Morgunblaðið - 24.07.1966, Page 31
Sunnoéfagur 24. fttfi 1966
MORGUNBLAÐ1Ð
31
Forstjórarnir á fundi um borð í ÓðnL
sjómælinga á Noröur-
Forstjórar
löndum á
EINS og skýrt hefur verið frá í
Mbl., hefur staðið yfir í Reykja-
vík ráðstefna forstjóra sjómæl-
ingastofnana á Norðurlöndum.
Ráðstefnan hófst sl. mánudag og
lauk í gær, laugardag.
Þátttakendur ráðstefnunnar
voru kommand^r Madsen, for-
Btjóri danska sjókortasafnsins,
dir. Rolf Kjær frá norska sjó-
kortasafninu, dr. Fagerholm, for
stjóri sænska sjókortasafnsins,
Mattila, forstjóri finnska sjó-
kortasafnsins, Tegner, skipherra,
varaforstjóri danska sjókorta-
safnsins, og af hálfu íslands þeir
Pétur Sigurðsson, forstjóri Land
helgisgæzlunnar, og Gunnar
Bergsteinsson, sjómælingarmað-
ur.
Fundir voru aðallega haldnir
í Vitamálaskrifstofunni, þar sem
íslenzku sjómælingarnar hafa
aðsetur, en auk þess voru aliir
fundarmenn í tvo daga um borð
í varðskipinu Óðni. Var þá siglt
til Vestmannaeyja og Surtseyjar,
en þar hafa varðskipin verið
mjög oft undanfarin ár við sjó-
— Kuldinn
Framhald af bls. 32.
kaLsaveður i byggðum. Á Akur-
eyri var t.d. hvítt af snjó niður
í mitt Hliðarfjall. í Skagafirði
var grátt í fjöllum og hafði
vöxtur hlaupið í ár, var verið
®ð gera við skemmdir á vegum,
seim Valagilsá hafði unnið. í
ÓláMfirði var hvítt niður í miðj-
ar hlíðar og slydda á efstu bæj-
um í gær. Og Siglufjarðarskarð
var lokað af snjó og aurskrið-
um. Var áætlunarbílnum hjálp-
að yfir í gærmorgun, en síðan
var skarðið alveg lokað bílum.
Sama var að segja fyrir aust-
an. Fjarðarheiði var t.d. grá ofan
á brúnir. Sama var að segja
um Norðfjarðafjöllin. Bregður
þeim við á fjörðunum, þar sem
hefur verið eins og í suðupotti
undanfarna daga, logn og 25
stiga hiti.
Sunnanlands var bjart og 10
Btiga hiti.
— Morðmálið
4 Framh. af bls. 1
Að sögn Chicago blaðanna eru
staðreyndirnar Speck hins veg-
ar svo mjög í óhag, að talið er
næsta víst, að hann verði sek-
ur fundinn.
Þá segir í frétt frá Chicago, að
hjúkrunarkonan, sem komst af,
Ungfrú Corazon Amurao, hafi
ráðið sér lögfræðing, John P.
Oroglan að nafni. Hún er nú
smám saman að ná sér eftir
taugaáfallið, sem hún iékk eftir
hin skelfilegu nótt, er hún lá
í felum imdir rúmi og fylgdist
*neð því, er hver stallsystir henn
•r af annari var færð burt og
xnyrt.
ráöstefnu
mælingar, eins og kunnugt er.
Slíkar ráðstefnur eru haldnar
VEÐURSTOFAN hefur sent frá
sérfréttatilkynningu um veður-
far á Hveravöllum og fleiri stöð
um í vetur. Fer hún hér á eftir.
Um síðustu mánaðamót hófust
sumarferðir til Hveravalla, og
lauk þá fyrstu vetursetu þar,
síðan á dögum Eyvindar og
Höllu. Stofnað var til þessarar
vetrardvalar í því skyni að kanna
veðurskilyrði á hálendi landsins
árið um kring. Veðurstofan á-
l'ítur því rétt að birta nú mjög
stutt yfirlit um mælingarnar,
þar sem fullnaðarúrvinnsla mun
taka langan tíma, mánuði eða
ár. Yfirlit þetta nær yfir mán-
uðina sepember 1965 til júní 1966.
Á þessu tímabili var veðurfar
á landinu óvenjulega kalt, sér-
staklega nóvember til marz, en
þá var mánaðarmeðalhiti 1—2
stigum lægri en að jafnaðí í
Reykjavík og 2—4 stigum lægri
á Akureyri. Úrkoma sunnanlands
var þessa mánuði lan,gt undir
meðallagi, í Reykjavík var mán-
aðarúrkoman í febrúar hin
minnsta, sem mælzt hefir þar.
Á Akureyri var úrkoman í nóv-
—apr. undir meðallagi, en þó
nær því. Norðan- og norðaustan
átt var mjög tíð. í október 1965
var veðurlag all annað, hiti og
úrkoma var þá mikið yfir með-
allagi. Að því er úrkomu varð-
ar munaði mestu um sólarhring-
inn 19.—20. október, er mjög
mikið rigndi víða um land.
Á Hveravöllum var meðal-
hiti vetrarmánuðina des.—marz
-f- 7 til H- 9 stig, um 6 til 8
stigum kaldara en í Reykjavík,
en 3—4 stigum kaldara en á
Akureyri. Kaldastur að meðal-
tali var febrúar, -f- 9.3 stig. Lág-
markshiti var minni en -f- 20
stig alla vetrarmánuðina, lægst-
ur 25. marz, -f- 23.5 stig. Há-
markshiti var alla mánuði yfir
fróstmarki, þó aðeins 0.7 stig í
febrúar.
Úrkoma mældist í október,
264 mm, en þar af féllu 109
mm á 24 stundum þ. 19.—20.
Aðra mánuði mældist úrkoma
fremur lítil, suma mánuði minni
en í Reykjavík og á Akureyri.
Fjöldi sólskinsstunda var alla
xnánuði meiri en á Akureyri, og
árlega til skiptis á Norður-
löndunum fimm. Á þeim er aðal-
lega fjallað um ýmis samskipti
þessara landa í sjómælingum og
sjókortaútgáfu, svo og um önnur
sameiginleg mál. Þetta var 14.
ráðstefnan.
tvo mánuði (apríl og júní) meiri
en í Reykjavík. Apríl var þó sól-
ríkari en í meðallagi í Reykja-
vík.
Stormasamt var á Hveravöllum
eins og við mátti búast. Alla vetr-
armánuðina fór mestur vind-
hraði (10 mínútna meðaltal) upp
í 50 hnúta (10 vindstig). Hvass-
ast var 31. marz, 64 hnútar (12
vindstig), en 2. og 5. febrúar var
vindur litlu minni, 62 hnútur
(11 vindstig).
Fremur var snjólétt í nágrenni
athugunarstöðvarinnar. Mest
snjódýpi mældist 110 cm.
Auk veðurathugana voru
einnig gerðar margar jarðvegs-
hitamælingar, en úr þeim hefir
ekki verið unnið ennþá.
Athyglisvert við mælingarnar
er einkum hve úrkoma er lítil
og sólskinsstundir margar. Einnig
virðist veðurlag mjög óstöðugt.
Sem dæmi um það má nefna, að
í marz mældist úrkoma 24 daga,
en sólskin mældist 25 daga. Hef-
ir því mjög oft verið úrkoma og
sólskin sama daginn.
Fyrir næsta vetur er ráðgert
að setja upp á Hveravöllum nýj-
an vindrita og nokkra síritandi
jarðvegshitamæla. Einnig verð-
ur snjómælistöngum fjÖlgað og
mælisvæðið stækkað.
H. S.
IJ Thant til
Moskvu
á mánudag
New York, 23. júlí, AP.
U THANT, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna leggur upp
í Rússlandsferð sína á morgun,
sunnudag, og er væntanlegur til
Moskvu á mánudag, kl. 4.30 að
staðartíma. U Thant verður í
Moskvu í fjóra daga.
Ekki hefur verið tilkynnt um
dagskrá heimsóknarinnar en tal-
ið er víst, að framkvæmdastjór-
inn muni ræða Víetnam málið
við þá Alexei Kosygin, forsætis-
ráðherra, og Leonid Brezhnev,
aðalritara kommúnistafiokiksins.
— Slátfur
Framhald af bls. 32.
ir blaðinu. Segir hann að gamlir
menn fullyrði að ekki hafi sprott
ið svo vel á Héraði sl. 40 ár.
Nokkuð hefur verið óþurrka-
samt á Héraði í sumar. 1 gær
var á Egilsstöðum norðan hvass-
viðri og snjóaði í fjöll. Var
Fjarðarheiðin orðin grá niður
í brúnir.
Frá Hornafirði símar Gunnar
Snjólfsson í Höfn og segir að
gras sé mikið. Sláttur hafi geng-
ið með. ágætum og væru bænd-
ur þeir, sem hefðu mikla sand-
rækt búnir að heyja mikið. Þó
væri mikið af því heyi úti enn.
Jón Ólafsson í Geldingaholti
í Árnessýslu segir að sláttur sé
þar í sveitum skammt á veg
kominn. Alla síðustu viku hafi
verið rigning, eða þangað til í
gær, er stytti upp. Væru nú all-
ir komnir í gang og væri spretta
góð, en þó sums staðar eitt-
hvað misjöfn.
— Það lítur nú betur út en
áður með slátt hér um slóðir
sagði Gunnar Sigurðsson í Selja
tungu í Árnessýslu, er blaðið
hafði tal af honum í gær. Eft-
ir fjögra daga stanzlausa rign-
ingu létti í gærdag og gátu menn
farið að sinna heyverkum. í gær
var í Gaulverjabæjarhr. hvass-
viðri og léttskýjað og vonuðust
menn til áframhaldandi yrði á
þesari tíð. Víða er búið þar um
slóðir að ná inn alimiklu af
ágætis heyi, en áliðið er orðið
sumars og því full þörf á að
sláttur geti haldið áfram af full
um krafti.
— Dularfullt
Framhald af bls. 1
kenndu Pekingstjórnina árið
1950 og fjórum árum síðar
skiptust þjóðirnar á sendifull-
trúum) — og hann beðinn
gefa skýringu á atviki þessu.
Því neitaði hann afdráttar-
laust og neitaði einnig áð
framselja verkfræðinginn í
hendur lögreglunnar. Á sunnu
dag var þess aftur óskað, að
sendifulltrúinn gæfi skýr-
ingu, en hann neitaði enn og
gaf þær upplýsingar einar, að
maðurinn væri látinn. Síðar
var sagt í Peking, að verk-
fræðingurinn hefði stokkið út
um glugga í sendiráðinu, hefði
hann ætlað að svíkja þjóð
sína og óska hælis í Hollandi
sem pólitískur flóttamaður.
Hollenzka lögreglan sta’ðhæfir
hinsvegar, að sé dæmt frá stað
þeim, er maðurinn fannst á og
ummerkjum þar í grennd, sé
þessi skýring útilokuð.
Verkfræðingurinn, Hsu Tzu-
tsai að nafni, 42 ára, hafði
verið í Hollandi í níu manna
kínverskri verkfræðinganefnd
sem sat alþjóðlega tækniráð-
stefnu í Delft í síðustu viku.
Þegar á sunnudag var sendi
ráðsfulltrúanum gefinn 24
klst. frestur til þess að hafa
sig á brott frá Hollandi vegna
afskipta sinna af þessu máli.
Jafnframt var settur öflugur
lögregluvörður umhverfis
sendiráðið og náði lögreglan
líkinu, þegar starfsmenn
sendiráðsins reyndu að lauma
. því burt að næturlagi. Ná-
kvæm rannsókn var gerð á
því og hefur ekkert verið gef-
ið upp af opinlberri hálfu um
— S-Vietnam
Framhald af bls. 1
að föllnum hermönnum, sem
höfuðin hefðu verið skorin af,
sprengd í tætlur eða afmynduð
á þann hátt, að ætla má að þar
hafi vísvitandi verið reynt að
gera hina föllnu ókennilega.
AP hefur eftir einum tals-
manni Bandaríkjahers, að hon-
um kæmi ekkert á óvart, þótt
Kínverjar væru farnir að taka
þátt í bardögunum — „en reyn-
ist það rétt, verður enn breyt-
ing á þessu stríði“, hafði hann
sagt.
• Fregnir frá Hanoi herma,
að stjórnin þar hafi lýst yfir
myndun nefndar, er fjalla eigi
um „stríðsglæmi" Bandaríkja-
manna. Kanadískur sendimaður
sem nýkominn er frá Hanoi tel-
ur, að bandarísku fangarn-
ir í N-Vietnam verði dæmdir
til dauða en dómunum verði ekki
fullnægt og hyggist Hanoi-
stjórnin þar með sýna gæzku
sína og friðarvilja.
Nefnd Alþjóða Rauða krossins
ræddi mál bandarísku fanganna
á fundi í Genf í morgun. Þar
skýrði forsetinn, Samuel Can-
ard, frá nýafstaðinni ferð til
Hanoi og tilraunum sínum til
að koma í veg fyrir að fanga-
arnir verði dregnir fyrir rétt
sem stríðsglæpamenn. Nefndar-
menn vildu ekkert segja um
málið í morgun.
úrslit líkskoðunarinnar. Hins-
vegar var haft eftir góðum
heimildum, að fundizt hefðu
á manninum ýmis sár — sum
þess eðlis, að um misþyrming-
ar hefði getað verið að ræða
— önnur þess eðlis, að mað-
urinn hefði getað látizt af
völdum bifreiðaslyss.
Að rannsókn lokinni var
líkið afhent sendiráðinu á ný.
Lögregluvörður var hinsvegar
hafður áfram umhverfis sendi
ráðshúsið, til þess að fylgjast
með hinum nefndarmönnun-
um átta, sem lögreglan hyggst
ekki hleypa úr landi, án yfir-
heyrslu.
Hollenzk blö>ð velta máli
þessu mjög fyrir sér og hafa
komið fram allslkonar getgát-
ur. Eitt blaðanna spyr, hvort
Hsu hafi verið njósnari fyrir
Vesturveldin — annað spyr,
hvort hann hafi verið drepinn
af kínverskum atvinnumorð-
ingja af pólitískum ástæðum
— og enn eitt spyr, hvort ekið
hafi verið á hann, annað hvort
af slysni eða ásettu ráði.
Kínversk blöð og fréttastof-
an Nýja-Kína hafa farið mjög
hörðum orðum um afstöðu
hollenzku stjórnarinnar í máli
þessu og segja tilganginn að
grafa undan samskiptum Hol-
lands og Kína og sé það liður
í stuðningi við árásarafstöðu
bandarískra heimsvaldasinna
gagnvart Peking.
Þess er getið í sambandi við
þetta mál, að fyrir nolkkrum
mánuðum hafi annar kín-
verskur verkfræðingur reynt
að leita hælis sem pólitískur
flóttamaður í Hollandi, en
starfsmenn kínverska sendi-
ráðsins í Haag hafi neytt hann
til að fara heim.
Eiginma’ður minn og faðir okkar,
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON,
Réttarholtsvegi 39,
sem andaðist 17. þ. m., verður jarðsunginn frá Hallgríms-
kirkju þriðjudaginn 26. júlí kl. 1,30 síðdegis. Þeim sem vildu
minnast hins látna er bent á liknarstofnanir.
Ingibjörg Sturludóttir og börn.
Jarðarför konu minnar,
HELMU J. SELBY,
sem lézt í Keflavíkurspítala 19. júlí sl. fer fram frá Foss-
vogskirkju miðvikudaginn 27. júlí kl. 1,30, en ekki 10,30,
eins og áður var auglýst.
Georg Selby og börn.
V7
Á Hveravöllum
var 7-9 stiga frost
að meðaltali i desember og janúar
Stormasamt var en snjólétt i vetur