Morgunblaðið - 18.08.1966, Síða 1

Morgunblaðið - 18.08.1966, Síða 1
24 siður 53. árgangur 186. tbl. — Fimmtudagur 18. ágúst 1966 Prentsmiðja Morgunbladsins Fónum prýdd borg í dug I D A G er borgin okkar 180 ára. Þennan dag árið 1786 hlaut verksmiðjuþorpið Reykjavík kaupstaðarréttindi með konungsúrskurði. Morgunblaðið birtir í til- efni afmælisins þessa mynd, sem tekin er af Arnarhóli. vestur yfir Miðbæinn, og stendur landnámsmaðurinn, Ingólfur Arnarson, í forgrunni myndarinnar. I fréttatilkynningu til blað- anna í gær, frá borgarstjórn. er allur almenningur hvatt- ur til þess að draga fána að húni til að minnast dagsins. Kveikt í þorpi Saigan, 17. ágúst — AP HRYÐJUVERKAMENN Viet Cong komúnista réðust að þorpi einu í Quang Ngai héraði, um 550 km. NA af Saigon, á þriðju- dagsmorgun og kveiktu þar í um eitt hundrað húsum þorps- búa. Skýrði talsmaður stjórnar S-Vietnam frá þessu í dag. Fregnir af atburði þessum eru enn óljósar, og er ekki enn vit- að hvort hryðjuverkamennirnir myrtu einhverja þorpsbúa. Að loknu hervirkinu flúðu Viet Cong menn til skógar. Izvestia ræðst á fiugvélakaup SAS — Segir SAS og fleiri félög pind til bandariskra flugvélakaupa Moskvu, 17. ágúst — NTB. IZVESTIA, málgagn Sovétstjórn- arinnar, sakaði í dag bandaríska flugvélaiðnaðinn um að hafa neytt SAS og ýmis önnur evrópsk flugfélög til þess að kaupa banda rískar flugvélar í stað franskra Caravelle-þota. — Lýsti Izvestia því yfir, að þetta hefði gerzt eft- ir langvinnt baktjaldamakk. Blaðið sagði að SAS, belgíska félagið Sabena, Swissair og Al- italia hafi verið neydd til þess að kaupa einvörðungu bandarísk- ar þotur, iþrátt fyrir að til þessa hafi félögin notað Caravelle-þot- ur með góðum árangri. „Eitt er víst: Samtímis því, að Bandaríkin halda áfram hinni blóðugu styrjöld í Víetnam, hafa þau ekki hætt hættuspili sínu á efnahagsvígstöðvum Evrópu“, segir Izvestia í greininni, sem ber yfirskriftina „Svindlið bak við skýin“. Odd Medboe, deildarstjóri SAS, hefur skýrt NTB svo frá, að val SAS á flugvélategundum hafi farið fram áð loknum ítarlegum tæknilegum, rekstrarlegum og efnahagslegum athugunum. Eng- inn vafi hafi leikið á því, hvaða flugvélagerðir væru hinar beztu í heimi, nefnilega þær banda- rísku. Malasía ekki viðurkennd íyrr en að loknum kosningum í Sabah og Sarawak, segir Sukarno Jakarta 17. ágúst NTB Sukarnó, Indónesíuforseti hélt í dag áfram einsmannsherferð sinni gegn friðarsamningum þeim, er stjórn hans gerði við Malasíu í sl. viku. 1 harðyrtri ræðu, sem hann flutti fyrir um 1 millj. áheyrenda á hinu gríðar stóra Frelsistorgi í Jakarta í dag sagði Sukarnó að Indónesía myndi ekki viðurkenna Malasíu fyrr en kosningarnar hefðu farið fram í Sabah og Sarawak, en það eru tvö landssvæði á Borneó fjöldanum og erlendum sendi- herrum, sem viðstaddir voru frá því, að hann hefði gefið hers- höfðingjanum ráð á bak við tjöldin í samningaviðræðum þeim, sem leiddu til friðar- samninganna við Malasíu. Á með an forsetinn talaði hófu stúd- entar, sem sýnilega voru óánægð Framihald á bls. 23. sem teljast til Malasíu. Sukarnó hefur ætíð haldið því fram, að íbúar þessara svæða hafi ekki verið nægilega spurðir ráða áður en þau gengu i Malasíuríkjasambandið. Yfirmaður Indónesíuhers, Su- harto hershöfðingi, var myrkur á svip er Sukarnó skýrði mann Lögreg lu mor ðin: Einn hinna grunuðu handtekinn í Glasgow Þriðji maðurinn enn ófundinn Glasgow og London, 17. ágúst — NTB — EINN af mönnum þeim, sem eft- irlýstir eru vegna morðanna á lögreglumönnunum þremur í London í síðustu viku, var í dag handtekinn óvopnaður og án mótþróa í íbúð í Glasgow í að- eins 45 m. fjarlægð frá stórri lögreglustöð. Enda þótt lögreglan hefði sent út tilkynningar um að maður- inn væri hættulegur og líkind- um vopnaður, veitti John Duddy, sem er 33 ára gamall, enga mótspyrnu er tveir bílar, I fullhlaðnir lögreglumönnum, komu akandi að leigubyggingu við Charlton-götu, sem er í verkamannahverfi Glasgow, fæð ingarborgar hans. Handtakan fór svo friðsam- lega fram, að íbúar hússins höfðu ekki hugmynd um hvað gerzt hafði fyrr en klukku- stundu síðar er fréttamenn streymdu til hússins til þess að spyrja þá spjörunum úr. Tveir lögreglumenn frá Scot- land Yard héldu í dag flugleið- is til Glasgow til þess að flytja Framhald á bls. 23 Sprengjutilræði á hátíiasamkomu Viet Cong sprengja sprakk yfir Jbéf/- skipuðum sal - 6 létust, 50 særðust Hué, 17. ágúst — AP HRYÐJUVERKAMENN Viet Cong kommúnista sprengdu i kvöld sprengju í þéttskip- uöum sal óbreyttra borgara S-Vietnam með þeim afleið- ingum að a.m.k. sex manns biðu bana og yfir 50 særðust. Gerðist þetta á hátíðasam- komu, sem stjórnarvöld lands ins efndu til í því skyni að vekja athygli á kosningunum, sem fram eiga að fara í land- inu í september n.k. Saigonstjórn hefur látið reisa bráðabirgðabyggingar í Hué, og hafa þar verið haldn ar samkomur til þess að hvetja menn til þátttöku í kosningunum. Komu hryðju- verkamenn kommúnista sprengjunni fyrir á báru- járnsþaki einnar byggingar- innar, en undir sat fjöldi fólks að spilum og við ýmsa aðra dægradvöl. „Það var troðfullt af fólki þarna inni“, sagði einn sjón- arvottur. „Þegar sprengjan sprakk, hrundi þakið yfir það“. Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.