Morgunblaðið - 24.07.1966, Síða 14
14
MORCU NBLAÐIÐ
Sunnudagut 24. júlí 1966
Guttormur Erlends-
son = Minningarorð
GUTTORMUR Erlendsson var á
meðal nýst.údenta í lagadeild Há
skólans 19‘Í2, þegar ég tók þar
fyrst við kennslu. Lagaprófi lauk
hann árið 1938 og kenndi ég hon
um því öU hans háskólaár. Er
skemmst frá þ-/í að segja, að
Guttormur var meðal skarp-
greindustu þeirra nemenda, sem
ég kvnntist á kcnnara-árum mín
um. Ég vissi raunar þegar áður
á honum noklcur skil og átti á
stúdentsárum íians nokkur sam-
skipti við hann utan kennslu-
stunda. Náin kynni og vinátta tók
ust þó ekki með okkur fyrr en í
London sumanð 1939. en þar
dvöldum við þ'- báðir til fram-
haldsnáms í fr.eðum okkar. Þó
að hvergi væri slegið slöku við,
höfðum við félagar gaman af að
hittast öðiu hvoru og fórum þá
víða og skoðuðum margt.
Eftir heimko'nuna hélzt kunn-
ugleiki okkar svo að við hitt-
umst nær vikulega vetrarlangt
hátt á annan áratug. Eftir það
urðu samfundir okkar strjálir
en ætíð til ánægju, þegar leiðir
lágu saman.
Á borgarstj./ia-árum mínum
átti ég hlut að bvi, að Guttorm-
ur varð- aðal-endurskoðandi
Reykjavíkur-bæjar. Síðan varð
hann einnig formaður niðurjöfn-
unarnefndar. 1 báðum þessum
störfum hefur Guttormur unnið
bæjarfélaginu cinetanlegt gagn.
Hann vann sem víkingur að
hverju því starfi, er hann sinnti
— v_ar frábærlega töluglöggur,
fljótur að átta sig, vel að sér
og ósérhlííinn.
Jón heitinn Á.sbjörnsson hæsta
réttardómari sagði mér skömmu
eftir að Gnttorrnur fór að flytja
mál fyrir Hæstarétti, að hann
væri méð gagnorðustu og greinar
beztu málf lutningsmönnum. Kom
það ekki á óvart þeim, er Gutt-
orm þekkiu.
Mikið starf liggur eftir Gutt-
orm, nú er hann hefir látizt langt
fyrir aldur fram. En enginn ræð-
ur sínum næturstað og því verð-
ur að taka, sem að höndum ber.
Guttormur gerði sér stund-
um upp kæruloysi, en var í raun
og veru maður viðkvæmur og
óvenju tryggur í lund. Vinir
hans munu því í senn minnast
hans frábæru hæfileika og miklu
mannkosta
Bjarni Benediktsson.
menn að ósekiu Verklundaður
var hann öðrum fremur og skil-
aði að ég hygg drýgra dagsverki
á of skammri rovi en margur
sem árin hafa átt fleiri.
Það munu vera liðnir röskir
þrír áratugir frá því að kunn-
ingsskapur tókst með okkur
Guttormi. Kunningsskapur, sem
fljótlega varð svo náin vinátta,
að sjaldan liðu dagai svo að við
ræddumst ekki við I þeim vin-
áttutengslum var hann veitand-
inn, ráðgjafinn, lægði skapofsa
minn og mildaði málstað þeirra,
sem roér fannst mér andsnúnir.
Naut ég nans ekki sízt á vett-
vangi stjórnmáianna, því þótt
hann hefði sig lítt frammi var
hann manna glöggskyggnastur á
öll þau veðrabrigði og sá klár-
um augurn í gegnum þoku og
brigðlýsi dægurþrassins.
Þegar kynni okkar Guttorms
hófust var ég enn í Menntaskóla,
en hann hafði þá nýhafið lög-
fræðinám. Bjó hann þá hjá systur
sinni, Stefaníu, en tíðum fórum
við þá út Álftanesið að Breiða-
bólsstöðum að heimsækja for-
eldra hans og bræður. Faðir hans
Erlendur Sjörnsson, hreppstjóri,
var þá enn við góða heilsu og
var gaman að fara með honum
í þyrsklinginn. Erlendur var ætt-
aður úr Kjósinni, en María móð-
mínu viti óvenjulegur maður.
Hann var jafn knár við ár og
orf, sem við lagakrókana og ís-
lenzka tungu kunni hann öðrum
betur. Hann var líka orðheppinn
án þess að vei a orðhvatur. Sér-
vitringsþótti og sjálfbirgingshátt
ur voru andstæð hans sinnislagi.
Við slíka var hann ekki alltaf
góðsvörull. — Einhvernveginn
kemur mér í hug mannlýsing úr
Grettissögu, þegar mér verður
hugsa til Guttorms, en hún mun
vera svo orðfærð: „Hann var
gegn maður og gæfur, hægur og
hógvær; við hann líkaði hverj-
um manni vel“. . . . Hann átti
líka jafnan til bros að minnsta
kosti í öðru munnviki . . .
Nú er hann kvaddur sá góði
vinur og við sitjum eftir væng-
brotnir í bili.
Guð blessi minningu hans og
veiti ættmennum hans huggun.
Birgir Kjaran.
GUTTORMUR Erlendsson borg-
arendursknðandi og hæstaréttar-
lögmaður starfaði hjá Reykja-
víkurborg i nærfellt 25 ár. Hann
hóf störf í borgarstjóratíð
Bjarna Benediktssor.ar og tók
þá við nýrri stöðu, sem aðal-
lærðra manna og annarra, að
hann væri í hópi færustu mál-
flutningsmanna landsins.
Við Guttormur vorum skóla-
bræður úr mer.ntaskóla og sam-
tímis í Háskólanum. Gengum við
undir embættispróf sama vorið.
Hlaut hann miög háa einkunn
við lagapróf. Hafði hann þó lítt
stundað námið framan af vegna
annarra hugðarefna
Enda þótt góður kunningsskap
ur væri á milli okkar skólaárin,
urðu kynni okkar miklu nánari,
þegar ég réðist. í bjónustu Reykja
víkurbæjar árið 1956. Alla tíð
síðan áttum við mjög náið sam-
starf. Stend ég í mikilli þakkar-
skuld við Guttorm heitin fyrir
ómetanlegan stuðning í starfi,
er hann fúslega veitti mér þá
alls ókunnugum starfsemi borg-
arinnar. Upp úr samstarfi okkar
varð vinátta, sem gott er að minn
ast nú, þegar leiðir skilja.
Guttormur var hamhleypa til
vinnu. Hefi ég aldrei kynnzt af-
kastameiri manni. Hann vand-
aði og mjag allan frágang verk-
efna sinna Átti hann einkar létt
með að kryfja máiin til mergjar
og greina aðalatriði frá aukaat-
riðum. Kom þar bæði til skýr
hugsun og örugg dómgreind. Er
óhætt að segja. að engu mikils-
verðu múii ht-fi verið ráðið til
lykta, án bess að tillagna hans
væri leitað Hann hafði gaman
af að fást v:ð tölur, enda mikill
stærðfræðingur. Vakti það oft
kátínu bans. þegar samverka-
mennirnit- áttu íullt í fangi með
að fylgja honum eftir. Kímnigáf
an var r.k og græskulaus, en
maðurinn orðhagur og orðhepp-
inn.
Kveðja til afa
Hér kem ég til þín, elsku afi minn,
og augum leiði bjarta svipinn þinn.
Og barnsins unga lófa á luktar brár
þér leggur hinzta sinn þinn vinur smár.
Ég veit mín hugsun öll nær enn svo skammt.
Að öðrum duldum leiðum finn ég samt
þá hljóðu sorg, sem hefur beð minn gist,
og hlýju þá og vernd, sem ég hef misst.
En sjálfsagt betur seinna þó ég skil,
að sárast alls þú mundir finna til
þess beizka harms að geta ei lengur leitt
þinn litla dreng og honum veginn greitt.
En mundu afi, að mömmu og pabba hjá
er mýksta skjól, sem barni hlotnast má.
Þar á ég vísa ást, sem gætir mín,
og öllum stundum bernsku minni skín.
Já, hjartans afi minn, í friði far.
Við fáum seinna öll að hittast þar
sem ný og fegri lífssól ljómar þér.
Ó, líttu einnig þaðan til með mér.
Guttormur Þorfinnsson.
GENGINN er góður vinur, og
verður mcrgum söknuður að. Sl.
sunnudag, 17. júlí, lézt Guttorm-
ur Erlendsson lögfræðingur.
Hafði hann alla tíð verið heilsu-
hraustur og þr.okmenni, svo að
andlát hans kom okkur vinum
hans mjög á óvart. En örlög-
um ræður enginn, og örlög og at-
gerfi eiga ekki jafnan samleið.
Við dánarbeð vinar mins rifj-
ast upp margar minningar. Af
þeim er hcfug reyrangan og það
glóir á marga kristalla sam-
eiginlegrar upplifunar á ferðum
í miðnætursól og kyrrum kvöld-
um í skammdegi, er hann fór
með ljóð nábúa síns Gríms Thom
sens.
Mér far.nst hr.nn öðrum mönn
um vitrari, sem ég hefi kynnzt,
fljótskarpur, skynjaði strax :
kjarna máls, hlutlægur í mati
staðreynda, rökfastur í ályktun,
aldrei kaldbriósta þó og jafn-
an fús til að þoka steini úr
götu sarnferðamanna. Kjark
hafði hann líka til þess að standa
í eldi og skaut sér aldrei á bak
við annars skjöid. Og laupana
lagði hann ekki upp þótt í móti
blési. Hann gat að vísu verið
harður í horn að taka, en nátt-
úra hans var ekki að illskast við
ir Guttorms var dóttir Sveins
Jónssonai-, skípasmiðs, í Gufu-
nesi. Þau hión, Erlendur og Mar-
ía eignuðust 7 börn og var Gutt-
ormur þe.rra yngstur.
Að loknu háskólanámi hér
heima fór Guttormur til fram-
haldsnáms í Danmörku, Þýzka-
landi og Bretlandi. Þar vorum
við samtímis á sumarnámskeiði
í Oxford. Er heim kom réðist
hann fyrst ti! samtaka iðnrek-
enda og siðar til Reykjavíkur-
borgar, hvar hann vann síðan
og naut bæjarfélagið allan þann
tima hans einstöku verklundar
og afkasta. — Sökum hæfileika
og trausts voru honum falin fjöl-
mörg önnur trúnaðarstörf, svo
I sem formennska í niðurjöfnunar-
nefnd o. fl., sem ekki verður
rakið hér.
Guttormur kvæntist Guðlaugu
Þorfinnsdóttur árið 1943. Þau
eignuðust einn son, Þorfinn, sem
nú er kvæntur maður og hefur
eignazt lítinn Guttorm, sem.af-
anum var mjög annt um. Fyrir
hjónaband átti Guttormur dótt-
ur, Unni, sem nú er við hjúkrun-
arnám í Svíþjóð
Guttormur Erlendsson var að
endurskoðandi reikninga Reykja
víkurbæjar. Jafnframt því að
móta og skipuleggja starfsemi
endurskoðunarcleildarinnar voru
ur mikilvæg störf. Guttormur
honum fljótlega falin ýmis önn-
var í niðui jöfnanarnefnd Reykja
víkur frá 1952 og var síðar kos-
inn í framtalsr.efnd borgarinnar.
Formaður beggja þessara nefnda
var hann frá árinu 1956 til dauða
dags. Þá átti hann sæti í sparn-
aðarnefnd Reykjavíkurborgar
frá árinu 1951. Sú nefnd undir-
býr árlega fjárhagsáætlun borg-
arinnar í hendur borgarráðs og
borgarstjórnar.. Auk þessara
starfa var Guttormur um langt
skeið og þó sérstaklega nokkur
síðastliðin ár aðalsamninga-
maður af hálfu borgaryfirvalda
í samningum um kaup og kjör
við borgarstarfsmenn og aðra
starfshópa
Jafnfratnt því að sinna þess-
um umfaugsmiklu verkefnum
fyrir borgina starfaði Guttormur
allmikið að málflutningi, enda
var sérstaklega eftir aðstoð hans
sótzt, þegar um vandasöm og
flókin viðfangsefni var að ræða.
Var það og mjög á orði meðal lög
Guttormur var óvenjulega fjöl
hæfur maður og eftirtektarverð
ur fyrir þá, sem með hon-um störf
uðu. Hann var gæddur miklum
vitsmunum og hafði aflað sér við
tækrar þekkingar á mönnum og
málefnum. Störf hans í þágu
Reykjavíkurborgar voru oft fram
úrskarandi vel af hendi leyst.
Voru þau líka mikils metin af
yfirboðurum hans og það að mak
leikum. Starfið fól það í sér, að
Guttormur átti oft og tíðum við-
kvæm samskipti við borgarana.
Þetta fórst honum ávallt vel úr
hendi, því maðurinn var rétt-
sýnn, góðgjarn og yfirlætislaus.
Hygg ég, að þessi ábyrgðarstörf
hafi yfirleitt aflað honum mik-
illa vinsælda almennings í borg-
inni.
Við sarnstarfsmenn hans í
Borgarskrifstofunum söknum
Guttorms mikið Við þökkum
honum nú að leiðarlokum alla
vináttu í okkar garð og margt
drengskaparbragðið.
Ég votta fjclskyldu hans og
vandamönnum innilega samúð
mína. BLessuð veri minning
Guttorms Erlendssonar.
Gunnl. Pétursson.
t
VORIÐ 1926 lágu leiðir okkar
Guttorms Erlendssonar saman
við inntöknpróf í Menntaskólann
í Reykjavík. Hávaxinn, Ijóshærð-
ur, beinn í baki, alvarlegur á
svip nærri hörkulegur, stóð hann
í hópi okkar ; anddyri skólans,
vel á verði með að láta ekki
okkur bæjarstrakana stjaka sér
um koll.
Við vorum 55, sem stóðumst
inntökupr- Jið og sökum þrengsla
í skólahúsinu varð nú í fyrsta
sinni í sögu skélans að leigja húa
rými úti •' bæ fyrir kennslustofu.
Af þessum hópi náðu 21 „hærra“
gagnfræðaprófi til framhaldsnáma
í skólanum V.ð bættust 6 utan
skóla og síðar eða í 6. bekk
stækkaði hópurinn um 2. Af þess
um 29 luku 24 stúdentsprófi vor
ið 1932. A-ð vísu höfum við talið
stúdentsb.ópinn 2 fleiri, því að
einn skólaféiaginn tók prófið ut
anskóla á öndverðu skólaármu
og annar síðar.
Af þessum fámenna stúdenta-
hópi eru við lát Guttorms
Erlendsssonar helmingurinn lát-
inn.
Ég hygg, að enginn stúdenta-
hópur 34 árum frá stúdentsprófi
hafi beðið slíkt afhroð.
Þegar í fyrsta bekk hófst náin
vinátta okkar Guttorms. Tókum
við snemma að lesa saman og
leið vart sá dagur að við hitt-
umst ekki á heimili foreldra
minna eða á heimili hans ágætu
systur Stefaníu en hjá henni bjó
hann öll sín Menntaskólaár.
Ég hafði í 6. bek.k slegið slöku
við nám vegna þátttöku í félags
málum sk.'.lans og íþróttaiðkun-
um utan hans Leit því eigi vel
út fyrir mér með undirbúning
undir stúdentspróf. Guttormur
bauð mér þá að lesa með sér á
heimili foreldra sinna að Breiða
bólstöðum á Álffanesi. Alúð for
eldra Guttorms, þeirra heiðurs-
hjóna Maríu Sveinsdóttur og
Erlendar hreppstjóra Björnsson
ar gleymi ég aldrei. Þrátt fyrir
erfiðan prófiestur í 5 vikur urðu
þessir vordagar unaðslegir og
mér óglevmanlegir.
Guttormur var sérstaklega ein
beittur við nám og störf enda
hlaut hann ágætiseinkunn við
öll próf sín í skóla. Þó hann virt
ist hrjúfur og dulur í dáglegu
fari faldi hann með sér sérstaka
mannúð ,og nærgætni. í skóla
var hann ákafur andstæðingur
vínnautnar og fór ekki dult með
það viðhorf sitt. Nákvæmni hans
við lausn trúnaðarstarfa komu
þegar fram á skólaárunum. Við
vorum saman í bókasafnsnefnd
íþöku, stjórn Bræðrasjóðs og
sölunefnd riámsbóka. Tveir þess
ara sjóða höfðu búið við óreiðu
og var það Guttormi að þakka
að bókhald þeirra og hagur
komst í gott lag Aldrei minnist
ég þess að Guttormur tæki til
máls á félagsfundum innan skól-
ans eða á almennum skólafund-
um. í skólatíð okkar var róstur
samt innan skólans. Embættis-
taka nýs rektors varð eigi átaka-
laus. Starfsemi kommúnista var
víðtæk og skipulögð. Víndrykkia
var almenn og eftir alvarleg á-
föll gengust nokkrir nemendur
ásamt rektor fyrir stofnun bind
indisfélags, sem varð upphaf að
starfsemi bindindisfélaga í skól
um. Kristindómskennslu í skól-
anum var reynt að afhrópa.
Þorri nemenda mætti ekki til
náms í skólanum í 3 daga í mót
mælaskyni við stjórn skólans,
vegna brottvikningar eins nem-
anda. Allt þetta og fleira mun
hafa haft djúp og varanleg áhrif
á dulann hug fáskíptins skóla-
sveins eins og Guttorms. Hann
bjó yfir andófi, sem gat brotizt
út í þráa, tilfinningasemi, sem
hann duldi og bvrgði um of með
sjálfum sér. Þessar eigindir
munu síðar hafa haft áhrifaríkar
afleiðingar á lífsferil hans.
Við skólasystkinin nutum þess,
að verða annar nemendahópur 5.
bekkjar, sem skólinn styrkti til
langferðar um landið. Fagra vor
Framhald á bis. 19