Morgunblaðið - 24.07.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.07.1966, Blaðsíða 11
Sunnuðagur 24. Jftff 1966 MORGUNBLAÐIÐ 11 Sannleikurinn um Tarsis Eftir Freystein Þorbergsson, skákmeistara Norðurlanda ITÝIjBGA var hér á ferð, sem xnenn muna, rússneski rithöfund urinn Valery Tarsis, sem vakið hefir umtal víða um heim. Héit hann hér fyrirlestur og svaraði fyrirspurnum. Nafn fyrirlestursins var: Blekkingin mikla. Með þeim orð um hugðist höfundur lýsa í hnot ekel stjórnarfari kommúnista í landi sínu, Sovétríkjunum. Ollu iýsingar hans hneykslun margra, sem von var, en þeir hneyksluðu skiptust í tvo hópa. Annars vegar voru þeir, sem töldu manninn geðveikan óhróð ursmann, eða einungis hið síð- arnefnda. Hins vegar aðrir, sem ekki töldu ástæðu til að rengja manninn, og hneyksluðust á stjórnarfari því, sem lýst var. Loks mun svo stór hluti þjóðar- innar hafa vitað hverju trúa skyldi, þar sem skrif dagblað- anna um mann þennan skárust mjög í odda. Langt er síðan alþýða manna i íslandi fór að rengja blöðin sín. Bera saman tvö blöð og fleiri um sama málefni. Niður- staðan varð oftast sú sama —- lýgi í einhverjum mæli. Örlaði þá stundum á smálýgi, stórlýgi, prettlýgi, falslýgi, róglýgi, álýgi, fegrunarlýgi, montlýgi, draum- lýgi, hróslýgi, ýkjulýgi, flokks- Jýgi, níðlýgi, ómeðvitaðri lýgi, hreinni lýgi, og margs konar lýgi annari. Síðan Ríkisútvarpið tók upp morgunþáttinn — Úr forystugreinum dagblaðanna, sem er hrollur hlustendum, sem sjónarspegill dægurmála og dæg urlýgi, hafa ýmsir þroskazt nokk uð, sem áður lásu aðeins eitt dagblað, sem Biblía væri. t>rátt fyrir samanburð margra heimilda, getur oft verið erfitt að ná réttri niðurstöðu, og alls ekki er óyggjandi að fara bil beggja. Á þetta einkum við um málefni, sem menn þekkja ekki •f eigin raun. Einnig er varhuga vert að fylgja skoðunum fjöld- ans sem reglu. Ekki er jörðin flöt. Menn reyna því flestir að vanda til heimilda, eða skoða sjálfir hið umdeilda, ef við verð ur komið. Fáir íslendingar hafa dvalizt langdvölum í Sovétríkjunum, og bækur geta verið lýgnari en blöð, er því möngum vandi á höndum, er dæma skal Tarsis Kemur hér tilefni greinarimiar í ljós. Ætla ég að hjáipa lesend- um að dæma úmmæli Tarsis í Jjósi kynna minna af þeim stjórn arháttum, sem hann ræðir. Og lofa ég að beita aðeins einni tegund af lýgi auk sannleikans •— ómeðvitaðri lýgi. Ekki kemst ég hjá því hér, að rita nokkur orð um ævi mína, til þess að sanna lesendum ein- lægni mína og nokkra getu um mat á þessu sviði. Fæddur er ég af íslenzku al- þýðufólki og man fyrst eftir mér í foreldrahúsum. Ættmenni mín voru margir smiðir á tré og málm, einn á íslenzka tungu og tumum þótti gott í staupinu. Snermna skaut mér í ættir og sást ég fyrst áberandi fullur á götum Keflavíkur fimm ára gamall, en hætti öllum drykkju- skap um tvítugt: Sökum veik- inda í fjölskyldunni lenti ég á flækingi sjö ára gamall og hef- ir það ástand varað að nokkru síðah. Hefi ég ferðazt um fimmtán lönd og stundað yfir tuttugu störf, meðal annars í þeim tiLgangi að öðlast sem mesta' reynslu áður en ég hef ritstörf mín, sem hefir verið draumur minn í tuttugu ár. Reynt hefi ég að kynnast sem ólíkustum sjónarmiðum og skilja þau. í Hrútafirði ólst ég upp hjá framsóknarfólki, dvald- ist um árabil hjá alþýðuflokks- fólki í Svíþjóð og kommúnistum í Rússlandi og tengdist að lokum sjálfstæðisfólki á SiglufirðL Snemma ákvað ég að taka ekki stjómmálaafstöðu fyrr en seint — með góðum þroska. Hafði ég kynnst vel lýginni sem barn í stríðsfréttum heimsstyrj- aldar tvö og vildi sannfærast um hlutina sjálfur. Sérlega áber andi lýgnar voru fréttir af loft- orrustum brezkra og þýzkra flugvéla á ákveðnum stöðum — dæmi: London: í loforrur.tu í gær yf- ir Ermarsundi, þar sem tólf brezkar flugvélar áttu í höggi við tuttugu þýzkar, voru skotn- ar niður fimm óvinaflugvélar og þrjár laskaðar, ein brezk fórst og þrjár löskuðust. Berlín:' í loftorrustunni yfir Ermarsundi, þar sem átta þýzk- ar vélar börðust við tvöfalt of- urefli, tókst að skjóta niður sex óvinavélar, en þýzki flugherinn missti aðeins tvær. Ein drauma minna í bernsku var að komast einhvem tíma á þann stað, þar sem heimsstyrj- öldin virtist snúast við, það er skammt utan við Moskvu. Þetta heppnaðist fimmtán árum síðar, þótt Rússland væri þá enn að mestu lokað land. Dvaldist ég þarna á hvíldarheimili, sökum veikinda sem ég átti við að striða í námi mínu við Moskvu- háskóla. Var það einmitt á þess- um slóðum, nálægt leiðum þeirra hermanna, sem féllu næst Moskvu, sem ég komst í einna náinust kynni við rússneskt al- múgafólk. f Moskvu sjálfri kynntist ég að sjálfsögðu mest menntafólki. Sem barn hafði ég í styrjöldinni haft mesta samúð með þeim aðila, sem halloka fór hverju sinni. Þarna hafði því samúð mín snúizt frá Rúss- um til Þjóðverja, þótt ætíð væri hún blönduð báðum. Sem fulltíða maður, staddur á þess- um slóðum, hafði ég mestan á- huga á að kynnast Austrinu, hafði áður búið Vestrið. Ánægja mín, við að virða fyrir mér hið lokaða land, var svipuð þeim tilfinningum, sem ég bar i brjósti, þegar ég hafði klifið „ókleifan" tind á Austulandi, og virti fyrir mér það útsýni, sem enginn hafði áður séð, en bjóst ekki við að komast heill niður aftur. Á hvíldarheimilinu var margt menntafólk frá Moskvu, og kynntist ég því sumu vel, auk almúgafólks úr sveitinni. Sum þessi kynni héldust og snerust upp í vináttu, er aftur var kom- ið til Moskvu. Mestur 'hluti þess fólks, sem þorði að tala við mig af einlægni, hafði svipaðar skoð anir og Tarsis og bar sömu sög- ur af sovézkri stjórn. Sjálfur var ég einungis hlust- andi á þessi mál. Ég hafði aldrei uppi neinn áróður í Moskvu. Tók það skýrt fram í skólanum frá upphafi, að ég væri hlutlaus í stjórnmálum. En ég hafði gott auga og eyra fyrir umhverfinu, hugðist og skrifa um Rússland síðar, sem annað. Augljóst var, að yfirvöld kenslu minnar hugð- ust ná þvi marki, að snúa mér til kommúnisma smám saman. Tókst ekki. Hins vegar dreymdi mig á þeim árum um, að geta haft einhver áhrif með penna minum síðar á ógnaröfl komm- únismans til mildunar. Að geta lagt stein eða sandkorn á vog- arskál friðarins í heiminum, með skrifum frá Vestri til Aust- urs. Ég á ólokið handrit af slíkri bók, enda þótt ég skildi fljótt, að þetta myndi ógerlegt. Rúss- land var, og er ennþá, lokað land fyrir sannleikanum. Að þessu leyti fór ég heim til fs- lands klyfjaður vonbrigðum, eft ir tveggja ára nám í xússneskri tungu. En ég á auðlegð minninga um Sovétríkin og borgara þess í hugskoti mínu. Minningarnar um fólkið sjálft eru flestar góð- ar. Ég hefi mikla samúð með íbúum þessa lands, eins og öðr- um þeim, sem bágt eiga. Frels- ið er manninum mest. Þetta fólk á það ekki nema af naumt skorn um skammti. Jafnvel þá þegar, er ég fór til náms míns í upphafi vissi ég, að ég var á leið í eins konar fangelsi. Númeraðan klefa í tertulaga kastala, þar sem vak- að er yfir orði og skrefi. Því fór ég döprum huga að af'a mér reynslu. Mér leið áþekkt á leiðinni austur, eins og þegar ég hélt ungur og einn til gistingar í Surtshelli um nótt til þess að sigrast á myrkfælni minni. Myrkri kommúnismans hafði ég kynnst áður — í Austur Þýzkalandi 1952, og í þessum sama kastala í Moskvu 1966, þeg ar ég bjó í Moskvuháskóla í nokkrar vikur eftir að 12. Olym- píuskákmótinu lauk. Nánari ástæður fyrir námi mínu í Rússlandi verða ekki raktar hér, en þegar þess er gætt til viðbótar, að ég var orð- inn fulltíða maður — 26 ára, þegar ég hóf nám mitt og kynn- ingu af Sovéríkjunum, verður því ekki með rökum neitað, að fáir íslendingar þekkja Sovét- ríkin og Rússa betur en ég. Kem ég þá loks að Tarsis. Eftir því sem bezt verður seð, er Tarsis með fullu viti, og hef- ir jafnan verið það. Hann mun vera nokkuð bitur aldraður mað ur eftir harða ævi, og hefir ekki ætíð gott taumhald á tilfinning- um sínum. Allt er þetta þó greinilega innan þess ramma, sem eðlilegt og almennt má telj- ast. Lýsing Tarsis á sovézkum stjórnarháttum og heimskomm- unismanum er sú bezta og sann asta, sem ég hefi lengi heyrt. Og tvímælalaust sú nákvæm- asta, sem ég hefi fengið hér 'heirna á fslandi. Til þess að finna samjöfnuð, verð ég að fara aftur til dvalar minnar í Rúss- landi, til samtala við þá fáu menn og konur, sem þorðu að tala við mig af einlægni. Þetta merkir þó ekki að örugglega sé allt hárrétt, sem Tarsis hefir sagt hér. Raunar er mér ekki kunnugt um, að neitt af því hafi verið hrakið með rökum. En öll- um getur skjátlast nokkuð um smáatriði og í nákvæmni, sér- staklega þegar menn verða að notast við tungumál, sem þeir hafa ekki fullt vald yfir. Frá- sögn Tarsis kann til dæmis að vera í níutíu af hundraði rétt, en venjulegar útvarpsfregnir á íslandi munu ekki vera mikið nákvæmari en það. Hins vegar held ég það þætti gott, ef sjö- tíu af hundraði útvarpsfrétta 1 Sovétríkjunum reyndust réttar. Sovétríkin eru land lýginnar, eins og flast þau lönd, þar sem kommúnisminn nær yfirráðum. Því er nú miður. Ég minntist áður á lýgi is- lenzkra dagblaða, og listi minr. um ólíkar lygar þeirra var lang- ur, en nákvæmur lesandi mun hafa tekið eftir orðalagi mínu — örlaði iþá stundum á smáiýgi — og svo framvegis. f raun réttri eru flest íslenzku dagblöðin ekki átakanlega lýgin — líklega er um og yfir níutiu af hundraði sanleikur að jafnaði, og betra og verra í einstökum blöðum. Þar að auki er íslenzk blaðalýgi i flestum tilfellum næsta mein- laus. Ti dæmis er mikill hluti hrósýgi, ýkjuýgi og fegrunar- lýgi um dauða menn og lifandi. Smálýgi og prettlýgi í sainbandi við viðskipti. Vissulega er svo talsvert af áróðurslýgi og flokks lýgi, en það er í flestum tilfell- um smáræði, borið saman við það, sem gerizt í einræðisríkj- um. Lýgin f Sovétríkjunum er hins vegar svo yfirþyrmandi, að það er ókunnugum manni nær óger- Iegt, að gera sér slíkt f hugar- lund. Lýgin er hefðbundin, fast- mótuð af herjum hugmynda- fræðinga og flýtur yfir almenn- ing í útvarpi átján stundir á sól- arhring sem sálardrepandi bol- skefla. Þungar dagblöð og tíma- rit, og eru flokksbundnir með- limir kommúnistaflokksins og milljónir annara skyldaðir til að lesa sum blöðin, eins og tii dæm is blað það, sem ber hið bráð- fyndna nafn Pravda — Sannleik ur. Sem námsmaður varð ég að læra greinar úr því blaði efnis- lega og ræða þær við kennar- ann, til þess að hann gæti fylgst með andlegu ástandi minu fyrir yfirboðara sína. Sjálfur varð kennarinn að læra sömu greinar til að geta lagt út af þeim á flokksfundum, svo flokkurinn gæti fylgst með „félagslegri heil brigði" hans. Auk þess sem lýg- in í Rússlandi er þannig lög- vernduð, ef svo má að orðí kveða, er þar yfirleitt um ill- skeyttari lygategundir að ræða heldur en í t.d. skandinaviskum löndum. Nokkrar áberandi iyga- tegundir í Rússlandi, sem mér falla í hug í svipinn eru: Stjóm- arlýgi, flokkslýgi, falslýgi, áróð- urslýgi, óhróðurslýgi, sefjunar- lýgi, róglýgi, níðlýgi, vísvitandi lýgi og uppeldislýgi, og ber þess að gæta hér, að þetta er allt í stórum stíl — risavaxið i sniðum. Það er sízt að undra þótt hinn venjulegi rússneski almúgamað- ur sé ofdrykkjumaður. Stjórnin gerir honum hversdagslífið óbærilegt, eða öllu heldur um- hverfið, sem stjórnast aftur af margra ára óstjórn dauðs bók- stafs, alda kúgun þar áður. og ýmsum áföllum í gerfi styrjalda og ðhappa. Jafnvel þótt góð stjórn settist að völdum í dag, tæki það mörg ár, að koma öllu í gott horf. Eiginkona drykkjumansins ar svo vinnuþræll, sem raunar þau bæði, en hlutskipti hennar er mun verra, þar sem hún verður oftast að annast heimilið að mestu, auk fullrar vinnu úti. Ekki má svo gleyma því, að i Sovéríkjunum standa jafnan milljónir mana í biðröðum allan sólarhringinn, eða svo var ástand ið a.m.k. árin 1957 til 1959, er ég stóð í mínum biðröðum I Moskvu, allt að klukkustund fyr ir eina máltíð. Þegar fbúar Vladivostok í austri sofa svefni hinna þreyttu standa fimm til tíu milljónir manna í biðröðum í vesturhluta landsins, þar sem um ellefu klukkustunda tíma- mun er að ræða í landinu. Þegar svo Moskva sefur, eru þeir að vísu mun færri, sem standa bið- raðir í austurhlutanum, þar eð land er þar strjálbýlla, en bið- raðir éta upp mikinn hluta frí- að útskýra lífshætti í Sovétríkj- unum fyrir íbúum Norðurlanda, sem búa við þægindi á flestum sviðum, sem sum eru alveg óþekkt í landi skortsins og Stalins. Naumast þarf að geta þess, að sjálfur var ég ekki látinn líða skort í Rússlandi. Fékk ég þar þá fyrirgreiðslu, sem gestrisni og rúblur veita. Kann ég þakkir fyrir, en tel mig nú hafa greitt þá skuld. Vestrænir stúdentar I Rúss- landi hafa þar svipaða aðstöðu og rómverskir borgarar höfðu í hernumdum löndum til forna — forgang um frelsi og lífsþægindi á ýmsum sviðum. Hefir sérstaða þessi þaggað niður hugsaða gagn rýni fjölda lítt þroskaðra ung- linga frá ýmsum löndum. 1 mína tilfelli varð misræmið hins veg- ar til að auka athygli á eymd og volæði hins þrælbundna borg- ara. Hundrað og tífaldur launamis munur í Sovétríkjunum árið 1957 er gott dæmi um bræðra- lagið í því landL Ég hneykslaðist við komu Tarsis. Það var oflítið skrifað um hann í blöðin, boðskap hans og baráttu. íslendingar þurfa að vakna tsl lífsins eins og það er. Við vestrænir menn þurfum að halda vöku okkar til varnar skyndiárás úr austri, jafnframt stöðugri moldvörpustarfsemi þaðan, samhliða því, sem við eigum að vinna að friði í heini- inum. Tarsis mun vera herskárri en ég, sem er á móti öllum stiðs- áróðrL Vera má þó, að það hafi verið mistúlkað eftir Tarsis, að allar þjóðir ættu að sameinast og sigrast á heimskommúnism- anum. Hitt heyrði ég hann segja, að ef allir frelsisunnandi menn í heiminum sameinuðust, gætu þeir sigrast á þessari ógnun við mannkynið, og Útti hann þar ekki sízt við íbúa kommúnista- landanna sjálfra. Einnig sagði hann að öllum vestrænum þjóð- um bæri að standa saman tii varnar gegn kommúnismanum, og verður slíkt seint of oft ítrek að. Á þessum setningum er m>k- ill munur, þar sem einungis í þeirri fyrstu felst stríðsáróður. Það er álit mitt, að við íslend- ingar eigum að efla varnar- bandalag vort — Atlantshafs- bandalagið — með mórölskum stuðningL svo lengi sem við er- um í þvL Ganga úr því ella. Bandariki Norður-Ameríku Framhald á bls. 22 Lýsing Tarsis á sovézkum stjór narháttum og heimskommún- ismanum er sú bezta og sannas ta, sem ég hefi lengi heyrt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.