Morgunblaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.07.1966, Blaðsíða 8
9 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. júlí 1966 SKRH>DAL>UR — nafnið á sína sögu eins og önnur heiti á landinu okkar söguríka. Sú saga er i Landnámu á þessa leið: Hrafnkell hét maður Hrafns- son. Hann kom út síð landnáms tíðar. Hann var hinn fyrsta vetur í Breiðdal, en um vorið fór hann upp um f jall. Hann áði í Skriðudal og Mýrar í Skriódal Gísli Brynjólfsson skrifar: Skin og skúrir í Skriödal sofnaði, þá dreymdi hann, að maður kom að honum og bað hann upp standa og fara braut sem skjótst. Hann vaknaði og fór braut. En er hann var skammt kominn, þá hljóp ofan fjallið allt, og varð undir gölt- ur og griðungur, er hann átti. —O— Það var sterkt skin milli stórra skúra þennan dag, sem staðið var við Skriðdalnum nú í sláttarbyrjun. Skógurinn var al-laufgaður, fyrir löngu, gras- ið þaut upp hvern dag, því það hafði verið samfelld sprettutíð undanfarinn mánuð. Það hefur sjálfsagt verið á svona degi, sem sr. Bjarni Gizurarson kom út á hlaðið í Þingmúla óg kvað „þakklætisvísu fyrir blítt veð- ur og gróða jarðar." Gekk ég út, gott veður til að sjá, firrtur sút, fögur var jörðin þá, sólin heilög skæra skein og skýjanna ijómi. Sorgar förguð mæða og mein að mannanna dómi, himinn blár, hlýviðrisdagur söngur hár fuglanna fagur, blíður klár, blómstranna hagur stóð með prýði skraut og skart. Almáttugur er vor Guð, sem allt gjörir þetta. — Já, það er ekki ólíklegt að einmitt svona sé Skriðdælum, eins og öðrum á Fljótsdalshér- aði innan brjósts, þegar þeir fagna blíðu þessa sumars eftir snjóþungan vetur og kalt vor. —O— Skriðdalurinn liggur upp af Völlum austan við Hallorms- staðaháls. Þar er fagurt eins og annars staðar á Héraði. Extir dalnum miðjum fellur Gríms- á, liðst um sléttar eyrar hæg- lát og vinaleg, án straumkasta og fossafalla. í hana falla ýms- ar þverár, einkum að austan. Beggja vegna árinnar eru grasi grónar lendur undir aðlíðandi brekkum sem víða eru skógi vaxnar. Þar standa bæirnir, reisulegar byggingar í stækk- andi túnum. Vestan ár eru bæj irnir í þessari röð: Vað, Geir- ólfsstaðir (símstöð), Lynghóll, iþaðan er víðsýni mikið yfix dai inn, Mýrar, þar hefur löngum verið hreppstjórasetur Skrið- dæla, Flaga, mjög snoturt býli. Er þá komið að dalamótum þar sem Þingmúli klýfur dalinn í Norður- og Suðurdal. Eftir Norðurdal fellur Geitá, en Múlaá eftir Suðurdal. Þær Snæbjörn Jónsson, bóndi Geitdal. koma saman við Múlann og mynda Grímsá. í Norðurdal eru nú fjórir bæir í byggð. Flaga, sem fyrr getur, Þorvaids staðir, þar býr oddviti dalsin3 og Geitdalur vestan ár, og einn bær að austan, Hátún, fjárjörð mikil. Þar voru fyrrum beitar- hús frá þingmúla meðan þar var búið stórt með mörgu fé á útigangi. Nokkru framar í dalnum var bærinn Dalhús. Þar er nú auðn. Nú skal rakin bæjaröðin, að austanverðu. Utast eru Sand- fellsbæirnir, Stóra- og Litla Sandfell og allangt á milli. í andi Stóra-Sandfells er virkj- unin við Grímsá. Það er eini bærinn í Skriðdal,, sem hefur rafmagn frá þeirri aflstöð og ekki er enn vitað hvenær raf- línur verða lagðar um dalinn. Hinsvegar eru dieselstöðvar á flestum bæjum. Víða falla bæjalækirnir gegn um túnin. Slíkar uppsprettur ljóss og yls mundu Skaftfellingar löngu vera búnir að virkja. En nú er það úr tíma. Samveitan hlýtur að leysa raforkumál Skriðdæla eins og annarra landsmanna. Næsti bær fyrir framan Litla-Sandfell er Eyrarteigur. Þá Hryggstekkur. Þá jörð átti Búnaðarbankinn, en bjó þar ekki, svo að hún var seld og nú í eyði sem stendur, enda húsalítil. Skammt þar framan við eru Arnhólsstaðir. Þar er samkomuhús, reisuleg bygging þótt nokkuð sé komin til ára sinna. Þá tekur við Suðurdal- ur. Utast í honum austan Múla- ár eru Hallbjarnarstaðir, þá Víðilækur, alllangt er að næsta bæ, Haugum. Fremsti bærinn er Vatnsskógar. Þar liggur veg urinn upp á Breiðdalsheiði. Við endann á Skriðuvatni er eyðibýlið Stefánsstaðir. Vestan ár eru jarðirnar Borg og Múlastekkur, áður fyrr báðar hjáleigur frá Þingmúla. í Iandi Borgar hafa verið reist tvö ný býli, Hjarðarhlíð og Birkihlíð. Eru þá taldar jarðir í Skrið- dal, sem nú eru í byggð nema Þingmúli. Verður nokkuð sagt frá honum síðar. Hvernig er svo með mann- lífið í þessari litlu fallegu sveit? Sjálfsagt í engu eða fáu frábrugðið því, sem gengur og gerist á þessari öld tækninnar, framfaranna og fámennisins. Eins og fyrr segir, eru nú 19 byggðir bæir í dalnum, tví- býli á einum. Auk þess eru svo tvö heimili við Grímsárvirkj- un. Alls eru dalbúar 135, flest á heimili 11 manns, fæst einn. Það er einsetukona, sem situr eignarjörð sína fremsta bæ í Suðurdal, Vatnsskóga. Skriðdælir eru gestrisnir og góðir heim að sækja eins og títt er um íslenzkt sveitafólk. Þegar Sveinn Pálsson var á ferð um þessar slóðir 1794 skrif ar hann í dagbók sína: Að sama skapi og gróðurinn glæðist, jafnskjótt og komið er austan yfir Öxarheiðina, svo breytast og ýmsir aðrir hlutir, bæði í sambandi við fólk og sið venjur. — Yfirleitt leynir sér bands Austur-Héraðs, sem Skriðdælir eru í ásamt hinum sveitunum austan Fljóts — Snæbjörn Jónsson, bóndi í Geit dal, hann er maður sem vilL láta hlutina ganga. Það er eins og neisti af honum áhuginn og athafnasemin. „Þetta er fjalla- jörð, erfið fjallajörð", segir hann þegar maður spyr hann hvernig sé að búa í Geitdal. —• En það sér ekki á honum erfið- ið. Hann stafar frá sér þeim hressileik, sem maður smitast ósjálfrátt af strax við fyrstu kynni. —O— f Skriðdal mun jafnan hafa þótt all gott undir bú. — Þar er að vísu óþurrkasamt á sumr um og snjóasamt á vetrum en beitin ágæt þegar til jarðar næst. Sökum þess hve landið liggur hátt er garðrækt erfið- leikum háð. Og kartöflulaust heimili á íslandi er illa statt. Því brugðu 12 Skriðdæir á það ráð, að fá land út á Völl- um, búa þar til einn voldugan kartöfluakur og setja í hann sameiginlega með stórri véL Þar vinna fáar hendur létt verk. Og þegar maður eku’r um veginn fram hjá þessum sam- eignargarði, minna beinar rað- ir blómlegra kartöflugrasa á þetta félagslega búmennskuráð bændanna í Skriðdal. Og mað- ur fer að hugsa: Er ekki hægt að hafa þetta svona á fleiri sviðum? G. Br. Flaga í Skriðdal Þorvaldsstaðir í Skriðdal ekki, þegar hingað er komið, að fólkið er fríðara, frjáls- mannlegra, opinskárra, gest- risnara og röskara, en jafn- framt tilhaldssamara og skap- meira — í stuttu máli norð- lenzkara, sem kallað er hér á landi. Svo mælir Sveinn og er ekki ófróðlegt að heyra hvern mun hann finnur á fólki eftir iands- hlutum. Sjáifsagt er sá munur miklu minni nú en hann var á Sveins dögum og á það sínar eðlilegu orsakir. Á öllum bæjum í Skriðdal virðast vera góðar byggingar, bæði yfir fólk og fénað. íbúðar- hús víða nýlega reist. Þroska- mikil reynitré sem vaxið hafa í skjóli sunnan við gamla bæ- inn gefa til kynna hvar hann hefur staðið, en kringum nýja húsið hafa víða verið lagðir trjágarðar, sem gefa steinstbyp unni hlýlegri svip. Hér hafa menn blandaðan búskap, bæði fé og kýr, og flytja mjólkina í búið á Egils- stöðum. Og þótt erfitt sé að koma henni þangað í ófærð eins og í vetur og oft sé talað um smjörfjallið, held ég að eng inn hugsi sér að hætta við mjólkurframleiðsluna hér um slóðir“, sagði einn Skriðdals- bóndinn. Jarðirnar henta bezt til hvorstveggja. Gæði þeirra koma að drýgstum notum á þann hátt. Hér er ræktun að aukazt með ári hverju eins og annarsstaðar. Einkum hefur henni farið ört fram síðan rækt unarsambandið var stofnað og fór að reka sínar stórvirku vinnuvélar. Síðan þær komu til sögunnar, er öll önnur rækt unarvinna eins ganglaust puð. Og forkólfur Ræktunarsano- ^5 l atf auglýslng í útbreiddasta blaðinu borgar sig bezt. Cuijón Styrkársson hæstaréttar lögmað ur Hafnarstræti 22. — Sími 18354, R.AGNAR JONSSON Lögfræðistörf og eignaumsýsla. hæstaréttarlögmaður. Hverfisgata 14. — Sími 17752. Sveinbjörn Dagfinnsson, hrL og Einar Viðar, hrL Hafnarstræti 11 — Sími 19406.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.