Morgunblaðið - 04.09.1966, Side 2

Morgunblaðið - 04.09.1966, Side 2
MORGU NBLAÐIÐ Sunnudagur 4. sept. 1966 Olafur Ilallgrímsson og Julius G. Skaaren. Stálhúsin ryija sér til rúms — segir Julius G. Skaaren forstjóri útfluiningsdeildar Stran-Steel, sem hingað kom í heimsókn TTm síðustu helgi kom hingað 'í heimsókn norskur Bandarikja- maður, Julius G. Skaaren að nafni. Foreldrar hans voru fædd í Noregi, en hann í Minnesota í Bandaríkjunum. Skaaren er for- stjóri fyrir útflutningsdeild Stran Steel Corporation, sem er deild í National Steel Corp. National er fjórði stærsti stálframleiðandi í Ameríku. Umboðsmaður fyrirtækisins hér á landi, Ólafur Hallgrimsson, og Skaaren buðu fyrir skömmu nokkrum verkfræðingum og arki tektum að skoða skuggamyndir af Stran-Steel byggingum, sem reistar hafa verið í Bandaríkjun um. >ar kom fram, að fjöldafram leiðsla á öllum byggingarhlutum er mun ódýrari sem að líkum lætur, en þegar byggt er eitt og 1 eitt hús úr sömu hlutum. Arki- tektar og verkfræðingar geta rað að saman „standard“ hlutum, eftir geðþótta, og þar með feng- ið séreinkenni á húsin hvert um sig. Á sýningunni sagði Skaaren, að byggingar Stran-Steel hefðu verið reistar um víða veröld. Hér á landi hefðu Aðalverktakar riðið á- vaðið, síðan Loftleiðir og Ellingsens-verzlun, sem ætlar að reisa sitt hús vestur á Granda (Eiðstjörn). Kvaðst Skaaren von ast til, að allir þessir aðilar yrðu ánægðir með sín hús. Fleiri hafa komið á eftir. Sérkenni húsanna frá Stran- Steel eru, að þau eru með inn- bökuðum lit, sem á að endast minnst 5 ár. Liturinn verndar „galvaniseringuna" sem undir er. Ólafur Hallgrímsson tjáði frétta manni Mbl. að húsin frá Stran- Steel mætti nota til ýmissa þarfa, svo sem: íþróttahús, skóla byggingar verzlanir („super-mar kets“), verksmiðjuhús o.fl. af öllum stærðum. Ólafur sagði enn fremur, að hér væru húsin til- valin til að leysa vandann í í- þróttahúsmálum landsmanna, sem lögskipað hefur verið að reisa. Að lokum gat Julius Skaaren þess, að klæðning húsanna væri sérstaklega sterk eða um 5.600 kg. á fersentim. brotþol Hins veg ar væri venjuleg klæðning báru járns aðeins 3.500 kg. á fersenti- meter. Hér væri munurinn mikill Hann gat einnig um þéttiefni, sem stálinu fylgir, í þakskegg og miíli platna og væri aðeins ein stálplata frá þakskeggi niður í gólf. Samskeyti eru þessvegna algjörlega þétt fyrir vatni og vindi. Iþróttahús, byggt úr Stranstáli. Byggingin er í tengslum við St. Anthony's gagnfræðaskól- ann á Long Island. Kennaranámskeið í ýmsum greinum >ESSA dagana eru milli 150 og 200 kennarar, flestir úr fram- haldsskólum, að byrja á nám- skeiðum í ýmsum kennslugrein- •tim. 1. sept. hófst námskeið fyrir dönskukennara og einnig söng- og tónlistarkennara. Munu um 60 kennarar sitja þau. Næstkomandi mánudag hefi- ast svo þrjú námskeið, sem öll standa í hálfan mánuð, en þau eru: Námskeið fyrir íslenzkukenn- ara. >að verður. í Kennaraskóla íslands. >ar verður einkum fjallað um lestur bókmennta. í skólum, textaskýringar, bók- menntasögu og skólaritgerðir. >á hefst sama dag, líka í Kennaraskóla íslands, nám- skeið í starfsfræðslu og félags- fræði. >ar verður sænsk kona aðalkennari, frú Margareta Vestin skrifstofustjóri. Auk hennar flytja erindi og leiðbeina 16 fyrirlesarar og leiðbeinendur. Fjallað verður um atvinnu- vegi landsmanna, atvinnusögu og þróun verkmenningar og menntunarleiðir. Á námskeiðinu verður kynnt ný kennslubók STARSFRÆÐI eftir . íiristin, Björns&on, sál- fræðing og Stefán Ól. Jónsson, námstjóra. >riðja námskeiðið, sem hefst sama dag, er fyrir stærðfræði- og eðlisfræðikennara. >að verð- ur haldið í Menntaskólanum við Lækjargötu. Nyja stærðfræðin verður kynnt þar og leiðbeint með eðlisfræðikennslu, sér i lagi kennslutækja í eðlisfræði. S YIM DIÐ 200 metrana 28 þúsund manns innan vébanda ÍSl 28. þing Iþróttasambands Islands hófst á Isafirði í gærmorgun Isafirði, 3. september. f>RÓTTA>ING, 28. þing íþrótta- sambands íslands, var sett í morgun í Góðtemplarahúsinu hér af forseta sambandsins, sr. Gísla Halldórssyni. Bauð hahn þingfulltrúa og gesti velkomna og gat þess, að þingið væri nú haldið hér á ísafirði í tilefni ald- arafmælis kaupstaðarins á þessu ári. Flutti hann ísfirðingum og fsafirði árnaðaróskir á þessum tímamótum. Forseti fsf minntist látins forystumanns, Ólafs Sveinssonar, prentara, er lézt á síðasta ári og risu fundarmenn á fætur í virð- ingarskyni við þann látna. f setningarræðu sinni ræddi forseti ISÍ nokkuð um iþrótta- starfið og kvað það vaxandi. Á síðasta ári voru rösklega 22 þús- und virkir íþróttamenn og kon- ur, en alls voru skráðir 28 þús- und innan vébanda ÍSÍ. 650 íþróttakennarar og leiðbeinend- ur störfuðu á vegum samtak- anna á sl. ári, en forsetinn kvað nauðsynlegt að bæta úr skorti á kennurum og leiðbein- endum og sagði að jafnframt yrði að bæta aðstöðu íþrótta- manna, éfla iþróttakennaraskól- ann og koma upp íþróttamiðstöð ÍSÍ. Hann rakti ýmsa aðra þætti íþróttastarfsins á liðnu ári og ræddi um gildi íþróttanm og taldi að leggja bæri meiri rækt við þær, en oftast áður. Ræða forseta ÍSÍ verður birt í Mbl. síðar. >á tók til máls Björgvio Sig- hvatsson, forseti bæjarstjórnar ísafjarðar og bauð þingfulltrúa og gesti velkomna og þakkaði i nafni ísfirðinga og bæjarstjórn- ar þá vináttu og virðingu, sem ísafirði væri sýnd með því að halda íþróttaþingið hér. >á fluUi Benedikt G. Waage, heiðursforseti ÍSÍ, stutt ávarp, en að því loknu var gert matar- hlé . >ingforsetar verða kjörnir í dag, rædd verður skýrsla fram- kvæmdastjórnar og reikningar sambandsins fyrir 1964 og 1965. Ýmsar tillögur liggja fyrir þing- inu. Einnig munu nefndir staría. —'H. T. Lægðin SV í hafi fór vax- ingskaldi. Hiti var 3—11 stig andi í gær og hreyfðist NA. kaldast á Hveravöllum, hlýj Um sunnanvert landið var ast á Loftsölum. víða talsverð rigning og stinn Blabburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Tjarnargötu Hrauntcigur Laugaveg frá 1—32 Grettisgata II Barónsstígur frá 36—98 Meðalholt Vesturgata 2—45 Hringbraut 1 Lynghagi Grettisgata I Skerjafjörður Fálkagata sunnan flugv. Laugaveg 33—80 Grettisgata 36—98 Sólheirnar 1 Meðalholt Grenimelur Túngata Laufásvegur 2—57 Lau garnesvegur Njörvasund 84—118 Barðavogur Bræðraborgarstíg Bugðulækur Laugarásveg Talið við afgreiðsluna sími 22480. KAÖPUM ÍSLENZKARIÐNAÐARVÚRUR *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.