Morgunblaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. júlí 1966 Útgefandi: Landssamband Sjálfstæðiskvenna. Ritstj.: Anna Bjarnason og Anna Borg. Fólkiö er léttara í lund, þar sem veöráttan er stöðug Rætt við íslenzka húsmóður sem búið hefur 4 ár í Bandaríkjunum SNEMMA í júnímánuði kom hingað til lands frá Bandaríkjunum, ung íslenzk kona, Eria Ólafsson Gröndal. Hefur hún verið búsett i höfuðborg Pennsylvaniaríkis, Harrisburg, undanfarin 4 ár. Hún er gift Þóri Gröndal, sem vinnur þar við sölu á íslenzkum fiski hjá Iceland Products Inc., dótturfyrirtæki SÍS. Þau hjón eiga eina dóttur, Unnu Maju, sem verður 8 ára á hausti komanda og er hún með Erlu í heimsókn hjá ömmu, frú Unni, konu Magn- úsar Richardssonar að Eiríksgötu 15. — Okkur fannst tilvalið að biðja Erlu um að rabba við okkur um daglegt líf húsmóður í Bandaríkjunum, nokkuð um félagsstarfsemi þar, skólamálin og sitthvað fleira. Frábærar móttökur. — Svo við byrjum á byrjun- inni, hvernig var tekið á móti þér er þú komst? — Það var ævintýri líkast hvernig móttökur við fengum. Maðurinn minn fór á undan og leigði hann hús í úthverfi Harr- isburg, af ofursta einum. Hann þekkti eitthvað til íslands og var himinlifandi yfir að fá íslenzka leigjendur. Hann fór með Þóri og kynnti hann fyrir næstu ná- grönnunum, sem reyndust mjög elskulegir og hjálplegir. Þeim létti er þeir sáu Þóri, því er fréttist að nýju leigjendurnir væru íslendingar var spurt í lágum hljóðum: „Are they colo- red?“ (Eru þau lituð). Sumir héldu víst að við værum Es<ki- xnóar. Annars finnst mér þeir innfæddu vestra vita bara tals- vert um ísland, hafa ýmist verið hér á Keflaivíkurflu'gvelli eða eiga kunningja, sem hér hafa verið. — Þegar ég kom nokkru seinna var ég ekki einu sinni búin að taka upp úr töskunum, þegar nágrannakonurnar voru komnar og buðust til þess að hjálpa mér. Það var ekki til sá hlutur, sem þær ekki vildu gera fyrir mig, raða í skápa o.s.frv. Einnig vildu þær lána okkur allt milli him- ins og jarðar, m.a. sláttuvélina eína, sögðu að engin ástæða væri fyrir okkur að kaupa vél fyrr en næsta sumar, en komið var fram í september er við komum. Svo komu íslenzku kon- urnar, sem þarna eru búsettar heldur færandi hendi, með rjóma tertur og annað góðgæti og buðu aðstoð sína. Buðu okkur oft í mat og vildu allt fyrir okkur gera. Mér fannst nú svona og svona að fá allt þetta Ökunnuga fólk inn á heimili mitt, áður en ég var búin að snyrta það til eftir mínu höfði. Eftir að „mót- tökuathöfnunum" lauk fór hver til síns heima, og ég fékk að vera í friði við mín verk, en eftir svo sem tvær vikur fóru nágrannakonurnar að kíkja inn til þess að fá sér morgunrabb. Stóðu þær ekki við nema stutta stund og vildu alls ekki þiggja neitt. Úr þessum hópi hef ég síð- an eignast margar góðar vin- konur. — Hvernig fannst þér svo þetta nýja líf. — Kannske bara eins og hér hjá okkur? — Að mörgu leiti er það mjög ólíkt. Það er aðallega fólkið og veðráttan sem er öðru vísi. Fólk verður svo miklu léttara í lund þar sem veðurfar er jafn öruggt og í Harrisburg. Það er að vísu miklu harðari vetur, en ytra gengur maður að því sem vísu að eftir þrjá mánuði kemur vor og síðan sumar, sem getur orðið mjög heitt. Landslag er geysi- lega fagurt þarna í Pennsyl- vania, svona sitt lítið af hverri tegund landslags, ef svo mætti segja. Blá fjöllinn í fjarska, skógivaxnir hjallar og hæðir, vötn, akrar og engi. Hverfið sem við búum í er mjög rólegt, öll húsin eins og aðstæður íbúanna mjög likar. Vikulegar verzlunarferðir. — Hvernig endast nú húsmóð- urinni heimilispeningarnir þarna vestra? — Kaupgeta launanna er þar miklu meiri en hér, t.d. fer ég með að jafnaði um 30 dali viku- legá til matarkaupa, þar með tálinn varningur eins og gos- drýkkir og tóbak. Getur hver séð sjálfan sig hér, með slíka viku- peninga“. Það er alveg dásam- legt fyrir húsmóðurina að kaupa inn. Ótrúlega mikið vöruúrval er í kjörbúðunum, en engin hús- móðir fer samt oftar í verzlun en einu sinni í viku og sumar ökki einu sinni það. Að sjálf- sögðu er mjólk, brauð og egg heimsent. — Hvernig reynist þér að verzla svona vikulega? — Alveg prýðilega vel. Þetta ættu íslenzkar húsmæður að taka upp. Þá er að vísu nauð- synlegt að skipuleggja matinn fyrir vikuna fyrirfram, en það þarf alltaf að ákveða þetta hvort eð er og miklu hentugra að eyða bara eitt skitpi fyrir öll ákveðnum tíma í það. Með því móti getur maður líka notað af- ganga skipulegar en ella og kom izt betur frá öllu saman. — Það mætti jafnvel búa til matseðil fyrir nokkrar vikur og nota þá svo til skiptis. Eru banda rískar húsmæður myndarlégar? — Þær bandarísku konur sem ég þekki eru afskaplega mynd- arlegar. Ég var satt að segja dálítið undrandi ég hafði ekki búist við því. Þær vinna eigin- lega samkvæmt stimdarskrá, fara eldsnemma á fætur og eru mjög drífandi og duglegar. Einnig eiga þær að jafnaði kökur með kaff- inu og alltaf eru þær til í að reyna nýjar uppskriftir. Fyrir jólin baka þær allt að 9—12 tegundir af smákökum. Þessar vinkonur mínar virð- ast alltaf eiga nægan tíma af- lags trl þess að sinna ýmiss kon- ar félagsstörfum, þær eru ailar í ótal klúbbum, eins og það er kallað, bæði skemmtiklúibbum og klúbbum sem vinna að góð- gerðarstarfsemi o.fl. Öflug foreldra og kennarafélög — Hvað geturðu sagt okkur um skólagöngu barnanna? — Skólalög eru ákaflega mismunandi eftir ríkjum. í Penn sylvaníu hefst barnaskólinn um 7.—9. september og lýkur í krmg um 10. júní. Sumarfrí eru því mjög svipuð og hér. Þá er t.d. 14 daga jólafrí, en ekkert auka frí í sambandi við páskana, nema þá e.t.v. einn dag, annað hv-ort föstudaginn langa eða 2. í pásk- um. Aftur á móti fá krakkarnir 2ja daga frí fyrir þakkargjörðar hátíðina í nóvember. — Bömin hefja skólagöngu 5 ára í föndur- skóla, en venjulega skólagöngu 6 ára. Skólabíllinn sækir þau á morgnana um 8 leytið )g skiiar þeim aftur kl. 3:30. Þá eru þau þau laus allra mála við lexíur og aðra skólavinnu, því þau eru látin læra í skólanum áður en þau fara heim, undir leiðsögn kennarans. í öllum skólum eru matstofur, eða „Canteens" eins og það er kallað. Þar geta krakk- arnir keypt sér hádegisverð við mjög vægu verði, 30 cent. Koma þau með matseðil mánaðarlega og þá athugar maður hvort barn inu líki það sem á boðstólnum er þann eða þá dagana. Ef svo er ekki tekur bamið með sér matarpakka. Matartími þeirra er 1V2 klst. og er þau hafa lokið við að matast leika þau sér á þar til gierðum leikvelli undir um sjá kennara ,Að krakkar þarna hafi með sér aura til þess að kaupa kók og snúð eða sælgæti úti í sjoppu, þekkist ekki. öllum er stranglega bannað að fara út af skólalóðinni og auk þess eru hreinlega engar slíkar sjoppur a.m.k. ekki þar sem ég þekki til. — Hvað geturðu sagt okkur um samvinnu heimila og skóla? Er hún ekki með nokkuð öðm sniði en hér? — Samvinna heimila og skóla er mjög góð. Starfa félög er heita P.T.A., Parent Teacher Asso ciation, (Foreldra og Kennara- félag). Haldinn er fundur 1 sinni í mánuði. Koma þá foreldrar í skólann og ræða við kennarann og líta á vinnu barnsins, — þá er haldinn fundur og loks er skemmtidagskrá. Eru þá haldin fróðleg erindi, og félagsmenn og konur sjá um skemmtiatriði. Er- lendar mæður sem börn eiga í skólanum eru fegnar til fyrir- lestrahalds o.s.frv. Þá heldur félagið jólagleði og sér um vor- ferðalög nemenda. Til þeirra safnar félagið fé með ýmsu móti, t.d. er haldin „Vor-hátíð“ (Spring-fair), í og við skólann. Er þar seldur ýmiss konar varn- ingur sem félagskonur hafa bú- ið til, bæði handavinna og ýmis konar niðursuða o.s.frv. — Er þátttaka foreldra al- menn í félagsskapnum? — Jú, ég hugsa að segja megi að svo sé. A.m.k. er reynt að fá sem flesta með og allir eru kosnir í einhvers konar nefndir til þess að fá fólkið til þess að starfa með. Mikið tillit tekið til barnanna. — Finnst þér bandarískir for- eldrar gera meira fyrir börnin sín heldur en við hér á íslandi? — Ég veit það svo sem ekki. En þeir eru miklu meira með bömunum heldur en hér, þ.e.a.s. þegar þau koma úr skólanum. Það er tekið mikið tillit til barn- anna og heimilin innréttuð þannig að börnin geti verið þar og leikið sér eða dundað við áhugamál sín. Á mörgum heim- ilum eru svo kölluð tómstunda- herbergi, þar sem hver og einn getur stundað áhugamál sín, þar er sjónvarpið, jafnvel straubr-ett ið o.s.frv. — Horfir fólk mikið á sjón- varp? — Það er ósköp upp og niður geri ég ráð fyrir. En fólk fer yfirleitt lítið út, t.d. í bíó. Þess- ar vinkonur mínar lesa heilmik- ið, þó mér finnist nú kannske ekki bókmenntir þeirra að sama skapi uppbyggiandi. En þarna fara allir snemma á fætur og fólk er orðið þreytt á kvöldin. Á virkum dögum eru ljósin yfir* leitt slökkt í öllum húsum kk 11. — Drekkur fólk mikið áfengi? — Fólk drekkur öðru vísi en hér. f þessi fjögur ár, sem ég hef verið í Harrisburg hef ég aldrei séð slangrandi drukkinn mann á götu. Algengt er að gestir fái 1—2 hanastél fyrir matinn, og e.t.v. amerískt rósa- vín með matnum. Eftir mat fá þeir svo kannske 1—2 drykki en svo ekki meir. Fáir strætisvagnar — Þarna eiga auðvitað allif bíla? — Blessuð vertu. Engum þyk- ir mikið að eiga tvo bíla. Það er blátt áfram ekki hægt að komast hjá því að eiga einn. Það eru eiginlega engir strætisvagn- ar sem ganga um úthverfin. Það borgar sig ekki að reka vagna þar. En inni í borginni eru strætisvagnar og notar mað- ur sér þá er farið er í verzlunar- ferðir inn í bæ. Þarna kemur hvorki riki eða bær til þess að reka strætisvagna fyrir fólkið. í þetta hverfi sem ég bý í kem- ur, held ég, vagn tvisvar á dag. Það þætti nú skrítið hér. Við Þórir höfum látið okkur nægja einn bíl. Ég er svo heppin að fá að fljóta með nágrannakonu minni í okkar vikulegu verzl- unarferðalag, sem ekki væri framkvæmanlegt gangandi, því verzlanirnar eru fáar í úthverf- unum. Mynduð eru sérstök verzl unarhverfi með gífurlega stórum verzlunum. íslendinganýlenda — Hefurðu aldrei fundið til heimþrár? — Ekki get ég sagt það. En það er því að þakka að fleiri íslenzkar fjölskyldur eru búsett- ar í Harrisburg. Næstkomandi vetur verða hér alls 5 fjölskyld- ur, þar sem heimilisfeðurnir starfa við verksmiðju Ioeland Products. Þetta er dásamlegt ungt fólk og við höldum vel hópinn íslendingarnir í Harris* 'burg. Við fáum oft vina og ætt- ingjaheimsóknir að heiman, þetta er svo miðsvæðis. Sem dæmi um vinskap okkar Íslendinganna þá þykir sjálfsagður hlutur, ef land- ar koma í heimsókn til einnar fjölskyldunnar, að komið sé á öll hin heimilin, eða bæina eins og við köllum það okkar á milli. — ★ — Er hér var komið sögu, var liðið langt fram fyrir venjuleg- an“ háttatíma Erlu. En þar sem við hefðum getað spjallað saman fram á næsta dag, var alveg eins gott að hætta hér. Að lokum skal tekið fram, eins og Erla bendir nokkrum sinnum á í samtalinu, að þegar hún segir frá reynslu sinni og lífi þeirra Bandaríkja- manna sem hún hefur kynnst, á hún ekki við heidina, heldur einungis það fólk, sem hún þekkir sjálf. Bandaríkjamenn eru að sjálfsögðu mjög misjafnir og alls ekki víst að allir, sem þangað leggja leið sína yrðu eins heppnir og Erla. Við eigum erfitt að gera okkur grein fyrir fjölda þjóðarinnar, en nærri liggur að á móti hverjum ís- lending séu 1000 Biandarí/kja- menn, þannig að ekki er hent- ugt til viðmiðunar. En sjálfsagt er að kynnast sem flestum sjón armiðum og lifnaðarháttum sem flestra, til þess að vinza úr það sem manni sjálfum hentar bezt hverju sinni. Jafn fráleitt er að apa allt eftir öðrum eins og fordæma allt sem aðrir gera. A. Bj. Frú Erla og dóttirin Unnur Maja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.