Morgunblaðið - 24.07.1966, Síða 10

Morgunblaðið - 24.07.1966, Síða 10
I 10 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. júlí 1966 MOLAR AÐ VESTAN ÞEGAE ég var að flækjast niðri í Washington um daginn, hringdi síminn; það var Sverr- ir Magnússon, forstjóri Iceland Products, fiskverksmiðju Sam- bandsins í Harrisburg, Pennsyl- vania, og bauð hann mér a'ð skreppa þangað og skoða nýju verksmiðjuna. Ég tók auðvit- að boðinu eins og forvitnum blaðamanni sæmir, enda skemmtilegt að kynnast nýj- um landvinningum íslendinga í Vestri. Vonandi standa þeir lengur en hinir fyrri — og gefa meira í aðra hönd. Á fiskinum lifum við nú einu sinni og án útflutnings mundum við ekki hjara stundinni lengur. Við , mundum áreiðanlega ekki fara að halda aftur í heiðri þá kenn- ingu að betra sé berfættum en bókarlausum að vera. Svo gam- aldags erum við þó ekki leng- ur! En hva'ð sem því líður verð ég að játa, að ég hef aðeins einu sinni óttazt verulega Um í framtíð okkar sem þjóðar. Það séð að negrarnir borði neitt minna en hinir (set þetta með negrana til vonar og vara, því ég er farinn að þekkja and- rúmsloftið í sumum herbúðun- um heima — einhverntíma í fyrra sagði ein af þessum frels- andi englaröddum Þjóðviljans, að Bandaríkjamenn flyttu út hungur til vanþróaðra landa og var það rökstutt á venjulegan hátt. Blint 'er ofstækið, má segja). Nei, Bandaríkjamenn eru ekki sveltandi þjóð, að minnsta Kosti hef ég ekki rekizt á neina hungursneyð hér. En hvað veit ferðamaður, mundi einhver segja. Jú, alveg rétt — ég ætla mér ekki heldur þá dul að fara áð skrifa neina visindaritgerð um Bandaríkin sem eru raunar ekki land, heldur heimsálfa. New York er til dæmis fjöl- mennasta Gyðingaborg í heimi, ég held þar búi 4% sinnum fleiri Gyðingar en í Tel Aviv. Og til skamms tíma var út- breiddasta norska blaðið ekki gefið út í Noregi — heldur hér í Bandaríkjunum. En Bandaríkjamenn hugsa ekki aðeins um mat handa sjálf um sér, heldur einnig handa öðrum. Þeir hafa um þessar mundir allþungar áhyggjur af matvælaástandinu í Indlandi, og í ræðunni sem Johnson flutti í Omaha um daginn talaði hann einmitt um matvælaskortinn þar og nauðsyn þess að koma Indverjum til hjálpar. Síðan var mikill farmur af korni send ur áleiðis til sveltandi fólks í Indlandi, og fór þetta allt fram með pomp og prakt. En hvernig eigum við að geta gert okkur Þegar nýja verksmiðjan var opnuð. Sverrir H. Magnússon for- stöðumaður verksmiðjunnar og Raymond Shafer, vararríkis- stjóri Pennsylvaníu, draga að hún á einni og sömu fánastöng- inni fána Bandaríkjanna og fána Pennsylvaníuríkis, sem rik- isstjórinn, William Scranton, gaf verksmiðjunni í viðurkenn- ingarskyni fyrir eflingu iðnaðar og atvinnu í Pennsylvaníu- ríki. íslenzki fáinn blaktir þarna einn sér við hún á hinni fána stönginni Við sama tækifaeri fengu bæð i Scranton og Shafer að gjöf litla islenzka borðfána og lan dkynningarbók um Island. var ekkert I sambandi við „menningarmál“, heldur þegar ég heyrði um ofveiði útlendinga á Norður-Atlantshafi, langt fyr- ir utan landhelgina, og eink- um hvernig þeir hafa gengið á ungviðið. Þegar Bretar eru farnir að viðurkenna þetta sjálfir eins og kom fram í blöð- um einhvern tíma í vor, hlýtur að vera mikil hætta á ferðum. Ölil höfum vfð áhyggjur út af íslandi og framtíð þess. Það er skylda okkar. En enginn má ætlast til að við höfum öll sömu áhyggjurnar. Ef við erum vak- andi, hver með sínar áhyggjur, þarf vonandi ekkert að óttast. En lítið dæmi get ég sett hér til glöggvunar fyrir okkur á því hve litlu munar raunar, að Island haldi velli. Um daginn var mikið um það rætt og rit- að hér í Nýja Englandi, að Golf straumurinn hefði fært sig til hér utan við ströndina, og vís- indamenn voru önnum kafnir að fylgjast með honum og reyna að finna ástæ'ður. En afleiðing- arnar sögðu þeir að gætu orðið þær, að fiskveiðar sjómann- anna hér stórminnkuðu. Það er mál, sem bíður sinnar niður- stöðu. En ég fór nú allt í einu að hafa áhyggjur út af Golf- straumnum. Aldrei hafði mér dottíð í hug að ég ætti eftir að hafa áhyggjur út af honum. En — hvað ef hann færi áð gera okkur glennu? Já, hvað þá ? H -- XXX ---- Merkilegt er að nokkrum ís- lendingi skyldi hafa dottið í hug að gera strandhögg á bandarískum matvælamarkaði. Satt að segja er landið yfirfullt af mat, í þörfum og óþörfum umbúðum, og er raunar ekki hægt að opna sjónvarp fyrir hvimleiðum matarauglýsing- um. Einu sinni hélt ég að Bandaríkjamenn væru brjósta- dýrkendur, en ef dæma ætti af sjónvarpsauglýsingunum trúa þeir á höfuðverkjatöflur, sígar- ettur (There is nothing like a Lark, Winston taste good, like your cigarette should), hreinlæt isvörur — og mat. Hvílík ósköp sem þeir borða fram yfir það nauðsynlegasta — ne ée fæ ekki grein fyrir matvælaástandinu í * mauraþúfu eins og Indlandi? Auðvitað var þessi þáttur ræðu Johnsons og sú athöfn áð senda kornið miklu merkilegra en Víetnam-málið — því of- fjölgun fólks og matvælafram- leiðslan í heiminum, eða öllu heldur matarskorturinn, eru einhver erfiðustu vandamál okkar tíma. Milljónir manna um allan heim deyja úr hungri á hverju ári — ömurleg en ^ó áþreifanleg staðreynd i fjölda landa. En þrátt fyrir þessa vit- neskju, þótti mér rétt að sleppa þessum kafla ræðunnar þegar ég skrifaði um hana um dag- inn — það gerðu einnig flest blöð hér vestra (og nú sé ég að Morgunblaðið hefur gert það líka). Allir eru með hugann við Víetnam-strfðið, en enginn fest ir hugann við hungrið í Ind- landi. Hvar eru nú útifundirnir og kröfuspjöldin? Hér er um líf og dauða að tefla fyrir milljón- ir’ manna, kannski milljóna- tugi, og ættum við íslendingar að hugleiða þá staðreynd. Við höfum þekkt hungúr, eða öllu heldur forfeður okkar. Við geymum minningar um hungur í blóði okkar og höfum ákveðið að leggja allt í sölurnar til að þurfa ekki að kynnast því aft- ur. Svo illa fór það me'ð okkur. Það tekur tíma að ná sér á sál- inni eftir þá útreið sem forfeð- ur okkar fengu. Við viljum hafa það gott, við erum ákveð- in í því. Aldrei aftur hungur. Við ættum því að skilja .... En mundi ekki vera kominn tími til að hreinsa óþrif og minnimáttarkennd hungurs- neyðaraldanna af lífi okkar — miða þarfirnar við annað en peninga og velsæld. Kannski getur tíminn einn séð um þessa hlið sjálfstæðisbaráttunnar. Milljónir Indverja fæ'ðast hvern mánuð. í okkar augum verður til ný fjölmenn þjóð af fólki austur þar á hverjum mán uði. Johnson forseti byrjaði Verksmiðja SÍS í Harrisburg (líkav ekki í ræðu sinni að tala um Víetnam, heldur Indland. Varla hefur það verið tilviljun. Ég rakst á það í blaði nýlega að Bandaríkjamenn fengju að meðaltali 3120 kaloríur á dag, í Indlandi er algengt að þær fari niður fyrir. 800—900, svo ekki sé talað um þá sem svelta heilu hungri. Indverjar, les ég ennfremur, hafa heldur aldrei litið á mat sem fæðu til að njóta, heldur tæki til að þrauka. -- XXX ---- Sinn er siður í landi hverju. Margir Indverjar líta ekki við öðru en hrísgrjónum af göml- um vana og halda að allur mat- ur annar sé ómeti. Þannig horfði fréttamaður á, þegar fiskibátur kom að landi í Ker- ala með allálitlega veiði. En bát urinn var ekki fyrr kominn að -andi en einn fiskimannanna hljóp til fréttamannsins og bað hann með allskyns handapati að gefa sér eitthvað að borða. Fiskimaðurinn hafði alla tíð lif- að á hrísgrjónum og gat ekki hugsað sér að breyta til. Lík- lega hefði hann þó gert það frekar en deyja úr hungrL En hver veit? Á sama hátt eru flestir Banda ríkjamenn vanir mataræ'ði sem er að mörgu leyti ólíkt því, sem við eigum að venjast. Hér á fiskur yfirleitt ekki upp á pallborðið, enda sjaldnast hægt að fá annáð fiskmeti en það sem við mundum kalla tros. Það er því ekki tekið út með sæld- inni að selja fisk hér um slóðir, því fæstir eru vanir að eta fisk og svo hafa margir ótrú á þeim fiski sem á boðstólum er. Ég mundi því kalla það afrek út af fyrir sig, þegar Jón Gunnars- son og Sölumiðstöðin hófu að flytja út fisk til Bandaríkjanna. Eina leiðin var auðvitað sú að vinna hann hér á þann hátt sem fóíkið vill. Ef ég hefði þekkt bandarískan markað á þeim tíma sem þessi tilraun var gerð í fyrstu, hefði ég verið þess fullviss að Jón og hinir væru ekki með öllum mjalla. En það eru víst fæstir sem þoka einhverju áleiðis. -- XXX ---- Ekki ætla ég mér þá dul að lýsa nýju verksmiðju Sam- bandsins, en þess má þó geta að hún er talin ein fullkomn- asta verksmiðja sinnar tegund- ar hér í landi. Margar nýjungar eru í henni og hafa þær vakið athygli. Þannig er heilt fylgirit um verksmiðjuna með stærsta tímariti hér um frystar vörur og er það að koma út um þess- ar mundir. Það heitir „Quick frozen food Magazine". Sverrir sagði mér, að rit þetta kæmi í hendur öllum þeim sem seldu frystan fisk og mundi hann telja fylgirit þetta samsvara 20 þúsund dollara auglýsingu. Fyr ir nú utan alla þá virðingu sem það aflar verksmiðjunni. -- XXX ---- Gamla verksmiðjan í Harris- burg er ekki svipur hjá sjón, þegar miðað er við þá nýju. Ég skoðaði hana einnig og verð að segja, að ég skil ekki hvernig hægt hefur verið að framleiða fisk á bandarískan markað í hjalli þessum, — óvistlegum og óhrjálegum í alla staði. f hon- um eru þó góðar frystigeymsl- ur og ætlunin að vinna áfram fiskbollur og þess háttar í þess- um gömlu, en margreyndu húsakynnum. Þegar við komum að gömlu verksmiðjunni, blöstu við okk- ur miklar brunarústir og náðu að verksmiðjuhúsinu. Hafði kviknað í næstu húsum og mun aði litlu að verksmiðjan yrði einnig eldinum að brá'ð. En þeg- ar ég stóð þarna í miðjum rúst- unum, mundi ég allt í einu eftir dálítilli spá sem Lára miðill sagði mér, skömmu áður en ég fór að heiman. Hún sagði mér fyrir um ferðalagið og gat þess meðal annars, að ég mundi koma að rústum. „En þú hlýtur engan skaða í sambandi við þær“, sagði hún. Þetta þótti mér ótrúlegur spádómur og gleymdi honum. En viti menn; þarna stóð ég við einhverjar Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.