Morgunblaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 17 júlí 1966 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM SÍMI 3 ff-G0 m/UF/Ð/H Volkswagen 1965 og '66. LITLA bílnleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Daggjald 350 og kr. 4 pr. km. Fjaðrir, f jaðrablóð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Simi 24180. BOSCH Flautur 6 volt, 12 volt, 24 volt. Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Simi 38820. „Draugagletta" Jóns Ólafssonar Stefán Rafn, rithöfundur, skrifar: Gaman hafði ég af því að iesa pistil „Götuskeggja" í Morgunblaðinu 29. júní sl., þar sem hann ræðir m. a. um gamanbrag eftir Jón Olafsson, skáld og ritstjóra, víkur að öðr- um hli’ðstæðum eftir sama höf- und og getur þess til, að hann muni ef til vill finnast á prenti. Rétt er nú það, sá bragur var prentaður, en ekki nema einu sinni, og það af góðum og gild- um ástæðum, því málaferli spunnust út af honum, og urðu þau allsöguleg um það er lauk, en það er önnur saga. Þetta um- rætt kvæði er nafnlaust, en það varð brátt kunnugt, að Jón Ólafsson hafði ort það. Prent- aða útgáfan er tviblöðungur (þ. e. fjórar blaðsíður), titilbla'ð þess er fallegt og er bókfræði- lega orðrétt svo: Drauga-gletta með mustarðskornum. Reykja- vík, prentað hjá Sigm. Guð- mundssyni, 1884. Það gekk jafn vel svo langt að prentarinn Sig- mundur Guðmundsson (faðir Herberts sál. forstjóra ísafold- arprentsmiðju hf.) fékk skömm í hattinn fyrir prentun kvæðis- ins, þótt hann væri að öðru leyti saklaus af því. Egill Egilson (hann skrifaði sig jafnan þannig), var sonur Sveinbjarnar Egilssonar rekt- ors og málfræðings og bróðir Benedikts Gröndals, sk.álds. Um Egil er gamanbragurinn ortur og vi'ðureign hans við ensku draugana tvo. Sannast mála er, að þetta varð grátt gaman og dró dilk á eftir -sér, enda var sá, er geiri var beint að, engi veifiskati. Þegar þetta skeði, var höfundurinn, Jón Ólafsson, 34 ára (fæddur 1850) og hefði átt að vera búinn að hlaupa af sér hornin. Egill Egílson brást hart við og stefndi Jóni Ólafssyni fyrir níðit. Jafnframt lét Egill prenta plagg nákkvárt, sem svarar til hálfrar síðu Morgunblaðsins. (Brotið var óheyrilega stórt). Lét Egill bera plaggið í íbúðar- hús bæjarins sem dreifibréf. (íbúar Reykjavíkur voru þá nær þremur þúsundum sálna). Þetta varnarskjal Egils var vitaskuld í óbundnu máli, því þótt 'hann væri af skáldakyni, var hann ekki skáld sjálfur. Nú er þetta prentmál svo fágætt, að mér er ekki kunnugt um nema eitt eintak af því. Ég af- ritaði það fyrir nokkrum ár- um. Hins vegar á ég prentuðu útgáfuna af „Drauga-glettu“ Jóns Ólafssonar, en hún er næsta torgæt. Þar sem greinarhöfundur vík ur að því, a’ð gaman væri að fá ævisöguágrip Egils Egilssonar, er ég honum sammála, að tals- verður fróðleikur væri að því. Mér vitanlega hefur ekkert ver- ið skrifað Um hann. Egill var fæddur árið 1829 að Bessastöð- um á Álftanesi, þar sem faðir hans var skólakennari, því Sveinbjörn Egilsson, keypti ekki Eyvindarstaði fyrr en vor- ið 1835. Var Egill um tíma i Reykjavíkurskóla, en hætti námi. Egill hefur verið 17 vetra, þegar skólinn flutti frá Bessa- stöðum til Reykjavíkur árið 1846. Síðan vann Egill lengst af við verzlunarstörf, um tíma í Stykkishólmi, en lengst af í Reykjavík. M.a. í „Glasgow“, en svo nefndist stórhýsi eitt, er stóð á sínum tíma víð Fischer- sund (til hægri handar þegar gengið er upp strætið. Þar er nú port og skúraskrifli). í því húsi hafði Einar Benediktsson skáld prentsmiðju og blaðaút- gáfu um tíma (Dagskrá 1896— 1898). „Glasgow“ brann til kaldra kola árið 1903. Það var einmitt í því húsi, sem Egilsen höndlaði sem um- boðsmaður engelskra kaupa- héðna það herrans ár 1884, er umræddur bragur Jóns Ólafs- sonar varð til. Um orsakir hans ar mér að nokkru kunnugt, en það er of langt mál að fara frekar út í þá sálma hér, enda skiptir slíkt litlu máli, nema einstaka sérvitringsgrúskara, eins og undirritaðan, og nefnist slíkt árátta, eða eitthvað svo- leiðis. Þess má og geta til fróðleiks, að Egill Egilson var fyrsti rit- stjóri að blaðinu Reykvíkingur, er hóf göngu sína árið 1891. Hann fór þó frá blaðinu, er fyrsta árgangi þess lauk, en þá eignaðist það merkur Reykvík- ingur. W.(algarður) Ó.(lafsson) Breiðfjörð, tengdasonur Péturs hattamakara Hákonarsonar, kvæntur Önnu dóttur hans, ef ég man rétt. Hélt W. Ó. Breið- fjörð blaðinu úti í ellefu ár við góðan orðstír. Með konu sinni fékk hann svonefnt Hákonsens- hús, endurbyggði og stækkaði það að mun og nefndi því fræga nafni „Fjalakött", sem enn stendur, hús nr. 8 við Aðal- stræti. En að stofninum til er það sama húsið og Sigurður Breiðfjörð skáld dó í, úr sulti að sögn. Það var 21. júlí 1846, svo nú eru senn stórt hundrað — 120 — ár, síðan sá atburður skeði. (Um Sigurð Breiðfjörð skáld, 100 éira dánarminning. Sjá grein mína í dagblaðinu „Vísir“ 31. júlí 1946). Egill Egilson var um tíma alþingismaður, fyrst Snæfell- inga og síðar Mýramanna. Hann var tvíkvæntur, og voru konur hans alsystur, dætur ins merka höfðingja Vestfjarða, Árna Torlacíusar, kaupmanns í Stykkishólmi. Er skildi og mat Sigurð Breiðfjörð skáld að verðleikum og rétti honum drengilega hjálparhönd oftar en einu sinni. Egill lifði báðar kon- ur sínar, var barnlaus með báð- um, og eru afkomendur hans því engir. Egill Egilson andað- ist árið 1896, sama ár og Jón Pétursson, háyfirdómari, sá ættfróði maður. En einmitt um sama leyti var þri'ðja útgáfa Ijóðabókar Jóns Ólafssonar í prentun hjá Birni Jónssyni í Isafoldarprentsmiðju, en í þeirri góðu bók er engin „Draugagletta". En þrátt fyrir allt hefur hún orðið furðu líf- seig, sennilega vantað annað skáld til þess að kveða hana niður. Læt ég svo útrætt um þetta mál, en „Götuskeggi" er ef- laust fróðleiksmaður og veit sennilega lengra en nef hans nær, — þökk sé honum fyrir skemmtileg skrif. Reykjavík, á „Margrétarmessu" 13. júlí 1966. Stefán Rafn. 'jfcr Það skyldi þó aldrei vera! „Den gamle Bandit“ skrifar: „Mér þótti fróðlegt að lesa bréif Guðmundar Ágústssonar og hugleiðingar Velvakanda í tilefni af því, en bréf þetta birtist í dálkum yðar síðastlið- inn fimmtudag og fjalilaði um þá ofurást, sem nýútsprungnar blómarósir okikar virðast bera í brjósti til matrósa á þeim her- skipum, sem heimsækja okkur nokkrum sinnum á ári sunnan úr álfu. Þetta er bæði satt og rétt. Ég er gamall sjómaður, sem sigldi á fragtskipum um öll heimsins höf, eins og það er kallað, um nokkra áratugi. Þess vegna er ég í ellinni oft að þvælast niðri við höfn. Þar hef ég lent í því oftar en einu sinni að vera ávarpaður af ungum kadettum og matrósum, sem eru að spyrja til vegar. Og um hvað skyldu þeir spyrja? Þeir spyrja ekki um Þjóðminjasafn- ið eða Árbæ. Fyrsta spurningin er auðvitað: Hvar eru stelpurn- ar? Með því meina þeir auðvit- að konur, sem þiggja gjald fyr- ir uppgerðarástir, enda er þær að finna í öl'lum hafnarborgum heims, þó að misvel þurfi að leita að þeim. Ég er löngiu hætt- ur að ljúga því að þeim, eins og þjóðarstoltið útheimtir, að slík- ar kvensur finnist ekiki hér. Ég er farinn að svara: Farið í miðju borgarinnar, þar sem strætisvagnarnir eru flestir, og gangið síðan götur sem heita Austurstræti og Lækjargata, þangað til þið sjáið telpur á fermingaraldri saman í hópi. Ef svo ólíklega skyldi vilja til, að þær fara ekki að flissa og spyrja ykkur á ensku, hvort þið séuð Frakkar eða ítalir, þá skuluð þið spyrja á ensku, hvort þær séu ekki með i göngutúr eða ökuferð í leiguibíl. Svo kemur allt hitt af sjálfu sér. Við sjómennirnir hlógum oft að því úti, þegar herskip komu að kajanum og strákarnir streymdu í land staurblankir og fóru að prútta við hafnar- dúfurnar um prísana, og hvort þeir gætu ekki fengið afslátt, ef margir slægju sér á eina. En. það vil ég upplýsa, að þetta á ekki við nema hluta af sjólið- um. Eins og allir sjómenn, sem lengi hafa siglt erlendis, vita, þá hneigist mikill partur sjó- liða að sínu eigin kyni fremur en kvenfólki. Þess vegina eru þeir Islands meyjatolóma ekki eins hættulegir og sumir sýnast halda. En mér hefur dottið eitt í hug í því samtoandi: Það skyldi þó aldrei vera, að sú tízka kornungra telpna hér að ganga í sjóliðabuxium sé gerð til þess að villa á sér heimildir? Den gamle Bandit". olivetti MULTISUMMA 20 OLIVETTI Margföldunarvélin MULTISUMMA 20 er kjörin vél fyrir allar skrifstofur. — Sér- staklega heritug fyrir atvinnurekstur, sem þarf á söluskatts- og launaútreikningi að halda. • Leggur saman • Dregur frá • Margfaldar sjálfvirkt • Hefur áframhaldandi margföldun, hentugt við uppmælingarútreikninga • Sýnir neikvæða útkomu • Vélin hefur minni sem gerir söluskattsút- reikning mjög auðveldan, þannig að vélin sýnir höfuðstól, söluskattsupphæð og heildarútkomu, án aukainnsláttar. G. Helgason & IHelsteð hf. Rauðarárstíg 1 — Sími 11644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.