Morgunblaðið - 04.09.1966, Side 28

Morgunblaðið - 04.09.1966, Side 28
28 MORGU N BkAÐIÐ Sunnudagur 4. sépt. 1966 FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER — Jú, við erum í leit að jólasveini — en þér eruð of aldraður, góði maður. — Já, svaraði ég. — Það hefur þá verið þú, sem varst hjá honum á sunnudag, allan seinnipartinn og kvöldið? — Já, svaraði éfi aftur. Eggjakakan var nu tilbú.in. Hún renndi henni á fat og setti það á borðið. — Éttu hana meðan hún er heit, sagði hún og setti stól handa sjálfri sér við borðið. Ég gerði sem mér var sagt og braut heilann um, hver mundi verða næsta spurningin hjá henni. Hún talaði ekkert meðan við átum, en stóð bara snöggvast upp frá borðinu 1il þess að ná í saltskál og vín- flösku. Brosið á henni var tví- rætt. Ég tók að gerast forvit- inn. — Af hverju ertu að brosa? spurði ég. — O, það er bara sannleikur- inn, sem er að renna upp fyrir mér, sagði hún. Ég hefði nú átt að geta getið upp á því strax, þegar þinn göfugi vinur gerði sér ekki það ómak að svara bréf inu mínu. Hann er ekkert spennt ur fyrir kvenfólki. Unglingur frá æskuárum hans hefur meira að- dráttarafl. Ekki sízt svona krakkaandlit eins og er á þér. Þetta var skfrtin tilgáta, sem enginn mundi hlæja meira að en Aldo. Ég var í vafa um, hvort ég ætti að hreyfa mótniæl- um, eða láta það gott heita. — Já, sagði hún, — þetta líf er fullt af áföllum. Þó hefði ég aldrei getað trúað því um hann. En þetta sýnir bara bezt, hvað manni getur stundum skjátlazt. Hún réðst á saltið, eins og hugsi ,og starði framhjá mér. — Það hafa verið ýmsar sögur í gangi meðal stúdentanna, sagði hún. — Þessar æfingar í hertoga höllinni fyrir luktum dyrum — þær gætu svo sem vel verið tU þess gerðar að breiða yfir eitt- hvað annað. En ef svo hefur ver- ið, hefur Donati platað mig á laugardaginn var. Ég hefði fylgt honum alveg fram á grafarbakk ann. Ég þagið enn. Það hefði getað verið stórhættulegt að koma með athugasemdir, með eða móti. — Veiztu, að það hálsbraut sig einn stúdent í gærkvöldi? sagði hún. — Já, ég heyrði því fleygt. — Það hefur nú ekki komið opinberlega fram enn, en gerir það sjálfsagt bráðlega. Hann hundsaði útgöngubannið og hljóp frá vörðunum. Að minnsta kosti gengur sagan þanni^. V og H-stúdent á þriðja ári. Það væri gaman að vita, hvernig félagar hans snúast við þessu. Það kynni vel að geta gert herzlumuninn. Hún stóð enn upp frá borð inu og bar fram ávexti. Hún tók sér peru og byrjaði að maula hana, hélt henni í hendinni, án þess að þýða hana, og safinn rann niður eftir hökunni á henni. Hvað áttu við með herzlu- mun? spurði ég. — Það, að nú gæti allt farið í háaloft milli þeirra hóps og okkar, sagði hún. — Og færi svo, þá hjálpi okkur guð, þegar Don- ati kemur með leikarana sína út á götuna. Þessi eftirgjöf hans að vilja leyfa V og H að taka þátt í hátíðinni, verður ekki til að sætta þessa keppandi flokka, eins og hann heldur — heldur hefur það algjörlega öfug áhrif. Hún hló og saug .það, sem eftir var af perunni og kastaði kjarn anum í fötu undir vaskinum. Listaráðsformaðurinn þinn ætl- aði sér aldrei að fara að vopna kvenfólkið, en ég fullvissi þig um að flestar stúlkurnar, sem ég hef verið að lesa yfir undan- farið, ætla sér ekki að missa af bardaganum, og ef V og H-strák arnir fara að ráðast á kunningja þeirra, skaltu sanna að fjandinn verður laus. Ég vorkenni lög- reglunni mest. Hún stóð upp og gekk að elda vélinni til að hita kaffið. — Hvað sem öðru líður hefur liún ofmikið að hugsa til þess að fara að leita að þér. Þú verður ör- uggur og óskaddur í felustaðn- um þínum hjá Aldo Donati. Hvernig er húsið hans? Er það eins og munkaklefi, eða er það ríkmannlegt? Eru gólfin ber eða með þykkum teppum? — Ef þú færð þennan bH lán- aðan og flytur mig þangað, verða einhver ráð með að sýna þér það. □---------------□ 59 □---------------□ Ég hafði ekki fyrr sleppt orð- inu en ég sá eftir því. Aldo mundi hafa alveg nóg á sinni könnu, þó að Carla Raspa bætt- ist ekki við. Hinsvegar hafði ég engin ráð með að komast yfir í Draumagötu án hennar hjálp- ar. — Það er satt, sagði hún. — Ef ég færi prófessornum hann litla leikfélaga hans, er það minnsta, sem hann getur gert að bjóða mér inn. Aftur hringdi síminn. Hún gekk inn í stofuna til að svara í hann. Ég stóð og hlustaði. Eins og hver annar flóttamaður, ótt- aðist ég, að verið væri að spyrja um mig. — Nei, nei, ég bíð þeirra ennþá, sagði hún óþolinmóðlega og hristi höfuðið. — Það hlýtur eitthvað að hafa tafið þau .... þú veizt alveg hvernig þessi troðningur er núna á götunum. Hún hélt hendinni yfir trekt- ina og hvíslaði til mín. — Það er Giuseppe aftur. Hann heldur, að ég eigi von á gestum. Hún tók höndina af aftur. — Þú hefur fund klukkan tvö .... Heimi hjá rektornum? Nú, er hann kominn heim? Hún leit á mig spennt. — Það er auðvitað út af þessu slysi. Mér þætti gaman að vita, hvað hann heftn^ að segja. Segðu mér: verður Don- ati prófessor þar? Ég skil .... Jæja, þú ættir heldur að hringja til mín þegar fundurinn er bú- inn. Bless á meðan. Hún kom svo aftur fram í eldhúsið, bros- andi. — Butali er kominn heim. Hann hefur kallað saman fund í Háskólaráðinu klukkan kortér fyrir tvö. Þegar hann heyrir nú þar að auki um það, sem nér hefur gerzt í vikunni, fær hann aftur í æðarnar. Hún gekk að eldavélinni og kom svo með kaffið. Ég leit á úrið mitt. Klukkan var rétt yfir eitt. Ég gekk að glugganum og leit út. Bíllinn, sem við höfðum haft að láni seinast, stóð fyrir utan. Giuseppe vissi ekki, hvort Don ati yrði á þessum fundi eða ekki, sagði hún, Ég sé enga ástæðu tH að flytja þig þangað, ef við getum ekki gert það með fullri viðhöfn, með húsbóndann tU að taka á móti okkur. — Fjandinn hafi alla viðhöfn, sagði ég. — Aðalatriðið er að koma mér þangað. Þá er þinni ábyrgð lokið. — Já, en ég kæri mig bara ekkert um að ljúka henni, sagði hún. Nú heyrðist einhver hreyiing á hæðinni fyrir ofan og þungt fótatak hrissti loftið uppi yfir; okkur. — Það er hann granni minn, sem á bílinn, sagði Carla Raspa. Hún gekk svo út að dyrum og fram í ganginn. Þegar hún var komin í miðjan stigann, kallaði hún: — Walter! Og granninn svaraði kalHnu. — Má ég lána bílinn þinn f hálftíma? kallaði hún. — Það er áríðandi erindi, sem ég get ekki greint. Granninn uppi svaraði ein- hverju, sem ég gat ekki greint. — Já, já, sagði hún. — Þu skalt fá hann aftur klukkau hálfþrjú. Hún kom inn aftur, brosandi. — Hann er sérlega greiðvikinn, sagði hún, — en auðvitað reyni ég að halda honum þannig. Það borgar sig. Nú skulum við drekka kaffið okkur og svo för- um við að stað, hver veit nema við náum í þennan fræga kunn- ingja okkur við hádegisverð- inn? — Á ég að hringja til hans fyrst? spurði ég. Hún hikaði en hristi svo höf- uðið. — Nei, svaraði hún ein- beittlega — hann gæti bitið þig af með einhverju. Ég ætla nú ekki að láta hafa af mér eina og einasta tækifærið til að koma inn til hans. Það var ekkert fyrir mig að gera annað ,en láta undan. Eina von mín var sú, að bróðir minn yrði ekki heima, og að Jaeopo mundi hleypa mér inn. Við drukkum svo kaffið og hún gekk inn í baðherbergið. Þegar húri kom aftur var hún enn sterkar ilmandi en áður og sort- inn kringum augun enn skarp- ari. — Stríðsmálning, sagði hún stuttaralega. — Ekki svo að skilja, að ég geri mér miklar von ir, en það er samt aldrei að vita. Ég leit út um gluggan út á götuna. Það var engin sála á ferli. — Komdu, ég er tilbúinn, sagði ég. Ég elti hana niður og út. Ég opnaði bílhurðina fyrir hana, og hún settist í ökusætið. — Ég skal vera bílstjóri, sagði hún, — og þú skalt sitja afturí. Ef göturnar eru fullar af lögreglu, þá verður ekki litið á þig, þegar ég er við stýr- ið. Þetta góða skap í henni /ar smitandi. Mig langaði mest að hlæja — í fyrsta sinn í dag. Hún setti í gang og við ókum áleiðis til Draumagötu. Við fórum dá- lítið krókótt og hún ók viðvan- ingslega en þó hratt. Tvisvar vorum við næstum búin að aka á fótgangandi fólk, sem var að komast yfir götu. — Gættu að þér, sagði ég, — eða lögreglan kennir þér það. Hún fór lengri leiðina, eftir Múrveginum, til þess að sleppa við að koma inn í Draumagöíu nálægt rektorshúsinu. Það var enginn Alfa Romeo við dyrnar á nr. 2, og ég dró andann iétt- ar. Lagskona mín steig út og leit kring um sig. Ég leit á úrið. Næstum hálftvö. ■*— Farðu á undan, sagði hún, — og láttu þér ekki detta í hug, að þú getir losnað við mig. Ég ætla að standa við. Við genguiri saman inn um hliðið. Eg hringdi uppá hjá Aldo og bað til guðs, að Jacopo kæmi til dyra. Svo varð. En hann setti upp vandræðasvip þegar hann sá mig, og þó enn meir þegar hann sá, að ég var ekki einn á ferð. — Prófessorinn er ekki heima, sagði hann snöggt. — Það gerif- ekkert til, sagði ég. Ég ætla að fara inn og bíða. Þetta er ungfrú Raspa. Ég er búinn að lofa henni, að sýna henni andlitsmynd í stofunni — ungfrúin hefur mikinn áhuga á málverkum. Blæfagur fannhvítur þvottur meö Sfoig* Sjálfvirka þvottavélin yðar verður fyrst full- komin, er þér notið Skip — því það er ólíkt venjulegu þvottádufti. Skip fyllir ekki vél yðar með froðu, sem veldur yfirrennsli og vatnssulli, og minnkar þvottahæfni hennar, heldur verður skolunin auðveld og fullkomin. Pvottáhcefm Skip er svo gaRnger að þér fáifi ekki fannhvítari þvott. iNotið Skip og sannfærist sjálf. Skip -sérstaklega framleitt fyrir sjálfvirkar þvottavélr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.