Morgunblaðið - 23.04.1966, Síða 16

Morgunblaðið - 23.04.1966, Síða 16
te MORGU N B LAÐIÐ Laugardagur 23. apríl 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr, 5.00 eintakið. ÁLBRÆÐSLAN OG FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN jPrá upphafi var vitað að kommúnistar mundu verða á móti álsamningunum. Venjan er sú, að þeir eru á móti öllum migilvægum mál- um, og má nánast hafa það til marks um nytsemd mála að kommúnistar snúist gegn þeim. Hins vegar var óljósara hver afstaða Framsóknar- flokksins mundi verða. Flokk urinn hafði margítrekað í stefnuyfirlýsingum sínum, að hann vildi samstarf við erlent einkafjármagn og leitast við að laða það hingað til lands- ins. Ýmsir af áhrifamönnum flokksins höfðu margrætt um nauðsyn stóriðju og þar á meðal alúmínbræðslu, og flokkurinn tilnefndi menn í þingmannanefnd til að fylgja eftir álmálinu. Allt benti þetta til þess, að talsverðar líkur væru til þess, að Framsóknarflokurinn mundi taka ábyrga afstöðu í álmálinu. En svo gerðist það skömmu fyrir jól, að Eysteinn Jónsson gerði upp hug sinn, snerist gegn málinu og knúði fram ályktun þingsflokksins um andstöðu gegn álsamning unum. Sjö af þingmönnum Framsóknarflokksins voru andvígir Eysteini, en engu að síður hóf málgagn Framsókn arflokksins upp hatrammar árásir á samningagerðina, og hefur málflutningur blaðsins síðan verið lítið heiðarlegri en öll sú endemis þvæla, sem kommúnistablaðið hefur birt um þetta mál. Nú hefur það gerzt, að tveir af þingmönnum Framsóknar- flokksins hafa lýst yfir stuðn- ingi við álsamningana, en engu að síður setið hjá við atkvæðagreiðslur. í greinar- gerð sinni sagði Björn Páls- son, að „á þjóðarhag beri að líta frekar en að deila um staðsetningu og tímabundna erfiðleika,“ og Jón Skaftason taldi samningana „frekar til hagsbóta fyrir þjóðina.“ Samt hafa þessir menn ekki treyst sér — vegna flokksvalds Framsóknarflokksins — til að greiða atkvæði með samning- unum og má segja, að heldur sé það lítilmannlegt. En verri eg: þó hlutur hinna fimm þing mannanna, sem eru með mál- inu, en greiða samt atkvæði gegn því vegna kröfu Ey- eins Jónssonar. Þeir eru bundnir af sannfæringu hans en ekki sinni eigin sannfær- ingu. Hins vegar er það ánægju- legt, að Ijóst er nú orðið að mikili hluti Framsóknar- manna er með álmálinu, þótt foringjarnir séu á móti því, og jafnvel ýmisir af kjósend- um kommúnista virðast hlyntir málinu; a.m.k. tókst kommúnistum ekki að fá fylgismenn sína til að mæta til fundar að mótmæla mál- inu. Á sama hátt mistókst al- gjörlega fundur, sem Fram- sóknarmenn boðuðu til uppi í Borgarfirði, en þessir tveir fundir, annar í þéttbýli, en hinn í dreifbýlinu, áttu að verða mælikvarði á það, /ernig almenningur tæki ál- málinu; og svarið er ótvírætt: Fólkið vill framfarir og stór- verkefni og styður ekki Fram sóknarafturhaldið. AFSTAÐA ÍSLANDS TIL NATO í nægjulegt er, að lýðræðis- flokkarnir bera enn gæfu til að standa saman um af- stöðu íslands til Atlantshafs- bandalagsins. Kom þetta fram í nefndaráliti meirihluta ut- anríkismálanefndar um til- lögu kommúnista um endur- skoðun á aðild íslands að At- lantshafsbandalaginu. í álit- inu segir: „Nefndin hefur rætt tillög- una að viðstöddum utanríkis- ráðherra. Var það skoðun meirihluta nefndarinnar að Norður Atlantshafsbandalag- ið væri einn af hornsteinum hinnar íslenzku utanríkis- stefnu, sem mörkuð hefði ver ið af lýðræðisflokkunum þremur. Afstaða Frakklands til bandalagsins nú breytti engu þar um. Tillagan á þing- skjali 241 gengi í berhögg við fyrrgreinda stefnu ís- lands í utanríkis- og öryggis- málum og bæri því að fella hana“. Það hefur fyrir löngu sann- azt að hin ábyrga utanríkis- stefna, sem íslendingar mörk uðu í styrjaldarlokin og síð- an hefur verið fylgt, er eina stefnan, sem tryggt getur sjálfstæði okkar og öryggi. Vissulega kostaði mikla bar- áttu að vinna þeirri stefnu fygli, ekki sízt ákvörðuninni um inngöngu íslands í At- lantshafsbandlagið, sem sam þykkt var á Alþingi undir grjótkasti kommúnista. En yfirgnæfandi meirihluti íslenzku þjóðarinnar fylgj- andi þessari stefnu, og gott var, að kommúnistar skyldu nú gefa tilefni til þess, að UTAN ÚR HEIMI Juan Bosch lætur til leiöast Verður í framboði við væntan- legar forsetakosningar í Dam- inikanska lýðveldinu I júní n.k. NOKKUÐ er síðan boðað var til forsetakosninga í Dóminik- anska lýðveldinu og skyldu þær fram fara 1. júní. Fram- boðsfrestur er nú útrunninn og þar með lokið rriiklum vangaveltum manna um það hverjir myndu fást til þess að vera í framboði. Juan Bosch, fyrrum forseti landsmanna, sá er lengi sat í Puerto Rico eftir að hann hvarf úr landi, hefur loks látið til leiðast fyrir fortölur vina sinna og stuðnings- manna að vera forsetaefni Dóminikanska byltingarflokks ins en í framboði fyrir Dóm- inikanska um'bótaflokkinn verður annar fyrrverandi forseti, Joaquin Balaguer. Það er einkum þakkað þol- inmæði, þrautseigju og samn- ingalipurð forseta þess sem nú er í Dóminikanska lýðveld inu og kjörinn var ti'l bráða- birgða, Héctor García Godoy, hversu vel hefur til tekizt um allan undirbúning að kosning unum. Að vísu tókst honum ekki að fá leiðtoga hægri- manna innan hersins til að hverfa úr landi eins og and- stæðinga þeirra, „þingræðis- sinna“, en allt um það hefur verið kyrrð að kalla í land- inu nú um nokkurt skeið. Ekki verður þó á neitt hætt í sambandi við kosningarnar og hefur verið svo um hnút- Juan Bosch. ana búið að Samtök Ameríku- ríkja hafi eftirlit með því að kosningarnar fari rétt og lög- lega fram. Eiga fullltrúar sam takanna að fara út á lands- byggðina að vaká þar yfir kosningum í helztu borgum og bæjum, því mest hætta er talin á óeirðum utan höfuð- borgarinnar, þar sem andstæð ingar Juans Bosoh, her lands- ins og lögregla, ráða mestu. Joaquín Balaguer, keppi- nautur Bosch um forsetaemb- ættið var síðasti forseti lands- ins í tíð Trujillos og hélt emb- ætti sínu eftir morðið á ein- ræðisherranum. Hann er sagð- ur maður virtur vel og vin- sæll og nýtur stuðnings hers- ins og fjölda auðmanna þeirra, sem enn ráða mestu um verzlun og viðskipti í landinu. Þriðji maðurinn hefur einn- ig gefið sig fram ,RafaeI Bon- elly, fyrrum ráðherra og sendi herra Trujillos og síðar yfir- maður eins herforingjaráð- anna sem með völdin fóru eftir morðið á einræðisherr- anum. Bonelly er talinn hafa litla sigurmöguleika og ekki ólíklegt að hann hætti við framboð og leggi þá heldur Balaguer til atkvæði sinna manna. Bandaríska stórb’laðið „The New York Times“ ræðir væntanlega kosningar í Dóm- inikanska lýðveldinu í rit- stjórnargrein 14. apríl sl. og segir þar m.a.: „Ekki er vert að spá neinu um það sem koma kann. Ástandið í Dóm- inikanska lýðveldinu er við- sjált og vandmeðfarið og allt- af getur soðið þa rupp úr. Eins og málum er nú háttað er það þó næsta gleðilegur viðburður að þar sé nú von reglulegra forsetakosninga og al'lt virðist með felldu um framboð forsetaefna og annan undirbúning kosninganna. — Það er margra ára verk að gera Dóminikanska lýðveldið að traustu og efnahagslega sjálfstæðu lýðræðisríki. En forsetakosningarnar 1. júní nk. gætu orðið fyrsta sporið á þeirri braut“. Wilson þjarmar að S-Afríku vegna oliuflutninga til Rhodesiu London, 18. apríl. NTB-AP. Trúverðugar heimildir í Lond- on telja, að Harold Wilson, for- sætisráðherra, hafi á mánudag á- samt ráðherrum sínum lagt drög að nýjum aðgerðum, sem hafnar kunna að verða gegn stjórn Ians Smith í Rhodesíu. Ekki er þó talið, að til neinna róttækra að- gerða verði gripið að sinni. Frá því Smith lýsti yfir stjómmála- sambandsslitum við Bretland hefur verið annríkt hjá Wilson og ráðgjöfum hans. Á laugardag kallaði Wilson sendiherra S- Afríku á sinn fund og skömmu síðar ræddi Michael Stewart, ut- anríkisráðherra, við Sir Hugh Stephenson, sendiherra Breta i Suður-Afríku, en hann var sem kunnugt er kallaður heim vegna Rhodesíumálsins. Þrátt fyrir slit- ið stjórnmálasamband hefur Ian Smith Iýst sig fúsan að ræða við lýðræiðsflokkarnir undirstrik uðu enn einu sinni, að þeir eru staðráðnir í að standa saman um heilbrigða og trausta stefnu í utanríkismál- um, hvað sem líður ágrein- ingi um innanlandsmál. Breta um ágreiningsefnin. Eins og kunnuigt er hefur Har- old Wilson ekki viljað beita nein um róttækum aðgerðum gegn Ian Smith til þessa. En þar sem talið er að stjórnin hafi tekið málið til nýrrar yfirvegunar á mánudag, þá er í London og víðar beðið með eftirvæntingu eftir yfirlýsingu Wlsons um fram tíðaráætlanir. Sagt er að yfir- lýsing Smiths um riftingu stjóm- málasambands við Bretland, hafi ekki komið stjórnmálamönn um í London á óvart ,en þó breytir það eðli vandamálsins nokkuð, að því er AP fréttastof- an segir. Á laugardag ræddi Wilson við Carel de Wet, sendiherra Suður- I Afríku í London, og að því er AP fréttastofan telur, mun Wil- | son hafa þjarmað mjög að hon- um og mælzt til þess, að S-Afr- íka gerist ekki milliliður í olíu- flutningum til Rhodesíu, þó vit- að sé til þess, að nokkur fyrir- tæki í einkaeign hafi selt olíu til landsins Að því er fréttastofan segir, er Henrik Verwoerd, forsætis- ráðherra S-Afríku, uggandi um að land hans dragist inn í Rhod- esíudeiluna. Skömmu fyrir síð- ustu helgi, gáfu fulltrúar fjöl- margra Afríkuríkja á þingi Sam- einuðu þjóðanna út þá yfiriýs- ingu, að ef S-Afríka hyggðist virða olíubannið á Rhodesíu að vettugi, mundi það sæta sömu refsingu og Rhodesía. í viðtali við Ian Smith, sem birtist í blaðinu „Sunday Tim- es“ í Johannesburg, segir hann að hann sé ávallt jafn fús að ræða við brezku stjórnina um Rhodesíumálið. Smith sagði enn- fremur í blaðaviðtalinu, að með því að flytja málið vestur um haf til Sameinuðu þjóðanna, hafi Wilson óbeinlínis viðurkennt sjálfstæði Rhodesíu. Á sunnudag var tilkynnt í London, að stjórnmálasambandi hefði aftur verið komið á milli Súdan og Bretlands. ,c|idan var eitt þeirra Afríkulanda, sem sleit stjórnmálasambandi við Bretland, þar eð þeir töldu Breta ekki taka Rhodesíumálið nægilega föstum tökum. París: — VERKAMENN í gas- og raf- orkuverum lögðu niður vinnu í dag og víða urðu verksmiðj- ur að loka, neðanjarðarlestír gátu ekki annað nema helm- ingi farþega á við aðra daga. Á morgun, fimmtudag, gera svo járnbrautarverkamenn verkfall í fjórða skipti á nokkrum vikum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.