vinna með — Samvinna Framhald af bls. 32 Johns-Manville yrði eini eigand- inn að sölufélaginu, enda þótt ríkisstjórnin skipi fulltrúa í stjórn þess. Frumvarp það er lagt var fram í gær gerir ráð fyrir að veita þær lagaheimildir. sem hið fyrir- hugaða samkomulag við Johns- Manville íþörfnuðust til viðbótar þeim heimildum, sem fyrir hendi eru. Fyrirkomulagið á hinni fyr- irhuguðu samvinnu við Johns- Manville yrði einkum að því leyti frábrugðið samkomulagimi við hollenzka fyrirtækið, að í stað þess að staðsetja sölufélagið erlendis, eins og samkomulagið Forseti Morð- urlandaráðs Helsingfors, 22. apríl. FENNLANDiSDlEILD Norður- landaráðs kaus' í gær Kaarlo Pitsinki, þingmann sósíaldemó- krata, forseta deildarinnar. Þetta hefur það í för með sér, að hann mun verða forseti Norð- urlandaráðs er það kemur sam- an í Helsingfors á næsta ári. lifandi fólki, og allt annað en að sitja liðlangan daginn við skriftir með blekbyttuna eina fyrir augunum. Halldór sagði að lokum, að frumsýningin á „Prjónastofan Sólin“ hefði farið fram úr von- um sínum, sýningin hefði verið vel og samvizkulega unnin, mót- tökurnar framúrskarandi og elskulegar, „og betri en ég bjóst við“, sagði skáldið. Þetta mun að öllum líkindum verða síðasta verkið sem Leik- félagið frumsýnir á þessu leik- ári, en það hefur frumflutt þrjú íslenzk leikrit í vetur, og innan skamms verða hafnar æfingar á fjórða íslenzka leikritinu, sem verður væntanlega frumsýnt næsta haust. gerði ráð fyrir, yrði það staðsett hér á landi, og hefði þetta í för með sér verulega aukningu á skattatekjum íslendinga. Jafn- framt verður Johns-Manville eini eigandi sölufélagsins, en eft- irlit af hálfu ríkisstjómarinnar með söluverðinu yrði tryggt með því að hafa fulltrúa í stjórn fyrir Washington, 22. apríl, NTB. William Fulbright, formaffur utanrikLsmálanefndar öldunga- deildar Bandarikjaþings, kveffst óttast aff deilur landa sinna um Vietnam-máliff geti leitt til nýs McCarthy-isma í Bandarikjun- um. Fullbright fl-utti ræðu um al- þjóða stjórnmál við Johns Hopkins-sjúkrahúsið í dag og minnti þar á starfsemi öldunga- deildarþingmannsins Josephs McCarthys á árunum 1950—’60 við að leita uppi menn hliðholla kommúnistum er gegndu mikils- verðum embættum á vegum hins opinbera. „Fyrri reynsla gefur okkur sizt ástæðu til að halda að skynsemin verði látin ráða í andrúmslofti sem ber æ meiri keim af stríðshita” sagði þing- maðurinn. Fulbright varði málstað sinn og andstöðu gegn stefnu Banda- ríkjanna í Vietnam og sagði að þær stundir kæmu bæði í opin- beru lífi manna og í einkalífi þeirra að þeir gætu ekki látið hjá líða að mótmæla — ekki að- eins og ekki fyrst og fremst með tilliti til þess hvort það gagnaði nokkuð að mótmæla, heldur vegna þesis að sómatilfinningu þeirra væri misboðið. „Og það er ekki annað hægt en að mót- mæla þegar manni svelgist á stjórnmálabrellum og opin/ber- tækisins eða sérstakan eftirlits- rnann, sem hefði greiðan aðgang að bókum og skjölum þess. Þá væri ráðgert að semja um skatt- greiðslur á þann veg, að félögin greiddu einn skatt, sem samsvör- uðu tekjum hins opinbera af beinum sköttum samkvæmt lög- um um tekju- og eignaskatt og um skoðunum, eða bara ef maður er ekki samþykkur því sem er að gerast. Það á kannski eiftir að koma í ljós að slík mótmæli, slik persónuleg viðbrögð manna, séu eitt það dýrmætasta sem því fylg ir að lifa við frelsi“ sagði Fulbright. í GÆR fór fram í neðri deild 3. umræða um ál'bræðslusamn- inginn. Tók fyrstur til máls iffn- affarmáláráðherra Jóhann Haf- stein og gerði að umtalsefni atriði er fram höfðu komið hjá stjórnarandstæðingum við 2. um- ræðu málsins. Sagði ráðherra að það sem hefði einkennt ræður þeirra væri ótti við það, að ís- lendingar væru ekki menn til að semja við erlenda aðila. Einnig hefði verið mikið um það talað, að með þessu væri farið inn á nýja og hættulega braut og það gefið í skyn að yfirstjórn at- vinnumála yrði afsalað úr hönd- um íslendinga sjálfra. Þessu lögum um tekjustofna sveitar- féiaga. í greinargerð frumvarpsins kemur einnig fram að rannsóknir á hráefni úr Mývatni hafi farið fram undanfarið í Bandaríkjun- um á vegum Johns-Manville. Hefðu þær rannsóknir m a. stað- fest, að hráefnið yrði ekki fyrir neinum skemimdum við dælingu úr botni Mývatns, að verksmiðju stæðinu um 3 km leið. Loka- teikningar hefðu verið gerðar af verksmiðjunni, endalegt dælu- kerfi hefði verið sett upp og verksmiðjustæðið jafnað auk iþess, sem byggingarframkvæmd- ir váeru þegar hafnar á svæðinu. Bráðabirgðapantanir hefðu verið gerðar á vélum og efni í verk- smiðjuna, og væri fyrirhugað að reisa hana á þessu og næsta ári. Segir í lok greinargerðar að ef ríkisstjórnin fái þær lagaheim- ildir sem farið er fram á með frumvarpinu, muni að því stefnt að ganga sem fyrst frá sam- komulagi við Johns-Manville um byggingu og rekstur kísilgúr- verksmiðjunnar við Mývatn. væri til að svara, að vitanlega yrðu þar engar breytingar ,á. Is- lendingar hefðu hér eftir sem hingað til sjálfir yfirstjórn at- vinnumála sinna, og gilti það einnig um álbræðsluna. Ráðherra vék einnig að því er fram hefði komið, að mikil hætta væri á ferðum ef ISAL gengi í Vinnu- veitendasamband íslands, og menn hefðu lagt á það mikla áherzlu að svo yrði ekki. 19. apríl sl. hefði borizt bréf frá Alusuisse -þar sem sú yfirlýsing væri gefin frá þeirra hendi, að I9AL, mundi ekki gerast aðili að V innuveitendasambandinu. Nánar verður sagt frá ræðu ráðherra í blaðinu á morgun. Fulbright óttast McCarthy-isma 3. umræða um álbræðslu: ÍSAL gcngur ekki í Vinnuveit- endosambund íslnnds

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.