Morgunblaðið - 23.04.1966, Síða 20

Morgunblaðið - 23.04.1966, Síða 20
20 MORCUNBLAÐID ' Laugardagur 23. apríl 1966 ÞAÐ er engin tilviljun er fyrstu rúmlega 100 síðurnar í hinni miklu bók: l.andnám í Dan- mörku fjalla um tímaibilið áður en Heiðafélagið er stofnað, þótt (bókin sé 100 ára afmælisrit fé- lagsins. Hér þarf að mörgu að hyggja til þess að skilja við- horfin. Annar kafli bókarinnar hefst einnig á undirkafla er nefn ist: Ný viðhorf. Árið 1627 fiuttist 10 ára gam- all Kaupmannahafnardrengur, Georg Morville, með foreldrum sinum til Víborgar á Jótlandi. Faðirinn var embættismaður við jarðamatið, en hafði gaman af veiðum og útiveru, og við þær aðstæður ólst hinn ungi maður upp. Umhverfi Víborgar var þá að wrulegu leyti víð heiðalönd, og kjörr á stöku stöðum. Georg Morville nam lögfræði í Kongs- ins Kaupmannahöfní en hvarf evo aftur til Víborgar, varð hæstaréttarlögmaður og bjó sem lögmaður og embættismaður í Viborg til æfiloka eða í rúm 60 áir. "Hann stundaði umhverfið eins og faðirinn. Ásamt 7 mönn- um öðrum í Víborg keypti lög- miaðuiúnn 110 ha. heiðasvæðíi nokkrá km. utan við borgina og ómerkilegan og vanræktan eikarskóg, sem kallaður var Margrethelund. I>ar hófu þeir félagar skógrækt. Síðar keypti Morville félaga sína út að mestu. Er nú fljótsagt að Georg Mor- ville lögmaður gerðist hinn mesti „Hæstaréttar-Sveinbjörn í mikilli Ártúnsbrekku", svo að ég noti velmeinta samlikingu, sem allir Reykvíkingar, sem sig fljótt og sá fram á að ríkis- sjóður var ekki sá hestur sem vænlegast væri að fengi dregið hlassið. Og hann færðist í auk- ana, gekk að þvi með hörku- dugnaði að undirbúa félag til að vinna að ræktun heiðanna, „Heiðafélagiff. Það er athyglis- vert að af 112 mönnum sem undirrituðu boðsbréf um stofn- un félagsins voru ekki nema 13 venjulegir bændur. 52 voru stórbændur — „godsejere“ — jarðeignamenn og því um líkt. 9 voru skógfræðingar, 9 verk- smiðjueigendur, 6 prestar, 4 amt menn, og fleiri emíbættismenn. — Og svo er Det danske Hede- selskab stofnað á fundi á Hotel Royal, í Árósum, 28. marz 1866. Kosin var þriggja manna stjórn: Dalgas, Morville og stórbóndi að nafni Mourier-Petersen. Auk þess var kosið 20 manna full- trúaráð. í það voru kosnir 7 stórbændur, 2 skógarverðir, 1 amtmaður o.s.frv. en ekki nema 3 bændur. Þetta var ekki félag smámehna, ársgjaldið var 2 ríkisdalir eða 50 dalir í eitt skipti fyrir öll. Allt var þetta raunar eðlilegt og í samræmi við þjóðfélagsástæður þeirra tíma. Það var einnig í samræmi við aðstæður að afl þeirra hluta er gera skal, peningarnir komu fyrst og mest inn sem gjafir og framlög frá velmegandi mönn- um, stofnunum, félögum o.s.frv. Síðar, og tiltölulega fljótt, fóru að fást framlög frá ríkinu, hér- uðum og ömtum. Skrifstofa félagsins var í Ár- ósum alla tíð til 1947, þá var hún flutt til Víborgar. Hin fyrsta þriggja manna stjórn reyndist Svo föst í sessi að hún ríkti óbreýtt og fór með völd í félag- inu í 28 ár eða til þess er Dalgas andaðist 16 apríl 1894. Formað- urinn, Mourier-Petersen reynd- Árni G. Eylands: Lcmdnám á Jótlandi verkfræðings og liðsforingja. Áhugi hans á ræktun heiðanna knúði hann til verka. Ósigurinn og töpin 1864 vöktu mikla athafnaöldu í Danmörku. Allir kannast við vigorðin um, að það sem hefði tapazt út á við yrði að vinna upp og bæta heima fyrir. Það var hægt með dugn- aði að viqna nýtt land — fyrst og fremst á heiðunum. Og fólk- ið sunnan hinna nýju landa- mæra, sem við fyrstu raun virtist glatað Danmörku, reynd- ist þegar til kom alls ekki glat- að danskri þjóð og menningu, það átti sagan eftir að sýna og sanna. Um 1866 eru stofnaðir 20 lýð- háskólar. Samgöngur eru stór- bættar, járrvbrautir lagðar, Sam einaða gufuskipafélagið er stofnað og fyrsti sporvegur í Evrépu lagður í Kaupmanna- höfn. — Og Heiffafélagiff er stofnað. Ekki sem upphaf fram- kvæmda á því sviði sem það haslaði sér völl, fjarri því. En það reis sem siguralda upp af hafi rólegra og sígandi fram- kvæmda, alda sem frjóvgaði og græddi, breytti heiðum í skóg og akra, kotum í stórbýli. f nóvember 1865 birtir E. Dal- gas tvær viðamiklar greinar í Berlingske Tidende: Um ræktun Síðari grein rækta þær. Andinn er svipaður og hjá Einari skáldi Benedikts- ayni: — „hér er ei stoð að stafkarlsins auð. Nei, stórfé! Hér dugar ei minna". Dalgas benti á að ef ríkissjóður legði ist laginn við að jafna allt sen á milli gat borið innan félagsiní og utan iþess, og áhrifagóður ti: viðræðna á æðri stöðum sen stundum gat komið sér vel. Mor- ville var hið örugga bjarg senr Fram yfir miffja 19. öld bjuggu fátækir frumbyggjar á Jótlands- heiffum oft í torfbæum (jarffhúsum). Myndin á aff sýna ibúffar- kofa frumbýlingsins Pæ Lausen á Haderup heiffi um 1860. í kof- anum bjó Lausen meff konu, eitt barn og eina kú. Kofinn var gluggalaus og útihurðin var lyngtorfa, Síffar bætti hann húsa- kynnin verulega, þaff kom gluggi á gaflinn. En kúnum fjölgaffi líka, þær urffu 13. Börnunum fjölgaffi þó enm betur, urffu 14. Nú sitja bamabörn slíkra manna á velhýstum vildisjörðum á Jót- landsheiffum. áhuga hafa á skógrækt mega vel kannast við. Náði Morville brátt jafnmiklu áliti sem skógræktar- maður eins og lögmaður. Hvort tveggja bar hátt. Árið 1854 kemur til dvalar I Viborg ungur verkfræðiliðsfor- ingi, Enrico Mylius Dalgas. Hann dvelst þor í tvö ár og etjórnar lagningu þjóðvega um heiðarnar. Síðan flytst Dalgas sem verkfræðingur til Árósa, en dvölin í Víborg entist til þess að þeir Morville og Dalgas tengd- ust vinaböndum sem entust þeim ævilangt. Og það varð meira en vinátta, það varð sam- starf sem varð Jótlandi og Dan- mörku allri til mikillar bless- unar. Það voru þessir tveir menn sem urðu feður Heiðafé- lagsins danska. Og þeir gerðu meira en stofna félagið, þeir báru það fram til mikilla hluta. Þótt nafn Dalgas sé mest við það bundið reyndist samstarfið og hlutur Morville laundrjúgur. Sem hinn reyndi skógræktar- áhugamaður gat Morville frætt Dalgas um margt, og sem rök- fastur lögfræðingur hikaði Mor- ville ekki við að leiðrétta Dal- gas vin sinn og samherja ef hon- um þótti arnsúgur áhugans bera Dalgas nokkuð af réttri leið. STRÍÐIÐ við Þjóðverja 1864 ©g friðurinn í Wien sama ár var mikið áfall fyrir Dani. E. Dal- gas tók þátt í stríðinu sem verk- fræðingur í hernum og gegndi þar mikilvægum störfum. Sár í einni kom hann heim að því loknu, og var ekki myrkur í máli um að dönsk yfirvöld hefðu staðið sig illa í sambandi við ófriðinn. Taldi hann hlut Dana hafa orðið verri heldur en þurft hefði að vera sökum „skipulags lausrar stjórnar" ríkisstjórhar- innar. Dalgas hafði einnig tekið þátt í stríðinu 1848 og þá féllu tveir bræður hans 1850. En allt þetta efldi átakaþrá hins reynda józku heiffanna. Hann bendir á að mikið sé búið að gera, dregur ekkert úr því, en segir að allt sé það ekki nema forleikur þess er koma skal, verði að gerast. Dalgas er ekki smátækur í til- lögum sinum. Hann vill láta rík- ið leggja fram mikið fé til að gróðursetja skóg á heiðunum og fram 50.000 ríkisdali árlega í 20 ár yrðu heiðarnar orðnar að vel byggðum sveitum eftir 50 ár. Peningunum væri vel varið. Tillögum Dalgas var ekki sér- lega vel tekið ,sérstaklega í höf- uðborginni var þeim tekið með þögn. Dalgas varð fyrir nokkr- um vonbrigðum. En hann áttaði aldrei bifaðist, úrræðasnjall og gagnfróður um allt er að skóg- rækt laut. — Og Dalgas — hann var allt, hinn mikli skipulags- maður, trúiboði, postuli, hinn sjálfsagði aðalmaður í stjórn- inni 'þótt hann væri eigi formað- ur. Oþreytandi heima og á si- felldum ferðalögum. Maðurinn sem framar öllum öðrum gat talað við bændurna og snúið þeim á sitt mál. í augum fólks- ins á heiðunum varð hann brátt Heiðafélagið, og Heiðafélagið það var hann. VERKEFNIN voru mörg, þeim fjölgaði brátt og þau sóttu á. Upphaflega var það ef til vill skógræktin á heiðunum sem mest var rætt um og unnið að. En áveitur og vatnsvirkjun til rækt- unar varð brátt eigi minna verk- efni, og þar fékkst skjótur árang ur. Með áveitum frá lækjum og ám var hægt að auka og bæta slægjulandið, meira fóður, fleiri gripir, bætt afkoma. Enginn vafi er á því að áveitualdan sem reis hátt hér á landi á síðasta fjórð- ungi 19. aldar með Jósef Björns- son og Svein Sveinsson o. fl. sem frumherja átti að mjög verulegu leyti rót sína að rekja til Heiða- félagsins og starfa þess á því sviði. Svo mikið var hér í efni að 1877 stofnar Heiðafélagið eins konar áveituskóla og tilraunabú, Hesselvig Enggaard. Þar hafa hafa dvalið íslenzkir menn. Kalknám — mergel — til rækt- unar varð fljótt mikið atriði að finna námur og skipuleggja mergelnám og flutninga. Menn höfðu auðvitað áður vitneskju um að kalkið var eitt frumskil- yrði þess að takast mætti að rækta hinn kalksnauða jarðveg á heiðunum, en Heiðafélagið gerð ist mikill aðili um framfarir og skipulagningu á þessu sviði. — Mergelfélög voru stofnuð í sveit- unum, mjóspora járnbrautir byggðar til að flytja mergel o. s. frv. Framræsla og ræktun mýrlend is er eitt hinna stóru verkefna sem Heiðafélagið hefir fengizt við í miklum mæli og gert til- raunir á því sviði._ Sem grein af þeirri starsfemi er notkun mýr- lendis til iðnaðar, mótekju o. £L í kjölfar skógræktarinnar fylgdi þegar lengra leið viðarkola gerð, tjörubrennsla o. fl. þess háttar. Sandgræffslu hefir Heiðafélag- ið fengizt við, þó aldrei sem nein aðalaðili á því sviði, en víða þar sem það hefir grætt skóg hefir þurft að sigrast á uppblæstri og sandfoki. Hina síðari áratugi hefir rækt- un skjólbelta verið mikilvert verkefni á vegum Heiðafélags- ins. Þótt starfsemi Heiðafélagsins væri í upphafi mest eða jafnvel eingöngu miðuð við Jótland hefir það breytzt mjög með árunum. Á sumum sviðum hefir starf- semin náð um land allt, einnig til eyjanna, á það sérstaklega við um framræslu mýrlendis og vatna og ræktun lands í því sam- bandi. I samibandi við skógræktun Heiðafélagsins á józku heiðun- um hafa stundum heyrzt raddir um að félagið eyðilegði hinn sanna svip heiðanna og landslag. T.d. deildi hið kunna ljóðskáld Jeppe Aakjær oft á forráðamenn Heiðafélagsins fyrir þessar sak- ir. Vitanlega er það satt, að Heiðafélagið gjörbreytti svip heiðanna bæði með eigin starf- semi en þó enn meir með for- dæmi sínu og þeirri vakningu sem leiddi til þess að heiðarnar voru skrýddar skógi og ræktað- ar til búnytja. Samt var það fjarri því að Dalgas sæi ekki annað en hið nytsama. Hann kunni fullvel að meta hina ó~ snortnu náttúru heiðanna. Hann og Heiðafélagið hafði forystu um að friða fögur og sérkenni- leg svæði hér og þar á heiðun- Um og sömuleiðis fornmenjar, s. s. grafhauga og hörga, sem ella hefði verið hætt við að yrðu ræktunarframkvæmdum einstakra bænda að bráð. Nú standa slíkar fornminjar víða inni í rjóðrum skóga, í stað þess að þær bar áður hátt á auðn heiðanna. Upplýsingastarfsemi og áróð- ur í ræðu og riti hefir alla tíð verið snar þáttur í starfsemi Heiðafélagsins. Á því sviði var Dalgas óþreytandi. Félagið hefir um langan aldur gefið út tíma- rit: Hedeselskabets Tidskrift (frá Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.