Morgunblaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. júlí 1966 FÁLKAFLUG ••••••••••••• EFTIR DAPHNE DU MAURIER — Þeir hefðu aldrei haft efni á því, ef við hefðum ekki kom- ið til sögunnar, sagði hann með ákafa — og svo láta hinar deild irnar, kennara- og listadeildirn- ar, sér sæma að líta niður á okkur og fara með okkur eins og einhverja aumingja — eða reyna það að minnsta kosti. En við erum þegar orðnir, næstum í meirihluta, og næsta ár fær- um við þá alveg í kaf. — Ég skal segja þér, sagði Mario, — að einhvern næsta dag verða slagsmál, og ég get farið nærri um hvorum þar veitir bet ur. Toni, kunningi minn í bóka- safninu, hafði kallað V og H-stú- dentana fjörugan hóp, og það var víst nærri sanni. — Þér vitið, hvernig þetta er, sagði hr. Silvani, þegar stúdent arnir voru að pexa sín í milli. — Þessir drengir hafa aldrei komizt í kynni við styrjöld. Þeir verða að sleppa sér. Og þessi deildarígur er ein aðferðin til þess. — Má vera sagði ég. — En er þetta ekki að kenna ein'hverri klaufalegri stjórn hjá prófessor- unum? Hann hristi höfuðið. — Rekt- orinn er ágætis maður, sagði hann. — Enginn maður í Ruff- ano er betur virtur en Butali prófessor. En hann er veikur núna, eins og þér vitið. — Já, svo var mér sagt í bóka safninu. — Það er sagt, að hann hafi verið alveg í dauðanum, en nú er hann aftur á batavegi. Frú Butali er líka ágætis kona. Þau njóta bæði mikillar virðingar. En þessi bjánalega samkeppni hefur farið hríðversnandi með- an hann var fjarverandi, — en þegar hann kemur aftur verður því sennilega lokið, get ég sagt yður, En ég er annars á sama máli og þér. Ég kenni það mest eldri prófessorunum, eða það er að minnsta kosti sagt þar sem ég vinn — í bæjarskrifstofun- um. Forstjóri Kennaradeildar- innar, Rizzio prófessor, og systir hans, sem stendur fyrir kven- stúdentagarði — þau eru bæði þröngsýn og vanaföst og lík- lega er það eðlilegt, að þeim sé lítið um forstjóra V og H- deildarinnar, Elia prófessor, sem er það sem við köllum strefari — og óþarflega hrifinn af sjálf- um sér, enda er hann frá Milano. Meðan ég naut hins ágæta mat ar frú Silvani, fór ég að hugsa um, að ekki væri mikið að stjórna einu vagnhlassi af ferða mönnum, móti því að halda skikk á svona stúdentahóp. Ég hafði aldrei orðið var við neinn svona æsing í Torino. Þegar máltíðinni lauk, dreifð- ist hópurinn okkar, stúdentarnir fóru út á Lífstorgið, en ég af- þakkaði að drekka kaffi og reykja vindling með hjónunum. Þau voru afskaplega vingjarn- leg og almennileg, en ég var bú- inn að fá nóg af skrafi í bili. Ég gekk upp í herbergið mitt, tók frakkann minn og fór út. Bíllinn stóð enn úti fyrir nr. 5, Unglingarnir í Ruffano voru enn allsráðandi á Lífstorginu, enda þótt hópurinn væri nokkuð tekinn að þynnast. Margir þeirra hlutu að hafa farið í bíó- ið til að horfa á Karíbamyndina, en aðrir höfðu haldið, hver til síns 'heima, eða þá inn í einhver dimm skúmaskot. Ég gekk fram hjá Hertogahótelinu og yfir á Sölutorgið. Hátt uppi yfir mér, til vinstri, gnæfði vesturgaflinn á hertogahöllinni, og turnarnir tveir teygðu sig upp til himins. Þegar ég var krakki, hafði ég alltaf verið kominn í rúmið um þetta leyti. Ég hafði aldrei séð turnana svona, né gert mér grein fyrir fegurð þeirra og þokka. Þessi skuggamynd hefði getað verið mynd af eirihverju bak- tjaldi í leikhúsi, sem opinber- ast snögglega áhorfendum þegar tjaldið er dregið upp. Það var eins og brothætt og loftkennt við fyrstu sýn, en raunverulegu áhrifin komu ekki fyrr en seinna. Þessir veggir voru raun- verulegir, ógnvekjandi, eins og virki, þar sem krafturinn er fal inn bak við ytra borðið. Og turn spírurnar, sem komu upp úr grindverkinu í kring, stóð upp í loftið eins og hvesst hnífsblöð. Fegurðin lét mest á sér bera, en ógnin bjó undir. Múrgatan, sem lá kring um alla borgina Ruffano teygði úr sér fyrir augum mínum í ofur- litlum boga, en mér til vinstri □-----□ 18 □-----□ handar voru tröppurnar, sem lágu upp að höllinni og borginni fyrir handan. Ég ákvað að ganga upp tröppurnar. Ég hafði rétt stigið upp á neðstu tröppuna, þegar ég heyrði fótatak einhvers sem hljóp. Einhver var að koma niður tröppurnar fyrir ofan mig, en á harða spretti. Þama var snarbratt og stórhættulegt að hlaupa. — Varaðu þig, annars dett- urðu! æpti ég. Hlauparinn kom nú fram úr myrkrinu og hrasaði, en ég rétti út hönd til að stöðva hann í fall- inu. Þetta var piltur, líklega stúdent og hann reyndi að slíta sig lausari en leit um leið á mig óttaslegnum augum. — Nei.......sagði hann. — Slepptu mér! Ég varð hissa og linaði á tak- inu. Hann hljóp frá mér snökt- andi niður neðstu tröppurnar. Ég heyrði skellina í skónum hans ,þar sem ég stóð. — Ég hafði eyrun vel hjá mér á leiðinni upp. Tröppurnar voru koldimmar, enda aðeihs einn lampi fyrir ofan þær. Ég sá ein- hverja mannsmynd hörfa inn í skuggann. — Nokkur þarna? kallaði ég. Ekkert svar kom og ég hélt áfram varlega, og þegar ég var kominn upp, stanzaði ég og leit í kring um mig. Þarna var her- togahöllin til vinstri við mig og sá turninn sem nær mér var ískygglega skuggalegur. Þá sá ég, að litla hurðin, sem var við hliðina á aðaldyrunum, var upp á gátt. Þarna stóð einhver. Þeg- ar ég kom nær, hvarf maðurinn og lét hurðina hægt aftur á eftir sér. Ég hélt áfram upp hallann, framhjá þöglu og skuggalegu höllinni, þar til ég kom í göng- in, sem liggja að dómkirkjunni og Meiratorgi. Ég hafði orðið órólegur af að sjá þennan hrædda pilt. Hann hefði hæg- lega getað hálsbrotið sig. Og eins voru opnu dyrnar og manns myndin í þeim óhugnanleg. Ég gekk áfram yfir torgið. Allt var kyrrt. Ég gekk götuna, sem lá að Draumagötu, eins og ég hafði gert kvöldinu áður, gripinn, sömu lönguninni að sjá aftur bernskuheimili mitt. Þarna var enginn á ferli og ég stóð stundarkorn undir múrn- um og horfði á húsið. Ljós skein út um rifuna á gluggahlerunum á fyrstu hæð, en nú heyrði ég enga tónlist. En svo heyrði, ég fótatak koma eftir götunni, sem mér fannst eins og koma á eftir mér frá hertogahöllinni. Ein- hver hugdetta fékk mig til að fela mig í horni við múrinn og bíða. Fótatakið hélt áfram, greinilegt og einbeitt. Það var engin leynd við þennan eltinga- leik — væri það þá eltingaleik- ur. Að baki mér sló dimmraddaða klukkan í klukknaturninum tíu og eftir andartak tók önnur við, og svo fleiri kirkjur lengra burtu. Fótatakið stanzaði. Það hafði stanzað við hliðið í múrn- um, sem lá inn í garðinn og hús ið inni í garðinum. Ég teygði mig fram og sá mann. Hann leit upp á húsið, alveg eins og ég hafði gert, en gekk svo fram og snerti húninn á hurðinni. Kannski var rektorsfrúin, eins og húsmóðirin, sem þarna var fyrir tuttugu árum, að þarfnast einhverrar svölunar. Þegar maðurinn stanzaði snöggvast meðan hann tók i hurðina, skein götuljósið beint framan í hann sem snöggvast. Hann gekk inn og lagði aftur hurðina. Ég stóð hreyfingarlaus sviptur öllum krafti og allri til finningu. Maður þessi var sannar lega enginn framandi heldur hann Aldo, bróðir minn! 7. kafli. Ég straukst framhjá hópi af stúdentum, sem dokuðu skraf- andi fyrir framan Mikjálsgötu 24, en meðal þeirra voru Pasqu- ale-systkinin. Ég_ fór beint upp I herbergið mitt. Ég settist á rúm- ið og starði fram fyrir mig. Þetta var auðvitað missýning i slæmri birtunni. Óafvitandi sam Aldo hafði verið skotinn niður 1 band við gamla heimilið mitt. Aldo hafð verð skotnn niður 1 ljósum loga, árið 1943 — mamma hafði fengið skeyti um það. Ég mundi vel, hvenær það kom og hvernig hún starði á um slagið — því að þarna hlutu að vera einhverjar fréttir — og svo fór hún inn í eldhús og kallaði á Mörtu, og svo voru þær þarna inni, fyrir luktum dyrum. Börn finna það á sér ef frétt- ir eru sorglegar. Ég settist í stig ann og beið. Allt í einu kom mamma fram aftur. Hún grét ekki, en var með þennan þrengi ingasvip, sem fullorðið fólk er með þegar það hefur orðið fyr- ir einhverju áfalli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.