Morgunblaðið - 08.06.1966, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.06.1966, Qupperneq 19
MiSvilíudagviT *. Júní 19Q# MORCUNBLAÐIÐ 19 — Ég bjó Del-Boy (sitjandi tii vinstri) ásamt kennurum skólans. Víöfrægur dansari — Þjálfaði kennara í dansskóla Heiðars Ástvaldssonar EINHVER frægasti dansari heims, John Del-Roy, hefur að undanförnu dvalið hér á landi, og þjálfað danskennara í Dans- skóla Heiðars Ástvaldssonar. Del-Roy er frá Nýja-Sjálandi en hefur sl. 20 ár verið búsettur í Englandi. Hann er mjög al- hliða dansari sigraði m.a. í heimsmeistarakeppninni 1950, en hefur siðar sérhæft sig í suð- uramerískum dönsum. Hefur hann m.a. verið sigurvegari fjög ur sl. ár á alþjóðlegu dansmóti á suðuramerískum dönsum. E>el-Roy spjallaði stutta stund ■við fréttamann hér fyrir nokkru. Hann kvaðst hafa ferðazt mikið um heiminn, aðallega til þess að þjálfa danskennara. Hefur hann am.a. verið í Kanada, Ástralíu, Brasilíu og á fleiri stöðum. Hann rekur dansskóla í Englandi. Hann kvaðst hafa verið atvinnu dansari síðan 1948, og gat þess að talsverðar breytingar hefðu orðið á suður-amerísku dönsun- um síðan hann hóf dansferil sinn, — þeir væru orðnir vél- rænni nú, og í þá skorti tilfinn- ingu og festu í takti. Hann hafði ekkert nema gott að segja um hina nýju dansa, sem skotið hafa upp kollinum að undanförnu, svo sem Shake, Jenka og Zorba, og taldi þá að mörgu leyti mjög við hæfi unglinganna. John Del-Roy hefur dvalið hér á landi í tvær vikur, eins og áð- ur segir við þjálfun danskennara í Dansskóla Heiðars Ástvaldsson- ar, og hann heldur heim til Eng lands í dag. Kynningar- og fræðslu- fundur um ferðalög FARFUGLAR efna til kynningar og fræðslukvölds miðvikudaginn þann 8. júní 1966, sem einkum er ætlað ungu fólki, sextán ára óg eldri. Verður það haldið í fé- liagsheimilinu Laufásvegi 41, og hefst kl. 20,30. — íþróttir Framhald af bls. 26 600 m hlaup: L Eyþór Haraldsson, ÍR 1:49,8 mín. 7 stig 2. Finnbjörn Finnbjörnsson, ÍR 1:54,5 mín. 5 stig 3. Björn Þ. Þórðarson, KR 2:32,5 mín. 4 stig 4. Sigurður Þ. Þórðarson, KR 2:39,8 mín. 3 stig Utan keppni: Snorri Ásgeirss,, ÍR 1:57,5 mín. 1 ÍR 12 stig, KR 7 stig. Sleggjukast: 1. Magnús Þ. Þórðarson, KR 29,15 m 7 stig 2. Sigfús Guðmundsson, ÍR 25,29 m 5 stig 3. Guðjón H. Hauksson, ÍR 24,72 m 4 stig ÍR 9 stig, KR 7 stig. 4x100 m boðhlaup: 1. Ármann 52,6 sek. 7 stig 2. ÍR 53,3 sek. 5 stig 3. KR 61,8 sek 4 stig Að loknum þessum greinum, en óloknu stangarstökkinu, sem fresta varð, standa stigin þannig; Á 38% stig 6 keppendur ÍR 128% — 12 — KR 37 — — 6 — Stangarstökkskeppnin fer fram með stangarstökkskeppni Drengjameistarmóts Reykjavík- ur, en það mót fer fram 7. og «. júní 1966. Flutt verða stutt erindi um starsfemi félafsins og ýmis áhuga mál ferðafólks. Ver'ður dagskrá- in á þessa leið: 1. Ferðalög og ferðabúnaður (Ragnar Guðmundsson). 2. Ljósmyndir (Óttar Kjartans- son). 3. Grasasöfnun (Ólafur Björn Guðmundsson) 4. Leiðbeiningar um notkun farfuglaheimila (Helga Þórarins- dóttir). Ungt fólk, sem áhuga hefur fyrir framangreindum málefn- um, er boðið velkomið á þessa kvöldvöku. Framhald af bls. 15 Margt fer þó öðruvísi en ætlað er, og þegar hér er kom- ið sögu er myndin aðeins hálfnuð og Jean-Louis á enn langt í land að sigrast á keppi- naut sínum, hinum löngu látna eiginmanni Önnu. „Ég var aleinn að skottast í Deauville í marz í fyrra“ segir Claude Lelouch um myndina sína, „aleinn að flækjast á eyði legri ströndinni í roki og rign- ingu. Og þá kom yfir mig löng- un til að verða ástfanginn, ekki af neinum krakka heldur raun- verulegri konu, þrítugri eða svo. Og af því hún var þarna hvergi bjó ég til handa mér sögu um hana, svona að gamni mínu — og þegar kom fram á kvöld þessa dags átti ég orðið heilt kvikmyndahandrit". Fyrir þetta kvikmynda- handrit, fyrir söguna sem hann bjó til handa sjálfum sér einn drungalegan vetrardag í Deau- ville', fékk Claude Lelouch verðlaunaða fimmtu myndina sína á kvikmyndahátíðinni Cannes. Og hann er sjálfur ekki orðinn þrítugur enn. — Fór hún burt Framhald af bls. 15 laufskrýdda, dýrumfyllta, mýr lenda, gróðurmikla, fiðrildum prýdda, flugumdroppótta, skor dýrumskellótta, fuglumfyllta eðlu-, mosa-, fourkna-, sólskins-, tunglskins- langradaga- og stuttranátta lands — til þessa fiska- froska- skelja- og skrið' dýra-vatns — það er svo margt fallegt sem hægt er að segja um þetta land og ég er ólm í að komast þangað". Og þrá Barböru eftir land inu handan við veruleikann varð hálfu meiri er faðir henn ar, sem hún dáði mjög og sótti til innbíástur til skrifa sinna fór að heiman skömmu áður en hún varð fjórtán ára. Úr því skrifaði hún æ mlnna og velti æ meir fyrir sér lífinu og til verunni og komst þar hvergi til footns, fann sér hvergi ætlað rúm, hvorki á rithöfunda- og skáldafoekk né neins staðar annars staðar. Hún fór að vinna sem einkaritari á skrif stofu, en þoldi þar ekki við og hætti, gifti sig en gekk það ekki betur og hjónabandið fór út um þúfur eftir skamman tíma. Og svo einn góðan veður dag árið 1939, þegar Barbara var tuttugu og fimm ára göm ul, fór hún út úr íbúð sinni Boston með þrjátíu dali í vas anum og kom aldrei aftur. Dó hún? Fór hún burtu og býr nú einhvers staðar undir dúl nefni? Eða fór um hana eins og söguhetjuna í Gluggalausa húsinu að hópur grænna, gullinna og fjólublárra fiðr ilda hafi komið og haft hana brott með sér, borið hana vængjum sér inn í ómælisvídd gleymskunnar. Afgreiðslustarf Maður óskast til afgreiðslustarfa í verzlun vorri. Framtíðarstarf. — Upplýsingar ekki gefnar í síma. =HÉÐINN= Vélavfrzlun . Slmi 24260 Seljavegi 2. Óskum eftir að ráða stúlku til þýzkra og enskra bréfaskrifta. Hraðritun á þýzku er nauðsynleg. Starf getur hafist um mánaðamót júní—júlí nk. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu okkar að Vesturgötu 3, sími 38820. BRÆÐURNIR ORMSSON H.F. erðaskrifstofan SUNNA Næstu ferðaáætlanir. Jónsmessuferð til Norðurlanda og Skotlands 21. júní — 4. júlí. 14 dagar, verð kr. 14.800,00 (Söluskattur innifalinn). Tilhögun: 6 dagar um Noreg; Bergen, Harðangursfjörður, Solfan, Haukelisætt- er, Þelamörk, Skinnarbru, Osló. — 6 dagar í Kaupmannahöfn. 2 dagar í Glasgow. Spánn — Kaupmannahöfn 18. júní. — 16 dagar, verð kr. 11.800,00. Tilhögun: Paradísareyjan Mallarka 12 dag ar. — Glaðværa Kaupmannahöfn, 4 dagar. Með SUNNU til sólarlanda. Ferðaskrifstofan SUNNA Bankastræti 7. — Símar 16400 — 12070. DOMUR Ný sending: Stuttir og sið/V samkvæmiskjólar Stutt og s/ð samkvæmispils T ækifæriskjólar Sumarkjólar allskonar Nýjasta tízka. HJÁ BÁRU Austurstræti 14. Enskar sumardragtir. ★ Dannimac regnkápur. MARKAÐURINN Laugavegi 89.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.