Morgunblaðið - 04.09.1966, Page 20

Morgunblaðið - 04.09.1966, Page 20
MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. sept. 1966 Stúka Belgjagerðarinnar. Ég vil hér leggja áherzlu á þá mikilvægu staðreynd að þessi iðnaður hefir öðrum framur not að vinnuafl, sem ella hefði ekki notast. Á ég þar við konur, sem ekki hafa átt heimangengnt, en tekið heim sauma frá verk- smiðjum og jafnframt unnið að heimilisstörfum. Auk þess starfa margar húsmæður hluta úr degi I fataverksmi'ðjum, en 1 þessari iðngrein er auðveldara að not- færa sér slíkan vinnukraft en víðast annars staðar. Á sjötta áratugnum var sífelldur skortur á erlendum gjaldeyri og þótti þá sjálfsagt að spara gjaldeyri, svo sem mögulegt var. Yfirvöld in ýttu þá gjarnan undir fata- iðnaðinn með því að veita, eftir því sem hægt var, leyfi fyrir saumavélum og prjónavélum, svo og hráefnaleyfi, eftir efnum og ástæðum, en flestur fatnaður var því sem næst bannvara, hvað innflutning snerti. Á þennan hátt stuðlaði hið opinlbera mjög að því að hér þróaðist fatafðnaður. Enda þótt all mikil fjárfesting ætti sér þannig stað á þessum árum I allskonar vélum til fatagerðar, munu samt hafa sparast stórar upphæðir í gjaldeyri, miðað við að átt hefði að sjá öllum lands- mönnum fyrir innfiuttum fatn- aði. Er þá ótalinn sá hagnaður, sem fékkst af þeirri atvinnu, sem þessi iðnaður veitti fjölda manns. f ^ Attræður á morgun: Hjálmar Þorsteinsson skáld frá Hofi — Fataiðnaður Framhald af bls. 12 eftir máli. Kröfur fólks í þessum efnum voru þá mjög litlar, t. d. aigengt að karlmenn ættu sömj sparifötin árum saman. í>ó voru á þessum árúm starf- ræktar allmyndarlegar verk- smiðjur í vinnufatnaði og sjó- fatnaði. t>að er ekki fyrr en eftir að styrjöldin síðari brýst út, að hér fer að þróast fataiðnaður í því formi, sem hann nú er í dag. Fólk fór að hafa meiri fjárráð og eftirspurn eftir fatnaði jókst verulega, en takmarkað magn fékkst innflutt, vegna styrjaldar ástandsins. Grundvöllur skapað- ist því fljótlega fyrir fjöldafram- leiðslu og hið nýja ástand bein- lýnis ýtti undir þá þróun, sem varð í allskonar fatagerð, sérstaK lega í karlmannafötum og kven- kjólum, en allskonar fatafram- leiðsla önnur sigldi fljótlega . kjölfarið, svo sem kápu- og frakkaframleiðsla, auk barna- og prjónafatnaðar ýmiskonar. Stríffsframleiðsla Á þessum árum var oftast erf itt með útvegun hráefna, enda þótt gjaldeyrir væri nægur fram an af, og var framleiðslan venju lega fyrirfram seld og sjaldan ■hægt að fullnægja eftirspurn. Var því oft ekki hugsað um gæði framleiðslunnar sem akyldi, en meira hugsað um fijótfenginn gróða. Vöruvöndun var þá mjög ábótavant, illu beilli, og nú aldarfjórðungi síð- ar, gætir enn tortryggni hjá mörgum gagnvart íslenzkri fram lefðslu, sem rekja má til þessa haftatímafoils. Þa'ð skal samt tekið fram, að undantekningar voru þó til og smá saman, með vaxandi samkeppni, fóru gæðin fcatnandi. Þessi staðreynd, að íslenzkur fataiðnaður er vaxinn upp í skjóli hafta að verulegu leyti, verður að hafa í huga, þegar staða hans í dag er athuguð eða ákveða skal framtíð hans í þessu þjóðfélagi. Ný atvinnustétt. Á tiltölulega skömmum tíma tnyndaðist hér á ný, all fjöl- menn stétt fólks, sem starfaði að fjölda framleiðslu fatnaðar. Blómgaðist þessi atvinnuvegur nú vel um alllangt skeið og fjölgaði enn fyrirtækjum og starfsfólki í þessari iðngrein. Því miður eru ekki til ná- kvæmar tölur um starfsmanna fjölda í gegnum árin, en sam- kvæmt' sýðustu hagskýrslum (1964) eru taldar rúmlega 6S þúsund vinnuvikur í fataiðnaði, en það jafngildir því, að 1200- 1300 manns hafi til jafnaðar haft atvinnu sína af fatafram- leiðslu það ár. Sé miðað við 1950 er hér um tiltölulega litla aukningu á starfsmannafjölda a'ð ræða á umræddu tímabiii, en þess ber að gæta, að fyrir tilkomu nýrra og fullkomnari véla á tímabilinu mun hafa ver- ið um mikla framleiðsluaukn- ingu að ræð? Fyrir röskum 50 árum kom í Kjalarneshrepp norðan úr Húna vatnssýslu ungur bóndi Hjálmar Þorsteinsson. Hann keypti jörð- ina Hof og settist þar að ásamt fjölskyldu sinni, sem var kona hans og 5 börn, og hefir búið þar nær óslitið síðan þar til nú í vor að hann fluttist til Reykja víkur með Herði syni sínum og tengdadóttur á áttugasta aldurs- ári. Hjálmar var óþekktur maður þegar hann flutti í Kjalarnes- hrepp 1916, eins og flestir ungir menn sem flytjast í annan lands fjórðung. En í sínu eigin byggð- arlagi var hann vel þekktur fyrir margvíslega félagsstarf- semi meðal ungra manna. Hann var góður glímumaður og kenndi íslenzka glímu og ágæt- lega sundfær knár og eldsnar. Mun þá líka hafa verið farinn að setja saman vísur og kvæði þótt fáir vissu þá, og lítið bæri á. Ekki leið á löngu að nábúar og sv.eitungar kynntust Hjálm- ari, enda hafði hann flest til að bera að menn veittu honum ahygli. Hann var síglaður og skemmtilegur fjörugur, greind- ur ágætlega og studdi að öllum góðum félags- og framfaramál- um. Slíkum mönnum finnst flest um gott að kynnast og deila geði við. Hjálmar Þorsteinsson er fædd ur að Reykjum í Hrútafirði 5. sept. 1886. Foreldrar hans Guð- rún Jónsdóttir frá Svarðbæli í Miðfirði og Þorsteinn Ólafsson frá Haga. Bjuggu þau á Reykj- um, en fluttust síðar suður í Garð. Hjálmar ólst ekki upp hjá foreldrum sínum. Hann var tekinn í fóstur þegar foreldrar hans fluttu suður af hjónunum Sigurlaugu Hannesdóttur og Erlendi Hallgrímssyni og flutt- ist með þeim 1900 að Mosfelli í Svínadal og var þar til hann sjálfur stofnaði heimili 1911 og kvæntist Önnu Guðmundsdóttur Péturssonar bónda í Holti á Ás- um. 1912 keypti Hjálmar jörð- ina Mánaskál í Laxárdal og bjó þar, þangað til hann fluttist að Hofi sem áður segir. Fyrir augum Hjálmars og okk ur hinna fáu sem eftir eru, en voru þá orðnir bændur í Kjal- arneshreppi er myndin orðin önnur og að sumu leyti harla breitt þótt, söm er hún Esja þá var búskapur á hverri jörð í hreppunum og sums staðar 2 heimili, margir góðir bændur og sumir ágætir miðað við þann tíma þegar engar vélar eða hjálp artæki voru til. Þá voru marg- ir ungir bændur sem nýbyrjað- ir voru búskap eða byrjuðu litlu síðar sem nú eru flestir horfnír eða fluttir burt úr sveitinni. Umbótastarf og framfarir í jarð rækt og húsabótum hefir eigi síð ur verið hjá bændum í Kjalar- neshr. enn í öðrum byggðum landsins sem bezt gat tekizt. Enn þrátt fyrir stækkun túna og annarra margvíslegrar end- urbyggingu þurrkun lands og fleira, hafa góðjarðir hver af annarri farið í eyði sem bújarð- ir. Segja rná nú á skömmum tíma meira en þriðjungur allra bújarða hreppsins. Á þessum árum sem Hjálm- □-------------------□ Þrjár hringhendur til Hjálmars frá Hofi Óff ég spinn til effla manns, — á þar minninguna. Þýffur finnst mér þanki hans, þakka kynninguna. Mættu glóffir minna á þor, mætir Ijóðastrengir. 1 þann sjóff meff sól og vor, sækir þjóðin gengi. Lífs á svelli Iauk má sjá, — ljóða fellibylur. Heldur velli Hofi frá, hann kvað elli niður. STEFÁN RAFN Ljóma yfir líf þitt ber langrar ævivöku, marga, vinur, þakka ég þér þína listastöku. Lengi enn við ljóðaslátt láttu hörpu óma, bragafimur, fagran hátt ferskeytlurnar hljóma. Richard Beck. □----------------------------p ar flutti í Kjalarneshrepp var að vakna ýmisleg féiagsleg fram þróun um bætt lífskjör og hag almennings, bæði í jarðrækt og afurðasölu bænda. Var því að- allega efst á baugi okkar byggð- arlagi mjólkursala og flutning- ur hennar sem þá var og lengi síðan flutt sjóveg til Reykjavík- ur. Þá var stofnað mjólkurfélag Reykjavíkur á næsta ári, sem var og er eitt farsæiasta sam- vinnufélag bænda. Hjálmar var einn af þeim bjartsýnu og hvetj andi mönnum að þeirri stofnun og stendur nú einn af þeim fáu sem lifs eru af stofnendum fé- lagsins. Þau Anna og Hjálmar eign- uðust 12 börn. Svo stórt heim- ili geta fáir fylgt eftir öllu sem þeir vildu koma á framkvæmd. Hjálmar byggði íbúðarhús á Hofi fyrir bæinn sem brann og bjó þar til 1944. Af ófyrirsjáan- legum fjárhags óhöppum varð ’Hjálmar að selja Hofið (þótt þeir feðgar hafi náð kaupum á jörðinni síðar). En byggði þá upp gamla hjáleigu, Jörfann og ræktaði stórt tún, sem var jafn- vel stærra en túnin á Hofi, þar bjó hann ásamt syni sínum Herði þar til að þeir fluttu aftur a ðHofi. Eins og á er minnst hér að framan, stundaði Hjálm- ar íþróttir á yngri árum á norð- urlandi bæði sund og glímur. Það duldist heldur engum sem sóu Hjálmar, að hann bar í fasi og framkomu einkenni íþróttamannsins og er svo enn þótt áttræður sé. Beinn í baki, eidsnar i hreiyfingum, mjúkur eins og fjöður, með frá sér hnepptan jakkann hvort sem maður sér hann úti eða inni. Nokkru eftir að Hjálmar kom að Hofi, stofnaði hann glímu- félag sem Geisli hét, ásamt þeim Jóhannssonum í Brautarholti og fleiri ungum mönnum á Kjal- arnesinu, og kenndi þar íslenzka glímu. Jafnframt gáfu þeir út blað sem Kjalnesingur hét stofn að 1917. Var hjálmar fyrsti rit- stjóri þess, og munu þeir skáld- in Hjálmar og Kolbeinn í Kolla- firði, hafa látið eitthvað af kvið lingum sínum í þetta blað ef ég man rétt. Upp úr þessum félagsskap spratt éinnig málfundafélagið þar sem rædd voru ýmis fram- faramál á skipulegan hátt, með fundarstjórn og bókaðri fundar- gerð, þar á meðal vegamál og skólabygingamál hreppsins o.fL Sumt af því sem þarna var rætt, komst í framkvæmd eins og veg urinn um sveitina, og skólinn, sumt sjálfsagt ekki eins og geng ur. Hjálmar léði öllum málum lið sem hann taldi góð, en hann er líklega ekki einn um að horfa yfir farinn veg og sjá að ekki rætist allt sem ungann mann dreymir um í sínum beztu ár- um. Hjálmar missti konu sína 1963 Hún var ágæt kona prúð og vann hylli allra, vel greind og hagmælt, en fyrir hennar ljóð- um fór lítið, enda hafði öðru að sinna með sinn stóra barna- hóp og þar af leiðandi erfiðar ástæður takmarkalaust starf sem slík heimili útheimta. Það voru ekki skiptar skoðanir á Kjal- arnesinu hvað Hofs og Jörfa- fólkið voru góðir nágrannar. Atti þar allt fólkið jafnan, hlut að yngri og eldri, og til marks um hvað Anna á Hofi festi djúp ar rætur í sveitinni, var að einu sinni heyrði ég hana segja: að hún færi ekki burtu af Kjalar- nesinu, umfram alls ekki í neina aðra sveit", enda kom þaff ekki til. En þetta var um það bil sem þau flutu frá Jörfa aftur að Hofi. Hjálmar hefir gefið út 4 ljóða bækur út af, fyrir sig er mikið starf sem fellst á bak við þær. Því enginn yrkir ljóð nema leggja sig allan fram, en gleðin yfir ljóði borgar áreiðanlega fyr ir höfnina, og sú gleði verður varanlegust þegar störfin eru ekki lengur fyrir hendi og elli 'sækir á. Verða þá ljóðin kannske sá arinn sem lengst er hægt að verma sig við. Eg vil enda þessar línur með því að þakka þér kæri Hjálm- ar fyrir samveruna í sveitinni öll þau 50 árin. Ég er nú einn af þeim fáu, sem eftir eru, sem þá voru nýbyrjaðir búskap, og man því vel allt þetta tímabil. Við vorum aldrei nágrannar, því Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.