Morgunblaðið - 23.04.1966, Page 17

Morgunblaðið - 23.04.1966, Page 17
Laugaríagur 23. apríl 1966 MORCUNBLADID 17 P „MIKIÐ er gaman að þessu, en vandasamt er það í uppsetningu“, sagði Anna Borg við Halldór Laxness, þegar hann hafði lesið gamanleik sinn, „Prjónastofuna Sólina“, fyrir íslenzka stúdenta í Kaupmannahöfn. Ýmsum sem lesið höfðu verkið mun hafa leikið nokkur forvitni á að sjá það á leiksviði, og þeirra á meðal var ég. Var vissulega orðið tíma- bært að leikhúsgestum gæfist kostur á að sjá þetta síðasta prentaða leikrit skáldsins á fjöl- unum, því að fyrr varð ekki lagður á það neinn raunhæfur dómur. „Það er ekki fyr en verkþróunin hefur gerst á rétt- um stað, sviðinu sjálfu, að leik- húsverk er fullbúið; iþángað til er verkið aðeins skrifborðs- vinna“, segir höfundur í leikskrá. Þjóðleikhúsið frumsýndi „Prjónastofuna" á miðvikudags- kvöldið við dágóðar undirtektir Helga Valtýsdóttir (Sólborg) Kúrik Haraldsson (Sine Manibus), Sigriður Þorvaldsdóttir (Þrídís), Róbert Arnfinnsson (Fegurðarstjóriirn) og Ævar Kvaran (Dólguriiwi). og pípuhöttum, sem voru vel af hendi leyst. Hlutverk í leiknum eru mörg og verða ekki rakin hér öll. Lárus Pálsson lék Ibsen Ljósdal á hæglátan hátt, en var yfrið há- tíðlegur. Þó er vandséð hvort hægt hefði verið að lífga upp á hlutverkið nema skrumskæla það. Helga Valtýsdóttir lék Sól- borgu prjónakonu, einfalda og sauðtrygga alþýðukonu, á nær- færinn og viðfelldinn hátt. Rúrik Haraldsson lék Sine Manibus af þrótti og röggsemi og dró upp einna heilsteyptasta manngerð. Róbert Arnfinnsson skóp einkar skemmtilega týpu úr Fegurðar- stjóranum, en með köflum var eins og hann ætti erfitt með að hemja persónuna, og grunar mig að þar hafi einkum valdið ýmis orðsvör sem voru ekki fyllilega í stíl við manngerðina eins og Róbert mótaði hana. Sigríður Þorvaldsdóttir lék Þrídísi í þrem- ur gervum, náði góðum tökum á La belle dame sans merci (feg- urðardísinni), en tókst miður með „plastbomibukösturuna“ sem hún oflék, og átti í brösum við Maríu úr Magdölum, enda er atriði hennar í hæsta máta tor- skilið frá höfundarins hendi. Þjódleikhúsið: Prjónastofan Sólin Höfundur: Halldör Laxness Leikstjöri: Baldvin Halldórsson Leikmynd: Gunnar Bjarnason leikhúsgesta, og var henni mun betur tekið en „Strompteiknum" á sínum tíma, enda talsvert betra verk. Hins er ekki að dyljast, að Halldór Laxness hefur ekki enn sem komið er náð fullum tökum á „áþreifanlegri rökvísi leik- sviðsins" og kom það gleggst fram í löngum köflum fyrsta og annars þáttar, þar sem þau ræð- ast við Sólborg og Ljósdal ann- ars vegar og Sóliborg og Sine Manibus hins vegar. Mér finnst það alvarlegur tæknigalli, að upprifjunin á fyrri kynnum þeirra Sóllborgar og Sine Mani- busar skuli ekki koma fyrr en í öðrum þætti og vera svo rúm- frek. Gangur leiksins er ákaflega hægur og ódramatískur fram til þess er Kúabóndinn birtist nær miðjum leik, en þá fer ldka að færast líf í tuskurnar. Vandinn sem m-ér virðist Halldór LaXness enn eiga óleystan er að setja taó á svið: Ibsen Ljósdal er gamalkunn persóna úr skáldskap Laxness, náskyldur Ljósvíkingn- um og Steinari í Hlíðum, sam- bland af helgum manni og siín- gjörnum loddara, en í þessu leik- riti lýtur hann enn rökvísi skáld- sögunnar og verður fyrir bragðið að mestu utangátta á leiksviðinu. Leikritið hefði að mínu viti til muna batnað, ef þáttur Ljósdals í því hefði verið skorinn niður um helming eða meira. Þá hefðu útlínur gamanleiksins orðið skýr- ari og verkið heillegra. Ljósdal gegnir alis engu leikrænu hlut- verki í leiknum og hefði allt eins getað verið ósýnilegur örlaga- valdur Sóliborgar. Halldór Laxness hefur lengi haldið því á loft, að hann meini ekki annað en hann segi; verk hans séu ekki táknræn í neinum skilningi og menn eigi ekki að leita annars í þeim en þess sem stendur í textanum eða gerist á sviðinu. Sé þetta rétt, fæ ég ekki betur séð en „Prjónastofan Sól- in“ sé hrein endileysa. Ef persónur leiksins og atvik hafa ekkert táknrænt gildi, felur hann hvorki í sér ádeilu né yfir- leitt neina skírskotun til þess mannlífs sem við lifum. Nú má að vísu segja, að grdn í gaiman- leik geti verið fullkomiega „sjálf- stætt“ og þurfi ekki að þjóna öðrum tilgangi en skemmta leik- húsgestum eina kvöldstund, en hér er sá hængur á, að grínið í „Prjónastofunni" er ákaflega grátt og ekki þess eðlis að það veiti beina skemmtun. Sum atrið- in eru kátleg í sjálfum sér, t. d. heimsókn Hins opinbera (Pípu- hattanna) sem er lystilega samin kómedía, en í heild er verkið fyrst og fremst farsakennd á- deila, sem verður að skoðast á bakgrunni þess þjóðMfs sem við þekkjum úr nútímanum. Halldór Laxness hefur greini- lega lært ýmislegt af Bertolt Brecht (sbr. söngvana og upphaf þriðja þáttar), þó ekki verði sagt að hann feti beinlánis í slóð hans. En hann býr ekki enn yfir þeirri dramatísku tækni sem gerði Brecht fært að lyfta gróf- asta farsa í listrænt veldi. Þegar á allt er litið er kannski stílleys- ið alvarlegasti brestur „Prjóna- stofunnar". Þar ægir saman sundurleitum elementum sem eiga mjög erfiða sambúð. Tökum til dæmis Kúabóndann og Moby Dick dóttur hans, sem eru ó- mengaðar farsapersónur af frum- stæðustu gerð og svo á hinu leitinu Sine Manibus sem er margræð og forvitnileg persóna, sennilega lykilpersóna leiksins. Miili þessara öfga standa svo fulltrúar rómantískunnar, Ljós- dal, Sóiborg og Píparinn (sem mætti kannski líka flokka undir frumstæðan farsa), Þrídis sem vegur salt milli Snæfríðar og Kleópötru í „Atómstöðinni", Feg- urðarstjórinn sem er vasaútgáfa af Pétri þríhrossi, og þannig mætti halda áfram. Það vantar eitthvert það bindiefni í leikritið sem samtengi þennan sundur- leita mannsafnað og gefi verkinu samfelldan svip. Fyrsti og annar þáttur eru t. d. af allt öðru sauðahúsi en þriðji þáttur, sem er í fjarstæðustíl en skortir þá listrænu upphafningu sem ljái fjarstæðunum hugtæka merk- ingu. Á hinn bóginn eru ihest dramatísk tilþrif í þriðja þætti; hann er í heild betur skrifaður frá leikrænu sjónarmiði en fyrri þættirnir. Ég ætla mér ekki þá dul að ráða táknin, sem ég þykist full- viss um að séu í leiknum, enda hafa þau mörg það eðli góðra táikna að vera tvíræð eða jafnvei margræð, þannig að þáu vísa í senn til fleiri en einnar áttar. Þetta á einkanlega við um Þrí- dísi, sem m. a. kemur fram í gervi Maríu úr Magdölum, og Sine Manibus sem er í senn tákn hins slóttuga bragðarefs, sem lætur nota sig til að hafa gott af því, og þeirrar aliþýðu sem á í þróun þess eftir seinni heims- styrjöld sé í baksýn þriðja þátt- ar. En allt þetta verður að sjálf- sögðu hver leikhúsgestur að gera upp við sjálfan sig. Hitt leyfi ég mér að fullyrða, að án táknlegr- ar túlkunar verði „Prjónastofan Sólin“ ekki skilin neinni skiln- ingu. Baldvin Halldórsson leikstjóri setti leikinn á svið í samráði við höfundinn, og hefur sú samvinna borið allgóðan árangur. Eins og fyrr segir var sýningin óþarflega langdregin fram í miðjan annan þátt, og hefði mátt bæta úr því með auknum leikhraða og úrfell- ingum. Hitt þykist ég líka vita, að ónóg textakunnátta hafi tafið gang leiksins, og verður enn að Helga Valtýsdóttir (Sólborg) og Lárus Pálsson (Ibsen Ljósdal). höggi við braskarana og fer með sigur af hólmi. Sjálf gæti prjóna- stofan meðal margs annars verið tákn þeirra mörgu „líknarstofn- ana“ sem eru drjúg tekjulind ýmsum glæframönnum í íslenzku þjóðfélagi. 1 heild virðist mér leikritið fjalla með táknrænum hætti um þær ógnir sem steðja að lífi manneskjunnar á jörðinni á atómöld, togstreituna milli blekkingar og sannleika, einfalds og nægjusams lífs annars vegar og gervilífs peningaþjóðfélagsins hins vegar. Ég er jafnvel ekki frá því að íslenzkt þjóðfélag og gagnrýna þá bíræfni að frum- sýna verk sem ekki er fullæft. Meginvandi leikstjórans var að fella saman hina sundurleitoi þætti verksins, og hefur það tek- izt furðuvel, en hefði ekki verið hugsanlegur möguleiki að ýkja fyrri þættina tvo meira en gert var, ljá þeim fjarstæðukenndari blæ sem færði þá nær þriðja þætti? Ég hef sterkan grun um að Brecht og lærisveinum hans hefði tekizt að gera sýninguna stærri í sniðum og heilsteyptari. Fay Werner aðstoðaði leilcstjór- ann í atriðuim með þokkadísum Ævar Kvaran kom fram í skemmtilegu gervi sem Dólgur- inn, faðir Þrídísar. Bessi Bjarna- son, Gunnar Eyjólfsson og Gísli Alfreðsson gerðu skemmtilegar fígúrur út Pípuhöttunum. Bessi var óbörganlegur Pípuhattur nr. 1. Kúabóndinn var leikinn af Jóni Sigurbjörnssyni, sem dró upp kátlega mynd af honum en var samt ekki fyllilega í essinu sínu — leikur hans var dálítið mattur. Annars fer þessi bónda- týpa að verða nokkuð svo hvim- leið á íslenzkum leiksviðum. Jón Júlíusson lék liíkkistusmiðinn á smákíminn hátt, og Guðmundur Jónsson vakti mikla kátínu í gervi Moby Dick, fegurðardrottn- ingar utan af landi, og náði fars- inn þar hámarki. Yfirleitt var framimistaða leik- enda mjög jafngóð, en hvergi verulega eftirminnileg til’þrif nema hjá Bessa Bjarnasyni. Gunnar Bjarnason gerði leik- mynd og búningateikningar, hvort tveggja af mikilli listfengi. Leikmyndin var í rauninni einn athyglisverðasti þáttur sýningar- innar. Lýsing var líka í bezta lagi. Það hefði verið gaman að gera samamburð á þessu verki og „Dúfnaveizlunni“, sem er síðasta leikrit Laxness og verður brátt frumsýnt í Iðnó, en atvikin hafa hagað því svo, að ég verð ekki á landinu, þannig að sá saman- burður fellur í hlut staðgengils. Ég hlakka mikið til að sjá það verk, hvað sem öðru líður, og finnst ástæða til að þakka Nóbelsskáldinu fyrir þá djönfung að halda ótrauður út á þessa nýju braut, þó torfarin sé manni sem hefur unnið meginhluta ævistarfsins á öðrum vettvangi. Vonandi leggur hann ekki árar í bát fyrr en hann hefur náð sömu tökum á „rökvísi leiksviðs- ins“ og hann náði áður á galdri skáldsögunnar. Sigurður A. Magniússon. Grósleppuhugui í Höfðustrundur- búum BÆ, HÖFÐASTRÖND, 19. apríl. HÉR hefur að undanförnu fisk- azt talsvert af rauðmaga, en niinna hefur verið um grásleppu veiðar, sem eru þó að glæðasi núna síðustu dagana. Héðan eru gerðir út fjórir þil- farsbátar á rauðmaga og grá- sleppuveiðar, og talsvert af trill- um stundar einnig þessar veiðar, því að geysilegur áhugi er í j mönnum hér fyrir þeim og hafa fjölmargir sjávarbændur er ei'ga trillur, hafið rauðmagaveiðar. Þá eru siglfirzkir bátar einnig byrjaðir að sækja á þesisar slóð- ' ir. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.