Morgunblaðið - 22.09.1966, Side 1

Morgunblaðið - 22.09.1966, Side 1
28 síður // Uppsfokkun" á ríkisstjórninni — líklegasta úrræði sænskra jafnaðarmanna Stokkhólmi 21. sept. — NTB. i ÞINGROF og nýjar kosningar ! ellegar „uppstokkun“ í ríkis- j stjórninni í því skyni aS koma , til móts við kröfurnar um endur- nýjun og „ynging4i“ forustuliðs- ins virtust vera þær tvær leiðir, sem jafnaðarmenn í Svíþjóð ræddu um innan flokks sins í dag, svo og hvaða lærdóm draga megi af hinum mikla kosninga- ósigri sem flokkurinn varð fyrir sl. sunnudag. Líklegast er, að „uppstokkun" fari fram á ríkisstjórninni, og þeir verði ofan á, sem vilja ekki rjúfa þing heldur nota tímann til næstu þingkosninga, sem fram eiga að fara 1008, til þess að efla flokkinn. Þeir aðilar innan flokksins, sem þessa skoðun hafa, eru í Stokkhólmi sagðir vera meira og minna fýsandi þess, að fram- kvæmdar verði meiri eða minni breytingar á ríkisstjórninni. Síð- ustu rannsóknir á kosningaúr- slitum eru sagðar sýna, að jafn- aðarmenn séu í þann veg að missa tökin á æsku landsins. Ungir menn hafi víðast verið til- tölulega neðarlega á framboðs- listum, og það hafi gert það að verkum, að fæstir þeirra hafi náð kjöri. Svo virðist sem í heild viðurkenni menn að kröfurnar um yngri menn í ríkisstjórn og flokksforystu séu á rökum reist- ar. Þá eru jafnaðarmenn sagðir Framhald á bls. 27 Paul Reynaud Deilt um herinn á þingi í Bonn * Askorun um að víkja von Hassei úr embætti felld JVIyndirnar tvær hér að ofan voru teknar af geimförunum um borð í Gemini 11. Efri myndin er tekin úr 851 mílna fjar- lægð frá jörðu, en það er það lengsta, sem mannað geimfar hefur farið. Sú mynd sýnir NV-strönd Ástralíu séð til NV. — Neðri myndin sýnir Etíópíu og Somaliland í NA-Afríku, ásamt Rauða hafinu og Adenflóa. Sú mynd var tekin úr 460 mílna hæð. Hvatt til Tash- kentráðstefnu — um Vietnam á Allsherjarþinginu New York 21. sept. — NTB. I'EKDINAND Marcos, forseti Filippseyja, flutti í kvöld ræðu á Allsherjarþingi SÞ og beindi þar þeim tilmælum til Sovét- rikjanna að þau boðuðu til nýrr- ar „Tashkentráðstefnu“ í því skyni að reyna að binda enúa á styrjöldina í Víetnam. Berlín — NTB: 24 ÁRA gamall Berlínarbúi klifr aði á þriðjudag yfir múrinn — til Austur Berlínar! — Maðurinn var undir áhrifum áfengis. Marcos, sem er fyrsti þjóð- höfðinginn sem ávarpar 21. Alls- herjarþing SÞ, sagði að Víetnam væri notað sem einskonar til- raunadýr fyrir hinar nýju kreddu kenningar Kína um óendanlega alheimsbyltingu. Marcos kvað engan vafa leika á réttmæti þess að binda enda á styrjöldina við borðið. Marcos ræddi og ákvörðun U Thants, framkvæmdastjóra SÞ um að láta af störfum og sagði: „Látum oss alla biðja þess einni röddu að hann sitji enn um stund og geri öllu mannkyni á þann hátt stærstan greiða“. Bonn 21. sept. — NTB. KRISTILEGl demókrataflokk- urinn og frjálslyndi flokkurinn tóku í dag höndum saman til stuðnings Kai Uwe von Hassel, varnarmálaráðherra V-Þýzka- lands, og vísuðu á bug köfum sósíaldemókrata þess efnis að Erhard kanzlari viki honum úr embætti. Er atkvæði voru greidd um þessa kröfu sósíal- demókrata á þingi í dag var hún felld með 246 atkv. gegn 199. Því næst samþykkti þingið með öllum greiddum atkvæð- um ályktun, þar sem farið er I viðurkenningarorðum um hversu ! v-þýzki herinn gegni störfum. Sósíaldemókratar höfðu kraf- 1 izt þess, að Erhard viki von j Hassel úr embætti í því skyni að bæta andahn í hernum. Var það þingmaðurinn Helmut Schmidt sem bar fram kröfuna, eftir að Hassel hafði varið stefnu sína fyrir þingheimi og neitað þeim ásökunum að hers- höfðingjarnir reyndu að afla sér aukinna valda innan hers- ins. Schmidt hóf árásir stjórnar- andstöðunnar og kvað fjöl- marga hermenn líta svo á, að þeir gegndu þjónustu í her, sem væri lítils metinn. Væri enda svo komið að óánægjan innan hers- ins væri meiri en nokkru sinni áður. 158 embættismenn í ráðu- neyti Hassels gætu skipað hern- um fyrir verkum, enda væri allt í óreiðu, allt frá ullarteppum til Starfighterþota. Bæði Erhard kanzlari og von Tókíó — NTB: DAGANA 3.—9. október mun japanski flotinn efna til mestu flotaæfinga sinna frá því að heimsstyrjöldinni síðari lauk. — 150 flugvoJar og 150 herskip munu taka þátt í æfingum þess- um. Hassel svöruðu gagnrýninni, og lauk svo að tillaga sósíaldemó- krata var felld. látinn Pavís, 21. sept. — NTB: PAUL REYNAUD, fyrrum for sætisráðlserra Frakklands, lézt í dag í París 88 ára að aldri. Reynaud kom mjög við sögu franskra stjórnmála und anfarna áratugi, og var m.a. forsætisraðherra 1940 er Pét- ain marskálkui tók sæti í frönsku stjórninni. Sjá nánar um Reynaud á bls. 2. Grafir erlendra manna svívirtar Kro^sar brotnir af leiðum í kirkjugarði í Peking — Hfenningarbyltingin tekur á sig ýmsar myndir Pekxng, 21 sept. - NTB: MEIRA EN helmingur graf- anna í kirkjugarði þeim í Pek ing, sem erlendir borgarar hvíla í, hafa verið svívirtar á þeim tveimur vikur, sem garð urinn hefur vtrið undir eft- irliti Rauðu varðliðanna. Er vestrænir fréttamenn heimsóttii kirkjugarðinn í dag komust þeir að raun um að krossar og önnur trúartákn höfðu ver'ð fjarlægð af leg- steinum. Aðeins voru skilin eftir þau trúartákn, sem höggvin höfðu verið í stóra og þunga legsteina. í sumum tilvikum höfðu steinar um- hverfis grafir verið fjarlægð- ir. Öll ummerki um grafir brezkra manna eða banda- rískra eru norfxn úr kirkju- garðinum. sem Rauðliðarnir hafa nú geíið nafnið „Aldin- garður fiandmanna heims- valdasinna og enaurskoöunar- sinna" Rauðu vax'ðiiðarnir lokuðu kirkjugarðinum íyrir tveimur vikum og =ettu þar upp spjald sem baniiaði útlendingum að koma þangað. í dag tilkynnti kinverska utanríkisráðuneyt- ið að banni þessu væri nú af- létt. Flestir þeirra erlendu borg ara, sem í kirkjugarðinum hvíla, eru Bretar, Bandaríkja- menn, Þjoðverjar og Frakkar. Meðal þeiira eru nokkrir, sem féllu i Boxara-uppreisninni fyrir 66 árum. Alls eru um 1000 útlendingar grafnir í garðinum. Ekki sást neitt til Rauðu varðliðanna við kirkjugarðinn í dag, og spjöid þeirra voru horfin þaðan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.