Morgunblaðið - 07.06.1966, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.06.1966, Qupperneq 25
Þriðjudagur 7. Júnf Iðftð MORGU N BLAÐID 25 Litið um öxl við þingslit NTJ eru þingslit um garð gengin og því lærdómsríkt að staldra ör lítið við og líta um öxl, gera sér igrein fyrir mikilvægustu málum sem fram komu á þinginu og af- greiðslu hlutu, og einnig hinum, eem ekki fundu náð fyrir augum þingmanna okkar. Vafalítið er okkur íslending- nm nauðsynlegt að hverfa til Iþreyttra atvinnuhátta og færa okkur í nyt nýjungar í atvinnu- háttum til að tryggja áframhald andi velmegun, — en er ekki jafn vafalítið nauðsynlegt að taka tillit til þess atvinnuvegar, sem um aldaraðir hefur staðið undir lífi og framförum á þessu iandi? Er unnt að leggja fisk- veiðar niður við fsland, aðrar en síldveiðar, og hve lengi má búast við þvílíkum austri af síld og verið hefur undanfarin ár? Geta vísir forsjónarmenn okkar og landsstjórn svarað okkur, skjólstæðingum sínum, þessu? I>ingmenn voru ekki á eitt sátt ir um smíði álbræðslu og sölu kísilgúr, en afgreiddu engu að síður hvort tveggja fyrir þing- lok, auk frumvarpa um sölu eyði jarða, og ákveðið var að leyfa innflutning á fleiri kextegund- um og dönskum smákökum og sænskum tertubotnúm. Allt Iþetta má hafa verið mjög að- kallandi, — en þegar til þess kom að ráða fram úr erfiðleik- um bátaflotans, virtust allir þingmenn, að undanteknum ung um þingmanni frá Vestmanna- eyjum, vera sammála um, að slíkt væri ekki aðkallandi. Það var ekkert verið að karp>a um það, málinu stungið undir stól, „punktum og basta“. Þingfor- setar árnuðu þingmönnum heilla og kváðust vonast til að sjá alla heila að hausti. Stjórnarandstað- an þakkaði og bar fram heilla- óskir og síðan skiljast menn, á- nægðir með vel unnin störf sín á liðnu þingi, misánægðir að visu eftir árangri erfiðis síns. Utan þings eru menn líka mis- ánægðir, eins og þingmennimir, og fer ánægjan eftir því, hver árangur hefur orðið af þeirra starfi og ekki síður hvers árang- tins má vænta, hvernig búið er að þeim í starfi og hver skiining ur ,er á þörfum þeirra af hálfu ráðamanna. Undanfarin ár hafa vélbátar frá Vestmannaeyjum, og hú á síðustu vertíð einnig bátar frá öðrum landshlutum, stundað tog veiðar mikinn hluta ársins. Frá Ið. maí og fram á haust hefur nokkur hluti þessara báta verið á humarveiðum og haft til þess lagaheimild. Þessu ber að fagna, og miklu þykja mér þessar lög- heimiluðu veiðar skemmtilegri en hinar, þegar ég þarf að stela úr íslenzkri fiskveiðilandhelgi hverjum ugga, sem á bát minn fæst. Veit ég, að ég tala fyrir munn allra formanna í Vest- mannaeyjum, sem þessar veiðar stunda, enda held ég Vestmanna eyingar séu sízt ófrómari né ólög hlýðnari en aðrir menn. Blaða- fregnir um síendurtekin land- helgisbrot formanna frá Vest- mannaeyjum gefa landsmönnum þó tilefni til að álíta hið gagn- stæða. En hér þarf skýringar við. Ef landsfeðrunum, sem i mörg ár hafa hunzað beiðni og kröfur iformanna og útvegsmanna í Eyj- um, finnst ástandið, eins og það er nú í þessum málum, viðun- mndi þá gjöri þeir svo vel að láta það álit sitt afdráttarlaust í l'jós. Finnist þeim hins vegar eins og okkur, sem eigum við þetta að búa, ástandið til ófremdar og jaðra við hneyksli, þá gjðri þeir svo vel að breyta því til betri vegar og á þann hátt, að for- menn véllbátannm í Eyjum og annars staðar þurfi ekki atvinnu sinnar vegna að vera margyfir- iýstir afbrotamena. Það hafa lengst af verið rök formælenda banns við botn- vörpuveiðum, að botnvarpan skemmi botngróður og drepi ungviði. Ég hef í annarri grein í Morgunblaðinu fyrir tveimur ár um, látið í ljós álit mitt á þeim rökum, og ætla ég því ekki að íjölyrða . um þá hlið málsins. Hins vegar langar mig til að draga upp smámynd af veiðum með botnvörpu til glöggvunar þeim, sem ókunnugir eru slík- um veiðum, og þá einkum veiðar færinu, botnvörpunni, sem allir Vestmannaeyjabátar og flestir aðkomuitótar sem ég þekki til, nota á togveiðum við Vestmanna eyjar: Toghlerarnir eru hinir sömu, hvort sem báturinn stund ar humarveiðar eða bolfiskveið- ar, fótreipið er nákvæmlega eins á humar- og bolfiskvörpum, tog vírarnir eru hinir sömu, hvort heldur sem stundaðar eru hum- ar- eða bolfiskveiðar. Varpan sjálf er hið eina, sem að ein- hverju er frábrugðin, þannig að humarvarpan er úr smáriðnu neti, og er það nauðsynlegt, svo að humarbotnvarpan þjóni til- gangi sínum. Hins vegar er bol- fiskvarpan úr neti með mun stæwi möskvum, og mætti stækka möskvana án þess að varpan þjónaði ver tilgangi sín- um, en hlyti óumdeilanlega að verða ungfiskinu til verndar, þegar veitt er á þeim miðum, þar sem smáfiskur er. Sé það hættulaust fiskistofn- inum og botngróðri á fiskimið- unum að veiða með humarvörpu, dragnót og herpinót, hvernig get ur bolfiskvarpan, eins og hún er nú, verið sá skaðvaldur, sem ráðamenn hljóta að telja hana, úr því að hundsaðar eru allar óskir og kröfur hlutaðeigandi um leyfi til bol- og flatfiskveiða í botnvörpu innan fiskveiðilög- sögunnar? Þessara raka hljótum við að krefjast, ef enn verður daufheyrzt við kröfum okkar. Þegar veiðar með dragnót og humarvörpu hafa verið heimil- aðar innan islenzkrar fiskveiði- lögsögu á undanförnum árum, hefur bað verið nefnt leyfi til takmarkaðra veiða undir vísinda legu eftirliti. Er ekki nema gott eitt um þá veiði að segja. Jafn- framt hefur verið gerð krafa um hámarksstærð veiðiskipa, þegar um veiðar með dragnót hefur verið að ræða, og minnist ég þess ekki að hafa heyrt þessu mótmælt. Mætti ekki í samræmi við þetta ákvæði laga setja önn ur um heimild til veiða með bolfiskvörpu, sérstaklega búinni og miða við ákveðna hámarks- stærð veiðiskipa, og kalla lögin „takmarkað leyfi til veiða með bolfiskvörpu undir vísindalegu eftirliti?“ Mér finnst ekki þurfi að leyfa ótakmarkaðar veiðar innan fisk- veiðilögsögu eftirlitslaust, held- ur beri að takmarka veiðar í samræmi við niðurstöðu vísinda manna og nýta þannig á skyn- samlegan hátt auðæfi fiskimið- anna. Fyrir mitt leyti er ég viss um, að þorskanetaveiðar í þeirri mynd, sem þær eru stundaðar nú og hafa um langt áraibil ver- ið, eru miklu skaðlegri þorsk- stofninum en botnvarpan, að ekki sé talað um gæði fisksins, sem á land berst úr þorskanetum annars vegar og botnvörpu hins vegar, þ.e.a.s. annars vegar net- morku, en hins vegar fyrsta flokks hráefni, sem vinna mætti úr afbragsvöru til sölu á mark- aði innan lands eða erlendis og þannig auka gjaldeyristekjur þjóðafinnar, stuðla með því að aukinni hagsæld, þannig að allir mættu verða ánægðir, hvort heldur væri utan þings eða inn- an. Að sinni ætla ég ekki að fjöl- yrða frekar um þetta mál, og ég ætla mér ekki þá dul að leysa vanda þann, er við er að etja, með þessu einu, enda kann að vera, að þessi skrif mín nú hafi ekki meiri áhrif en fyrri grein um sama efni og för mín ásamt fleiri Eyjaformönnum á fund hæstvirts ráðherra fyrir tveim- ur árum. En vita mega okkar háu forsjármenn, að nú erum við Eyjaformenn ákveðnari en nokkru sinni. Vonandi þarf ekki til þess að koma að vandimn verði leystur með valdbeitingu í líkri mynd og starfsbræður okkar þurftu að beita á síðast liðnu sumri til að fá framgengt réttlætismálum sínum. Uppreisn og ofbeldi samrýmist ekki sið- gæðisvitund minni né heldur starfsbræðra minna, sem ég hef átt tal við vegna þessa vanda- máls, en nauðsyn brýtur lög og siðgæðisvitund verður að víkja, ef daufheyrzt verður við beiðni okkar og kröfum, sem við telj- um réttlætanlegar og nauðsyn- legar, eigi ekki að leggja niður vélbátaútveg, sem staðið hefur undir allri afkomu Vestmanna- eyinga. Vestmannaeyjum, 7.5. 1966. Kristján Gislason. JAMES BOND James Bond IY IAN flEWM DMWHK IY JOHN McLBSKt —>f- ->f ->f- Eftii IAN FLEMING „Maður, sem ekur mótorhjóli fylgir okkur eftir. Hann hefur hjálm á höfð- inu.“ „Það skiptir ekki máli. Rússarnir hafa gott af að vita, að Dako Kerim og Bond, félagi hans, halda kyrru fyrir.“ J Ú M B Ö -■X- ■*- „En það skulum við líka láta sígaun- ana gera“. Teiknari: J. M O R A Júmbó sýnir Spora slitna snærið og segir: — Líttu nú bara á, það var ekki með vilja að við gáfum þér flugferð — snærið slitnaði — en það var nú meiri heppnin að það slitnaði ekki sekúndu fyrr — það hefði orðið þér að bana. Júmbó fannst það ekki vera hentugt að halda áfram ferðinni úr því að Spori hafði komizt í svo mikla geðshræringu. En Spori vili ólmur halda áfram ferðinni. — Snúa við? Segir hann með fyrirlitningu. Aldrei í lifinu. Þessi smá-óheppni skiptir ekki máli. Þess vegna setjast þeir aftur upp í vagn- inn. — Keyrðu hratt, segir Júmbó við Bódó, við megum engan tíma missa: Þar eð við höfum tafist hér, eru þjófarnir komnir langt á undan okkur. KVIKSJÁ Fröðleiksmolar til gagns og gamans DJARFIR HEIMSKAUTS- FARAR Því var nú slegið föstu að orðatiltækið „þyngri en loftið“ var ekki heppilegt til rannsókn- ar á heimsskautasvæðinu. Og þar eð einmitt var hægt að kaupa tveggja ára loftskip, slógu þeir Amundsen og Ells- worth saman og réðu umsjón- armann skipsins, Nobile ofursta, til að sigla því frá Svalbarða þvert yfir heimsskautasvæðið til Alaska. „Norge", eins og loftskipið hét núna, kom til Svalbarða 7. maí 1926 og þaðan lagðí það í ferð sína 11. mai kl. 10. Yfir Norðurpólnum kastaði Amundsen niður litlu norsku flaggi, Ellsworth litlu amerísku en Nobile geysistóru itölsku flaggi, sem breiddist yfir einn af smábátunum og við lá að það festist í skrúfunni. Vegna ýmis konar misvindis gátu þeir ekki flogið eftir beinni línu, en þeir lentu að minnsta kosti í góðu veðri í Teller, 150 kom norðvestur af Nome í Alaska eftir 72 tíma flug og var þeim ákaft fagnað af íbú- unum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.