Morgunblaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 7
Sinnudágur 17. júlí 1966 morcunbLaðío Kirkjan í Innri-Njarðvík 80 ára Innri-Njarðvíkurkirkja á, á mánudaginn 18. júlí 80 ára af- mæli. í tilefni af því, birtum við mynd af kirkjunni, ásamt visi- taziugjörð, eftir að kirkjan er byggð. Kirkjan er vígð af prófast- inum séra Þórarni Böðvarssyni í Görðum. Byggingameistari kirkjunnar var Magnús Magnússon stein- smiður, en í sóknarnefnd voru þá Arinbjörn Ólafsson útvegs- bóndi í Tjarnarkoti, Jón Magnússon bóndi í Narfakoti og Ársæll Jónsson, bóndi í Höskuldarkoti. Safnaðarfulltrúi Ásbjörn Ólafs- son, bóndi og hreppstjóri í Innri-Njarðvík, og var hann einnig forstöðumaður kirkjubyggingarinnar. Núverandi sóknarnefndaroddviti er Guðmundur A. Finnboga- son, en sóknarprestur séra Björn Jónsson, Keflavík. Kirkjulýsing 1886 Árið 1886 18. júlí vísiteraði prófasturinn í Kjalarnesþingi (sem þá var séra Þórarinn Böðvarsson í Görðum á Álfta nesi), kirkju og söfnuð að innri-Njarðvík, að aflokinni guðsþjónustugjörð, en kirkjan var vígð þann dag. Var byrj- að að efna til kirkjunnar í desember 1884 og byggingunni haldið áfram siðan og er henni lokið fyrir fáum dög- um. Kirkjan er steinhús, grunnur undir henni er graf inn 214 alin á dýpt ofan á harða möl, sténdur hún á sökli úr ferköntulagagrjóti um 1 alin á hæð, veggir kirkj unnar eru á hæð 5 álnir frá sökli, lengd kirkjunnar eru 20 álnir réttar, utanmál, (gafl ar) breidd kirkjunnar eru 20 álnir og 18 þumlungar. Þykkt veggja og gafla er 18 þumlung ar. Veggir og gaflar eru úr ferköntuðu grjóti höggnu. Á hvorri hlið kirkjunnar eru eru fjórir gluggar. Eru þeir með þversprossa úr miðjum neðri hluta gluggans eru fyr ir neðan þá sprossar, 7 rúður, ein ferköntuð stór í miðju, en 3 hálfrúður eða þríhyrntar rúður til hvorrar hliðar henn ar, og jafnmargar fyrir ofan sprossana. Yfir porti, sem er yfir efri hluta gluggans, er bogadreginn gluggi með 4 rúðum. Hæð hvers glugga upp í boga 2 álnir og 14 þumlung- ar og 1 alin og 11 þumlungar á breidd. Á vesturgafli kirkj unnar eru tveir gluggar annar á gaflinum yfir kirkjudyrum hinn á turni vestanverðum nokkuð minni en hliðarglugg arnir en af sömu gerð. Vængja hurð með spjöldum er fyrir kirkjunni með tvílæstri skrá og yfir henni bogamyndaður gluggi með 4 rúðum. Á kiikj- unni allri er _ helluþak á plægðri súð. Á vesturenda kirkjunnar er turn úr tré klæddur járni. Er hann á hæð 6 áinir upp í mænir, á breidd 3 álnir og 6 þumlungar. Á FRÉTTIR Kristileg samkoma í kvöld í samkomusalnum Mjóuhlíð 16 kl. 8. Allt fólk hjartanlega velkomið. Kvennadeild Slysavarnafélags- Ins í Reykjavík. Þær konur, sem ætla að taka þátt í sumarferð- inni láti vita fyrir kl. 2 á mánu- dag í síma 14374. Fíladelfía, Reykjavík: Guðs- þjónusta á sunnudagskvÖld kl. 8. Ræðumaður: Halldór Magnús- son. Safnaðarsamkoma kl. 2. Úti eamkoma í Laugardal kl. 4 ef veður leyfir. Kristileg samkoma á Bæna- etaðnum Fálkagötu 10 sunnud. 17. júlí kl. 4. Bænastund alla virka daga kl. 7 e.m. Allir vel- komnir. Verð fjarverandi í nokkra daga. Séra Gunnar Árnason. Séra Ólafur Skúlason, sóknar- prestur í Bústaðaprestakali, »ærð ur fjarverandi næstu vikur. Tangholtsprestakall. Verð fjar verandi næstu vikur. Séra Sigurð ur Haukur Guðjónsson. honum er þak nokkuð flot- ara en vínkill. Vestast á turn þakinu er járnstöng um 4 áin ir á hæð með kúlu úr blýi, steypt utan um stöngina. Efst á stönginni er járnkross með hnúðum á endum úr biýi. Fyrir framan kirkjudyr er steintrappa úr grágrýti. Stétt er lögð allt í kringum kirkj- una. í kirkjunni allri er íjai- argólf, kórgólf er upphækkað um 6 þumlunga og er boga- myndað að framan. Á miðju kórgóifi við austurgafl er alt ari litað mahognilit með dökk um spjöldum upp að því er altaristafla, sem lituð er á skírn Krists. Sunnantil á kór gólfi er prédikunarstóll 8 hyrndur með sama lit og alt- arið ,með gylltum listum um- hverfis spjöldin, upp í hann eru 2 stig. Norðanvert gagn- vart prédikunarstól er skírn- arfontur, sömuleiðis með sama lit. í kór eru 2 lausir bekkir sinn til hvorrar hliðar. í framkirkju eru 9 sæti sunn anvert bogadregin að aftan, en 10 norðanvert, eru þau öil nokkuð bogadregip með bak- slám, lituð öll ljósgulum lit. Setuloft 5 álnir á lengd er yfir kirkjunni, framanverðri. Undir innsta bita eru 2 stoðir sín hvoru megin við ganginn og milli þeirra og út frá þeim upp á setuloftið er stig'i af- þiljaður og litaður að ínnan með dökkum lit, en handriðið með dökkgulum lit. Renndir pilárar eru innst á setulofti litaðir ljósgulir en riðið ýfið dekkra. Á setulofti eru 4 lausir bekkir, þar er og nýtt harmóníum sem keypt hefur verið handa kirkjunni fyrir 4.50 kr. Yfir kirkjunni og allri fram að setulofti er boga dregin hvelfing með 121 spjaldi og gilt stjarna á miðju hverju spjaldi. Spjöldin eru ljósblá en rammarnir hvítir. Niður úr hvelfingunni eru 3 ljósakrónur, 2 úr kristall, en hin fremsta rend úr tré lituð gul. Umhverfis altarið er bogamyndaðar grátur litaðar líkt og altarið, eru í grátunum rendir pílárar litaðir nokkuð dekkri með gyltum hnúð í miðju. Knéfall er klæít rauð- um dúk. Kirkjan er mjög traust og mjög álitleg og eiga þeir, sem hafa byggt hana mikinn heið ur og þakkir skilið. Sá sem hefur byggt kirkjuna er heið- ursbóndinn og sýslunefndar- maðurinn Ásbjörn Öíafsson og er það hin önnur kirkja sem hann hefur byggt. í far- dögum 1886 átti kirkjan í sjóði 1271,86 en reikningar yfir byggingu kirkjunnar er enn ekki saminn. 4 börn voru yfirheyrð og reyndust yfir höfuð vel að sér. Ár dag og sem að ofan. Þórarinn göðvarsson. Ásbjörn Ólafsson. Ársæll Jónsson. Vegaþjónusta Félags íslenzkra BIFREIÐAEIGENDA 15. 16. og 17. JÚLÍ: F.f.B. 1 Eyjafjörður, Skaga- fjörður, Húnavatnssýsla, Reykja- vík. F.Í.B. 2 ísafjörður, Vatnsfjörð ur. F.Í.B. 3 Þingvellir, Laugar- vatn, Grímsnes. F.Í.B. 4 Vatnsfjörður, Bjark- arlundur, Dalir. F.Í.B. 5. Kranabifreið: Hell- isheiði, Mosfellsheiði. F.Í.B. 6 Kranabifreið: Hval- fjörður, Borgarfjörður, Dalir. F.Í.B. 7 Sjúkrabifreið: Húna- vatnssýsia, Skagafjörður, Eyja- fjörður. F.Í.B. 8 Hvalfjörður, Borgar- fjörður. F.Í.B. 13. Hellisheiðifc Ölfus, Þjósárdalur, Skeið. Félag íslenzkra bifreiða- eigenda. ALMENN FJÁRSÖFNUN STENDUR NÚ YFIR TIL HÁTEIGSKIRKJU Kirkjan verður opin næstu daga kl. 5—7 og 8—9 á kvöldin. Sími kirkjunnar er 1 2 4 0 7. Einning má tilkynna gjafir í eftirtalda síma: 11813, 15818, 12925, 12898 og 20972. VÍSUKORN MANNI SVARAÐ: Ég er ísafirði frá, fyrst hóf ævi mína þar sem fjöllin fagurblá fegurð mesta sína. Guðmundur Guðni Guðmundsson. Messa í dag Bessastaðakirkja. Messa kl. 2. Séra Garðar Þorsteinsson. 7 Ferðamenn — Ferðamenn Ef lcið ykkar liggur um Akureyri, þá látið ekki hjá líða að skoða glæsilegasta vöruhús landsins. Verzlun á 3 hæðum. Það er óþarfi að fara til Glasgow. Það fæst hjá. A K U R E Y R I Nýjustu félagsbækur Máls og menningar Mannkynssaga 300-630 eftir Sverri Kristjánsson >f Myndlist Michelangeto Myndlist Rembrandt MÁL og MENNING Laugavegi 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.