Morgunblaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnuclagur 17. júlí 1966
I Þorlákshöfn
SNEMMA á öl'dum er Þorláks-
hafnar getið sem útróðrastaðar
og verstöðvar. Vermenn komu
þangað viða að af landinu og
stuinduðu sjóróðra, og bjuggu í
vertbúðum, því tæpast hafa verið
þar önnur íverulhús, utan bærinn
Þorlákshöfn, sem trauðla hefur
hýst mikið meira en heimamenn.
í annálum er Þorláksihafnar
einkum getið í samlbandi við
slystfarir og hrakninga og skulu
tilfærð hér nokkur dæmi. Ann-
áll nítjándu aldar segiir svo m.a.
1806: „Pétur Hölter, föðurbróðir
Mörtu, fyrri konu Stefáns amt-
manns, braut skip sitt (Stykkis-
hólmsskip) fyrir Þorlákslhöfn,
komust menn í bátinn nema
kauipmaðutr sjálfur, því hanm var
þungfær, stóð þó af sér brimið
hungursneyðinni, og mörg munu
þau heimili hafa verið sér syðra
og jafnvel einnig fyriir norðan,
sem áttu vertíðinni í Þorláks-
höfn og raunar víðar á Suður-
nesjum, líf sitt að launa.
Eftir að áraskipin hverfa úr
sögunni, taka við stórir opni.r
en vélknúinir bátar (trillur) og
síðan litlir dekklbátar. Byggðin
hér við „Höfnina” jókst þó mjög
hægt, og fyrir 8—10 árum voru
hér ekki nema fáeinar fjölskyld,-
ur og nokkur hús. En skyndi-
lega tók tæknin að hafa áhritf
hér sem annarsstaðar. Hafin er
hafnargerð, frystihús byggt og
'stærri bátar koma til sögunnar,
og nú eykst fólksfjöldinn hröð-
um skrefum. Sennilegt er að
framkvæmd, en von allira, er til-
veru sína eiga að einlhverju eða
öl'lu leyti byggða á höfninni hér,
er sú, að draumurinn um góða
höfn í Þorlákshöfn rætist sem
fyrst.
Eins og áður hefur verið minnzt
á er það fyrst og fremst höfnin,
sem Þárlákshöfn á til'veru sína
undir, og svo auðvitað hin feng-
sælu fiskimið í næsta nágrenni.
Allt fram á síðustu daga hefur
það verið þorskurinn, sem hefur
verið aðalaflinn, sem á land hef-
ur komið og hefur hann verið
nýttur í fullkomnu frystihúsi og
á annan hátt eftir beztu tækni
nútímans á þeim sviðum. Meitili-
inn hf hetfur rekið þessar fisk-
vinnslustöðvar með hinum mesta
Fullhlaðin skip landa síldarafla.
uipp í Þorlákshöfn, en önnur eru
í undirbúningi.
Er að rísa borg í hrauninu við
sjóinn vestan Ölfusárósa? Sumir
öll skilyrði eru ti'l þess einungi*
ef höfnin verður fulilikomnuð.
Nú er unnið af kappi við leng-
ingu nyrðri hafnargarðsins og
þegar því verki er lokið, er stór-
Samþykkt bænda
hafa spáð að þar miuini verða
stórstígar framfarir á næsitu ár-
um og ekki er sú spá að öllu
leyti út í bláinn. Suðurlands-
undirlendið með allar sínar 'blóm
legu sveitir verður að hafa höfn.
einmitt í Þórlákshöifin?
Allt bendir til að svo verði og
um áfanga náð. Fynr á öldum sáu
framsýnustu menn Þorlákslhöfa
sem stóran stað og þeir iögðu
mikið kapp á að komast þangað
og staffa þar. Líkur eru til að
von þeirra og draumur muni
rætast og þar muni eir tímar líða
rísa borg.
— st. e. sig.
Séð yfir Þorlákshöfn, eins og þo rpið lítur út í dag. — i^josm.: st.e.sig.
um hríð, en varð eigi náð og
fórst hann þar. 1812: Átta menn
af skipi frá Eyrarbakka fórust
við Þorlákshöfn, fimm komust af.
1842: Sextán menn fórust af
skipi úr Þorlákshöfn.“ Þá segja
annálar nokkuð frá hrakningum
og iíftjóni norðammanna eink-
um úr Skagafirði og Húnaþingi,
er sóttu suður um heiðar til sjó-
róðra frá Suðurnesjum og Þor-
lákshöfn. Þrátt fyrir hin tíðu
slys er urðu við ÞorLákShöfn
fyrr á öldum (þau voru raunar
ekki meiri þar en annars staðar)
sóttu menn sjó þaðan af mi'klu
kappi, enda stutt á fengsæl fiski-
mið. Sagt er að eina vertíð hafi
a.m.k. 30 skip verið gerð út frá
Þorlákshöfn og hafa varla færri
en 300—350 menn starfað við
þau. Allt voru þetta sem að lík-
um lætur opin áraskip og hefur
vistin þar oft verið köld og mikil
vosbúð, og ekki var mikið um
þægindin er í land var komið,
hvergi á landinu hafi vöxturinn
orðið jafn ör á svo skömmum
tírna. í dag er Þorlákshöfn ný-
tizkulegt og vel skipulagt þorp
með 347 íbúa. Hér heita göt-
urnar ekki nöfnum, heldur eru
eru þær merktar bókstöfum lílkt
og í sumurn stórborgum erlendis
A-gata. B-gata o. s. frv.
Það er þó fyrst og fremst 'höfn-
in, sem þessi staður á til'veru
sína undir. Fyrir nokkrum árum
var ráðizt í mikla hafnargerð og
munu það aðaliega hafa verið
Árnes- og Rangárvallasýslur, sem
stóðu fyrir því, en fjárskortur
mun hafa tafið þær framkvæmd-
ir. Á síðasta Aliþingi voru sam-
þykkít lög um Landshöfn í Þor-
lákshöfn og er það von manna
að nú komi verulegur skriður
á hafnarmá'lin. Heima bátar hér
eru að vísu ekki nema 7 eða 8
en mikill fjöldi aðikomubáta
leggur afla' sinn hér á land og
er hann að vísu ekki nema að
Sildarverksmiðjan, fremst á myndinni er verksmiðjustjórinn Örn
Sigurðsson.
kaldar og óvistlegar búðir, flest-
ar hlaðnar úr torfi og grjóti, og
óþiljaðar. Þrátt fyrir aðbúnað-
inn mun ekki hafa verið skortur
á sjómönnum hér um slóðir, því
margir sóttu efir skiprúmi og
fengu stundum færri en vildu
Eklki get ég þó ímyndað mér að
ævintýraþráin ein hafi ráðið, er
ungir menn sóttu fast til slíkra
starfa, heldur mun hitt hafa
valdið að þessi starfi var nauð-
synlegur til framfærski heimil-
anna ,enda mun vertiðarfengur-
inn oft hafa bægt frá sárustu
myndarhrag, en aiuik hans er
a. m. k. ein saltfiskvenkunarstöð
rekin af öðrum. Þá er nýtekin til
starfa síldarverksmiðja, sem er
eign Mjölnis hf og hefur hún
þegar tekið á móti og unnið um
4000 lestir af síld auk nokikurs
magns af beinurn og loðnu á sl.
vetri. Þetta nýja fyrirtæiki gefur
von um mikla atvinnumögulei'ka
og mun, ef vel aflast verða staðn-
um og nágrenni hans til mikillar
og enn frekari hagsar dar. Ýmis
iðnaðarfyrirtasiki hatfa þegar risið
NEFND sú, er bændafundurinn,
sem haldinn var á Selfossi þann
7. júní s.l., kaus, til að vinna
að hagstæðari verðlagningu bú-
vara, ásamt héraðsnefndum
annarra iandshluta og Fram-
leiðsluráði, kom saman til fund-
ar í Félagsheimilinu Hvoli í
Rangárvallasýsiu 12. þ.m.
Fyrir fundinum lá vitneskja
um það, að mikið skorti á, að
viðunandi lausn verðlagsmál-
anna væri fengin. Af því til-
efni samþykkti fundurinn svo-
hljóðandi ályktun:
„Fundur 15 manna nefndar
sunnlenzkra bænda um afurðn-
sölumál kom saman að Hvoli
þann 12. júlí 1966 ti lað ræða
árangur viðrreðna fulltrúa
bændasamtakanna við land-
búnaðarráðherra
Harmar fundurinn, að ekki
skyldi nást sá árangur, að Fram-
leiðsluráð sæi sér fært að fella
niður eða lækka innvigtunar-
gjaldið af innveginni mjólk nú
þegar, þátt loforð um afnám
gjaldsins 1. sept. n.k, og leiðrétt-
ing afurðalána sé spor í rétta
átt.
Telur fundurinn, að bændur
þurfi að halda áfram að st%nda
fast að baki Stéttarsambandi
bænda í baráttunni fyrir því, að
bændum verði tryggt fullt verð-
lagsgrundvallarverð fyrir afurð-
ir sínar í framtíðinni.
(Frétt frá íundarritara).
litlu leyti unninm hér, en fluttur
á bílum til Reykjavíkuir og ann-
arsstaðar. Á vertíðinni er oft
mjög þröngt hér í höfninni og
fjöldi báta verður að liggja hér
úti fyrir og bíða bryggjupláss.
Þar að auki veitir höfnin eins og
hún er í dag ekki það öryggi,
sem nauðsynlegt er í sjógangi
og veðrum. Nú hatfa fróðir menn
tjáð mér að hér þurfi að vera
höfin, sem geti afgreitt sarmtímis
a.m.k. 20 báta, og veitt a.m.k.
öðrum 20 bátum varaniegt skjóh
Til þess að svo verði þarf miklá
Áhuginn vaknar um /e/ð
og reynir á félagið
Rætt við Guðjón Jóhannsson
formann Sjómannafélags ísafjarðar
GUÐJÓN Jóhannsson for-
maður í Sjómannafélagi Isa-
fjarðar stendur í fiskverzlun
Norðurtangans og afgreiðir ís
firzkar húsmæður, lætur þær
hafa nýja ýsu í soðið, óski
þær þess. Við spyrjum hann,
hve lengi hann hafi verið for
maður féiagsins.
— Ég er búinn að vera
í þrjú ár, tók við af Jóni H.
Guðmundssyni, sem nú er
skólastjóri í Kópavogi.
— Er félagslífið gott?
— Það er mjög dauft og all
ir fundir illa sóttir. Það þarf
yfirleitt að tví- og þríboða á
þá. Ástæðan er að sjálfsögðu
sú, að þegar ekkert kallar að,
hafa nienn ekki áhuga á starf
semi slíks félags. Félagarnir
eru lítið innan við 200 og er
alltaf að fækka, vegna þess,
að fari þeir í land og byrji
að vinna þar, fá þeir ekki
greiðslur úr sjúkrasjóði fé-
lagsins. Þeir fara því yfir í
verkalýðsfélagið Baldur og
hætta í Sjómannafélaginu.
— Hvenær er félagið stofn
að?
— Félagið varð 50 ára nú
5. febrúar síðastliðinn. Sjó-
mannafélagið og Baldur eru
jafngömul, þannig að saman
lagður aldur þeirra er jafn
Guðjón Jóhannsson.
kaupstaðaréttindunum. Þetta
er dálítið skemmtileg tilvilj-
un.
— Er enginn pólitískur á-
hugi í féiaginu?
— Nei. í bæjarstjórnar-
kosningunum t.d. í vetur
skipti félagið sér ekki af. Ann
ars er þetta eins með öll fé-
lög. Áhuginn á félagslífi
vaknar um leið og eitthvað
reynir á félagið.
— Hverjir eru í stjórninni
með þér?
— Það eru: Bjarni Líndal,
ritari; Ólafur Rósinkarsson,
gjaldkeri; Bjarni Hansson,
fjármálaritari og Sigurjón
Veturliðason, meðstjórnandi.
— Hvað finnst þér mest
skorta í félaginu?
— Mér líkar að sjálfsögðu
illa deyfðin í félaginu. Þegar
hún er, lendir allt á stjórn-
inni. Félagið er í Alþýðusam
bandi Vestfjarða og Alþýðu-
sambandi íslands. Hins vegar
er það ekki meðlimur í Sjó-
mannasambandi Islands.
— Hvað hafið þið gert til
þess að rífa félagið upp úr
deyfðinni?
— Það hefur nú lítið verið
gert í því sambandi. Aðstaða
sjómanna hefur svo mikið
breytzt hin síðari ár. Þeir
eru nú, eftir að skipin urðu
svo stór, lítið í landi, ekki
nema nokkrar vikur á ári,
sagði Guðjón um leið og við
kvöddum hann.