Morgunblaðið - 22.09.1966, Side 21

Morgunblaðið - 22.09.1966, Side 21
Fimmtucla?ur 22 sept. 198® MORGUNBI AOIÐ 2! itaiskt leikrit i nýstar- legri uppsetningu L.EIKFÉL.AG Reykjavíkur frumsýnir á laugardagskvöld leikritið Tveggja þjónn eftir ítalann Carlo Golfoni. Þó Þarna sé um að ræða leikrit eftir 18. aldar höfund, má gera ráð fyrir mjög nýstárlegri sýningu. Sænski leikstjórinn Chrisian Lund, sem einnig setti upp „Þjófar, lík og falar konur“ í Iðnó, hefur beitt við uppsetning- una svokallaðri „Workshop“- vinnuaðferð, þar sem allir þátt- takendur í sýningunni, leikarar jafnt sem leikstjórar, eiga sinn þátt í uppsetningu, og tekin eru inn í leiksýninguna ýmis fyrir- bæri úr þjóðlífinu í kring. Þetta ítalska leikrit hefur ein- mitt verið leikið nokkuð mikið að undanförnu og fengið slíka meðferð, m.a. á Edinborgarhátíð- inni, þar sem það var leikið á skozkan máta. Hafa leikstjórinn og leiktjaldamálarinn Nisse Skoog, sem báðir eru frá Borgar- leikhúsinu í Stokkhólmi, nýlega fengið það viðfangsefni að setja þetta sama leikrit upp í Stokk- hólmi. Á sýningu Leikfélags Reykja- víkur er haldið gömlu Commedia dell’Arte nöfnunum, til að tengja leikinn gamla tímanum og sumir leikarar eru í búning- um í samræmi við það, aðrir í samræmi við nútímann. Arlec- chino heitir þjónninn, sen* Arn- ar Jónsson leikur, Beatrice lek- ur Sigríður Hagalín, Pantaloni leikur Brynjólfur Jóhannesson, II dottore Lombardi leikur Har- aldur Björnsson, Columbinu leik ur Kristín Anna Þórarinsdóttir, Brigellu Guðmundur Pálsson, 8ILDIN HAGSTÆTT veður var á síldar miðunum 8.1. sólarhring, og til- kynntu 83 skip um afla, samtals 7.245 lestir. Þessi skip fengu 100 lestir og meira: Florindo Jóhann Pálsson, Clem- entina Valgerður Dan, Silvio Kjartan Ragnarsson, en síðar tekur Borgar Garðarsson við og ýmis hlutverk leikur Sigmundur Örn Arngrímsson, sem jafnframt er aðstoðarleikstjóri. Þá má geta þess að dans semur Lilja Arn- grímsdóttir, skylmingar æfir Eg- ill Halldórsson og búninga saum ar Ingibjörg Stefánsdóttir. Þýð- inguna gerði Bjarni Guðmunds- son upphaflega, en ýmsar breyt- ingar hafa verið gerðar á texta í samræmi við breytingar og staðfærslu leiksins. Þessar upplýsingar veittu Sveinn Einarsson leikstjóri og Christian Lund leikstjóri blöð- unum í gær. Christian Lund fer héðan til Stokkhólms, þar sem hann mun setja á svið í Borgar- leikhúsinu leikritið Vermlending arnir, og er búist við að það verði nýstárleg sýning á því kunna leikriti. Þá hefur hann verið beðinn um að koma til Bremen í Þýzkalandi, til að setja upp „Þjófar, lík og falar konur“, sem hann setti upp hér. Það leik rit er enn sýnt fyrir fullu húsi og verður eitthvað haldið áfram sýn ingum á því nú, þar sem stend- ur á Dúfnaveizlunni vegna veik inda Þorsteins Ö. Stephensen. - íþróffir Framhald af bls. 26 móti þeim nemendafjölda, sem nauðsynlegt er. 1 jan. 1958 skipaði mennta- málaráðuneytið nefnd til þess að endurskoða gildandi lagafyrir- mæli um íþróttakennaraskóla íslands og semja drög að nýjum lögum og reglugerð fyrir skól- ann (einn nefndarmanna var til- nefndur af ÍSÍ) í nóvember 1963 gekk nefndin frá drögum að frumvarpi, sem sent var menntamálaráðuneytinu. f frumvarpinu er gert ráð fyr ir að íþróttakennaraskóli íslands skuli vera tveggja ára skóli og námstími hvort skólaár, eigi skemmri en 8 mánuðir. Þá skuli Iþróttakennaraskól- inn, eftir því sem fjárráð leyfa, efna til námskeiða fyrir leiðbein endur í íþróttafélögum, svo og aðra er hafa áhuga á íþróttum og félagsstörfum. Þá er gert ráð fyrir að til að- stoðar skólastjóra, um starf- ræsklu námskeiða, skuli vera skólaráð, sem skipað sé einum frá framkvæmdastjórn ÍSÍ, öðr- um af stjórn UMFÍ, þeim þriðja af stjórn íþróttakennaraskóla ís- lands og sá fjórði verði íþrótta- fulltrúi ríkisins. Mörg önnur athyglisverð atrði eru í frumvarpinu ,en þau verða ekki rakin hér. Verði frumvarp þetta að lög- um á næstunni, sem ætla má, þá er brýn nauðsyn að tekið sé til- lit til þess, þegar framkvæmda- áætlun um uppbyggingu íþrótta kennaraskóla íslands er samin. Lögberg-Heimskringla fær ísl. prenforo fra gamla landinu LÖGBERG Heimskringla, blað íslendinga í Vesturheimi, skýrði frá því í su'u ar að kominn væri vestur og til starfa við blaðið Ágúst K. Guðinundsson, prent- ari. Hefði Águst strax tekið til starfa við blaðið og komu hans verið fagnað þar, því legið hafi fyrir mikið af efni á islenzku, i sem þurfti að bíða. Efni á ensku var aftur á móti hægt að setja. Virðist blaðið hafa átt við vanda að stríða varðanai setningu á íslenzku lesefni, þar til það fékk íslenzkan prentara að heiman. Þess er getið að með Ágústi hafi komið vestur kona hans, Hanna og sonur þeirra, Gunnar Svan. Hafi þeim öllum litizt vel á sig og þau fengið bústað á Ing ersollstræti. Leynifundur enn í Salisbury í gær Ekkert er vitað um efni viðræðna lan Smiths og Bowdens samveldismálaráðherra Salsbury, 21. sept. — NTB: Samveldismálaráðhera Breta, Herbert Bowden, átti í dag leyni legan fund með lan Smith, for- sætisráðherra Rliódesíu, einhvers staðar í Salisbury. Að því er ó- staðfestar iregnn herma stóð fundur þeirra í tvær klukku- stundir og hefui hklega átt sér stað i stærstu lógreglustöð Salis bury, örskammt frá stjórnarbygg ingunum. Smith kom aftur til skrifstofu sinnar um kl. 2 síðdegis í dag, en hvorki hann né ráðgjafi hans í efnahagsmálum, Sir Cornelius Green, virtu viðlits blaðamenn, sem stóðu úti fyrir. Allt er á huldu hvað farið hefur á milli brezka ráðherrans og Smith’s. Johannes Vorster, forsætisráð herra S-Afriku, sagði í Höfða- borg í dag, að atstaða sín til Rhódesíurnaisins væri nákvæm- lega sú saina og fyrirrennara Spónveijar unnu Grikki og Dani SPÁNN, Grikkland og Danmörk háðu þriggja landa keppni í frjálsum íþróttum í Kaupmanna höfn 10. og 11. sept. Spánverjar sigruðu með 167 stigum, Grikk- ir hlutu 135.5 og Danir 118.5. Danir fögnuðu mest tvöföld- um sigri í 800 m. hlaupi þar sem Prebén Glue sigraði á 1:48.9 og G. Larsen varð annar á 1.49.4. síns, dr. Vervmerds, nefnilega að S-Afríka sé hlutlaus í malinu. j Tveir svertingjar voru í dag dæmdir til dauða af Hæstarétti Rhódesíu, en sá þriðji sýknaður. Mennirnir þrír voru ákærðir fyr ir að hafa varpað handsprengju, j af rússneskri gerð að sögn, inn í j kaffihús í Salisbury 12. ágúst sl. , Sjö hvítir gestir og einn afrísk ur þjónn biðu bana í tilræði þessu. Nýr 10 króna seðill í LÖGBIRTINGARBLAÐINU, sem út kom hinn 10. september auglýsir viðskiptamálaráðuneytið útkomu nýs tíukrónaseðlis og er honum lýst þannig: „Seðillinn er að öllu leyti eins og áður útgef- inn 10 króna seðill, sem auglýst- ur var hinn 7. maí 1960, að und- anteknum eftirtöldum breyting- um: Á framhlið. Efst fyrir miðju kemur Seðlabanki íslands í stað Landsbanki íslands, Seðlabank- inn. Seðillinn er gefinn út sam- kvæmt lögum nr. 10 29. marz 19 6 1. Eiginhandarundirskriftir tveggja bankastjóra Seðlaabnk- ans, Jóhannesar Nordal og Jóns G. Maríassonar, eru prentaðar á seðlana. Fyrir framan bæði núm- er hvers seðils eru stafirnir BA með upphafsstöfum. Á bakhlið. Merki Seðlabankans kemur í vinstra horn neðan til í stað merkis Landsbanka íslands, Seðlabankans. Dalatangi Fróðaklettur 100 Sig. Jónsson SU 120 Barði NK 120 Gísli Árni RE 150 Sigurborg SI 130 Sigurbjörg ÓF 150 Bjartur NK 150 Engey RE 120 Ingiber Ólafsson II GK 150 Guðbjörg GK 150 Guðmundur Péturs IS 140 Jón Kjartansson SU 250 Sigurvon RE 130 Gjafar VE 105 Bjarmi II EA 140 Gullver NS 110 Haraldur AK 100 Huginn II VE 180 Stígandi ÓF 110 Heimir SU 155 Arnfirðingur RE 140 Reykjaborg RE 100 Vigri GK 100 Arnar RE 110 Sóley IS 100 Örn RE 185 Siglfirðingur SI 100 Hugrún IS 100 Valafell SH 100 Skálaberg NC 140 Hoffell SU 115 Snæfell EA 110 Höfðaborg, 21. sept. - NTB: JÓHANNES Vorster, forsætis- ráðherra S-Afríku, skýrði frá því á þingi i dag að réttarhöldin vegna morðs Verwoerds, fyrrum forsætisráðherra, myndu fara fram fyrir luktum dyrum. Væri málið of alvarlegs eðlis til þess að hægt yrði að íjaila um að öllu opinberlega. Vorstei sagði að dómarinn, sem stýra á rannsókn málsins, Jaeques van Dyck, væri óumdeildur varðandi réttsýni og væri það tryeging þess að þjóð S-Afríku fengi að vita sannleik- ann. JAMES BOND ~>f- ->f-. ->f ->f- Eítú IAN FLEMING Ja, James. Ég hef orðið ýmislegs a- skynja um hestinn, sem kallaður er „Feimna brosið“, og á að vinna fynr glæpaflokkinn. Pissaro nokkur á hestinn, hann var áð- ur með eiturlyfjasmyglið fyrir flokkina, en lenti i fangelsi. ^ Hesturinn er þjálfaður af tamninga- manni flokksins, Rosy Budd, sem hefur langar. Iista smærri glæpa. Tingaling Bell mun ríða hestinum. Hana er góður knapi, en ekki framúrskarandt, Ég hei tilboð handa honum ... — JÚMBÓ —k— --k- —-K— —k- Teiknari: J. MORA Skipstjonnn ognar Alfi og feiogum hans með lifláti ef þeir hlýði honura ekki. — En ef þeir haga sér aimennilega, gæti svo farið ... — Það er einmitt það, skipstjóri, segir Álfur vanfæruislega. — Við höfum nu ailt ai verið góoir vimr, þu og ég, er það ekki? Skipstjórinn svarar ekki en flautar eins og áður var talað um og Júmbó stekkur á fætur, grípur i fangaun. Nú fær hann loksins að sjá Spora, vin sinn . . . Glaður, stekkur hann um í kjarrinu: — Spcri, minn gamli, góði vinur. En hvað það er gaman að sjá þig aftur . . En Spora er hvergi að sjá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.