Morgunblaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 17
Sunnudagur 17. júlí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 Heimsókn U Thant HEIMSÓKN U Thant fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna fyrir rúmri viku vakti verðskuldaða athygli. Þetta er í fyrsta skipti, sem maður í hans stöðu heimsækir land okkar. Sumum fannst það einkennilegt, að hann, Austurlandamaðurinn, yrði fyrstur til hingaðkomu, þar eð fyrirrennarar hans voru báðir norrænir menn. Sjálfur sagðist U Thant nú vera búinn að heim- sækja öll Evrópulönd nema Lux- emburg og koma víða annars staðar. Hinsvegar sagðist hann hafa komið í fá Asíulönd, ein- mitt vegna þess að hann er upp- runninn úr þeim heimshluta. Svipuð sjónarmið kynnu að hafa ráðið hjá fyrirrennurum hans. Þeir, er U Thant hittu, hrifust af framkomu hans, yfirlætis- leysi og einlægni. í sinni áhrifa- ríku ræðu í Háskólanum gerði U Thant grem fyrir, að Samein- uðu þjóðirnar mundu trauðla koma að tilætluðum notum, nema menn temdu sér annan hugsunarhátt en hingað til hef- ur verið ráðandi. Þvílík hugar- farsbreyting verður ekki með snöggu móti og þarf þess vegna ekki að undrast þó að langan tíma taki, þangað til þessi stofnun hefur náð fullum þroska. Verk- efni framkvæmdastjóra hennar hlýtur ætíð að verða erfitt, ekki sízt á vaxtartímanum meðan til hans eru gerðar nær ofurmann- legar kröfur. Þó að hægt gangi, hefur mikið á unnizt. Þjóða- bandalagið í Genf hafði raun- verulega rofnað áður en það hafði náð þeim aldri, sem Sam- einuðu þjóðirnar eru nú á; ný- lega orðnar 21 árs eða myndug- ar, ef svo má segja. Sameinuðu þjóðirnar hafa nú þegar lifað af erfið uppvaxtarár- in og er það ekki sízt að þakka U Thant gengur af fundi í Stjórnarráði íslands. REYKJAVÍKURBRÉF stjórnvizku hinna þriggja fram- kvæmdastjóra þeirra. Aðalsmark jafn- réttisins í samtölum lét U Thant það uppi, að sér sýndist það öðru fremur einkenni á norrænum þjóðum hversu jöfnuður væri þar áberandi. í löndum þessum sæjust lítil merki hins ytra valds og æðstu valdamenn héldu sig með sama hætti og aðrir borgarar. Norrænir menn teldu slíkt svo sjálfsagt, að þeir veittu því naumast athygli, en sá, sem víða hefði farið, kæmist ekki hjá því að gera sér grein fyrir, að þetta væri sérkenni þessara þjóða. Þessi orð hins víðförula og glöggskyggna framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna eru umhugsunarverð fyrir okkur ís- lendinga. Dvöl hans hér var raunar skemmri en svo, að hann ætti þess kost að átta sig á hátt- um íslenzkum. En kunnugir vita, að svo mikill sem jöfnuður er með öðrum norrænum þjóð- um, er hann samt mestur á ís- landi. Þetta er eitt þeirra gæða, sem menn oft meta miður en skyldi, af því að þeir halda, að sami háttur sé hvarvetna. ís- lendingum er að vísu frá fornu fari í blóð borin meiri jafnrétt- istilfinning ea flestum eða öll- um öðrum. En á okkar dögum hefur raunverulegt jafnræði aukizt. Nú orðið er það sem bet- ur fer, engar ýkjur, að fátækt þarf ekki, — ef annað kemur ekki til, — að verða til hindrun- ar því, að hver og einn g«_ti afl- að sér þeirrar menntunar, sem hugur hans og hæfileikar standa til. Menntunarhroki er og nú að mestu úr sögunni. Nú orðið mundi það ekki geta við borið, Laugard. 16. júlí sem séra Sigurbjörn Á. Gísla- son hefur sagt frá af skólaárum sínum hér í bæ, er hann var var- aður við að láta sjá sig á götu með óskólagengnum jafnaldra! Skattskráin minnir menn og á, hversu tekjur manna sveiflast frá ári til árs. Meðal hinna hæstu skattgreiðenda eru fáir, sem hafa fengið verulegt fé að erfðum, heldur eru það menn, sem sjálfir hafa rutt sér braut. Annað höfuðein- kenni Á meðan stóð á dvöl U Thant hvarf á brott allstór hópur þýzkra fyrirmanna sem hingað höfðu komið til að sitja fund Atlantshafsbandalagsfélaganna, en dvöldu hér lengur en aðrir þátttakendur þess fundar og fóru víða um landið. Á hádegisverð- arfundi, sem haldinn var í Þjóð- leikhússkjallaranum á vegum Vestrænnar samvinnu og Varð- bergs, töluðu ýmsir forvígis- menn Þjóðverjanna og hélt Mommer talsmaður sósíaldemó- krata á þýzka þjóðþinginu aðal- ræðuna. Mjög var fróðlegt að hlýða á tal alla þessara manna, og þá ekki sízt hvernig Mommer lýsti áhrifum sínum af íslands- ferðinni. Hann sagðist sjálfur vera þingmaður í kjördæmi í Suður-Þýzkalandi og væru íbú- ar kjördæmisins h.u.b. 260 þús. að tölu. Vegalengdir innan kjör- dæmisins væru nokkrar, þó ekki meiri, — ef rétt hefur verið eftir tekið, — en svo, að hvergi væri lengra en 30 km. á milli staða á yztu mörkum. Hann sagðist þess vegna hafa átt erfitt með að skilja hvernig einungis 190 þúsund manns, eða 90 þús. færri en í hans eigin kjördæmi, gætu haldið uppi heilu ríki og sér- stöku þjóðféiagi í landi, sem væri svo margfalt umfangs- meira og erfiðara yfirferðar en kjördæmi hans. Nú hefði hann reynt, að sjón væri sögu ríkari; hér væri vissulega ekki um nein skrök að ræða, heldur raun- veruleika, sem teljast. yrði til afreka. „í kjallaranum44? Athyglisvert er, að stundum þegar íslenzkir menn benda á þessi tvö höfuðeinkenni hins íslenzka þjóðfélags, sem skarp- skyggnym ferðalöngum þykja eftirtektarverðust, jafnræðið og það aírek, að halda uppi full- valda ríki í stóru og erfiðu landi, þá reyna sumir að gera sem minnst úr þessu. Á dögunum stóð í einhverju blaði, að tal um jafnræði ætti heima „í kjallaranum". Og ef minnst er á erfiðleikana, sem fámenni og stærð landsins skapar, þá er sagt að þar með sér verið að ala á minnimáttarkennd! Sannleikur- inn er allur annar. Jafnræðið er runnið frá hinu bezta og göfug- asta í skaphöfn norrænna manna, og án þess að skilja örðugleikana við að halda uppi hinu íslenzka ríki hafa menn ekki hugmynd um stórhug og þrautseigju islenzku þjóðarinnar. Mikið á sig lagt Slíku þjóðfélagi sem okkar verður ekki uppi haldið, nema borgararnir séu reiðubúnir til að ieggja mikið á sig í því skyni. Þó að það sé misskilning- ur, að íslendingar hafi nokkurn umtalsverðan beinan hagnað af dvöl erlends varnarliðs í land- inu, þá er ekki því að neita, að trúlega yrði kostnaður af ís- lenzku varnarliði okkur ofvax- inu. Vegna þess að við erum lausir við kostnað af vörnum, þá þurfa skattar ekki að vera hærri hér, en í öðrum löndum. Þeir eru m.a.s. lægri hér en yfir- leitt tíðkast í nágrannalöndum okkar. Engu að síður krefst nú- tímaþjóðfélag mikilla gjalda af þegnunum, ekki sízt þegar ein eða tvær kynslóðir hafa svo að segja þurft að gera frá grunni öll mannvirki, sem í landinu eru. Hver er sá íslendingur, sem að athuguðu máli, telur eftir það, er hann leggur fram til að gera landið byggilegt og halda uppi sjálfstæði þjóðarinnar? V Cóð lífskjör Rétt er og að hafa það í huga, að þótt framlög til almanna- þarfa séu mikil, þá eru lífskjörin hér á landi engu að síður góð. Aldrei hafa þau þó verið eins góð og nú. enda hefur beinn kaupmáttur launa almennings á síðustu tveim árum vaxið milli 15—20%. Nú ríður á að misstíga sig ekki, svo að þessi mikli vinn- ingur glatist ekki. Því miður skortir okkur enn öryggi, og gætum þó notið þess í ríkum mæli, ef við kunnum sjálfum okkur hóf. Oft heyrist talað um þýzka efnahagsundrið, þ.e.a.s. það kraftaverk, að þýzka þjóðin skuli eftir hrun ófriðarlokanna og niðurlægingu næstu ára þar á eftir, hafa á skömmum tíma komizt í röð efnuðustu þjóða heims. En Þjóðverjar þeir, sem hér að framan var getið, höfðu orð á því, að lífskjör manna hér virtust betri en gengur og gerizt i V-Þýzkalandi. Þvílíkur saman- burður er gerður eftir sjón- hendingu. En „glöggt er gests augað“, og sannarlega eru orðin mikil umskipti á, þegar deila má um hverjir njóti betri lífs- kjara, hinar efnuðust þjóðir á meginlandi álfunnar eða íslend- ingar. r A vestasta byggðu bóli í Norðurálfu Fróðlegt var að koma fyrra laugardag að Hvallátrum, Bjarg- töngum og á sjálft Látrabjarg. Himinninn var heiður og blár, haíið skínandi bjart og ekki bærðizt hár á höfði. Fugla- mergðin í bjarginu var með ólíkindum til að sjá, jafnvel fj'rir þann, sem ekki vogaði sér of nærri bjargbrúninni. í þeim mikla fjölda var stöðugt ys og þys, ekki minni en í stærstu stórborg. Úti fyrir velti hvalur sér í hafskorpunni. Enn lengra til að sjá voru nokkur skip á sveimi. Bændurnir á Hvallátr- um voru ekki síður höfðinglegir en hinir erlendu fyrirmenn, sem dvalizt höfðu hér í Reykjavík dagana á undan. Lítilla sanda lítilla sæva lítil eru geð guma. segir í Hávamálum. Fáir menn eiga við að búa stórfenglegri náttúru en þessir. En stundum geta hamfarirnar bugað mátt mannsins, brotið hann eða gert að hérvilling. Þessa menn höfðu þær eflt að manndómi og skiln- ingi. Stundarspjall við þá var lærdómsríkt, m.a. til að skilja þróunarsögu íslenzkra atvinnu- hátta. Langsótt er að aka í bíl út að Hvallátrum og þá ekki síður að Selárdal yzt í Arnarfirði, en þó vel fært hvorttveggja og mætti gera ennþá betra með viðráðan- legum kostnaði. Áður fyrri var veruleg byggð á báðum þessum stöðum. Selárdalur, sem nú er einna afskekktasta byggt ból á íslandi, var öldum saman eitt tekjumesta prestssetur landsins. Orsakir breytinganna eru ýms- ar; en ein sker úr. Báðir þessir staðir liggja við ágæt fiskimið, svo að örstutt þarf að róa. Þess vegna komu menn þangað í ver víðsvegar að. Eftir að skip stækkuðu og þó einkum eftir að vélaafl kom til, þá munaði ekki eins um vegalengdir á sjó og áð- ur. Sæmileg hafnarskilyrði urðu lífsnauðsyn. Af þeim sökum fluttust útgerðarstöðvar inn á eyrar og víkur í innfjörðum, þar . sem skip gátu legið í skjóli. Áð- ur fyrri töluðu menn um breytta atvinnuhætti, nú um tækni- og hagræðingu. Allt er þetta sama sagan; undirstaða framfara en skapar einnig ný vandamál og erfiðleika, sem þeir er utan við standa, eiga erfitt með að skilja til fulls. Gott vitni um hina óslökkvandi fróðleiks- og söfnunarþrá, sem með íslendingum býr, er það, að á leiðinni út á Látrabjarg, nokk- urn veginn miðsvegar frá Patr- eksfirði að Hnjóti í Örlygshöfn, hefur bóndinn þar af eigin rammleik komið upp byggða- safni. Þar má á skammrf stundu íylgjast með þróun frá frum- stæðum lifnaðarháttum, þegar í örbirgðinni varð að notast við allt, sem að, hendi kom. Varðarferðin Einkum var fróðlegt að lfta yfir þetta safn fyrir þann, sem rennt hafði nokkrum dögum áður augum yfir hið mikla byggðasafn að Skógum undir Eyjafjöllum. Það er fjölbreyti- legra og gert við betri aðstæður, en hvort tveggja lýsir ágætri elju og skarpskyggni á gildi gamalla menja. Að Skógum komu þátttakendur Varðarferð- arinnar að þessu sini, h.u.b. 900 manns. í þeirri ferð mátti nú sem fyrr sjá menn á öllum aldri, æruverðuga öldunga og ung börn. Þar var fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins — fólk, sem hefur ánægju af því að hitt- ast og kynnast innbyrðis og vill einnig kynnast sínu eigin landi, fegurð þess og sögu. Varðar- ferðin er eitt tákn þess samein- ingaranda, sem í Sjálfstæðis- flokknum ríkir og hann leitast við að efla með þjóðinni allri. Því betur sem einstaklingarnir kynnast, því minni verður öf- und og úlfúð. Því fleiri höfuð- borgarbúar sem fara víðar um landið, því betur skilja þeir, að alhliða uppbygging íslands er þess verð, að mikið sé hennar vegna í sölurnar lagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.