Morgunblaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 23
Sunnudagur 17. júlí 1966
MOHCUNBLAÐIÐ
23
er ber nafn afa síns. Yngstur eir
Guðmundur, er lauk iðnfræða-
námi frá taekniskólanum í Berg-
en í Noregi nú í vor.
Ég, fjöiskylda min og sam-
starfsmenn vottum eiginkonu
hans, böi'num, öldruðum föður
og öðrum aðstandendum samúð
okkar. Huggun er að minnast
þess, að genginn er góður dreng-
ur og mikið karlmenn. Þökk fyr-
ir samfylgdina. Vertu sæ.11 kæri
vinur.
X. V.
Á MORGUN fer fram frá Foss-
vogskirkju útför Hjálmars Jó-
hannssonar, múrarameistara.
Hann var fæddur hér í
Reykjavík 28. maí 1904 og lést
í Landsspítalanum 12 þ.rrr.
Hjálmar var sonur hjónanna
Guðbjargar Gisladóttur frá
Þverspyrnu í Hrunamanna-
hreppi og Jóhanns Kr. Hafliða-
sonar, hússmíð'ameistara frá
Birnustöðum á Skeiðum. Hann
ólst upp hjá foreldrum sínum
hér í borginni, en dvaldist einnig
á uppvaxtarárunum um árabil
á heimili afa síns og síðar föð-
urbróður sírs á Birnustöðum.
Eftir það fluttist hann aftur
til foreldra sinna. Hann stundaði
um skeið sjómennsku á togur-
um, en snéri sér síðan að námi
í múraraiðn og hlaut meistara-
réttindi í þeirri starfsgrein, sem
varð eftir það hans ævistarf.
Hjálmar Jóhannsson vann öll
þau störf, sem hann tók að sér,
með dugnaði og samvizkusemi.
Hann lagði sérstaka alúð við
allt, sem hann tók sér fyrir
hendur hvort sem um var að
ræða starf eða sérstök hugðar-
efni. Hjálpsemi hans, tryggð og
drengilega framkomu var öðr-
um til fyrirmyndar. Vegna þess-
arra mannkosta ávann Hjálmar
sér virðingu og traust þeirra
manna, sem hann starfaði með,
en þeir urðu margir, og má í
því sambandi geta þess að hann
hafði yfirumsjón í sinni starfs-
grein með byggingu verka-
mannabústaða hér í borginni
hátt á þriðja áratug.
Hjálmar Jóhannsson átti ýmis
hugðarefni utan starfsgreinar
sinnar og áhuga á félagsmálum.
í þeim efnum vildi hann vinna
að því að gera hlutskifti sem
allra flesta sem bezt og jafnast.
Síðustu árin haíði hapn mest
yndi af veiðiskap og var sá er
þetta ritar svo lánsamur að vera
veiðifélagi hans um árabil. Við
slík tækifæri kynnast menn vel
og betur en almennt gerist nú,
er kynni manna takmarkast við
að mætast á förnum vegi. Við
þessi liynni Jærði ég að meta
hugaríar Hjálmr.rs til samfélags
ins, hjálpsemi hans og dreng-
skap, sem er undirstaða allra
sannra mannkosta
Fyrir réttu ári síðan sáum við
á bak móður Hjálmars, þá 93
ára að aldri, en faðir hans lifir
enn háaldraður.
Um leið og ég nú kveð mág
minn og vin Hjálmar Jóhanns-
son, eftir nær 40 ára kynni, með
innilegu þakklæti fyrir óbrugð-
ula vináttu og tryggð, vil ég
votta hinni ágætu konu hans,
frú Valgerði Guðmundsdóttur,
svo og bornum þeirra hjóna
innilega samúð mína og fjöl-
skyldu minnar.
E. H.
hvert sem þér fariö/hvenær sem þér fariö
hvemig sem þerferöist sa, POSTHBSSTRitn 0 AJ^ySIMI I778B
Tóbaks oj Er kaupandi a eða söluturni. - fyrir 21. þ. m., 1 sælgætisbúð ð tóbaks- og sælgætisbúð — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „4543“.
Ungur mun Hjálmar hafa van-
izt erfiðisvinnu, eins og þá var
siður um umglinga, sér og sínum
til framdráttar, en skólasetan
minni. Hann stundaði ýmis störf,
var í sveit, við verkamannastörf
og sjómaður, þar til hann hóf
nám í múrsmíði hjá hinum vel- .
þekikta múrarameistara Jóni Ei-
ríkssyni, hér í borg.
Fyrstu árin eftir að Hjálm-
ar hafði öðlazt meistararéttindi
vann hann í samvinnu við föður
sinn og Hafliða húsasmíðameist-
ara, bróður sinn, að byggingar-
starfsemi.
Það var í septemiber árið 1939,
að við Hjálmar hóifum störf sam-
an. Verið var að undirbúa bygg-
ingarframkvæmdir fyrir Bygg-
ingarfélag verkamanna í Reykja-
vík, er þá var nýstofnað. Hjálm-
ar tók þá að sér umsjón á upp-
steypu og öllu múrverki á hús-
um þeim, er þá hófust fram-
kvæmdir á. Þeim störfum hefur
hann nú gegnt fyrir Byggingar-
félag venkamanna í nær 27 ár,
eða þar til hann nú fyrir tveim
mánuðum varð að hætta vegna
sjúkdóms þess, er varð honum að
dauðameini á svo ótrúlega stutt-
um tímia. Um það leyti, er fram-
kvæmir hófust hjá Byggingar-
félagi verkamanna, skall á síðari
heimstyrjöldin, er skapaði marg-
víslega erfiðleika, er voru vand-
leystir og urðu sumir ekki leystir
á þann veg, er óskað hefði verið
eftir. Stríðsárin urðu sá tími, er
við hjá Byggingarfélaginu kynnt-
umst hver öðrum og byrjuðum
vinnu saman. Á ég þar við stjórn
félagsins, starfsmenn og fólkið,
er stendur að félaginu. Hjálmar
lá ekkl á liði sínu, hvorki þá né
síðar að leysa, svo sem völ var
á, þann vanda er að bar og þá
ekki með hávaða né ofríki.
Ég veit, að ég má fyrir hönd
þeirra manna, sem eru í stjórn
Byggingarfélags verkamanna og
hafa verið það áður og þeirra er
láta sig félagið varða eða hafa
gert það, þakka homurn öll störf-
in og samstarfið þessi liðnu ár.
Það sama vil óg gera fyrir hönd
allra samstarfsmannanna, sem
eru orðnir margir, en allir rnunu
þeir minnast góðs og heilsteypts
drengskaparmanns.
Hjálmar var góður fagmaður
og sérlega skyldurækinn við ölí
þau störf, ar hann tók að sér að
Hjálmar Jóhannsson
múraram. — Minning
HJÁLMAR Jóhannsson, múrara-
meistari, til heimilis að Grænu-
hlíð 3, hér í borg, andaðist 12.
þessa mánaðar í Landsspítalan-
Uim eftir erfið veikindi, en ek-ki
mjög 1-anga sjúkdómslegu. Hann
verður bordnn til grafar frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 18. júlí.
Hjálmar var fæddur 28. maí
1904 í Reykjavík. Foreldrar hans
voru hjónin Guðbjörg Gísladóttir
og Jóhann Hafliðason, húsa-
smíðameis'tari. Jóhann lifir enn
í hárri elli. Guðbjörg er dáin
fyrir rösku ári, þá 93 ára að
a'ldri. Hjálmar var næst elztur
systkina sinna, en þau voru tvær
systur og fjórir bræður. önnur
systiriin dó ung, en Hjálmar er
sá næsti, er fer úr systkinahópn-
um.
sjá um. Hann var eins og fleiri
af hans ættmönnum mjög hagur
í höndum og ha.fði gaman af
haindverki, hvort heldur var
múrverk, smíðar eða annað, er
laut að hagleik.
Hjálmar var í eðli sínu dulur
maður, laus við að ýta sér fram,
laus við áreitrd til annarra, en
hlýr og gamansamur við vimnu-
félaga sína. Hann gat verið
skemmtinn í fárra manna hóipi,
var tröll tryggur og vinur vina
sinna. Hjálmar hafði gaman að
ferðalögum og útilifi, ferðaðist
mikið um helgar með fjölskyldu
sinni. Einnig var hamn glaðastur
allra samverkamannana, ef farið
var í ferðalög eða mætt samarn
á gleðistundum. Mi-kla ánægju
hafði hann af veiðiskap. Helsjúk-
ur fór hann í sína síðustu veiði-
ferð í Elliðaárnar þann 17. júní
síðastliðinn.
Hjálmar var kvæntur Valgerði
Guðmundsdóttur, myndarkonu.
Þau áttu gott ’heimili. Þar ríkti
gestrisni og viðmótshlýja. Ég
minnist margra góðra stunda, er
ég og mínir komu á heimili
þeirra hjóna og barna þeirra.
Börn þeirra eru þrjú, öll mynd-
arfólk. Þau eru Guðrún Vigdís,
cand. phil. og Björgvin Ragnar,
iðnfræðingur, kvæntur Guðnýju
Eiríksdóttur, eig-a þau einn son,
„ Hver stund með Camel
léttir lund!“
Kveikið í einni Camel og njótið áriægjunnar
af mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði.
BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN
Ein mest selda sigarettan í heiminuni.
MADE IN U.S.A.