Morgunblaðið - 24.07.1966, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.07.1966, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. júlí 1966 — Já systkini mín lifa, en for- eldrar mínir eru dánir. Systurn- ar fá heimfararleyfi fjórða til fimmta hvert ár og geta þá heimsótt fjölskyldu sína, sagði systir María Hildegardis að lok- r Á MORGUN verður regla St. Josephssystra 70 ára. Eru þá liðin 70 ár frá því að fjór- ar systur frá reglunni í Dan- mörku komu hingað til þess að hjúkra sjúkum. Hafa þær í þessi ár unnið fórnfúst starf í þágu heilbrigðismála ís- lenzkrar þjóðatr. Regla St. Josephs var stofn uð árið 1656 í Frakklandi af Pater Madile, sem var Jesú- íti. Til Danmerkur fluttist reglan árið 1856 og var síðan stofnuð af fjórum systrum, sem komu hingað fyrir sjö áratugum eins og áður er getið. Við brugðum okkur vestur í bæ nú fyrir skömmu og heimsóttum systurnar í Landakoti og höfðum viðtal við nokkrar þeirra um starf- ið og amstur dagsins. Þegar við komum inn í Landa kotsspítala hittum við fyrir systurnar glaðar og kátar. — Sumar eru í hinum eiginlega búningi reglunnar, sem er svart ur, en flestar eru í hvítum vinnu búningi hjúkrunarsystra. Priorinnan systir María Hilde gardís segist vera fædd í Þýzka landi og hafa gerzt systur 1932. Hafi hún þá farið á hjúkrunar- kvennaskóla í Danmörku, og far ið aftur á hjúkrunarnámskeið í Árósum á árunum 1951-52. Hing að til lands kom hún árið 1954 Príorinnan, systir María Hildegardis á svölum turnsins á nýja spítalanum. Þar uppi er setustofa systranna og -þaðan er fagurt útsýni yfir bæinn. (Ljósm. Ól. K. M.) Um líf og starf hjúkrunar- systranna í Landakoti 70 ár síðan St. Josephs-systur námu land á íslandi ... í einni af hinum fullkomnu skurðstofum Hjúkrunarkonan, sem stendur við borðið dóttir. mmm nýja spitalanum. Guðrún Margeirs- og var þá við sjúkrahúsið í Hafnarfirði unz hún varð príor- inna reglunnar árið 1958. Við spyrjum hana fyrst um bernsku reglunnar hér á landi, og hún svarar: — Þegar systurnar fjórar komu fyrst til íslands, komu þær upp sjúkrastofu hér í Reykjavík, en um vertíðina fóru tvær þeirra austur til Fáskrúðs- fjarðar og hjúkruðu þar sjúkum. Skömmu eftir aldamótin var síð an reistur spítali hér á Landa- kotshæðinni, sem stóð hér til skamms tíma, en hefur nú þok- að fyrir nýja sjúkrahúsinu. — Hve margar systur eru í reglunni nú? __í>ær eru 27 hér í Landakoti og tíu í Hafnarfirði, en systurn- ar þar tilheyra sömu reglu. — Hvaða skilyrði verður systir að uppfylla tid þess að geta orðið priorinna? — Engin sérstök. Hún verður aðeins að vera til þess hæf. — Hvað olli því að þér genguð í regluna? — Frá blautu barnsbeini lang aði mig til þess að hjúkra sjúk- um og um 17 ára aldur ákvað ég mig. Það að ég valdi þessa reglu var eflaust, að föðursyst- ir mín var systir af sömu reglu. Flestar gerast systur a£ köLI- un. — Hve margar íslenzkar systur eru í reglunni? — Nú er aðeins ein íslenzk systir María Klementína. Hún starfar að kennslu við barna- skólann, sem prestarnir reka. Hins vegar hafa frá upphafi ver ið í reglunni fimm systur, en fjórar eru dánar. — Hve margar kenna við skól ann? — Það eru tvær systur, sem kenna við skólann. -— Hvernig líður dagurinn hjá ykkur hér? — Við förum á fætur kl. 5 að morgni. Þá er morgunbæn og síðan messa kl. 7. Að lokinni messu starfa systurnar á sjúkra- deildinni fram til kl. 12.30, en þá er snæddur hádegisverður. Síðan eiga systurnar fri til kl. 15.30, en þá hefja þær aftur störf í hjúkrunardeildunum og vinna þar til kvölds. í frítím- um fara systurnar í bæinn eða sinrta einhverjum áhugamálum. Á milli kl. 20 og 21 eigum við sameiginlega stund, en förum að svo búnu í háttinn. — Hafa starfsskilyrði efcki batnað mikið við tilkomu nýja spítalans? — Þau eru allt önnur. Árið 1958 voru auk systranna aðeins fjórar hjúkrunarkonur, en í dag eru þær 30. Vinnan hefur og mikið létzt með auknum starfs- kröftum og vélvæðingu. — Eruð þér af kaþólskri fjöl- skyldu í Þýzkalandi? — Já, ég er það, og það eru allar systurnar. Við kaþólska söfnuðinn hér þjóna sex prest- ar auk biskupsins. Eru tveir íslenzkir auk biskupsins, Jóhann esar Gunnarssonar. — Hafið þið systurnar ekki kapellu hér í sjúkrahúsinu? — Jú, við höfum kapellu, sem hefur verið í viðgerð, en verð- ur vígð á mánudaginn í tilefni afmælisins. — Eigið þér systkini á Jífi í heimalandi yðar? Systir María Fulberta Næst tökum við tali systur Mariu Delphine, góðlega gamla konu, íklædda svörtu, og við setjumst í tröppurnar og ræð- umst við. — Jú, við klæðumst allar svörtu, þetta er nú einu sinni einkennisbúningur okkar. Ein- ungis þær, sem vinna við sjúkra húsið skarta hvítu meðan þær eru að störfum. — Ég er fædd h. 23. maí 1887 í Koblenz am Rhein í Þýzka- landi. Þar er undursamlega fall egt, trjágróður mikill og ilm- andi blómaskrúð. Þegar ég var 27 ára gekk ég í klaustur St. Josephssystra í Danmörku, og ári síðar hóf ég nám við klaust- urskólann þar. Hingað kom ég svo í ágúst árið 1920. — Það voru mikil viðbrigði frá því sem ég áður hafði van- izt. Engir skógar og ekkert hér í kring nema túnið. Einu bygg- ingarnar í nágrenniu, sem ég man eftir voru Möllershúsið, Stýrimannaskólinn og Húsmæðra skólinn. Þá var öldin önnur, Seltjarnarnesið óbyggt að und- anskildum einum skóla að mig minnir. Brugðum við okkur þá oft út á Nes á góðviðrisdögum og sátum úti í guðsgrænni nátt- úrunni með handavinnuna okk- ar. Við fórum oft um 10-leytið á morgnana og komum ekki heim fyrr en seinni hluta dags. — Mataræðið var einnig allt öðruvísi. Ég hafði vanizt græn- meti og ávöxtum, en hér var lítið slíkt að fá. Þegar sjúkling- unu var gefið salat hristu þeir bara höfuðið og sögðu — „við borðum ekki gras.“ — Á þeim tímum fengust held ur engin blóm. Ég minnist þess, að við fengum þau send frá Noregi t.d. fyrir páska til að skreyta kirkjuna, svo ræktuð- um við nú beilmikið sjálfar hérna í gluggunum okkar. Nú eru blómabúðir hins vegar á hverju strái. — Fyrst eftir að ég kom hing að kenndi ég við Landakotsskól ann, þá vann ég á skrifstofunni í 23 ár en nú gæti ég kapell- unnar. — Síðan 1920 hef ég tvisvar heimsótt landið mitt, í seinna skiptið fyrir þrem árum. Ég uni mér vel hér eins og yfir- leitt hvar sem ég er. Systir María Fuiberta heitir sú systir í Landakoti, sem lengst hefur verið þar af nú- lifandi systrum. Hún kemur á móti okkur og gengur við staL Hún segist ekki hjúkra lengur, vera orðin svo gömul, 82 ára. „Núna dunda ég bara og mik- ið við lestur. Það eru fimm ár síðan ég hætti að vinna“. Ann- ars mælir hún fátt, segist lítið hafa að segja umfram það, sem hún áður hefur sagt í blaðavið- tali. En þegar við segjum henni, að það sé nú orðið langt síðan, og aldrei sé góð vísa of oft kveðin, færist bros yfir andlit- ið og hún verður léttari í tali. — Ég er fædd í Þýzkalandi Framihald á bls. 21 Systurnar. Þær sem klæðast svörtu eru í hinum eiginlega búning reglunnar, en hinar hvítklæddu klæðast vinnubúningi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.