Morgunblaðið - 04.09.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.09.1966, Blaðsíða 5
Sunnudagur 4. sept. 1966 MORGU NBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM um í ljósmyndun eins og allir þeir er við myndaverkefni fást. Og vegna 'þess, hve lengi hann hefir starfað við ljósmyndan, er sérlega fróðlegt að grann- skoða þessa sýningu. Elztu myndir hans bera þess greinilega merki, að skilningur hans á ljósmyndum hefir Cest j rætur þegar brómolíu-aðferðin í Ijósmyndun var í fullum blóma. Þá voru ljósmyndir unnar veru- lega með notkun pensilsins, sem síðar var bannfærður á tímum tæknialdar. Enginn efi er á því að í höndum listræns manns getur brómolíu-aðferð átt fullan Svart og hvítt Ljósmyndasýning Jóns Kaldal í NÝBYOGINGU Menntaskól- ans hér í Reykjavík er nú opin athyglisverð ljósmyndasýning Jóns Kaldal, er hann nefnir Svart og Hvítt. Vegna fjarveru komst ég ekki til að skoða sýningu þessa fyrr en í gær. í>ar eð nokkuð mun þegar liðið á þann tíma, sem ætl að er að sýningin verði opin, langar mig til að vekja athygli á henni. Ég teldi það mjög mið- ur, ef áhugamenn um ljósmynd- un færu á mis við þessa merku sýningu. Jón Kaldal er svo þekktur á vettvangi íslenzkra andlitsljós- mynda, að óþarft er að geta hans sjálfs, enda verið gert í tilefni af 70 ára afmæli hans nýlega. Hinsvegar langar mig til að hvetja áhugamenn um ljósmynd un, til að veita sjálfum sér þá ánægju að ganga í rólegheit- um fram hjá margbreytilegum andlitsmyndum Jóns Kaldals, staldra við og kanna í næði ljós og skugga í andlitsdráttum og umhverfi ungra meyja og skegg- mikilla öldunga. Engum dylst þá, að þessar myndir hefir tekið listrænn hæfileikamaður meðal íslenzkra atvinnuljósmyndara. Myndirnir eru teknar á löngu árabili, og þær bera þess greini- lega merki. Jón Kaldal hefir þró . azt og fylgzt með tízkufyrirbær- Dagmar Kaldal rétt á sér við Ijósmyndun, en i höndum viðvanings var hún og verður ávallt óréttmæt og leiði- gjörn. Sama má reyndar segja um jafnvel nýjustu aðferðir við tveggja tóna myndir, harðar myndir með svörtum og hvítum flötum án millitóna. Þessi síðastnefnda gerð mynda er líka til á sýningu Jóns Kald- al, en í höndum hans er gætt mikillar hófsemi í því efni. Myndirnar eru ekki merktar eftir aldri á sýningunni, og þeim er ekki raðað eftir aldri mynda eða gerð. Myndirnar virðast allar hafa verið unnar fyrir þessa sérsýn- ingu sérstaklega. Þær eru því samstæðari en ella hefði orðið, þrátt fyrir mismunandi aldur þeirra. Þetta gefur sýningunni að vísu samfelldari heildarsvip, en að sumu leyti hefði sýningin gefið meiri hugmynd um þróun ljósmyndagerðar á löngum starfs ferli, ef nokkrar myndir hefðu verið unnar með brómolíu, aðr- ar t.d. litaðar eða tónaðar eins og það mun hafa verið nefnt. Vitað er að vegna bruna í húsi því er ljósmyndastofa Jóns Kaldals er í, eyðilagðist mikið af eldri myndum og plötum, og kann það að vera ástæðan til þess, að allar myndir á sýning- unni virðast vera gerðar að nýju. Eins og fyrr segir dylst þó engum mismunandi aldur mynd anna, bæði fyrirmyndanna, en ekki síður vegna að- ferða við lýsingu og mynda- tökuna. Engin leið er að nefna hér að nokkru ráði einstakar myndir sýningarinnar. — Þó vil ég nefna skemmtilega lýsingu og uppbyggingu nokkurra mynd- anna af skeggjuðu öldungunym, — frá þeim tíma, þegar gamlir menn gengu með síð skegg og hár, en ungir menn ekki. Yfirleitt sýnist mér Jóni Kaldal takast betur að ná tökum á andlitsfalli miðaldra manna og eldri, enda væntanlega and- litin meira mótuð með aldrin- um. Skemmtilegar andstæður eru myndirnar af frú Guðrúnu Kal- dal (nr. 26) og mynd nr. 58 af Dagmari Kaldal dóttur þeirra hjóna. Fyrri myndin er greini- lega í gömlum þróuðum stíl ljós- myndunar brómolíu-tímabilsins, Guðrún Kaldal en hin myndin er beinlínis ný- tízkuleg í uppbyggingu, með tveimur megin atriðum í mynd- fletinum, andlitið, og hendi með hvítan vindling, en þessi tvö aðalatriði, sem bæði eru ljós, eru tengd saman á skemmtileg- an hátt með línu handleggsins, sem er í dekkri tón. Allt um- hverfið er það dökkt, að full- kominni lokun myndflatarins er fullnægt. Báðar eru myndir þessar framúrskarandi góðar, hvor á sinn hátt, og lofar ljós- myndarann að verðleikum. Það er alkunna, að sterkast verður safn mynda, ef sem fæstar eru teknar með af þeim, sem vafasamari eru, og svo er einnig hér. Ég hefði talið sýn- ingu þessa sterkari, • ef einungis hefðu verið sýndar nafngreindar mannamyndir. Sýningin hefði þá orðið heilsteyptari. Hins veg- ar eru á þessari sýningu svo margar ágætis myndir að þær fáu myndir, sem hefðu mátt hverfa, megna ekki að gera mik- inn skaða. Myndir sýningarinnar eru yfirleitt mjög vel settar upp, og þær njóta sín því vel hver um sig. Þó hefði meiri tilbreytni i stærð mynda sums staðar lík- lega verið til bóta. Safn mynda af meistara Kjarval er mjög skemmtilegt, margar minni myndir og tvær stærri. Margar ágætar myndir sýn- ingarinnar mætti ræða nánar. Hér gildir þó áreiðanlega mun fremur en oft endranær, að sjón er sögu ríkari. Framhald á bls. 31. á börn og fullorána Hið þægilega lag, ásamt sterkum sóla, og vönduSum frágangi, gera aö mest seldu skólaskónum í ár. HEPPILEGIR SKÖR FYRIR HEILBRIGOA FÆTUR. ÚTSÖLUSTADIH: SÍS Avifunlratl KRON Skót»vörðu»ti9 Skóvtnlwn Pótur* AndréniMr SkóbúBfn Lavgavaf St SkóbúQ PórBar Péfur»»«n»r Sltinar Wiage Dornv* AAaeHca SkóhtrniQ Nrtsaftkp SkébúBln h.f, KtflaWk StaBarftll Akrantci Skév. Ltéa h.f, ísaflrQf o« I Kaupftlófunvm vm larvd al Magnús Thorlacius bæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðaistræti 9. — Sími 1-1875. Bezt að auglýsa i MorgunbJ aðinu KÖLUPENNAR ýmsar geröir við allra hæfi. Eins,tveggja, fjögurra eða tíu litaí 1 skólann, á skrifstofuna, fyrir heimilið. •Fallegur stíll, |gæði,hagstætt !verð. Einkaumboð: G.Brynjólfsson hf Pósthólf lo39,Bvk Sími:32973 Sendisveinar | . N óskast strax hálfan eða allan daginn. H.F. Eimskipafélag íslands. Viljum ráða konu til ræstingastarfa. — Upplýsingar í síma 12494 á morgun. ÁBYRGÐ Á HÚSGÖGNUM Athugið, oð merki þetto sé ó húsgögnum, sem óbyrgðorsklrteini fylgir. Koupið vönduð húsgögn. 02542 F RAHLEIÐANDI í : iNO. fjjlOlllh tÚSGAGNAMEISTARA ÉLAGI REYKJAVÍKUR HÚSGAGNAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.