Morgunblaðið - 24.07.1966, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
SunnudagMt 24. júlí 1966
Nýkomið IMýkomið
Amerískar vinyl-gólfflísar og tilheyrandi
lím. — Vandaðasta gerð.
Með fallegri gólfflisum, sem fluttar hafa
verið til landsins.
Mjög lágt verð miðað við gæði.
Komið — skoðið — kaupið
Byggingavöruverzlun
Þ. Þorgrímsson & Co
Suðurlandsbraut 6. — Sími 38640.
Útsalan í fullum gangi.
Mikil verðlækkun.
Hjá Báru
Austurstræti 14.
Útsala — Útsala
Útsala hefst á mánudag. —
Mikill afsláttur aí sumarfatnaði.
LAUFIÐ Austurstræti 1
Mai :TE INFANT FOOD riex
Barnnmiolhi irfœdnn sem
sunror fullhi hröfum timi M nmlegn ins AIVIEX
' j Ví . jrdinu stillt í hóf |
MAME stendur mu mest nd > Heildsölubii Hermes s.f. • sendum um m mjr :X durmjnlhinni inmsetningu gdir: Öldugata 4 sími 33490 allt land
Páll Líndal:
„Aö hjálpa erroribus á gang“
SÍÐASTLIÐINN sunnudag birt-
ist í Lesbók Morgunblaðsins
greinarkorn eftir Sigurð A.
Magnússon. Greinarhöfundur
kemur að vanda víða við og veit
ir ýmsum ádrepur. I>ar á með-
al fá skipulagsyfirvöld Reykja-
víkur sinn skammt. Nú skal sizt
úr því dregið, að þau eiga marga
ádrepuna skilið fyrir sitthvað,
sem þeim hefur orðið á fyrr og
síðar. Mér þykir hins vegar all-
ósanngjarnt, að annars vegár
skuli bætt ofan á ærið þungan.
syndabagga nýjum syndum, serr.
hvergi eiga sér tilvist nema í
hugskoti höfundar og hins veg-
ar reynt að hafa af skipulags-
yfirvöldum það, sem gott er, að
dómi hans. Það er víst ekki svo
margt. En hvort tveggja er gert.
Ekki virðist til allt of mikils
mælzt, þótt um störfum hlaðinn
mann eins og SAM sé að ræða,
að hann kynni sér málefni, áður
en ritstýllinn er hafinn á loft
til gagnrýni. Stundum eru upp-
lýsingar að vísu torfengnar, en
sú afsökun á ekki við í því máli,
sem hér er gert að umræðuefni.
SAM hefur mál sitt með þess-
um orðum: „Eins og frægt er
orðið, gleymdist að gera ráð fyr-
ir Listasafni ríkisins á hinum
nýja skipulagsuppdrætti Reykja-
víkurborgar......“ Er síðan lagt
út af þessari „gleymsku" með
miklum alvöruþunga eins og við
er að búast. -
Þá er fyrst það að segja, að
ekki er þessi gleymska „fræg-
ari‘ en svo, að við, sem helzt
höfum starfað við gerð skipu-
lagsins, höfum ekki heyrt á
hana minnzt fyrr en í grein
SAM. Að sjálfsögðu sannar það
þó ekkert um „frægðina". En ef
SAM hefði lagt á sig að kynna
sér málin, geri ég varla ráð fyr-
ir, að hneykslunartónninn hefði
orðið jafn mikill og raun ber
vitni. í þessu sambandi er ekki
hægt eins og áður segir að
skjóta sér bak við það, að upp-
lýsingar hafi ekki verið tiltæk-
ar, því að eins og flestir vita
hefur greinargerðin um skipu-
lag Reykjavíkur ásamt uppdrátt
um og skýringarmyndum verið
gefin út í bókarformi.
í þeirri bók, „Aðalskipulag
Reykjavíkur 1962-83“, er gerð
nákvæm grein fyrir vinnubrögð
um öllum, að hverju hafi verið
stefnt og hvernig lagt sé til, að
mál verði leyst. Þar er m.a. út-
skýrt, hvað sé aðalskipulag, og
hver sé tilgangur með gerð þess,
og vísast um það í I. kafla bók-
arinnar. Kemur þar m.a. fram,
að aðalskipulaginu er ætlað að
kveða á um notkun borgarlands-
ins í heild, þ.á.m., hvaða svæði
skuli ætluð til atvinnurekstrar,
íbúðar, opinberra bygginga, úti-
vistar o.s.frv„ ennfremur um
legu helztu umferðarbrauta,
tengingu borgarhlutanna inn-
byrðis o.s.frv. Þá kemur og fram,
að í aðalskipulaginu sé yfirleitt
ekki ætlazt til, að kveðið verði
á um staðsetningu einstakra
mannvirkja. Það skuli hins veg-
ar gert í svokölluðu deiliskipu-
lagi, þar sem fjallað sé um upp-
byggingu einstakra borgarhluta
innan marka aðalskipulagsins.
Þar er ákveðin t.d. staðsetning
einstakra bygginga, breidd
gatna, hæð húsa o.s.frv.
Ef SAM hefði gefið sér tóm
til að kynna sér bókina, hefði
hann einnig séð, að þar er ekki
fjallað um deiliskipulag, nema
deiliskipulag Miðbæjarins gamla
og norðurhluta Austurbæjarins.
Mér vitanlega hefur ekki komið
til orða, að Listasafn ríkisins
yrði reist á þeim stöðum, heid-
ur einmitt utan þeirra. Þegar af
þeirri ástæðu, hafði SAM enga
ástæðu til að búast við því, að
staðsetningu listasafnsins væri
að finna á, skipulagsuppdrættin
um“, sem hann nefnir svo. (Hér
er að sjálfsögðu um fleiri upp-
drætti en einn að ræða, en það
skiptir ekki máli í þessu sam-
bandi nema sem sýnishorn
vinnubragða).
Það þýðir hins vegar ekki, að
Listasafn ríkisins hafi „gleymzt“;
þvert á móti. í bókinni kemur
greinilega fram, hvað eftir ann-
að, að opinberum byggingum er
ætlaður staður í suðurhluta
hins fyrirhugaða Miðbæjar við
Kringlumýrarbraut, en hann á
að tengjast gróðursvæði neðst í
Fossvogi. Ef óskað yrði eftir lóð
undir listasafn á þessum stað,
trúi ég ekki öðru, en henni yrði
vel tekið og deiliskipulaginu hag
að mjög með tilliti til þeirrar
byggingar. Þá hefur verið talað
lun Öskjuhlíðina suðvestan-
verða. Virðist SAM telja það
heppilegan stað. Sjálfsagt yrði
því líka vel tekið, ef um yrði
sótt. Þá er og bent á þá mögu-
leika að staðsetja opinberar
byggingar við önnur útivistar-
svæði, og er þá fyrst og fremst
átt. við byggingar á borð við
listasafnghús. SAM mun kanske
nota þau „gagnrök“, að listasafn
ið sé ekki nefnt sérstaklega, en
því er þá til að svara, að orð-
in „opinberar byggingar" og
„menningarstofnanir“ eru notuð
i stað upptalninga, sem aldrei
gætu orðið tæmandi. Með sömu
„rökum“ gæti SAM haldið fram,
að nýtt hús fyrir Landsbókasafn
og fleiri menningarstofnanir
hafi gleymzt, þar sem þeirra er
ekki heldur sérstaklega getið, en
það er ekki hlutverk skipulags-
ins að staðsetja fyrirfram ein-
stakar ríkisstofnanir, heldjr
veita valfrelsi eftir því sem unní
er — að sjálfsögðu innan þeirra
marka, er aðalskipulagið setur,
Þá kemur að siðara atriðinu,
sem mér finnst ástæða: til a3
minnast á. f greinarlok segix
SAM: „Nú er það tillaga mín,
að Laugarnestanginn verði írið-
aður fyrir fjáraflamönnum o.s.
frv.“ Sjálfsagt er að þakka skyn
samlegar tillögur svo langt sem
þær ná, en þessi tillaga kemur
óneitanlega nokkuð seint. Fyrir
ári síðan (15. júlí 1965) sam-
þykkti borgarstj órnin, að Laug-
arnestanginn skyldi friðaður, og
var þá málið búið að vera á dag
skrá töluvert lengi. Þótt SAM
hafi sjálfsagt verið ofraun að
lesa bókmenntir á borð við skipu
lagsbókina og skoða uppdrættl
þar, hefði mátt ætla, að hann
hefði rekið augun í stóra skipu-
lagsuppdrætti, sem til skamms
tíma voru til sýnis í gluggum
ýmissa bókabúða og síðast en
ekki sízt í gluggum Morgunblaðs
hússins, en á þeim uppdráttum
kemur þessi samþykkt borgar-
stjórnar greinilega fram.
Þótt SAM hafi gert ársgamla
samþykkt borgarstjórnar að til-
lögu sinni þykir mér þó fremur
ósennilegt að borgarstjórn muni
ásælast þá tillögu, sem SAM ber
fram síðast í grein sini, en til-
lagan virðist á þá leið, að horf-
ið verði þrátt fyrir allt frá frið-
un Laugarnestanga og sett þar
úpp einskonar sýningarsvæði,
þar sem listamenn verði hafðir
almenningi til sýnis eins og sjald
gæfar dýrategundir eða önnur
furðuverk. Ég held að slíkar út-
stillingar, þótt „litríkar" kunni
að vera, eigi varla við. Raunveru
legir listamenn eru nefnilega —
að öllum jafnaði — ósköp venju-
legt fólk.
Þegar ég las grein SAM, komu
mér í huj» ummæli, sem höfð
eru eftir Árna Magnússyni próf-
essor og handritasafnara, en þau
eru á þessa leið: „Svo gengur
það til í heiminum, að sumir
hjálpa erroribus (þ.e. vitleysum)
á gang, og aðrir leitast siðan við
að útryðja aptur þeim sömu
erroribus. Hafa svo hverir
tveggju nokkuð að iðja.“
Hluti gesta á bindindismótinu í
Vaglaskógi 1965 (Ljósm. Sv. P.)
Bindindismót í Vaglaskógi
NOKKUR æskulýðsfélög á
Akureyri, í Eyjafirði og Suður-
Þingeyjarsýslu hafa ákveðið að
efna til bindindismóts í Vagla-
skógi um n.k. verzlunarmanna-
helgi.
Mótið hefst að kveldi laugar-
dagsins 30. júlí með útiskemmt-
un. Dansað verður í Brúarlundi,
og á miðnætti verður flugelda-
sýnmg og brenna. Daginn eftir,
verða tvær útisamkomur og
einnig dansað um kvöldið. Með-
al skemmtiatriða á mótinu er
söngur Magnúsar Jónssonar og
Svölu Nielsen, Jóhanns Daníels-
sonar og Sigríðar Schiöth, Lúðra
sveit Siglufjarðar leikur, kvart-
ett frá Húsavík syngur, Ómar
Ragnarsson og Alli Rúts flytja
skemmtiþætti, Gunnar Stefáns-
son frá Dalvík les upp og hljóm-
sveitin Póló frá Akureyri með
söngvurunum Betu og Bjarka
leika og syngja fyrir dansi. Þá
fer fram keppni í knattspyrnu
og handbolta. Á sunnudag verð-
ur guðsþjónusta, og predikar sr.
Friðrik A. Friðriksson, sóknar-
prestur á Hálsi.
Mótsgestum verður séð fyrir
tjaldstæðum, og lögreglu- og
Framhald á bls. 25