Morgunblaðið - 19.07.1966, Page 14

Morgunblaðið - 19.07.1966, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ T>ri35udagur 19 júlí 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jonsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti S. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. 1 lausasöiu kr, 5.00 eintakið. GÓÐ STJÓRN EÐA OFSTJÓRN T 6 ár hefur inntak áróðurs bæði kommúnista og Framsóknarmanna verið hið sama. Þeir hafa sagt að við- reisnin ýmist hefði farið út um þúfur eða væri að fara út um þúfur. Þeir hafa marg- endurtekið þær fullyrðingar, að á íslandi ríkti stjórnleysi, sem ekki gæti endað nema á einn veg, þ.e.a.s. með upp- lausn. Þessi áróður er nú orðinn svo langþvældur, að fáir taka mark á honum, en engu að síður skal hér í stuttu máli rifjað upp hver þróun stjórn- málanna hefur verið, og sér sérhver maður þá strax það sem augljósast er, hina al mennu velmegun og frjáls- ræðið í viðskipta- og efna- hagslífinu, valfrelsi borgar- anna. Kommúnistar og Fram- sóknarmenn skilja það ekki, að slíkt frjálsræði geti leitt til almennrar hagsældar. Kenningar þeirra eru á þann veg að ríkisvaldið eigi að hafa forsjá flestra málefna, borgarararnir eigi ekki að vera frjálsir gerða sinna, til þess. séu þeir ekki hæfir, heldur einungis stjórnmála- mennirnir. En lýðræðislegur þroski byggist einmitt á því að stjórnmálamennirnir eftirláti margháttuðum sam- tökum borgaranna og stofnun um þjóðfélagsins ákveðið á- kvörðunarvald, en slík skipan þjóðmála er eitur í beinum öfgamanna, hvort heldur er til vinstri eða hægri. Þar kemur fram tilbeiðsla hins mikla valds, sem stundum er að vísu nefnt fallegum nöfn- um, en hvarvetna hefur leitt til ófarnaðar, þar sem því hefur verið beitt. í fljótu bragði kynnu menn að halda að sú stjórn, sem lætur borgurunum eftir mik- ið vald og valfrelsi væri veik, en hin, sem hefði í sín- um höndum alla þræði mála væri sterk. Reynslan varð þó sú, sem betur fer, að draumar ofstjórnarmanna um 30 ára vinstri stjórn fóru út um þúf- ur, einmitt vegna þess að vinstristjórnarmenn kunnu ekki að takmarka vald sitt. Borgararnir risu upp gegn þeim og kröfðust frelsis. Og spilaborgin, sem hlaðin hafði verið, nefndafarganið og póli- tísku yfirráðin á öllum svið- um, hrundi í rúst. Og sjálfir lýstu ofstjórnarmennirnir yf- ir algjörri uppgjöf. Styrkleiki Viðreisnarstjórn arinnar hefur aftur á móti verið fólginn í því, að hún hefur fært borgurunum það frelsi sem þeir kröfðust, og einskorðað vald sitt við það, sem að réttu lagi heyrði und- ir stjórnarvöld og stjórnmála- menn í þessu þjóðfélagi eins og öðrum lýðræðisþjóðfélög- um. Einmitt þess vegna er Viðreisnarstjórnin sterk stjórn, gagnstætt því sem var um vinstri stjórnina, sem var frá fyrstu tíð veik stjórn. Þar með er þó auðvitað ekki sagt að allt hafi farið eins vel hér á landi og bezt yrði á kosið, og óneitanlega hafa víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags orðið meiri en góðu hófi gegnir. í því efni yrði ríkisstjórnin þó aldrei ásökuð fyrir annað en það, að hafa ekki tekið sér vald, sem á að vera hjá sam- tökum launþega og vinnu- veitenda, svo lengi sem því er ekki beitt svo vægðarlaust, að til meiriháttar vandræða horfi. Kaupg j aldshækkanirnar undanfarin ár hefur verið unnt áð greiða vegna hins mikla sjávarafla og hækk- andi verðlags útflutnings- vara okkar. Þar hefur verð- bólguþróunin í nágrannalönd unum komið okkur til hjálp- ar, því að verðbólgan er ekki séreinkenni á íslenzku þjóð- félagi, þótt hún hafi verið ör- ari hér en víða annars staðar. Hitt er rétt, að nú er svo komið að nýjar kaupgjalds- hækkanir verða ekki byggðar á stóraukinni verðmætasköp- un eins og síðustu ár. Þótt unnt væri að hækka kaupið þá, er það ekki unnt nú, enda allir sammála um að atvinnu- vegirnir beri ekki stóraukin útgjöld. Þar að auki hefur vísutöluálag á kaupgjald ver- ið tekið upp að nýju, svo að launamenn fá bættar þær verðhækkanir, sem orðið hafa, án þess að þúrfa að berj ast fyrir grunnkaupshækkun- um. Undir slíkum kringum- stæðum er að sjálfsögðu ljóst, að sú ábyrgð hvílir á laun- þegasamtökum og vinnuveit- endum, að íþyngja ekki at- vinnuvegunum meir en orðið er, og vissulega hljóta stjórn- arvöld að beita áhrifum sín- um til þess að svo fari ekki, og engum er til þess betur treystandi en einmitt núver- andi ríkisstjórn, og þá fyrst og fremst Bjarna Benedikts- syni, forsætisráðherra, sem nýtur meira trausts en nokk- ur annar, sem nú stendur í erli stjórnmálanna. Morgunblaðið getur sagt lesendum sínum það öllum, og þar með einnig stjórnar- Líkan af Hótel Rossya í Moskvu. Hótel Rossya í Moskvu — eitt hið stærsta í allri Evrópu — Tekur nær 6000 gesti ÞEGAR Sovétríkin voru opn- uð erlendum ferðamönnum fyrir nokkrum árum kom fijótt í ljós, að hótelskortur var þar svo mikill og þjón- usta svo slæm, að hætta var á, að Rússar yrðu af þessari miklu tekjulind, ef ekki yrði bætt úr og það skjótt. Sovézk yfirvöld léíu sér samstundis segjast og veittu gífurlegt fé í því skyni að bæta úr þessum ágöllum og fleirum, er staðið gætu íerða mannastraumi fyrir þri'um. Þjónustufólk, matsveinar og kokteil'blandarar voru sendir utan til náms, og skólai fyr- ir slíkt fólk settir á stofn heima fyrir; hljómsveitir voru hvattar til að iðka vest- ræna dansmúsik; gerðar voru ráðstafanir til að efla ferða- skrifstofu ríkisins — Intour- ist — og loks var veitt stór- fé til hótelbygginga. Eru nú í smíðum fjölmörg stór gisti- hús í a.m.k. þrjátíu stærstu borgum Sovétríkjanna. Stærst þeirra er Hótel Rossya í Moskvu, rétt hjá Kreml. Blasir það við af Rauða torginu, að baki Basil- kirkjunnar. Gistihús þetta hefur þotið upp á örskömm- um tíma og er það vel á veg komið, að væntanlega verða um þúsund gistirúm tekin í notkun fyrir næstu áramót. 1 Hotel Rossya, sem er tólf hæða bygging, verða 3.182 vistarverur, er taka samtals 5.890 manns. Það verður því eitt stærsta hótel í allri Evrópu. Þar verða fjórir mat salir, stórir, og margar minni veitingastofur og á samtals að vera hægt að anna þar afgreiðslu 4000 manna. Kvik- myndahús verður þar með 1500 sætum og úti fyrir bíla- stæði fyrir 230 bíla. Til tið- inda telst, segja gárungar, að í hótelinu verða 93 lyftur, — en þar sem Stalín og þó einkum Krúsjeff höfðu litla trú á lyftum, eru þær bæði fáar, litlar og hæggengar í eldri gistihúsum Sovétríkj- anna. Hafa lyftur nú einnig hald ið innreið sína í íbúðarhús — enda byggja Rússar nú sambýlishús allt að 8—10 hæða, í stað 3—4 hæða húsa áður. Meðai, stærstu hótela, sem verið er að reisa í öðrum sovézkum borgum, eru 20 hæða og 500 herbergja hótel í Tiflis í Georgíu, 21 hæðar hótel með 480 herbergjum í Kiev og 10 hæða hótel í sól- baðsborginni Soeki við Svartahaf. í Kiev var annað nýtt hótel, „Dniepro hotel“, tekið í notkun á sl. ári, hin glæsilegasta bygging. Og nýja hótelið í Tiflis bætir mjög úr brýnni þörf því að Georgia er með eftirsóttustu ferðamannastöðum í Sovét- ríkjunum. Nefnist nýja hótel- ip 'dveria" og þaðan verður útsýni til hæstu tinda Káka- susfjalla. hljóta og slík störf, ekki sízt I að auka ást manna á landinu æskuiýðsins, við uppgræðslu I og skilning á gildi þess. Hyggjast mynda útlaga stjórn Indónesíu núverandi stjórnarvöldum í Indó nesíu. andstæðingum, að vonir þeirra um uppgjöf Viðreisnar stjórnarinnar eru jafn frá- leitar nú og áður. Viðreisnar- stjórnin er enn sterk stjórn og hún mun gera það, sem nauðsynlegt er á hverjum tíma, til að treysta íslenzkt lýðræði og tryggja áfram- haldandi velmegun. AD GRÆÐA UPP LANDIÐ Á mestu velmegunartímum í sögu þjóðarinnar er það vissulega til vanza að gera ekki viðhlítandi ráðstafanir til að fyrirbyggja uppblástur lands og eyðingu gróðurs. Það var þess vegna ánægju- legt að áhugamenn skyldu hafa forgöngu um það að al- menningur hæfi störf við landgræðslu. Með slíkum að- gerðum er landið ekki ein- ungis bætt og fegrað, heldur Djakarta, 18. júlí. — NTB. • Fyrrverandi sendiherra Indö- nesíu í Kína og N-Vietnam hafa ákveðið að mynda útlagasljórn Indónesíu með aðsetri í Peking, að því er segir í Djakarta í dag. Sendiherrum þessum var vikið frá störfum eftir byltinguna í haust. Sendiherrarnir Sukrino, sem var í Hanoi og Djawoto, sem var sendiherra í Peking, dveljast þar nú sem heiðursgestir Peking- stjórnarinnar og klæðast að kín- verskum sið. Er þeim séð fyrir húsnæði, bifreiðum og launum og að því er hin opinibera frétta- stofa Antara í Djakarta segir, reyna þeir að afla sér stuðnings með því að dreifa áróðri gegin Þegar Adam Malik, utanríkis- ráðherra vísaði sendiherrunum úr starfi á sínum tíma, neituðu iþeir að koma heim. Þá segir í fregnum frá Dja- karta, að Sukarno forseti neiti enn að samþykkja Bangkok-sam komulagið um friðsamleg sam- skipti Indónesíu og Malasíu og standi þannig í vegi fyrir þeirri stefnu Maliks, utanríkisráðherra að binda enda á deilu ríkjanna. Málið var ræitt á fjöigurra klst. ráðuneytisfundi í gær, en gekk hvorki né rak. Þó var ákveðið að Suharto, hershöfðingi skyldi áfram halda beinu samibandi við Malasíustjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.