Morgunblaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 16
MORCU NBLAÐID Sunnudagur 17 júlí 1966 16 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti S. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. FYRSTA ndirritun samninga um kaup á fyrstu þotu ís- lendinga er mikill viðburður í flugmálasögu og samgöngu- málum þjóðarinnar. Þar með hefur þotuöldin innreið sína á íslandi og má nú búast við jafnvel enn örari framförum í flugmálum okkar og sam- göngumálum en hingað til og hafa þó breytingamar fram að þessu verið hraðar. Flugfélag íslands hefur nú á stuttum tíma ráðizt í hvert stórvirkið á fætur öðru til endurnýjunar flugvélakosti sínum, fyrst til innanlands- flugs og nú til millilanda- flugs. Endurnýjun flugvéla til innanlandsflugs hefur þegar borið ríkulegan ávöxt fyrir félagið, bæði í bættri þjón- ustu við almenning og hag- kvæmari rekstursafkomu. — Farþegaþoturnar, sem hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum, hafa reynzt svo hagkvæmar í rekstri að rekstursafkoma flugfélaganna, stórra og smárra, hefur batnað til mik- illa muna. Með kaupum á hinni nýju þotu hefur Flugfé- lag íslands lagt grundvöll að bættum og hagkvæmari rekstri félagsins á næstu ár- um, jafnframt því sem þjón- usta þess við landsmenn mun stórbatna. Þota Flugfélagsins mun kosta með varahlutum 300 milljónir króna og er það eins og Birgir Kjaran, stjórn- arformaður Flugfélagsins, sagði, er samningar höfðu verið undirritaðir, „ein mesta fjárfesting, sem einkafram- takið á íslandi hefur lagt í“. Til þess að geta ráðizt í þessa miklu fjárfestingu hefur Flugfélagið ákveðið að stór- auka hlutafé sitt eða um 40 milljónir króna. Því ber að fagna, að Flugfélagið hefur valið svo heilbrigða leið til fjármagnsöflunar í þessu skyni og er engum vafa bund- ið, að það mun styrkja stöðu félagsins mjög í framtíðinni. Allt frá því, að farþegaflug hófst fyrst hér innanlands, hafa breytingar og framfarir í flugmálum okkar orðið ó- trúlega örar. Flugið er ekki aðeins mikilvæg samgöngu- bót innanlands og milli landa fyrir íslendinga, heldur höf- um við einnig náð töluverð- um markaði erlendis til flutn- inga á farþegum yfir Atlants- hafið. Með kaupum á fyrstu þot- unni til íslands hefur Flugfé- lag íslands lagt grundvöll að byltingu í íslenzkum flugmál- um. Það er ánægjulegt til þess að vita, að þetta félag, sem oft hefur átt við erfið- leika að etja í rekstri sínum, ÞOTAN en á að baki merkt braut- ryðjendastarf, hefur nú tekið slíkt frumkvæði í flugmálum íslendinga og vissulega munu allir landsmenn taka undir þá ósk forstjóra Flug- félagsins, Arnar Johnson, að þessi fyrsta jóota íslendinga, verði þjóðinni til gagns og heilla. LODDARAR OG LÝÐSKRUM að vekur athygli, að í skrif- um sínum um hækkun á gjaldskrá Hitaveitunnar og fargjöldum SVR forðast stjórnarandstöðublöðin* eins og heitan eld að ræða efnis- hlið málsins. Málgögn Fram- sóknarflokksins og kommún- ista hafa algjörlega leitt hjá sér að gera grein fyrir hvern- ig leysa eigi fjármagnsþörf Hitaveitunnar svo að hún geti lokið þeim framkvæmdum, sem þegar hafa verið ákveðn- ar á næstu þremur árum og þessi sömu blöð hafa á engan hátt gert grein fyrir því, hvernig standa eigi undir vax andi reksturshalla strætis- vagnanna í Reykjavík, vegna launahækkana, sem á einu ári hafa að jafnaði numið 27%. í sambandi við gjaldskrá hitaveitustjóri að hækka saka meirihluta borgarstjórn- ar Reykjavíkur um það eitt að hafa ekki lagt til hækkun gjaldskrárinnar fyrr til þess að tryggja fjárhagsgrundvöll þessa mikilvæga «fyrirtækis. Það eru hreinar falsanir, þeg- ar Tíminn heldur því fram, að ekki sé eingöngu um að ræða hækkun á gjaldskránni vegna hækkana á kostnaði sem orðið hefur heldur einn- ig fyrir kostnaðarauka í fram tíðinni. Þvert á móti telur hitaveitustjóri að hækka hefði þurft gjaldskrá Hitaveit unnar meira en meirihluti borgarstjórnar féllst á að gera. Á sama hátt eru fargjöld SVR hækkuð eingöngu vegna mikilla launahækkana á sl. ári. Ef fargjöldin hefðu ekki verið hækkuð nú hefði önnur leið ekki verið fær en sú, að leggja enn frekari útsvör á borgarbúa til þess að standa undir hallarekstri SVR, en borgarsjóður greiðir nú þeg- ar 10% af rekstrarútgjöldum SVR. Er ástæða til að beina þeirri fyrirspurn til Framsóknar- manna og kommúnista, hvort þeir vilji leggja til aukin út- svör vegna rekstrarerfíðleika SVR. Þá er ennfremur á- stæða til að þeir svari þeirri spurningu, sem margoft hef- Konfusius varpar skuuga á IVIao Konfúsius varpar skugga á 4 MEÐAL meiri háttar vanda- mála, sem kínverskir komm- únistar eiga við að etja, eru hinar aldagömlu kenningar vitringsins Konfúsiusar. Þeir hafa reynt að kveða niður þann „draug“, en með litlum árangri — hann heldur áfram að ásækja þá í ýmsum mynd- um og keppa við kenningar og hugsanagang Mao Tse- tungs um hugi kínverskra borgara. Þegar þess er gætt, að kenn ingar Konfúsiusar hafa verið grundvallar heimspeki Kín- verja í u.þ.b. 2.500 ár og lifað af marga storma og misjafna meðferð, er ekki furða þótt þær eigi sér dýpri rætur í þjóðinni en svo, að kommún- isminn nái að uppræta þær á nokkrum áratugum — ekki sízt þar sem þær fela í sér flesta kosti kommúnismans en fæsta galla hans og eru öllu betur aðlagaðar mannlegu eðli en hann. Afstaða kín- verskra kommúnista til kenn- inga þessara er að mörgu leyti eins og afstaða rússn- eskra kommúnista til krist- innar trúar og lífspeki, enda eiga þær margt sameiginlegt. f augum kommúnista eru þetta hættuleg öfl, sem þarf að uppræta svo að kommún- ískt þjóðfélag fái staðizt. Kínverskir kommúnistar eru hinsvegar ekki alltaf sjálf um sér samkvæmir í með- ferð sinni á Konfúsiusi. Þeir hafa stöðugt imnið að því að draga úr áhrifum hans en jafn framt átt það til að gera hon- um all hátt undir höfði og jafnvel benda á hann sem fyrirmynd. Til að mynda ár- ið 1961, þegar Kínverjar voru að vakna upp við þann vonda draum, að brýna nauðsyn bæri til að efla menntun og fjölga vísinda- og mennta- mönnum. Þá skoraði utanrikis ráðherra Kína, Chen Yi, á unga Kínverja að taka sér til fyrirmyndar Konfúsius, sem „lærði svo mikið, að hann gleymdi að borða“, eins og hann sagði. Um svipað leyti birtist grein um Konfúsius eftir kunnan og virtan menntamann Liao Mo-sha, grein, sem þá var vel tekið af opinberum aðilum, en hefur að undanförnu orðið fyrir Mao Tse-tung harðri gagnrýni og sett í sam band við menningaruppreisn- ina, sem að undanförnu hefur staðið yfir í Kína. Er sagt, að Liao-Mo-Sha hafi notað heim speki Konfúsiusar til þess að hvetja til árása á Mao tse- tung og kenningar hans. Liao Mo-Sha er aðeins einn aí mörgum fremstu mennta- mönnum Kína, sem orðið hafa fórnarlömb hreinsan anna — og leikrit og bók- menntagreinar, sem hann skrifaði fyrir nokkrum árum eru nú dregin fram sem sönn- unargagn fyrir andkommún- ískum tilhneigingum hans. Það var einnig árið 1961, eftir að ljós urðu mistökin í framkvæmd „stóra framfara- stökksins“, að Pekingsstjórn- in tók allt í einu upp á því að bjóða „76. beina afkom- anda Konfúsiusar" til Pek- ing til þess að taka þátt í fimmtíu ára afmæli bylting- arinnar 1911. Var það Kung Ling Tsan, sem á ættir sínar að rekja til þeirrar greinar Konfúsiusar - fjölskyldunnar, sem á tólftu öldu fluttist suð- ur að ströndinni með Sung- ættinni. Eftir fall Sung-ættar innar — og um 700 ára skeið eftir það — átti hin grein fjöl skyldunnar, „nyrðri greinin" svonefnda, jafnan sæti hjá stjórnvöldum landsins og 77. beini afkomandi Konfúsiusar úr þeirri grein er enn í dag nákominn stjórn Chiang Kai Sheks á Formósu. En þetta dekur kínverskra kommúnista varð ekki lang- líft. Það kom brátt í ljós, að kínverskir menntamenn létu sér býsna tíðrætt um mannúð arhugsjónina, sem er ein grundvallarkenningin í líf- speki Konfúsiusar og þar sem hún stangaðist í svo mörgu á við kommúnismann varð flokkurinn að taka í taum- ana. Þegar komið var fram á árið 1963 varð Konfúsius og kenningar hans orðið eitt helzta árásarefni flokksins. Sögðu flokksleiðtogarnir að frelsa yrði fólkið undan þess- um hugsanagangi. Sjálfsagt væri að bera tilhlýðilega virðingu fyrir minningu þessa forna hugsuðar og kennara, en menn skyldu minnast þess, að lénsherrar og aðrir drottn- arar hefðu notað sér kenning- ar hans í tvö þúsund ár til þess að halda fólkinu í fjört- um, andlega og líkamlega. Ekki er neinn vafi á því, að hin djúpu og langvarandi áhrif sem kenningar Konfús- iusar hafa haft á Kínverja, ásamt ævafornri tilhneigingu þeirra til fjölbreytilegra heimspekiiðkana, hafa haft veruleg áhrif á þá þróun menntamála Kínverja, sem nú hefur orðið tilefni hreins- ana. Menningar- og mennta- saga Kínverja er slík, að kommúnisminn hlýtur að vera þeim geysilegur andleg- ur fjötur. Menntamenn vísa hvað oft- ast til mannúðarhugsjóna Konfúsiusar, kærleiksboðun- ar og fjölþættrar vizkuleitar, en kommúnistar segja, að mannúðarhugsjón hans hafi þann stóra galla, að hún hafi ekki tekið tillit til þjóðfélags- stöðu mannanna og þar með sé hún ekki gild. f augum kínverskra kommúnista er hugtakið „mannlegt eðli“ beinlínis rangt. Það, sem skiptir mál, er „stéttareðli", en ekki „mannlegt eðli“. Kommúnistar neita því til dæmis að meðal borgarastétt- anna hafi verið til óeigin- girni og tillitssemi, þeir eiginleikar, voru aðeins til meðal verkalýðsins. „Stéttar- eðli“ borgarastéttanna var og og er segja kommúnistar, sá eiginleiki að arðræna. (OBSERVER — öll rétt- indi áskilin). ur verið beint til þeirra hvaða hverfi þeir vilja að fái ekki hjtaveitu úr því að þeir neita að fallast á nauðsynlegar ráð- stafanir til að tryggja fram- gang framkvæmdaáætlunar Hitaveitunnar, Árbær, Breið- holt, Fossvogur? Meðan mál- gögn Framsóknarmanna og kommúnista gera ekki grein fyrir afstöðu sinni til þessara atriða er þýðingarlaust fyrir þau að ráðast á borgarstjórn- armeirihlutann fyrir hækkan ír, sem ekki varð komizt hjá. Sá tími er liðinn á íslandi, að stjórnmálaflokkar og blöð þeirra geti leikið hlutverk lýð skrumara og loddara, þegar um er að ræða mikilvæg hags munamál fólksins í landinu. Fremur lítil síldveiði Raufarhöfn 15. júlí. Samkvæmt upplýsingum er fréttaritari Mbl. á Raufarhöfn Einari Jónssyni, höfðu nokkrir bátar orðið varir demantssíldar um 200 mílur NA af Raufar- höfn. Hafði Garðar GK fengið þar 300 tunnur, kastað aftur en misst. Þá hafði Arnarnes kast- að en ekkert fengið seint í gær- kvöldi. Einar kvað mörg skip á leið þar út og að veðurspá væri góð. Góð von er um að þarna sé góð söltunarsíld. Er Mbl. hafði samband við síldarleitina á Dalatanga í gær- kvöldi, var því tjáð, að bræla væri við Jan Mayen og suður eftir. Ægir er á Húnaflóa og hefur fundið einhverja síld, sem eftir er að rannsaka betur. í gær voru 6-7 vindstig 150-180 mílur norð- ur af Dalatanga. Hér fara á eftir síldarfréttir LÍÚ fyrir föstudag 15. júli: Bræla var á síldarmiðunum s.l. sólarhring og lítil sem eng- in veiði. Ægir hefur verið að leita síld ar við Kolbeinsey og lóðaði þar á nokkrar torfur. Sigurður frá Siglufirði var á þessum slóðum og kastaði tvisvar í nótt á þess- ar lóðningar, en fékk aðeins nokkrar loðnur. Ægir leitar nú síldar vestur með Norðurlandi. Samtals 3 skip með 450 tonn. Raufarhöfn: tonn: Sigurborg SI 90 Dagfari ÞH 150 Dalatangi: Jón Garðar GK 210

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.