Morgunblaðið - 04.09.1966, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.09.1966, Qupperneq 3
SunnudaguT 4. sepV 1968 MORGUNBLADIÐ é 3 li 1 1» * WK 8V mm M £1*1 Szsli n :s Jt n ' ■■ hh ^ Exm ii irw Sct. Jósefsspítali í Hafnarfirði 40 ára A MORGUN, 5. sept., eru 40 ár liðin síðan Sct. Josefs spítalinn í Hafnarfirði var vígður og tók við fyrsta sjúklingnum. Því mið- ur gat ég ekki tekið þátt í þeirri virðulegu athöfn, vegna þess að þá dvaldi ég við framhaldsnám í Sct. Jósefs spítalanum í Kaup- mannahöfn, en þar höfðu syst- urnar útvegað mér kandidats pláss í skurðlæknisdeild spítal- ans. í morgunblaðinu, fáum dögum eíðar, segir nokkuð frá vígslu- athöfn þessari. Fór hún fram í blíðskaparveðri að viðstöddu miklu fjölmenni. Meðal við- etaddra var Magnús Guðmunds- son, þáverandi heilbrigðismála- ráðherra og frú hans. Maulen- berg í Landakoti síðar biskup framkvæmdi vígsluna, en ræð- ur fluttu, auk hans, Magn- ús Jónsson bæjarfógeti, sem þá var jafnframt bæjarstjóri, og Guðmund Björnsson landlæknir. Minntist hinn síðarnefndi aðal- lega á hið fórnfúsa iæknisstarf systranna í þágu íslenzku þjóð- aiinnar. Það mun hafa verið árið 1922 sem Sct. Josefs systurnar festu kaup á Jófríðarstaðaeigninni í Hafnarfirði í því augnamiði að reisa þar spítala og barnaskóla eins og þær höfðu gjört í Reykja- vík. Það var þó ekki fyrr en 1924 að hafizt var handa um að reisa spítalann. Guðjón heitinn Samúelsson þáverandi húsa- meistari ríkisins teiknaði spítal- ann og var hann mjög svipaður Isafjarðarspítala, sem Guðjón líka teiknaði og reistur hafði verið skömmu áður. Yfirsmiður var Ásgeir heitinn Stefánsson og bræður hans. Bygging spítalans bætti úr brýnni nauðsyn. Þá var enginn spítali á öilu Suðurlands- undirlendinu nema Landakots- spítali og Franski spítalinn í Heykjavík, sem nær eingöngu var ætlaður fransmönnum. Fyrstu árin voru það að mestu Heykjavíkur læknar, sem lögðu sjúklinga sína hér á spítalann og stunduðu þá. Þetta breyttist inn- an stundar og færðist í það eðli- lega horí að Hafnarfjarðar lækn- arnir önnuðust alla læknisþjón- ustu á spítalanum. Meiri hluti sjúklinganna var samt utan hér- aðs, sérstaklega frá Suðurnesjum og var svo þar til sjúkrahús var reist í Keflavík. Spítalinn hefur alltaf verið rekinn sem sjálfstæð stofnun. Náin tengsl hafa samt verið milli Landakotsspitala og spítal- ans hér, sérstaklega hvað starfs- fólk og hjúkrunarkonur snertir. Frá því fyrsta hefur spítalinn átt því láni að fagna að eiga dugandi forstöðukonur, þrjár nunnur, sem af sérstakri aiúð og hagsýni hafa rekið spítalann. Oft var samt erfitt að fá endana til að ná saman, því ekki vera lengi vel hægt að byggja á neinum stýrk frá því opinbera. Greiðsl- um fyrir sjúklinganá, sem stilla varð mjög í hóf vegna lítillar greiðslugetu þeirra og sveitar- félaganna, varð að nægja. Allt blessaðist þetta og hverjum eyri sem systurnar hefðu að réttu lagi átt að fá fyrir starf sitt, hefur verið varið til stækk- unar á spítalanum, til aukning- ar á margs konar tækjum og vélakosti, til þæginda fyrir starfsfólkið og til að geta veitt sjúklingunum sem bezta þjón- ustu. Til ársins 1954 voru sjúklingar stundaðir á 3 hæðum spítalans. Aðstaða var mjög erfið til allrar hjúkrunar m. a. vegna þesS að engin sjúkralyfta var í spítalan- um. Það ár hófust systurnar handa undir forustu systur Líóbu, þáverandi príorinnu og síðar systur Hildigardis, sem nú er príorinna í Landakoti. Spítalinn var stækkaður að mun og hon- um breytt á ýmsa lund til hags- bóta sjúklingum og hjúkrunar- liði. Sjúkralyfta var sett og vist- arverur systranna fluttar í ris- hæðina, svo að sjúkrastofur voru eftir það einungis á tveimur hæð- um. Voru allar þessar breytingar gjörðar eftir teikningu Sigur- geirs Guðmundssonar, húsameist- ara og tókust þær með afbrigð- um vel. Varð spítalinn eftir breytinguna hinn vistlegasti og þægilegur í rekstri. Skurðstofan var búin nýtízku tækjum og á þessu ári hefur verið tekið í notkun mjög svo fullkomið röntgentæki til myndatöku og gegnlýsingar. Sjúkrarúmin eru nú 44—45. Er stórfurðulegt hve miklu systurnar hafa fengið áorkað lengst af án nokkurs styrks frá ríki eða bæ. Það var ekki fyrr en árið 1956 að bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar sam- þykkti að veita spitalanum 50 þúsund kr. styrk árlega. í jafn langan tíma hefur spítalinn feng- ið frá ríkinu 10 kr. styrk fyrir hvern legudag. Siðasta ár var þessi greiðsla þó hækkuð í kr. 17,50. Þessi styrkur var rúmar 150 þúsund kr. árið 1964, en 235 þúsund árið 1965. Eftir þessa gagngerðu breyt- inga á spítalanum, sem getið hef- ur verið, og með tiikomu sér- menntaðra lækna í skurð- og lyf- lækningum að ógleymdri ötulli forustu núverandi príorinnu, systur Evlalíu, stórjókst aðsókn að spítalanum, enda bætti hann úr brýnni þörf (sbr. ummæli tryggingayfirlæknis í vetur um sjúkrahúsmálin í Reykjavík). Sjúklingar komu víðsvegar að af landinu og bæjarbúar fengu margfalt betri þjónustu en áður hafði verið unnt að veita þeim, en þá skeði óhappið. Ríkisstjórnin (tryggingarstofn- un rikisins) átti í launadeilu við sjúkrahússlækna utan rikisspít- alanna og vildi svo til að aðal- forsvarsmenn læknanna í þess- ari deilu, voru starfandi hér við spítalann. Enda þótt ríkisstjórn- in hefði að sjálfsögðu tiltækar ýmsar leiðir til að gera út um þessa deilu á venjulegan hátt og án þess að blanda óviðkomandi aðilum, systrunum og starfrækslu þeirra í þetta deilumál, þá skeði samt það ótrúlega að tryggingar- stofnunin eða réttara sagt ríkis- stjórnin, sem fer með tryggingar- málin, setur fyrirvaralaust á systurnar þær þvingunarráðstaf- anir, sem þeim á engan hátt var unnt að leysa af hendi vegna sér- stöðu spítalans. Eins og skýrslur þær sýna, sem spítalanum er skylt að senda landlækni árlega, er ljóst, að af sjúklingum spítalans undanfarin ár, voru skurðsjúklingar, sem að jafnaði dvöldu fáa daga á spítal- anum í miklum meiri hluta. Um langlegu sjúklinga var ekki að ræða svo neinu næmi. Að mínu áliti bar ríkisstjórninni (trygg- ingarstofnuninni) skylda til að kynna sér þetta atriði áður en þessar ósanngjörnu þvingunar- ráðstafanir voru settar á systurn- ar og a. m. k. að sýna systrun- um þá almennu kurteisi að ræða við þær áður og það því frekar, sem um einkaspítala var að ræða, grundvallaðan af fórn- fúsu líknarstarfi. Ber þessi að- ferð tryggingarstofnuninni óneit- anlega nokkurn keim af aðferð- um Hitlers sáluga og Mussolini á meðan þeir voru og hétu. Alstaðar þar sem systurnar höfðu áður starfað, hafði þess verið gætt af þvi opinbera að forðast að blanda starfsemi þeirra við pólitískar erjur, trú- mál eða launadeilur þeim óvið- komandi. Þær neituðu því þessu valdboði, enda hefði það orðið til þess að eyðileggja fjárhags- afkomu þeirra vegna þessarar sérstöðu spítalans, sem ég áður hefi minnzt á. • Bæjarstjórn Reykjavíkur sá hvert stefndi og tók þá til sinna ráða hvað Landakotsspítalann snerti, en bæjarstjórn Hafnar- fjarðar hélt að sér höndum og lét systurnar hér standa einar í baráttunni við ríkisvaldið. Var slík framkoma á allan máta ómakleg, þegar þess er gætt, hve margar milljónir systurnar eru búnar að spara bæjarsjóði Hafn- arfjarðar í þessi 40 ár, sem þær hafa starfað hér. Vonandi verður sú bæjarstjórn, er nú situr, fram- kvæmdasamari. Það er ekki nóg að tala fjálglega, það þar.f að gera eitthvað raunverulegt, sem að gagni kemur til að forða því að spítalanum hér verði lokað eftir 40 ára fórnfúst og farsælt starf systranna og hann gerður að ríkisbúi fyrir Landakosspítala til stundunar á langlegu sjúklingum. Það var í sjálfu sér leiðinlegt að mínu áliti, að systurnar í Landakoti og þær hér við spítal- ann, gátu ekki staðið saman í þessari deilu. Ef stóra systirin hefði ákveðið að standa með litlu systur og láta jafnt yfir báðar ganga, þá er ég viss um að deil- an væri nú leyst. Á þessu 40 ára afmæli spít- alans er það ósk mín, og ég veit Sr. Jón Auðuns, dómprófastur. Móöir hinna ófæddu í 23. KAP. Matt. guðspjalls eru varðveittir þungir áfellisdómar yfir klerkum og kennimö»num þeirrar tíðar. Það gæti verið fróðlegt að skoða okknt, klerkana í dag, í þeim spegU, sem Jesús skoðaði andlega leiðtoga samtíðar sinnar í. Hvað fann hann þeim helzt til foráttu? Að þeir fari ekki sjálfir eftir því, sem þeir bjóð: öðrum að gera. Að blygðunarlaust bindi þeir öðrum mönnum byrðar, sem þeir séu ófáanlegir til að bera sjálfir. Að af óheilindum og hræsm ge,> þeir margt til þess að sýnast fyrir öðrum. Að af hégómaskup, sem ósamboð- inn sé helgri þjðnustu, hlaði þeir nýju og nýju hégómaskarti á embættisskrúða sína, breikki borðana og stækki silkiskúfana á helgiklæðunum. Að þeir séu sólgnir í að fá að skipa æðstu sætin við ueizl'.-borðin, og að bjánalegar mætur hafi þeir á tignarheitum, ti) að aðgreina sig frá öðrum mönnum. Er þessum ámælum beint gegn okkur, íslenzkum klerkum i dag? Eða er þetta aðeins sagt við leiðtoga Gyðinga fyrir 19 öld- um? Þessi orð voru svipuhögg, sem undan sveið og það svo að um munaði. Þau komu niður þar sem þeim var ætlað að hitta markið. Þav ílaug af boganum ör, sem geigaði ekki. Kristindómurinn fæddist sem heilög hugsjón heilags manns. Síðar geiðu menn þennem heil- aga mann að Guði, og hirðin hans, prelá'ar, biskupar, klerkar og djáknar í ömurlegum mæli orðið irnynd þess, sem hann sjálfur taldi hvað hættulegast og ámælisverðast hjá andlegum leiðtogum á sinni tíð. Athugum aftur, hvað það er, sem Kristur varar svo ákaft við í fari þessara inanna: Hann áinælu þeim fyrir það blygðunarleysi, að skipa öðrum mönnum að balda siðgæðisboð- orð, sem þe'r margbrjóta sjálfir. Hvernig stöndumst við, prestar í dag, þer.nan dóm? Eða á það nokkurt evindi við okkur, sem Jesús segir um óheiiindi, helgi- slepju, hræsni og sýndar- mennsku? Eða hitt, hve Jesús fordæmir hégómaskap i embætt- isklæðnaði? Eru ekki kirkjur sumar svo langt komnar í því að hlaða eir.ni gul^saumaðri silki flíkinni ofan á aðra í messu- klæðum, að n,enn verða líkari tildursbrúðum en guðsþjónum í öllum þeim gullsaumi og glingri? Og eniiþá eitt. Hittir það ekki okkur inn í dag, varnaðar- orð Jesú gegn hégómalegri löng- nu trúmálaleiðloganna eftir virð- ingarsætum í veizlum og hátíð- legum embættisheitum? Erum við þ]ónar kirkjunnar á þessu herrans ari saklausir af nokkru þvi, sem meistarinn ávít- aði trúmálaleiðtoga sinnar tíð- ar harðlegast fyrir? Það getur orðið gamanlaust að vera prestur t>g eiga að lesa guðspjöllin gleraugnalaust, hvað þá að eiga að túika þau öðrum! Hvernig yrðum við í framan, ef hann sem forðum flutti leiðtog unum þennan reiðilestur, kæmi hingað i dag og spyrði hóglega, eins og honum var lagið: Hafið þið, bræður, ógeð á því, sem ég hafði ógeð á? Elskið þið það, sem ég elskaði heitast? Það er auðvelt að vera til- biðjandi. Það er vandalaust að liggja á hnjám, læsa augum og spenna greipar. En það er erfitt að vera kristinn á mælikvarða Jesú sjálfs. Svo erfitt, að Albert Schwéitzer sagði' „Það sem við köllum nú kristindóm, er ekki kristindómur í anda Jesú, held- ur byrjunarsporin aðeins í áttina að kristindómi hans". Höfundur kristninnar var meira en ljúflynö lognsál. Hann var róttækasti maðurinn í Gyð- ingalandi á sinni tíð. Og hann lauk reiðilestruium, sem ég hefi gert að íhugunarefni, með þess- um orðum: „Sá, sem er yðar mestur, ska! verr þjónn yðar“. Slíka menn korn hann til að kalla. Ekki skiúðklædda preláta, heldur þjonandi bræður. Ekki hrokafulla sjálfbirgina, heldur auðmjúka menn, aukmjúka leið toga. Ekki kirkju, sem gerð hef- ir verið að helgisiðastofnun og klerkasamkundu, heldur samfé- lag manna um að leita vilja Guðs og gjöra hann. Svo átti kjarkjan að vera. Og inn á þessar leiðir verður hún að snúa ef hún á að geta gegnt því háleita hlutverki, að vera móðir framtíðarinnar, móðir hinna ófæddu. að þar tala ég líka fyrir munn Hafnfirðinga yfirleitt' og einnig þeirra fjölmörgu utanhéraðs- sjúklinga, sem hafa notið góðrar þjónustu á spítalanum í öll þessi ár, að starfsemi hans megi í framtíðinni njóta aðstoðar og velvilja rikis og bæjar, en ekki áníðslu og skeytingarleysis því til þess hafa systurnar svo sann- arlega ekki unnið. Persónulega þakka ég systrun- um vinsamlega fyrir 40 ára sam- starf, sem að vísu hefur verið Mtilfjörlegt frá minni hendi hin síðari árin. Ellin segir til sin. Fórnfúst starf þeirra hér hefur gert læknisstarf mitt skemmti- legra og fullkomnara, innihalds- ríkara og margbreytilegra en annars hefði orðið og fæ ég það aldrei fullþakkað. Sérstaklega vil ég þakka systur Albinu ánægjulegt samstarf í þessa fjóra áratugi. Það var hennar starf að svæfa við allar skurðaðgerðir, sjá um að allt væri í röð og reglu á skurðstof- unni og síðast en ekki sízt að sjá um allar dauðhreinsanir á verkfærunum og umbúðunum. Natni hennar og samvizkusemi í starfi var sérstaklega mikils- verð áður en fúkkalyfin komu til sögunnar. Má þakka henni það að verulegu leyti hversu lítið var um fylgikvilla eftir skurðaðgerð- ir og hve allt gekk stórslysalítið og ánægjulega til, bæði fyrir sjúkling og lækni. Fyrir allt þetta færi ég hjartans þakkir og yfirleitt til allra systranna fyrr og síðar fyrir ánægjulegt sam- starf. Guð og gæfan fylgi starfi systranna í framtíðinni. Bjarni Snæbjörnsson. Námsstyrkir Kvenstúdenta- félags Islands KVESÍÚDENTAFÉLAGS fs- lands veitir i ár styrki til fram- haldsnáms erlendis, að upphæð samtals kr. 60.000 — sem skipt- ist í fjóra 15.000 kr. styrki. Þessa styrki hafa eftirfarandi stúlkur hlotið. Hildjgunnur Halidórsdóttir til náms í stærðfræði við háskól- ann í Seattle. Hrefna Kristmannsdóttir, til náms í jarðfræði við háskól- ann í Osló. Karólína Lárusdóttir til náms í listmálun við The Ruskin Scholl of Art í London. Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir til náms í verkfræði vjð Nor- egs tekníske húgskole í Þránd- heimi .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.