Morgunblaðið - 22.09.1966, Síða 4

Morgunblaðið - 22.09.1966, Síða 4
4 MORCUNBLADIÐ Fímmtudagur 22. sept. 1960 BILALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDU M SÍM11-44-44 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. ^^^BiLALEIGAN §" ÆL f f f n H RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 - LITLA bíloleigon Ingólfsstræti 11. Volkáwagen 1200 og 1300. Sími 14970 Bifreibaleigan Vegferb SIMI - 23900 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Sjónvarp J. V. skrifar: „Eitt fáránlegasta deilumál, sem séð heíar dagsins ljós í dag blöðum og áskriftarlistum, er deilan uni Keflav ikursjónvarp- ið. Mikið fódæma erum við annars litlir íslendingar. í fjölda ára hefur meiri hluti ís- lenzku þióðarinnar getað óhindrað og ádeilulaust! hlust- að á útvarp frá erlendpm stöðv um og enginn látið sér detta í hug að hanna innflutning á útvarpstækjum sem næðu út fyrir landsteinana. Fjölda ára hafa ungir fsl. nómsmenn farið erlendis, til að auðga þekkingu sína bæði andlega og tækni- lega, þegar heim kom, staðið fremst eða framarlega í mennta og tæknilífi þjoðarinnar. Daglega fara tugir flugvéla bæði til austurs og vesturs, og allt er gert til að laða útlenda ferðamenn tii landsins, — þó móttökurnar séu misjafnar. — Hundruð íslendir.ga fara til út- landa árlega í skemmtiferðir, óátalið af öllum, þó máski skattráðið gjóti augum útund- an sér þegar framtalið kemur. — en þa? er önnur saga. — En allt þetta ætti að benda á, að þessir menn sem berjast mest á móti sjónvarpinu frá Keflavíkuirlugvelli — ég tala nú ekki um stúdentana — „horfi inn úr augum en ekki útúr þeim“, eins og Þorvaldur á Þorvaldseyri sagði forðum. Hér hata í mörg ár verið sýndar kúrekarnyndir og þh. í flestum ef ekki öllum kvik- myndahusum landsins. Hér hafa verið gefin ut sorprit, lík- lega í tugatali á mjög slæmri íslenzku, cg sumar sögur þar nálgast það sem kallað er KLÁM, — á góðri íslenzku. Gegn þessum óþverra hefði verið nær að risa, td. fyrir stú- dentana. En máski eru þessi rit frístundalestur þeirra? En tii þessara sorpnta er vafa- laust hægt að rekja beina leið, margt aí því sem verst má telj ast í framkomu ungu kynslóð- arinnar, sem alltaf er verið að áfella. Og hvernig væri að hamla svoHtið upp á móti „Bítla æðinu“ Bítlarnir eru boðnir og velkomnir með öskri og skepnuskap, sem áður var óþekkt hér og yfirgengur alla, siðmenningu, og engin segir neitt, bara KLAPPAR. Þarna hefði verið tækifæri fyrir þessa 60 og stúdentanna að þeir vildu leiða ungu kyn- slóðina fram hjá hliðargötum ómenningcirinnar. — En þeir skyldu þo aldrei hafa álpast þangað líka? Nei, sjónvarp fiugvallarins, hefir vai'alaust fengið margan unglinginn til að sitja heima, í staðinn fyrir að flækjast úti á kvöldin og ienda þá oft í misjöfnurn félagsskap. íslenzkri menningu og þjóð- inni verf/ur aldrei Keflavíkur- sjónvarpið að fótakefli. En hroki og stór orð framborin með þjóðarrembingi geta aldrei orðið íslenzkri menningu að liði. Annars virðist mér það ósanngjarnasta við þennan gauragang að asaka Bandaríkja menn fyrir tilraun til að hafa áhrif á innríkismál íslendinga í gegnum sjónvarpið. Slíkt er langt frá öllum sann leika, og beir sem halda öðru fram eru því miður, rangeygð- ir á báðum, og hafa víst ekki löngun eða vilja tii að rétta þá sjónskekkju, og er það leitt. En hvað ætla nú þessir menn ingarpostular að gera þegar I farið verður að útvarpa frá gerfihnöttutn allra þjóða, alian sólarhringinn? J. V.“ kr Reykur á kennara- stoíu Ónefndur sendir Velvak- anda eftirtarandi bréf: „Sá, sem þetta ritar lagði leið sína nú fyrir helgina inn í einn af gagnfræðaskóium borgarinnar tii að láta skrá nemanda, sem ekki er enn kom inn til bæ arins úr sumarvinnu úti á landi. Mér var vel tekið, fékk lipra og góða afgreiðslu enda lá innlið ljóst fyrir. Þetta var í kennarastofunnL Innan við borð, sem raðað var þvers yfir herbeigið sátu kennararn- ir, einir 5—6, toku við um- sóknum og aígieiddu nemend- ur, sem flestir komu sjálfir til að festa sér skólavist. Það sem athygli mína vakti var það hve margir kennarnir reyktu. Þeir voru með pípu sína og spúðu blágráum reykjarmökkum út í loftið, þannig að drungalegt ský myndaðist yfir höfðum þeirra. Ekki virtist pípan vera til neinnar verulegrar hindr- unar í starfi þeirra, en það getur samt hver og einn sagt sér sjálfur, að ekki er það til hagræðis að þurfa að grína í skýrslur og skrár gegnum reyk, sem leggur upp úr logandi reykjarpipu. FOT Innlend og Hér skal ekki farið út í fjálg- legar lýsingar á gildi fagurra fordæma eða rælt um hinn mikla háska at tóbaksnautn fyrir unglinga og börn. En til þess að gera langt mál stutt, skal botninn sieginn í þetta spjall með eftirfarandi spurn- ingu: Vilja nú ekki þessir góðu menn — kennararnir — taka það til vinsamlegrar athugun- ar hvort þeir mundu ekki geta haft gott af því sjálfir og jafn- framt verið nemendum sínum hollar fyrirmyndir með því að neita sér um pipuna fram yiir skólatíma? erlend larry S3taines LINOLEUM Parket gólfflísar Parket gólfdúkur - Glæsilegir litir — ISÁSVPG 77 24 IHORNI MIKLUBRAUTAR) SÍMAR 30280 Austurstræti 14 — Sími 12345 Laugavegi 95 — Sínii 23862. Sendisveinn óskast allan daginn, Ásbjörn Ólafsson hf. Grettisgötu 2 A. Stór pappirshnífur til sölu. — Uppl. í síma 13899 og 36655. Konu vantar tii ræstinga. Lídókjör Skaftahlíð — Sími 36374. BOSCH SPENNUSTILLAR 6 VOLT 12 VOLT 24 VOLT Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. Sími 3-88-20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.