Morgunblaðið - 04.09.1966, Side 17

Morgunblaðið - 04.09.1966, Side 17
Sunnucfagut 4. «fípt. 196* MORGU N B LAÐIÐ 17 Tími mennta og lista ÞÁ er kominn septembermánuð- ur. Tíma ferðalanganna og frí- anna er að ljúka. Yngstu borg- ararnir eru þegar byrjaðir skóla- nám og menntastofnanir taka til Btarfa hver af annarri næstu vik- urnar. Góðu og gjöfulu sumri er að ljúka. Eða eru ekki öll sum- lur or’ðin góð og gjöful? Er ein- hver ástæða til að íslendingar kvarti yfir árferði eða afkomu? Er ekki eitthvað brogað við hugsunarhátt þeirra manna, sem þeirri spurningu mundu svara játandi? En það eru raunar ekki bara sumrin, sem góð eru á íslandi. Hér er góðæri hvert árið af öðru. Og svo sannarlega hagnýta ís- lendingar tækifærin sem bjóðast til hins ítrasta. Þess vegna vex líka hagsæld þjóðarinnar hrað- ar en yfirleitt eru dæmi til um annars staðar. En þrátt fyrir allt stritið og allar umræðurnar um efnahag- inn, þá er það þó annáð sem nær er hugum íslendinga en hin efna lega velferð; það er íslenzk menning. Og að vetrarlagi sækja menn til listanna þann unað, sem að sumrinu er fundinn upp um fjöll og firnindi, við ár og vötn, í fögr- um dölum og fram til sjávar. Og á veturna býr æskulýður- inn sig undir ævistarfið með stöðugu námi. Land vísinda mennin^ar Á það hefur verið bent, að ís- lendingar gætu lagt meiri stund á menningar- og listamálefni en gert hefur verið og varið meiri fjármunum í þeim tilgangi. Við erum svo lánsamir að þurfa ekki að verja miklum fjármunum til ihernaðarmálefna eins og aðrar þjóðir. Við viljum að vísu taka okkar þátt í varðveizlu frelsis, og ^gerum það með þátttöku i Atlantshafsbandalaginu og með því að veita þeim varnarsamtök- um þá aðstöðu hér á landi, sem nauðsynleg er. Og við viljum vernda vestræna menningu. Við getum gert miklu meira «n fram áð þessu hefur verið gert til þess að efla menningar- stofnanir og auka listastarfsemi T.d. hefur þeirri hugmynd verið hreyft, að komið yrði á fót á lúngvöllum vinnustofu fyrjr mál ara og aðstöðu til gistingar og lengri eða skemmri dvalar, sem boðin yrði myndlistarmönnum frá nálægari og fjarlægum lönd- um. Slík framkvæmd kostar auð- vitað hverfandi lítið, miðað við heildarútgjöld okkar íslendinga þótt smáir séum, en þetta eit.t gæti orkað því að margir mundu fara a’ð álíta ísland land listar- innar. Svipaðar ráðstafanir mætti að •jálfsögðu gera til þess að efla ®ðrar listgreinar og sitthvað er það sem ekki þyrfti að kosta mikil fjárútlát. Og fé það, sem til menningar- og menntamála er varið skilar raunar oftast margföldum vöxtum. Sannleikurinn er sá, að litið þarf annað en marka stefnuna. Ef þjóðin segði i dag; Við ætlum •ð einbeita kröftunum að menn- íngarmálum og vísindum, þá yrð um við líka sú mikla menntd- ©g vísindaþjóð, sem víða yrði til vitnað. Verkefniii eru mörg Sjálfsagt mundi einhver vilja benda á það, þegar talað/ er um að stórauka framlög til menn- ingar- og vísindamála, að við ís- lendingar hefðum í mörg horn •ð líta, og enda þótt við þyrft- um ekki að bera hernaðarút- gjöld, þá hefðum við önnur út- gjöld sem stærri þjóðir þyrftu ekki að standa undir, og þá fyrst og fremst hina dreifðu REYKJAVÍKURBRÉF byggð og erfiðleika vegna sam- gangna. Og víst er það rétt, að þar er um margháttuð vandamál að ræða. En þrátt fyrir smæð okkar þá hefur okkur tekizt að sækja fram til einna beztra lífskjara allra þjóða veraldar, og víða höfum við skipað okkur á fremsta bekk, eins og t.d. í heil- brigðismálum að því er híbýli varðar, og raunar á sumum svið- um mennta ög lista. Líklega er aðeins eitt svið, þar sem vi’ð erum áberandi langt á eftir öðrum þjóðum, þar sem framfarir eru hvað mestar, og er þar átt við samgöngur á landi. í samgöngumálum hefur venð fylgt þeirri sjálfsögðu stefnu, að keppa fyrst að því að tengja all- ar byggðir landsins saman með sæmilegu vegakerfi, en þetta hefur óhjákvæmilega leitt til þess, að fjölförnustu vegirnir hafa ekki verið endunbættir sem skyldi. Raunar eru aðeins fá ár síðan menn öðluðust trú á því að unnt væri af fjárhagsástæðum áð malbika götur og vegi í rík- um mæli, og er fordæmi Reykja- víkurborgar fyrst og fremst um það að þakka, að menn trúa því nú að fullkominni gerð vega muni fleygja fram á næstunni. Sannleikurinn er raunar sá, að ógjörlegt er að halda við malar- vegum, þar sem umferðin er mest og erfiðust eins og nú er orðið í nágrenni Reykjavíkur. Vegfarendur hafa horft á tilraun ir vegagerðarinnar til þess að slétta vegina og bæta, og flest virðist vera reynt. En sannleik- urinn er sá, áð umferðarþunginn er of mikill til þess að unnt sé að halda vegunum sæmilega góð um. Þess vegna er það Ijóst orð- ið að ekki verður hjá því komizt að vinda bráðan bug að því að endurbyggja vegi þá, sem mest umferð hvílir á og setja á þá varanlegt slitlag, og nú hafa flestir sannfærzt um að malbÍK- aðir vegir geti verið eins góðir og steyptir, og því unnt að spara mjög kostnað, þótt áherzlan hafi af vanþekkingu veri’ð lögð á það að steinsteypa Keflavíkurveginn. Gerð varanlegra vega víða um land er auðvitað mjög kostnaðar- söm framkvæmd, en svo traust- um stoðifm hefur nú verið rennt undir atvinnuvegi landsmanna, að óhætt ætti að vera að hefjast handa um þetta stórverkefni, en að sjálfsögðu hefur það verið rétt stefna að byggja fyrst upp atvinnuvegina sem tekjunum skila, áður en ráðist var í verk- efni, eins og það áð malbika helztu umferðaræðar landsins. LaugarcL 3. sept Öflugt einka- fnamtak Uppbygging atvinnuveganna síðustu árin héfur verið gerð af einkaframtakinu. Ekki er ýkja langt síðan þróunin var sú í at- vinnumálum Islendinga, að þátt- ur ríkisrekstrar annars vegar og víðtæks samvinnurekstrar hins- vegar virtist ætla að sliga fram- tak einstaklinganna, að ógleymd- um bæjarútgerðunum, en við lok styrjaldarinnar reyndist mjög erfitt að fá einstaklinga til að kaupa og reka togara, og sú varð raunin að bæjarfélög tóka víða yfir þann rekstur. En endurnýjun fiskiskipaflot- ans síðustu árin hefur verið gerð af einkaframtakinu. Þar er ým- ist um það að ræða að einstaki- ingar eigi skipin eða þá nokkrir menn í sameiningu, og oft er það svo, að aflasælir skipstjórar sem unnið hafa sig upp, hafa get að eignazt sín eigin skip og gera þau út. Þetta er hin æskilegasta þróun, og hvergi stendur fram- tak einstaklingsins með meiri blóma en einmitt í útveginum, þeim atvinnuvegi, sem— mesta björg færir í bú. En iðnsýningin 1966 er einnig vottur um það, hverju einka- framtakið hefur fengið áorkað. Iðnaðurinn á vi'ð sína erfiðleika að etja eins og aðrir atvinnuveg- ir, en þó leynir það sér ekki að dugandi framtaksmenn hafa lát- ið hendur standa fram úr errn- um á sviði iðnaðarins, eins og í útveginum. Einnig í þeirri at- vinnugrein er það einkaframtak- ið sem ber höfuð og herðar yfir tilraunir opinberra og hálfopin- berra aðila til atvinnurekstrar. Stundum he^ rast raunar kvart anir yfir því, að ekki sé nægi- lega mikið gert til þess að örva einkaframtakið, og vissulega eiga atvinnuvegirnir vi'ð erfiðleika að etja, sem fyrst og fremst eru þó sprottnir af kaupgjalds- og verð- lagshækkunum, sem knúðar hafa verið fram. En merguriníi máls- ins er sá, að frjálsræðið er aðal- atriðið, og athafnafrelsið, sem hófst með viðreisnarráðstöfunun um 1960 hefur borið ríkulegan ávöxt. Árásir á einka- framtak Og athyglisvert er það, að and stæðingar einkaframtaks, hvort heldur þeir eru kommúnistar eða Framsóknarmenn, leggja á það mikla áherzlu að skerða hag einkarekstrarins. Nú síðast hafa foringjar Framsóknarflokksins krafizt þess að skattar yrðu þyngdir mjög á einkarekstri. Segja þeir, að skattar á hlutafé- lög séu alltof lágir, og einstakl- ingarinar hafi hagnýtt sér hluta- bréfaformið, þess vegna beri að hækka skatta á félög þeirra. Það er rétt að skattlagning hlutafélaga hefur mjög verið lagfærð frá því sem var á tím- um vinstri stefnunnar þegar það var beinlínis tilætlunin að koma atvinnurekstrinum á kné. Hitt er rangt, að atvinnureksturinn beri ekki verulegan hluta gjaldabyrð anna, og sérstök ástæða er til að vekja athygli á því að það fyrir- tæki, sem Framsóknarforingjarn ir sérstaklega bera fyrir brjósti, Samband ísl. samvinnufélaga. nýtur sérréttinda í skattamálefn- um umfram hlutafélögin, þótt að vísu séu þau sérréttindi ekki eins mikil og áður var, en það er einmitt sú breyting til jafn- ræðis, sem Framsóknarforingj arnir geta ekki þolað. Atvinnujöfnunar- sjóður tekur til starfa Hinn nýi sjóður, sem stofnað- ur var á síðasta Alþingi í þeim tilgangi að örva atvinnulíf í hin- um dreifðu byggðum, hefur þeg- ar tekið til starfa og hafið lán- veitingar. Eins og kunnugt er fær sjóður þessi mikið fé á kom- andi árum frá álbræðslunni við Straumsvík, og þannig verður stóriðjan ekki einungis til þess að bæta efnahag landsins í heili, heldur líka til að örva" atvinnu úti um land og gera lífvænlegra þar, gagnstætt þvi, sem andstæð- ingar stóriðjumálsins héldu fram. Vissulega hefði verið æski- iegra að álbræðslan hefði verið staðsett við Eyjafjörð, eins og reynt var, en ekki talið unnt kostnaðarins vegna. En fráleitt væri samt sem áður að varpa fyrir ró'ða þeirri hugmynd, að álbræðsla rísi norðanlands. Þvert á móti virðist fyllsta ástæða til að hefja þegar athugun á því, hvort ekki væri unnt að byggja slíka verksmiðju í kjölfar verksmiðjubyggingarinnar við Straumsvík, og virkja jafnframt Dettifoss Áreiðanlega er það rétt að kostnaður við kjarnorkuvirkjan- ir muni lækka mjög á næstu ár- um, svo að vatnsaflsvirkjanir geta áður en langt um líður orðið ósamkeppnisfærar. Mikil nauð- syn er á því að efla borg norðan- lands, sem keppt gæti við höfuð- borgina, og kemur ekki annar staður til greina en Akureyri. Enda mundi borgarmyndun þar verða til hagsbóta fyrir allar byggðir Norðurlands. Þess vegna væri ekki úr vegi að Akureyringar hefðu forustu um það, að hafin yrði þegar könn un á slíkri framkvæmd, þótt ekki yrði í hana ráðizt fyrr en um það leyti sem nokkur reynsla væri komin á starfrækslu álverk smiðjunnar í Straumsvík. Hugs- anlegt er líka a'ð aðrar leiðir til stóriðjuframkvæmda á Akur- eyri ætti að kanna, en væntan- lega skilja allir að ekkert skeð- ur án þess að einhverjir taki sig saman um frumkvæðið, og því skyldu það ekki einmitt vera Akureyringar.sjálfir? Hlutverk Neyt- endasamtakanna Það vakti mikla athygli, er Neytendasamtökin höfðuðu mál gegn Grænmetisverzluninni fyr- ir brot á lögurn um ólöglega verzlunarhætti. Ekki er það hlut verk blaðanna að kveða upp dóm, heldur dómstólanna, en þó virðast nægilegar upplýsingar liggja fyrir til þess að almenn- ingsálitið kveði upp áfellisdóm yfir þessari stofnun. Nú á tímum hins mikla vöruúrvals gera neyt- endur þá kröfu áð jafn sjálfsögð neyzluvara og kartöflur sé ætíð á boðstólum — og að sú vara sé ógölluð. Ef frjálsræði ríkti í verzlun með garðávexti, segir sig sjálft, að góðar kartöflur væru ætíð til. Er því ekki óeðli- legt,^að samtök neytenda krefj- ist breyttra viðskiptahátta, þar sem um einokun hefur verið að ræða og hún hefur reynzt á þann veg, sem raun ber vitni. Neytendasamtökin hafa látið ýmis mál til sín taka. Þó er þýð- ing þeirra vafalaust fyrst og fremst fólgin í sjálfri tilvist þeirra. Framleiðendur og við- skiptaaðilar vita það, að þeir eiga yfir höfðisér ádrepu og jafn vel málshöfðun af hendi þessara samtaka, ef þeir sinna ekki sæmi lega skyldum sínum og sýna fyllsta heiðarleika í starfsemi sinni. Einstaklingar mundu vafa- laust hlífast við að standa í mála rekstri eða ádeiluskrifum, - en samtök þeirra hafa hinsvegar bol magn til þess að gæta sameigin- legra hagsmuna neytendanna. Þess vegna vinna Neytendasam- tökin þarft verk, og eru mikil- vægur aðili til þess að gæta hagsmuna fjölmennustu stéttar- innar, neytendanna, landsmanna allra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.