Morgunblaðið - 04.09.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.09.1966, Blaðsíða 16
16 MORGU NBLADIÐ Sunttudagur 4. s«pt. 196« JltrtgpiiifrfftMfr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Ejarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. DRENGILEG UMMÆLI ERLENDS ÁHRIFA- MANNS l/'ið íslendingar höfum að T vonum borið mikinn kvíðboga fyrir því, hver yrði stefna Efnahagsbandalags Evrópu í fisksölumálum, enda hefur margt bent til þess að unndanförnu, að við yrðum illa úti á Evrópumörkuðum, þar sem ríki Efnahagsbanda- lagsins mundu ekki taka til- lit til þarfa okkar og óska. Ummæli þýzka landbún- aðar- og sjávarútvegsráð herrans, Hermanns Höcherls á blaðamannafundi í fyrra- dag hafa því vakið hér á landi mikla athygli og vonir um að úr rætist í fisksölu- málurti okkar á mörkuð- um Efnahagsbandalagsríkj- anna. Ráðherrann sagði um- búðalaust, að hann myndi aldrei fallast á neina stefnu í fiskveiði og fiskafurðamál- um innan Efnahagsbanda- lagsins, sem verða mundi ís- lendingum til tjóns. Hann sagði að tifboð Efnahags- bandalagsins í Kennedyvið- ræðunum svonefndu, væri alltof íhaldssamt að áliti Þjóðverja , og þeir munu beita sér fyrir frjálslyndari stefnu. Þessi afstaða þýzkra ráða- manna hefur auðvitað geysi- mikla þýðingu fyrir okkur íslendinga, og er skylt að færa hinum þýzka ráðherra þakkir fyrir þessa einurðu afstöðu, og raunar líka aðra vinsemd, sem hann sýndi okkur íslendingum, og skiln- ing á þörfum okkar m. a. varðandi lendingarleyfi Flug félags íslands í Frankfurt. Hinn þýzki ráðharra gat þess, að engir hefðu drengi- legar brugðizt við, er Þýzka- land var í sárum eftir styrj- öldina, en íslendingar. Við ætluðumst að sjálfsögðu ekki til neins endurgjalds, er við í litlum mæli reyndum að aðstoða fólk, sem bjó við hörmungar, en engu að síð- ur er ánægjulegt að eftir þvi skuli munað. ATTI AÐ SEGJA ÞJÓÐVERJUM SJRÍÐ Á HEND- UR? nda þótt þýzki ráðherrann Hermann Höcherl nefndi það ekki beint á blaðamanna fundinum, er enginn efi á því, að Þjóðverjar meta það, að íslendingar neituðu að segja Þýzkalandi stríð á hendur, er það í rauninni hafði verið sigrað, en stríðs- yfirlýsingin var gerð að skil- yrði fyrir þátttöku í stofnun Sameinuðu þjóðanna. Eins og menn minnast vildu kommúnistar lýsa yfir stríði á hendur Þjóðverjum sigruðum, en aðrir fengu ráð ið utanríkisstefnu íslendinga þá eins og endranær. Þess vegna höfum við líka fram á þennan dag fylgt heilla- drjúgri stefnu í utanríkis- málum. En sömu mennirnir og lýsa vildu yfir stríði í hendur Þjóðverjum, þykjast nú ein- lægir friðarsinnar. Þeir skipu leggja aðgerðir gegn vörnum á íslandi og þátttöku okkar í Atlantshafsbandalaginu og fá til liðs við sig nokkra nyt- sama sakleysingja. En áhugi þessara manna fyrir íslenzkum hagsmuna- málum er með þeim hætti, að kommúnistamálgagnið skýrir ekki einu sinni frá hinni mikilvægu yfirlýsingu þýzka ráðherrans um lífs- hagsmunamál okkar, þar sem eru opnir markaðir fyr- ir fiskafurðir. Þess í stað er ♦ draun gerð til að móðga hinn góða gest, sem gist hef- ur ísland síðustu daga. Væri tímabært að ein- hverjir þeirra bandingja, sem kommúnistar leika sér að, en gera þó grín að sín á milli fari að gera sér grein fyrir hlutverki því, sem þeir leika. \/ KVEÐJA TÍMANS 17‘ommúnistar og fylgifiskar Þeirra halda enn eina svokallaða ráðstefnu til að berjast gegn varnarliðinu og aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu. Landsmenn veita þessum tiltektum kommúnista litla og minnk- andi athygli, en þó eru þau öfl til innan Framsóknar- flokksins, sem gjarnan vilja styðja við bakið á kommún- istum. Þau þora að vísu ekki beint að lýsa yfir stuðningi við ráðstefnutiltektir komm- únista, en hinsvegar gat Tím inn ekki stillt sig um það í gær að senda kommúnista- ráðstefnunni ljúfar kveðjur ’ formi ritstjórnargreinar, þar sem því er ranglega haldið fram, að í Hvalfirði sé ver- ið að framkvæma annað og meira en það, sem heimilað hefur verið og kunngert. Leynir sér ekki að birting þessarar ritstjórnargreinar i gær er valin með hliðsjón af því, að kommúnistar eru Kosningar í S-Vietnam eftir viku — Líkur fyrir dframhaldandi stjóm Kys hershöfðingja SUNNUDAGINN 11. þ. m. ganga íbúar Suður Viet- nam til kosninga og velja 117 þingmenn til að ganga frá nýrri stjórnarskrá. Á kjörskrá eru rúmlega 5 milljónir, og er búizt við að um 3-V/t millj. manná greiði atkvæði. Af þeim 117 þingsætum, sem kosið verður í, eru 9 sæti ætluð fulltrúum ýmissa minnihlutaflokka, en um' hin 108 sætin keppa alls 546 fram bjóðendur. Erfitt er að segja fyrir um úrslitin, en frétta- mann bandaríska vikuritsins U. S. News & World Report spá því a’ð svonefndir „Khaki“ frambjóðendur, studdir af herforingjastjórn- inni, fái um 40 þingsæii, óháðir fái 30 sæti, frambjóð- endur kaþólskra, sem marg- ir hverjir styðja herforingja- stjórniná, 15-25 sæti, og fram bjóðendur Búddatrúarmanna 20-30 þingsæti. Hið nýja þing Jiefur aðeins eitt verkefni, óg það er að semja nýja stjórnarskrá. Hef ur Nguyen Cao Ky hershöfð- ingi, sem er jafnframt for- sætisráðherra, lýst yfir að núverandi rikisstjórn muni fara fiíram með völd í land- inu eftir kosningar, þar til gengið hefur verið frá nýju stjórnarskránni og kosið eftir henni til nýs löggjafarþings. Þótt þessi ummæli forsætis- ráðherrans hafi vakið nokkra óánægju meðal stjórnarand- stæðinga, er búizt við að þau reynist orð að sönnu og að Ky fari með völdin fram und ir mitt næsta ár a. m. k. JLítili áhugi. Ekki virðist almennt ríkja mikill áhugi í Suður Viet- nam á kosningunum. Einna mestur er áhuginn í þéttbýi- inu, en úti í sveitum er hann svo til enginn. Margt er bó gert til að efla áhuga íbu- anna, og kvetja blöð, útvarp og sjónvarp kjósendur til að neyta atkvæðisréttar síns, auk þess sem efnt hefur ver- ið til margskonar skemmt- ana til að benda íbúunum á nauðsyn þess að þeir láti skoðanir sínar í ljós. Þessar ábendingar eru yfirleitt óhið ar stjórnmálaflokkunum, en auk þess ferðast að sjálfsögðu frambjó'ðendur um héruð sín í atkvæðaleit. Nguyen Cao Ky hershöfðingi Ritskoðun hefur verið á frá sögnum blaða og útvarps af atburðum innanlands, en rit- skoðuninni hefur verið aflétt vegna kosninganna á tímabil- inu 26. ágúst til 10. septem- ber. Engu að síður hafa fram bjóðendur yfirleitt forðast allar persónulegár árásir í kosningaherferðum sínum, en rætt þess í stað helztu vanda málin málefnalega. Benir stjórnarandstaðan skeytum sínum aðallega að vaxandi dýrtíð og vöruskorti. Væntanlegir kjósendur verða a'ð láta skrá sig fyrir kosningarnar til að öðlast kosningarétt. Hefur gengið nokkuð treglega að fá þá til að skrá sig, og kemur þar margt til. í fyrsta lagi ma nefna að kommúnistar fá ekki að kjósa, né heldur bjóða fram. Hafa kommún- istar því barizt gegn kosn- ingunum, og hótað ofbeldis- aðgerðum til að hindra kjós- endur í að komast á kjör- stað. Kommúnistar eiga hægt um vik. í maí 1965 fóru fram bæja- og sveitastjórnarkosningar í Suður Vietnam, og var kosn- ingaþátttakan þá 73,7%. Kom það kommúnistum á óvart hve þátttakan var mikil, og ætluðu þeir ekki a'ð láta það endurtaka sig. Hafa þeir um margar leiðir að velja til að trufla kosningarnar. Alls eru kjörstaðir 5.238, og allir í þéttbýli. Þurfa því þeir, sem í sveitum búa, margir hverjir að fara langar leiðir til að kjósa. Og ekki eru allir áfjáð ir í að leggja það á sig vit- andi að Viet Cong skærulið- ar fylgjast með ferðum þeirra, reiðubúnir til ofbeld- isverka. Til þessa hafa komm únistar hleypt upp mörgum stjórnmálafundum, m. a. með því að varpa sprengjum 1 nánd vfð fundarmenn, og fer sú barátta þeirra harðnandi eftir því sem nær dregur kosningadeginum. Þá hafa Viet Cong skæruliðar ein- stakt tækifæri að loknum kosningum hreinlega að steia kjörgögnunum. Hefur stjórn- in gripið til margvíslegra var úðarráðstafana í þessu sam- bandi. Hvað við tekur að loknum kosningum er ekki vitað, eins og fyrr segir. En flestir spá því að litlar breytingar verði á núverandi stjórn, þótt ef til vill verði næsta ríkisstjórn ekki skipuð jafn mörgum herforingjum og sú, sem nú er við völd. Afskiptaleysi Bandaríkjanna. Fulltrúar Bandaríkjanna Suður Vietnam hafa fengi'ð fyrirmæli um að láta kosn- ingarnar afskiptalausar. Hins vegar er það ekkert launung- armál að flestir þeirra óska eftir ábyrgri stjórn í Suður Vietnam og telja herinn ein- an færan um að mynda þá stjórn. Einn af talsmönnum bandaríska sendiráðsins 1 Saigon skýrir þessa afstöðu þannig: — Við viljum gjarnan að það komi skýrt í ljós í Banda ríkjunum gð Suður Vietnam hefur ekki fallið í hendurnar á miskunnarlausu einræði. Svo að því leyti eru kos.i- ingarnar mjög heppilegar. En við skulum vera raunsæir. Landið þarfnast mjög áfram haldandi ábyrgrar ríkisstjórn ar. Herinn er eini a'ðilinn, sem synt hefur nokkra stað- festu. Það er ekki fært að veita borgurunum völdin, ef þeir berjast hver við annan um afraksturinn og algjör stöðnun verður hjá ríkis- stjórninni. Svö virðist sem Ky muni einhvern veginn halda völdum, eða að öðrum kosti velja, í samráði við leið toga hersins, eftirmann sinn. Það er eina raunsæa lausn- in, og hún hentar landinu bezt. Frá Þingi Krabbameinsfél. á INIorðurlöndum HIÐ árlega þing samtaka krabba- meinsfélaga á Norðurlöndum „Nordisk Cancerunion", var hald- ið í Imatra í Finnlandi 13.—18. ágúst sl. Þessi þing eru haldin árlega, þ. e. fimmta hvert ár í hverju landi, þar sem mæta formenn og að hefja ráðstefnu sína. Mættu stuðningsmenn Atl- antahafsbandalagsins í Fram sóknarflokknum draga nokk- urn lærdóm af þvL ritarar krabbameinsfélaganna, leggja fram ársskýrslur sínar og reikninga og bera saman bækur sínar um hvað er efst á baugi í hverju landi. Formaður Krabbameinsfélags Islands, Bjarni Bjarnason læknir, og Halldóra Thoroddsen ritari, sátu þingið. í sambandi við þetta þing var haldinn fundur formanna krabba meinsskráninga á Norðurlöndum. Formaður krabbameinsskráning- arinnar hér, próf Ólafur Bjarna- son, mætti þar fyrir íslands hönd. Einnig var haldinn sam- eiginlegur fundur með formönn- um félaganna, riturum og for- mönnum krabbameinsskráning- anna. Tvo síðustu dagana voru haldnar umræður um krabba- mein í ristli. Fyrir hönd íslands tók þátt í þeim umræðum próf. Snorri Hallgrímsson og flutti þar fyrirlestur um krabbamein í ristli á íslandi. Einnig flutti próf. Ólafur Bjarnason fyrir- lestur um „Patologisk-anatom- iska synspunkter'*. Rúmlega 70 þátttakendur sátu mótið, sem þótti takast með af- brigðum vel, enda allur undir- búningur og móttökur með ein- stæðum myndarbrag. Ferðastyrk frá „Nordisk Cann- erunion“ hlaut að þessu sinni Finninn Heikki J. Miettinen læknir, 10 þúsund sænskar kr., en það er vani að úthluta vis- indastyrk á þessum þingum til einhvers vísindamanns ^em legg- ur stund á krabbameinsrann- sóknir. Einn íslandingár hefur hlotið þennan styrk, Hrafn Tuliníus læknir, 1063, en það þykir mikil viðurkenning og heiður að fá þennan styrk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.